Tíminn - 20.10.1995, Qupperneq 8

Tíminn - 20.10.1995, Qupperneq 8
8 Föstudagur 20. október 1995 Mat sumra frétta- skýrenda á banda- rískum stjórnmálum um þessar mundir er aö demókratar séu flokkur stórfyrir- tœkja, repúblíkanar hins vegar smáat- vinnurekenda Margt er í gerjun í bandarísku þjóblífi og þaö endurspeglast meö ýmsu móti í stjórnmál- um. Athygli vakti fyrir skömmu er Ross Perot til- kynnti aö hann hygbist stofna þribja stóra stjóm- málaflokkinn, sem heita skyldi Flokkur hinna óhábu eba Sjálfstæbisflokkur. Ekki er enn sýnt hvað úr þessu verður hjá Perot; urmull af flokkum hefur um langt skeið verið til við hliðina á stóru flokkunum tveimur, demókröt- um og repúblíkönum, án þess að ná verulegum árangri. Perot Iagði áherslu á að flokkur hans yrði ólíkur þeim tveimur stóru að því leyti, að hann yrði óháð- ur sérhagsmunahópum og „eign fólksins". Perot og Powell á svipubu róli Þetta hljómar nú ekki mjög frumlega. En athygli hefur vak- ið að Colin Powell, fyrrum yfir- hershöfðingi Bandaríkjanna, sem líklegur þykir til forseta- framboös, talar um sumt þann- ig að minnir á Perot. í málílutn- ingi Powells er einnig meginat- riði aö hann sé fulltrúi fólksins, ekki sérhagsmunahópa. Vera má að þeir Perot**og Po- well, glöggir menn á sinn hátt báðir, hafi áttað sig á að undan- fariö hafa sérhagsmunahópar ýmsir færst mjög í aukana í bandarískum stjórnmálum, jafnvel svo mjög að talað er um að þeir séu að grafa undan stóru flokkunum, sem virðist standa ráðalausir gagnvart þessari þró- un. Þetta, segja ýmsir fréttaskýr- endur, hefur leitt til þess að vax- andi fjöldi kjósenda snýr baki við gömlu flokkunum og leitar „þriðju leiöar". Annað, sem stuðlar að þróun á þessa leið, eru breytingar, allmiklar að sumra mati, sem orðið hafa í efnahags- og atvinnulífi Banda- ríkjanna síðasta hálfa áratuginn eða svo. Þær breytingar koma fram í því m.a. að stóru fyrir- tækin reyna í vaxandi mæli að draga úr kostnaði með því að segja upp starfsmönnum, sem flestir reyna síðan að bjarga sér sem smáatvinnurekendur. Þetta hefur leitt af sér verulegar breyt- ingar á lífsskilyrðum og af- komuöryggi fjölda fólks. Frank Esmann, fréttaritari danska útvarpsins í Washing- ton, kemst svo að oröi í danska blaðinu Information að lengi hafi verið sagt vestra að demó- kratar væru flokkur hinna skyn- sömu og fátæku, en repúblíkan- ar þeirra heimsku og stórfyrir- tækjanna. Þannig hafi það a.m.k. verið á fyrri hluta aldar- innar. Skipting Bandaríkja- manna milli flokka hafi um margt minnt á samskonar skipt- ingu í Evrópu, þó með þeim mun aö í Bandaríkjunum hafi verkalýðssamtökin aldrei náð Fjárlagatillögum repúblíkana mót- mœlt: ennþá á yfirborbinu „ill- gjarni flokkurinn". ei verið ofarlega hjá bandarísk- um stjórnmálaflokkum, miðað við það sem gerst hefur í Evr- ópu, en sumra mál er að ofan- greind þróun mála hafi sökkt henni alveg. Stjórnmálamenn séu alveg hættir að hafa ein- hvern vott af hugmyndafræði til leiösagnar, heldur beinist nú öll viðleitni þeirra að því að ná fylgi sem flestra og fylgismestra sérhagsmunahópa, friðarhreyf- inga kvenna, baráttuhreyfinga fyrir rétti almennings til vopna- eignar, samtökum sem höfða til einstakra kynþátta o.s.frv. o.s.frv. Stjórnmálaflokkarnir, alltaf lausir í sér, hafa þess vegna átt una. Repúblíkanar saka demó- krata á móti um að ætla að hækka skatta von úr viti og auka fjárframlög hins opinbera svo mjög að efnahagslífi Banda- ríkjanna yrði stefnt í bráðan voða. Vinstriarmur með Wall Street En, skrifa nú sumir fréttaskýr- endur, þetta er fyrst og fremst yfirborð. í bandarískum stjórn- málum eigast ekki lengur við aðilar með þjóöfélagsskipan af frjálslyndis- og íhaldstoga að yf- irlýstu markmiði, heldur fer þar hvað mest fyrir hagsmuna- Clinton: besti vinur stórlaxanna? Beðið um „sterkan" leiðtoga því að tileinka sér ábyrgðartil- finningu félagslega séð og í stjórnmálum. Ennfremur hafi bandarísku stjórnmálaflokkarn- ir aldrei orðið annað en lauslega skipulögð „regnhlífarsamtök". Fribarhreyfingar, byssuunnendur Þessvegna leystist „pólitíska landslagið" í Bandaríkjunum upp á síöari hluta aldarinnar, þegar sérhagsmunahópar færb- ust í aukana, heldur Esmann áfram. Nú fær enginn tölu kom- ib á þá hópa, sem skipulagt hafa áróður og erindrekstur meb það fyrir augum að hafa áhrif á þingmenn og forsetaefni. Jafn- framt er ráðist á mörg gildi, sem áður var talið sjálfsagt að hafa í hávegum. Hugmyndafræðin hefur aldr- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON erfitt með ab standast þessa þró- un og orðið enn lausari í reip- um. Repúblíkanar, skrifar Es- mann, eru að vísu ennþá á yfir- borðinu „illgjarni flokkurinn", sakaðir af demókrötum um að vilja, til að spara á fjárlögum, skerða miskunnarlaust opinber fjárframlög til félags-, heilbrigð- is- og skólamála, með þeim af- leiðingum að fátæk börn ættu sér engan vísan stað nema göt- Newt Cingrich, forseti fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings og einn helsti oddviti „repúblíkönsku bylt- ingarinnar". árekstrum stórra og smárra at- vinnurekenda. Og þótt einhverjum kunni undarlegt að viröast, miðað við það sem var, er nú margra mál að „vinstriarmurinn" í banda- rískum stjórnmálum (demó- kratar) beiti sér fyrir hagsmun- um „Wall Street" (stórra aðila í fjármálum og atvinnurekstri); „hægriarmurinn" (repúblíkan- ar) styðji hins vegar „litla manninn". Því er haldið fram í því samhengi að enginn Banda- ríkjaforseti á þessari öld hafi gert meira fyrir stærstu og rík- ustu fyrirtæki landsins en Bill Clinton. Hann hafi, þrátt fyrir andstöðu verkalýðssamtaka og hluta demókrataflokksins, knú- ið fram norðuratlantska fríversl- unarsamninginn og stofnun heimsverslunarstofnunarinnar WTO. Clinton hafi ennfremur staðið fyrir því að efnahagslífi Mexíkó var bjargað úr bráðum voða, aðallega til að hjálpa bandarískum fjárfestum. Við- leitni Bandaríkjastjórnar til að fá Japan til að opna sig meira í viðskiptamálum hafi og verið aðgerð til hjálpar bandarískum bílaútflytjendum. A bak við „repúblíkönsku byltinguna" (eins og sumir kalla sókn repúblíkana sem kom fram í síðustu kosningum) standa hins vegar smáatvinnu- rekendur og þeir sem ekki endi- lega að eigin vali uröu sjálfra sín vegna uppsagna hjá stórfyrir- tækjum. Þessar andstæbur, ásamt með öðru, hafa ab margra mati leitt til þess að óvenju margir Banda- ríkjamenn svipist nú um eftir pólitískri leiðarstjörnu af nýju tagi, og í því samhengi fari sí- fellt meira fyrir ósk „litla mannsins" um að fá „sterkan mann" ab stýrinu. Það er í þessu vatni sem þeir fiska báðir, Perot og Powell, og von getur veriö á fleirum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.