Tíminn - 10.08.1995, Page 1
SIMI 56B 1600
Brautarholti 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur
Fimmtudagur 10. ágúst 1995
146. tölublað 1995
FIB krefst lœkkunar á /ö-
gjöldum bílatrygginga.
Islensku tryggingaféíög-
in eru vellauöug:
Hrein eign í
bótasjóðum
eru 10 millj-
arðar króna
Hrein eign íslenskra trygginga-
félaga í bótasjóöum sínum, sem
notabir eru til ab grei&a úr
vegna umferöaróhappa, er um
10 milljarbar kr. Sjó&ir þessir
gildna stö&ugt, því á árinu
1993 voru tæpir 3,8 milljar&ar
greiddir í þá, en út fóru 2,4
milljar&ar — og ávöxtun af
rekstri sjó&anna er eftir því
gó&. Því er mismunurinn milli
inntektar og útgjalda og eignir
sjó&anna ver&a sífellt meiri.
Þetta kom fram á blaöamanna-
fundi sem Félag íslenskra bif-
reiöaeiganda stó& fyrir í gær en
FÍB þrýstir áfram á um lækkun
i&gjalda af tryggingum á bíl-
um.
Árni Sigfússon forma&ur FÍB
var í forsvari á fundinum í gær og
fram kom í máli hans að alvarleg-
um slysum og dauðsföllum í um-
ferðinni hér á landi hefur ekki
fjölgað, heldur þvert á móti
fækkaö. Skv. upplýsingum Um-
ferðarráðs hefur hinsvegar skráð-
um minniháttar óhöppum fjölg-
að og þaö er fyrst og fremst vegna
breyttra aðferða lögreglu viö
skráningu óhappa. Nú eru öll
óhöpp tekin inn í tölur Umferð-
arráðs, en svo var ekki áöur.
Sömuleiðis séu lægri fjárhæðir
greiddar út hér á landi í slysa- og
örorkubætur og það helgist af
lægri meðallaunum. Þá segir
jafnframt í greinargerð frá FIB,
sem dreift var á blaðamanna-
fundinum í gær, að afkomubati í
rekstri tryggingafélaganna sé
fyrst og fremst vegna fækkunar
bifreiðatjóna. Það kemur heim
og saman við tölur Umferðar-
ráðs, allt þar til FÍB hefur lagt sín
spil á borðin nú.
Árni Sigfússon segir aö því
hnigi allar staðreyndir að því að
hægt sé að lækka iðgjaöld af bif-
reiðatryggingum hér á landi
verulega, um allt að 20 til 30 þús.
kr. á ári. Leitað veröi allra leiða til
að fá fram lækkun iðgjaldanna. ■
Borcjarstjóri vísar því á bug ab fjárhagsáœtlun borgarinnar hafi veriö óraunsœ:
Ovissa um sömu liði
og undanfarin ár
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri vísar þeirri
gagnrýni Árna Sigfússonar á
bug a& fjárhagsáætlun meiri-
hluta borgarstjórnar fyrir
þetta ár hafi verið óraunhæf.
Hún segir sömu liði hafa ver-
ið háða óvissu við gerð fjár-
hagsáætlunar þessa árs og
verið hafa undanfarin ár.
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í vikunni að leitað verði
tilboða í útgáfu skuldabréfa í
nafni borgarsjóðs að nafnvirði
allt að 700 milljóna króna.
Lánsféb verður notað til að
Söfnun til styrktar fjölskyldu nýrnaveikra stúlkna:
Á góbum batavegi
Asta Kristín Gu&mundsdóttir, 13
ára stúlka úr Reykjavík, er á bata-
vegi eftir nýrnaígræ&slu í Boston
20. júlí sl. Félag Árneshreppsbúa
afhendir í dag peninga sem þegar
hafa safnast til styrktar fjölskyldu
hennar en söfnun félagsins er
ekki lokið.
Ferðin til Boston er sú þriðja sem
hjónin Vilborj* Benediktsdóttir og
Guðmundur Árni Hjaltason hafa
farið á 11 árum vegna nýrna-
ígræ&slu í tvær dætur sínar. Nýra úr
föður stúlknanna var grætt í Ástu
Kristínu árið 1984 og nýra úr móð-
ur þeirra í Brynju dóttur þeirra, sem
er núna 9 ára, árið 1987. ígræðslan
lánaðist mjög vel hjá Brynju en
Ásta Kristín hefur fengið höfnunar-
einkenni og því þurfti hún að fara
aftur út núna og fá nýtt nýra. í þetta
sinn var þaö Ásta amma hennar og
nafna sem gaf annað nýra sitt.
Aðgerðin á þeim nöfnum var
gerð þann 20. júlí en áður var búið
að fjarlægja nýrað sem Ásta Kristín
fékk frá föður sínum fyrir 11 árum.
Aðgerðin gekk vel og eru þær nöfn-
ur báðar farnar af spítalanum.
Vilborg og Guðmundur Árni eiga
fjögur börn, Ástu Kristínu, 13 ára,
tvíburasysturnar Brynju og Örnu
sem eru 9 ára og Benedikt Andrés 5
ára. Veikindi dætranna hafa reynst
fjölskyldunni erfið fjárhagslega.
Bæði kemur þar til beinn útlagður
kostnaður í ferðum þeirra til Boston
og vinnutap meðan á ferðunum
stendur. Guðmundur Árni er málari
mæta kostnaði borgarinnar á
árinu umfram fjárhagsáætlun.
Árni Sigfússon, oddviti Sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn,
hefur lýst því yfir að lántakan
nú sýni að fjárhagsáætlun
meirihlutans hafi verið óraun-
hæf. Ingibjörg Sólrún vísar
þessu á bug.
„Þegar fjárhagsáætlun var
lögð fram í upphafi árs gerði
ég sérstaka grein fyrir því að
það væri óvissa um ákveðna
liði og þeir gætu kallað á auka-
fjárveitingu síðar. Þetta eru
sömu liðir og hafa verið háðir
óvissu undanfarin ár."
Stærsti liðurinn af þeim sem
kalla á aukafjárveitingu núna
er sumarvinna skólafólks en
vegna hennar þarf um 180
milljónir. Vegna fjárhagsað-
stoðar félagsmálastofnunar er
talið að vanti um 100 milljón-
ir, og átaksverkefni borgarinn-
ar kalla á 50 milljóna króna
aukafjárveitingu. Borgarstjóri
segir þetta vera liði sem alltaf
séu háðir ákveðinni óvissu við
gerð fjárhagsáætlunar. „Síðan
bætist við kostnaðarauki
vegna kjarasamninga sem ekki
var gert ráð fyrir í fjárhags-
áætlun. Þar var stuðst við for-
sendur Þjóðhagsstofnunar.
Við sjáum t.d. að hjá Dagvist
barna getur umframkostnaður
vegna kjarasamninga orðið
100 milljónir."
Yfirdráttur og víxlaskuldir
borgarsjóðs eru nú um 700
milljónir. Stefnt er að því að
þessar skuldir verði ekki hærri
en 1400 milljónir í lok ársins
sem er mun lægra en þær voru
í lok síðasta árs. Ingibjörg Sól-
rún segir að náist niðurskurð-
ur á móti lántökunni nú verði
hluti lántökunnar nýttur til að
lækka yfirdrátt borgarinnar
enda sé um hagstæðari lán að
ræða. ■
Ungviðið
kælt niður
Miklir hitar hafa geisað á meg-
inlandi Evrópu undanfarnar
vikur og keppendur og áhorf-
endur á heimsleikum íslenskra
hesta í Zúrich í Sviss fóru ekki
Hann var feginn aö komast í
. kalda sturtu þessi snáöi enda hit-
inn á heimsleikunum um og yfir
30 stig aö viöbœttu steikjandi
sólskini.
Tímamynd: Þ. Elenora jónsdóttir
varhluta af því. 15-20 þúsund
manns keyptu sig inn á mótið
alla dagana.
Nokkuð var um að fólk félli í
yfirlið af því að sitja í sól og
steikjandi hita við að fylgjast
með íslensku hestunum og til
þess að kæla áhorfendur niður
var komiö fyrir úðara með
köldu vatni við áhorfendapall-
ana. Sjá úrslit og frásagnir af
HM í Sviss í miðopnu. ■
Systkinin fjögur, þau Arna, Brynja, Ásta Kristín og Benedikt Andrés.
að atvinnu og tapar því vinnu á
besta tíma ársins.
Fjársöfnun Félags Árneshrepps
hefur staðið yfir frá því í febrúar sl.
og hafa þegar safnast um 366 þús-
und krónur að sögn Hilmars F.
Thorarensen gjaldkera félagsins.
Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni
lið geta lagt fé inn á reikning 1124-
26-50 í Sparisjóði Árneshrepps. ■