Tíminn - 05.09.1995, Page 6

Tíminn - 05.09.1995, Page 6
6 *»£--1.- jiwllWll Þribjudagur 5. september 1995 B f j | jpn JHHUHIKZSHj Fyrsti skóladagurinn hjá sex ára krökkum í Nuuk á Grœnlandi. í tilefni dagsins mæta börnin í þjóöbúningi ískólann, en foreldrar halda þeim mikla veislu á eftir. Stór stund að byrja í skóla í Grænlandi Þessa dagana eru fjölmörg ís- lensk börn ab fara í fyrsta sinn í skóla, og hafa t.d. sex ára börn í höfuöborginni ví&a verib í einkavibtölum síbustu daga. Hjá grönnum okkar á Græn- landi eru nokkrar vikur síban skólinn byrjaði, en þar er þab talin ein stærsta stund í lífi barnsins þegar þab fer í fyrsta sinn í skóla. Fyrsti skóladagur- inn þar er því haldinn hátíbleg- ur og öll börn, sem á annað borb eiga þjóbbúning, mæta í honum í skólann, en á eftir er farib heim þar sem haldin er mikil veisla í tilefni fyrsta skóla- dags. í þá veislu er bobib helsta skyldfólki og hún er ab mörgu leyti áþekk íslenskri fermingar- eða stúdentsveislu. í Nuuk, höfubstab Græn- lands, eru búsettir nokkrir ís- lendingar og var þar stofnab ís- lendingafélag á dögunum. Ein sex ára íslensk stúlka hóf skóla- göngu sína þar á dögunum og mætti í skólann í íslenskum þjóbbúningi og vakti mikla at- hygli, enda stakk hún nokkub í stúf við hin börnin í þjóbbún- ingunum. Þetta var Áslaug Gunnarsdóttir, dóttir Gunnars Braga Gubmundssonar, þróun- arstjóra hjá Royal Greenland, og Halldóru Grétarsdóttur, hjúkrunarfræbings og for- manns nýstofnaðs íslendingafé- lags. Skóli Áslaugar í Nuuk er nýr og þess má geta til gamans og samanburbar vib það sem hér tíðkast, ab þar er heilsdagsskóli eins og hér, og býbst börnum í skólanum ab vera þar frá kl. 07:00-17:00. Munurinn er þó sá, að þar borga foreldrar ekki fyrir vistunina. í bekk Áslaugar eru 15 nemendur og eru þau Landbúnaöarráöuneytiö býöur upp tollkvóta fyrir unnar kjötvörur: Sótt um 6-faldan tollkvótann Tólf fyrirtæki sóttu um heimild til ab flytja inn um 150 tonn af unnum kjötvörum, eba nær 6 sinnum þann tollkvóta unn- inna kjötvara, undir vörulib 1062 í tollskrá, sem landbúnab- arrábuneytib auglýsti til úthlut- unar í júlílok. Þegar umsóknir fara framúr heimildum, gera lögin ráb fyrir ab hlutkesti rábi um úthlutun eba ab leitab sé til- boba í innflutningsheimildirn- ar. í ljósi hinnar gífurlegu eftir- spurnar eftir tollkvótanum, sem komib hefur í ljós, hefur land- búnabanáðuneytið ákvebib ab velja síbari kostinn, þ.e. að óska eftir tilboðum í tollkvótann frá umræddum 12 fyrirtækjum fyrir 14. september n.k. Ekki er þetta samt þab allra fyrsta sem inn er flutt af vörum undir lið 1062 í tollskránni. Sam- kvæmt innflutningsskýrslum Hagstofunnar nam slíkur inn- flutningur 3,2 tonnum fyrir 2,2 milljónir kr. í fyrra, og hafði þá dregist saman úr rúmlega 5 tonn- um næstu ár á undan. ■ Aslaug Gunnarsdóttir f íslenskum búningi meö skólasystkinum sínum, sem eru klædd aö hætti grœnlenskra. meb tvo kennara samtímis og fá þessir krakkar 20 kennslustund- ir á viku! ■ Mikiö um aö vera í skólastofunni fyrsta daginn, enda eiginlegt skólastarf ekki alveg komiö ígang. Skipulagsstjóri fellst á lagningu Fljótsdalslínu aö átta skilyröum upp- fylltum: Sjónrænum áhrifum haldið í lág- marki Óheimilt er ab hefja fram- kvæmdir vib lagningu Fljótsdals- línu 1 fyrr en átta skilyrbum, sem skipulagsstjóri setur vib sam- þykki sitt, hefur verib fullnægt. Skipulagsstjóri krefst þess m.a. ab haft verbi samráb vib Náttúm- verndarráb, sveitarstjómir og embætti veibistjóra. Kærufrestur vegna úrskurbarins er fjórar vik- ur. Skipulagsstjóri ríkisins felldi í gær úrskurð sinn vegna fyrirhug- abrar lagningar Fljótsdalslínu 1, frá Fljótsdalsvirkjun að Veggjafelli norðan Herðubreiðarfjalla. Skipu- lagsstjóri fellst á lagninguna að átta skilyrðum uppfylltum. Miklar deil- ur hafa verið um lagningu línu á þessum slóðum og hafa margir áhyggjur af því að háspennulína eyðileggi ímynd svæðisins sem óspillts lands. Meðal skilyrða skipulagsstjóra er að samráð verði haft við Náttúru- verndarráö um endanlega staðsetn- ingu mastra, með það að markmiði að halda jarðraski og sjónrænum áhrifum línunnar í algjöru lág- marki. Einnig um legu og útfærslu vegslóða með línu, val á efnistöku- stöðum og afmörkun svæða fyrir vinnubúðir. Skipulagsstjóri krefst þess einnig að samráð sé haft við sveitarstjórn- ir og landeigendur, Vegagerðina, embætti veiðistjóra og Land- græðslu ríkisins. Þá fer hann fram á ab fram fari vettvangskönnun forn- leifa þar sem línan fer um Jökuldal, og tekið verði tillit til ábendinga Rafmagnseftirlits ríkisins varðandi lágmarkshæð línunnar. Aðalheiöur Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráös, hafði ekki fengið umsögn með úr- skuröi skipulagsstjóra í hendurnar þegar Tíminn hafði samband við hana í gær og vildi því ekki tjá sig um úrskurðinn. Hún sagði þó að það vekti athygli sína hversu mörg skilyrði skipulagsstjóri setti fyrir samþykki sínu, slíkt hefbi hún ekki séð áður. Jarbstrengur ekki góbur kostur í umsögn Ferðamálaráðs íslands um lagningu línunnar er hvatt til þess að línan verði lögb í jörðu, vegna þeirrar sjónmengunar sem af loftlínu hlýst. Þetta er kostur sem fleiri hafa bent á. Landsvirkjun álít- ur þessa leið hins vegar ekki fýsi- lega. í bréfi hennar er bent á, að reikna megi með ab jaröstrengur sé 6-7 sinnum dýrari en loftlína. Með- alkostnaður á kílómetra færi því úr 16 milljónum upp í um 100 millj- ónir króna. í heild væri því um- framkostnaður við jarðstreng um 7,4 miljarðar. Landsvirkjun bendir einnig á að töluverð röskun verði á landi þar sem jarðstrengur með svo hárri spennu yrði lagbur. Á kaflanum um Ódáðahraun þyrfti ab jafna hraunið undir strenginn til að fá jafna hæðarlegu hans. Einnig sé líklegt að leggja þyrfti strenginn í steyptan stokk víða, þannig að mannvirkjagerö og rask í landi ylli meiri skemmdum á landi en vegs- lóð sem fylgir gerb háspennulínu. Loks er bent á ab ýmis raftæknileg vandkvæði fylgi rekstri á löngum jarbstreng vib svo háa spennu. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.