Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1995, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 6. júlí 1995 Tíminn spyr... Ber a& túlka nýjan og rausnar- legri fæ&ingarorlofsrétt til handa þingmönnum sem fordæmi fyrir a&ra launamenn? Rannveig Gu&mundsdóttir, þingmaöur Alþýöuflokks: Réttur þingmanna var minni en annarra opinberra starfs- manna og því var þetta mál tek- iö upp á þinginu. Ég tók þátt í umfjöllun um þessi mál á dögunum en sat ekki þingið til enda. Ég hef ver- iö erlendis og hef því ekki haft tækifæri til aö athuga hvaöa breyting var gerð. Hitt er alveg ljóst aö ég mun styöja þróun í fæðingarorlofsmálum í þing- inu. Hvort heldur er á almenn- um vinnumarkaöi eöa annars staöar. Guöný Guöbjörnsdóttir, þingkona Kvennalistans: Ef ákvæði um fæðingarorlof þingmanna getur oröið til þess aö bæta réttarstööu annarra foreldra í fæöingarorlofi myndi ég aö sjálfsögöu fagna því. Eg er fylgjandi því aö foreldrar fái full laun í fæöingarorlofi og sjálfstæöum rétti feöra til töku fæöingarorlofs. Ég get ekki séö aö lögin hafi í sjálfu sér neitt fordæmisgildi fyrir aörar stéttir en þau ættu aö vera stuöningur fyrir þá sem berjast fyrir bættri réttarstööu fólks í fæöingaror- lofi, hvort sem er á vettvangi lpggjafar eöa kjarasamninga. Ýmislegt er óljóst í grundvallar- hugsun um þessi mál, t.d. virö- ist ekki ljóst meö fæöingaror- lofi hvort veriö sé aö tryggja fólki óbreyttt starfskjör eöa hvort þaö sé réttur allra for- eldra aö fá greitt fyrir aö eignast börn, sbr. fæöingarorlof heima- vinnandi húsmæöra. Sigríöur Anna Þóröardóttir, þingmaöur Sjálfstæðisflokks: Hvað snertir jafnétti kynj- anna ber hiklaust aö túlka hann þannig. Aö ööru leyti vil ég ekki segja neitt um þetta mál en þaö er ljóst að þetta skiptir jafnréttisbaráttuna miklu máli. Wimiim Þóra Þórísdóttir fremur gjörning sinn vib Vígbulaug, á Cullkistunni, listahátíbinni á Laugarvatni. Gullkistulist á Laugarvatni Frá Stefáni Bö&varssyni, fréttaritara Tímans í uppsveitum Arnessýslu: Nú er Gullkistunni, listadögum á Laugarvatni, lokiö og öruggt má telja aö þar meö hafi ein viöamesta, fjölbreyttasta og frumlegasta listsamkoma, sem haldin hefur veriö á lands- byggöinni, runnið sitt skeiö í tímanum, en muni lifa áfram í hugum gesta og aöstandenda. „Við erum mjög ánægðar með viðtökurnar og samstarfið við alla sem hlut hafa átt aö máli," sögöu frumkvöðlar Gullkistunnar, þær Alda Sigurðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir, þegar tíðindamað- ur Tímans fór til að líta á það hvernig „hjónin" Bessi Bjarnason og Margrét Ákadóttir, Eggert Þor- leifsson og Edda Björgvinsdóttir og Valgeir Skagfjörð og Margrét Guðmundsdóttir öktuðu í lífs- ramma þeirra Ingibjargar Hjartar- dóttur og Sigrúnar Óskarsdóttur, Sex við sama borö. Það er sama gamla sagan, því „þar sem enginn þekkir mann, er ýmislegt hægt aö gera", en annars ekki. Að loknum þessum munaði var gengið út á vit kvöldsólarinnar og mýbitsins viö Vígöulaug þar sem lík þeirra Jóns Hólabiskups Ara- sonar og sona hans voru þvegin foröum, en nú til að upplifa „per- formance"; eða „gjörning" lista- konunnar Þóru Þórisdóttur. Gjörningurinn var í því fólginn, aö listakonan afklæddist serk sín- um, laugaði hann í hinu vígöa vatni, vatt hann og hengdi svo upp á einfatasnúru, sem fest hafði verið upp af þessu tilefni. Allt fór þetta fram á listilegan máta, tók þrjár og hálfa mínútu og vakti verðskuldaða hrifningu við- staddra, sem tjáðu sig með lófataki aö verkinu loknu. ■ Bœndur í Innri-Akraneshreppi eru sallarólegir: Engin hreyfing á neinu „Þaö eru ekki nein merki um aö þeir hrófli neitt viö okkur. Þaö virðist ekki vera nokkur hreyfing á neinu, svo viö vit- um til. Svoleiöis aö við erum bara sallarólegir og ánægöir meö a& þaö líöur hvert áriö af ööru án þess aö þeir viti hvað þeir eiga aö gera," segir Ólafur Sigurgeirsson bóndi á Þara- völlum í Innri- Akranes- hreppi, en landeigendur í hreppnum eru mjög ósáttir viö veg sem til stendur aö leggja frá munna Hvalfjarðar- ganga í gegnum hreppinn. „Við semjum ekkert við þá um aö þeir taki þetta land af okkur. Þeir verða aö gjöra svo vel að taka það með eignarnámi og þá kostar það bara málaferli og læti," segir Ólafur, en undir- lendi í hreppnum er lítiö og þykir bændum þar sem jaröirn- ar séu nógu landlitlar fyrir. „Þaö, sem okkur svíður mest, er að þaö skuli eiga aö vera tveir vegir hérna og skipta öllum jörðum niður í þrennt meö tveimur vegum," segir Ólafur. Hann bendir einnig á aö það geti veriö erfitt aö koma skepn- um eða landbúnaðartækjum yf- ir svo umferðarþungan veg. „Viö getum ekkert veriö aö fetta fingur út í þessi göng í sjálfu sér. Viö ráöum ekkert við það og sjálfsagt ekki þetta held- ur," segir Ólafur og bætir við: „Manni finnst það skrítið, ef þeir ætla sér að fara út í þetta, aö þaö skuli ekki vera nein merki um að þeir ætli að tala við okk- ur eitt eða neitt. Þeir frá Vega- geröinni voru hérna mikiö í fyrrahaust aö mæla allt út, en síðan hefur ekki sést nokkur maöur." TÞ, Borgamesi Sagt var... Pamela ekki hrein mey! „Nú er fokiö í flest skjól hjá aödáend- um leikkonunnar Pamelu Anderson. Ljóst er a& stúlkan er ekki hrein mey eins og margir vonu&u. Hún er nefni- lega komin fjóra mánu&i á leiö." Mogginn í gær í fur&ulegri umfjöllun sinni um sílikondrottninguna. Skattsvik ekki vegna óhei&arleika Skattsvik upp á ellefu milljar&a eru ekki vegna þess að íslendingar séu heimsins mestu skattsvikarar, heldur vegna þess a& vi& erum skattpíndasta þjóö í heimi." Crein í Mogga. Skólaspeki mi&alda „Þessi umræ&a er farin a& minna mig á skólaspeki mi&alda e&a þa& hvernig skrattinn les biblíuna a& því er sagt er." Kristín Ástgeirsdóttir þingkona um fylgis- tap Kvennalistans. Steikin varasöm? „Enn einn eiturbaróninn góma&ur vi& steikarát." Fyrirsögn í DV. „Greind þjóft" „íslendingar eru mjög greind þjóö. Þa& kemur best í Ijós þegar árangur ís- lenska bridgelandsli&sins er sko&aöur." Sjálfhælinn bridgespilari í DV. Verstl kosturinn kemur til greina „Þa& kemur til greina aö spila með Skaganum, en þa& er þó versti kostur- inn í stö&unni hjá okkur." Arnar Gunnlaugsson tvíburi og knatt- spyrnumabur fyrir hönd bræbranna beggja í DV. Pappírspésar í Fiskistofu „Þetta er rakalaus aöför Fiskistofu að rekstri mínum og ég furöa mig á vinnubrögöum Fiskistofu í þessu máli. Þa& er greinilegt a& þeir menn sem vinna svona eru engan veginn starfi sínu vaxnir. Þetta eru einhverjir pappír- spésar sem ekki vita hvaö þeir eru ab gera." Pálmi Karlsson fiskbúbareigandi sem hef- ur verib krafinn um sekt vegna abildar ab kvótamisferli. í heita pottinum... Gauti Mateinsson, ungur knattspyrnu- maöur og bróöir Andra Marteinsson- ar, er nú hættur með Víkingi og mun ástæ&an sú aö hann var ekki sáttur við ab sitja á bekknum. Þa& sem menn ræ&a um í pottinum út af þessu máli er að Víkingur óskaöi eftir a& hann skila&i búningum, fótboltaskóm og öbru því sem félagib hafði látið honum í té. Finnst mönnum fróðlegt aö vita hvaö Víkingur ætlar a& gera vi& notaba fót- boltaskó, og notaöar stuttbuxur, treyj- ur o.fl. Einn víkingur í pottinum sag&i a& menn þyrftu a& gá ab því a& þetta væri nú lítið notaö, enda hafi þa& veriö ástæban fyrir brottför Gauta. • Og úr því fariö er a& tala um Víking þá vekur það athygli í fjölmi&laheiminum aö Hallur Hallsson, fyrrum fréttamaö- ur, formabur Víkings, er búinn aö kaupa Ólaf E. jóhannsson, fyrrum fréttamann, út úr kynningarfyrirtæki þeirra Menn og málefni. Hallur á fyrir- tækib nú einn. Ekkert hefur frést um hvers vegna slitnaö hefur upp úr sam- starfinu hjá þeim félögum, en sagt er ab Ólafur verbi í svipuðum störfum á eigin spýtur áfram. • Og úr því talaö er um Víkinga og Hall Hallsson er rétt ab nefna þaö sem tal- ab er um í pottinum, aö sonur Halls Hallssonar, formanns Víkings, er nú genginn úr Víkingi og farinn í ÍR. Slíkt hlýtur a& vera áfall fyrir „gamla mann- inn"!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.