Tíminn - 10.08.1995, Page 13

Tíminn - 10.08.1995, Page 13
Fimmtudagur 10. ágúst 1995 þá mundi hann ugglaust gefa hann aftur." Séra Edwards segir aö trúlega munijónatan hætta íþróttaiðkun eftir Ólympíuleikana á næsta ári. Guðfræöinám hans muni ganga fyrir. „Hann glímir viö spurninguna: Gerir stökk ofan í sandgryfjuna mann að betri kristnum manni? Jónatan leggur megináherslu á eiginkonu sína og tvo unga syni þeirra, Samúel og Natan," segir faðir heimsmeistarans. Eftir Ólympíuleikana í Atlanta hyggst Jónatan Edwards snúa aft- ur til Bandaríkjanna til guðfræði- náms. Hann hyggst ljúka námi til að kenna guöfræði. Melanie Griffith og Antonio Banderas á Puerto Rico: „Ég er himinsæll og ástfanginn" Mánuðum saman reyndu þau að halda sambandi sínu leyndu. Notuöu dulnefni og dulargervi. En leikkonan töfrandi, Melanie Griffith, og hjartaknúsarinn An- tonio Banderas hafa nú gefist upp á að fela ástina sem blossaði upp fyrir mörgum mánuðum við tökur á myndinni Two Much. Eftir að þau komu út úr skápn- um hafa þau feröast þúsundir kílómetra til þess eins að eyða smá tíma saman. Þau voru ný- legá ljósmynduð í San Juan á Pu- erto Rico, þar sem Antonio starf- ar nú við myndina „Assassins", og vissu greinilega ekki af að- dráttarlinsunum sem beindust að þeim. Þar sem þau ráfuðu um fagrar strandlengjurnar voru tilfinn- ingar þeirra hvors til annars aug- ljósar og sýna myndirnar vel hversu innilega fangin af ástinni -Segðu okkur aðeins meira frá skilnaðinum og sambandi þínu við Melanie. „Ég er himinsæll og ástfang- inn. Ég þarf ekki að útskýra það nánar. Það sjá allir að við erum hamingjusöm þegar við erum samvistum. Það er allt og sumt. Þetta er einföld saga en um leið sorgleg því saman við hana flétt- ast skilnaður. Skilnaður er aldrei auðveldur einkum eftir jafn langt samband og mín og kon- unnar minnar. Ég vil helst ekki ræða um þetta vegna þess að hinn aðilinn er ekki viðstaddur og ég vil ekki særa neinn meö orðum mínum. Við Ana áttum ýmsar dýrlegar stundir í átta ára hjónabandi okkar sem ég vona að við munum bæði varöveita. Ég veit að það er erfitt eins og er en ég held ab þab verði þess virði." Prestshjónin og foreldrar heimsmeistarans íþrístökki, séra Andrew og jill, Til hægri er sonurinn í einu af sínum löngu stökkum. Heimsmeistarinn í þrístökki, dáöur um víba veröld, guörœkinn ungur maöur sem hugsar fyrst og fremst um fjölskyldu sína og framtíöarstarf sem kennari í guöfrœöi: 10 milljóna bíll freistaði hans Séra Andrew Edwards er hreyk- inn af afrekum sonar síns í sum- ar, Jonathan Edwards. Sama má segja um móðurina, Jill. Á yfir- standandi Heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum hefur Jonat- han Edwards verið langskærasta stjarnan. Hann stökk tvívegis yfir 18 metra í þrístökkinu og bætti eigið heimsmet. En þrátt fyrir allt skipta afrek Jónatans ekki sköpum á heimili í SPEGLI TÍIVIANS þeirra Edwardshjóna. í sumar hefur fjölskyldan fagnab öðrum áföngum, 30 ára hjúskaparaf- mæli og 25 ára prestsafmæli. Séra Andrew segir ab hann hafi í síðasta mánubi gert sér grein fyrir því að sonurinn var orðinn almenningseign. Hann sjálfur hafi jafnvel veriö undirlagður af fréttamönnum og fólki sem vildi eiginhandaráritun. Afrek sonar- ins hafi vissulega haft áhrif á fjöl- skyldulífiö. Þau Edwardshjónin hafa fylgst meb íþróttaframa sonarins, hvort sem það var í krikket, knatt- spyrnu, rugby eba körfubolta. í öllum þessum greinum var Jónat- an frábær, - og síðast í þrístökki aö sjálfsögöu. Trúmálin spila mjög inn í íþróttaþátttöku Jónatans. Þar til fyrir tveim árum neitaði hann þátttöku í íþróttum á sunnudög- um. Faðir hans segir að hann hafi innprentað syni sínum að gerast ekki leikbrúða íþróttaforystunn- ar. Hann eigi að velja og hafna mótum. Hann segir líka aö efnis- leg gæði skipti son sinn engu. Nýlega var 10 milljóna kr. Ferrari heitið í verölaun á móti á Spáni fyrir nýtt heimsmet. Slík gylliboð freista hins unga heimsmethafa ekki. Séra Edwards segir: „Hann er svo örlátur að ef hann ynni bíl, „Já, við höfum ekkert að fela." -Þannig að þú ert ástfanginn? „Upp fyrir haus." -Hvaö um Önu konuna þína? Er skilnaður í vændum? „Ég vil helst ekki tala um það en, jú, lögfræðingar okkar eru aö vinna í því máli." -Er það rétt að þib Melanie ætlið að gifta ykkur? „Nei, ekki strax. Við viljum ekki flana að neinu heldur leyfa sambandinu bara að þróast og framkvæma hlutina í réttri röb." þau eru. Að loknum blaðamannafundi um myndina Assassins var An- tonio krafinn svara vib nokkrum spurningum. -Antonio, er feluleiknum lok- ið?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.