Tíminn - 31.10.1995, Síða 3

Tíminn - 31.10.1995, Síða 3
Þri&judagur 31. október 1995 fötöttfððtH 'TWflF 3 Hvaö er til ráöa á Vestfjöröum? Endurteknar náttúruhamfarir sem kostaö hafa tugi mannslífa kalla á raunhœf viöbrögö: Landshluti í einangrun Mörg íslensk þorp og baeir kúra undir háum og tignarlegum fjöllum eins og alkunna er. Þar hefur myndast byggö utan um fiskveibiauðlindina á gósen- tímum, sem komiö hafa og far- iö á um þaö bil einnar aldar sögu staöanna. Byggöirnar hafa breiöst út frá töngum og nesj- um í átt til gnæfandi og ógn- andi fjallanna þegar undirlend- iö þraut. Yfirleitt hafa heima- menn gefiö lítiö út á hættuna sem slíkri búsetu er samfara. Á sumrin hafa menn séö grænar grundir og hentuga skika til búsetu þrátt fyrir yfirgnæfandi fjöllin. Yfirvöld byggingamála hafa lagt blessun sína yfir íbúöabyggingar upp í fjallsræt- ur. 36 mannslíf á 9 mánuöum Þar til nú að snjóflóð hafa fall- ið á tvær vestfirskar byggðir með níu mánaða millibili, og kostað 36 manns lífið og stórfellt eigna- tjón. Þá hefur umræðan snúist upp í það hvort eðlilegt og sann- gjarnt geti talist að fólk búi við yfirvofandi hættu lungann úr ár- inu. Fram er komið að hættumat sem sérfræðingar hafa gert af mestu samviskusemi hefur lítið upp á sig. Ennfremur að snjó- flóðavarnir viröast sáralitla þýð- ingu hafa. Byggðastefnan sem haldið hef- ur veriö að fólki á íslandi er um margt skiljanleg. Auðvitað vilja allir að landið verði áfram í byggð, ekki að byggðin á Suðvest- urlandi stækki enn. En þegar Reykvíkingar eru að tala um nauðsyn þess að byggð haldist í landinu eru þeir eflaust mest að hugsa um sumarakstur sinn um landið. Hann yrði vissulega átak- anlegur ef engar væru byggðirnar á þeirri leið. En sumarökumenn vita fátt eitt um skelfilega og langa vetur. Oddvitinn: Þaö hefur þrengt aö okkur Vandamál fólksins í sjávarplás- sum á Vestfjörðum, Noröurlandi og Austurlandi eru óleyst. Ljóst virðist nú að enginn mannlegur máttur getur firrt fólkið ótta sem nú er vakinn hjá mörgum við hatramma og óblíða náttúru. Nú síðast hefur ógn náttúrunnar sjálfrar dunið yfir 400 manna þorp, Flateyri við Önundarfjörð. Möguleikar þess pláss hafa við fyrstu sýn verið skertir svo um munar. íbúarnir telja þó margir að vandamál byggðarinnar megi leysa og kalla á skjótar aðgerðir. „Það er rétt að við eigum ekki mikla möguleika á byggingalandi hér á Flateyri, það hefur þrengt að okkur við þessa atburöi," sagði Magnea Guðmundsdóttir, odd- viti á Flateyri á föstudag. Magnea sagðist ekki geta séö aö í þeirri stöðu sem Flateyri væri nú væri hægt aö svara spurningum um framtíðina. Á sunnudag kom þó strax fram á borgarafundi á Flateyri að Flat- eyringar vilja flestir hefja upp- byggingu. Áfallið hefur ekki dreg- ið úr þeim máttinn. Ljóst er þó að ný hugsun þarf að koma til ef byggja á upp þorp fyrir 400 til 500 manns á Flateyri. Þaö þorp verður utar á eyrinni og allt land- rými þar nýtt til muna betur en nú er gert. Nú þegar hefur verið óskað eftir nýju skipulagi neðan Flateyri viö Önundarfjörb eftir náttúruhamfarirnar abfaranótt fimmtudagsins. Þar er sorglegt um ab litast, 20 látnir og eybileggingin mikil. Tímamynd GVA Tjarnargötu utan byggöarinnar sem varð fyrir snjóflóðinu. Hvernig það skipulagt verður leyst veit enginn. Ljóst er þó að blokkarbyggingar eru eitur í bein- um flestra þeirra sem búa utan þéttbýlisstaða landsins. Nágrannarnir: Hugsa ekki svo mjög aftur í tímann Nágrannar Flateyringa á Suður- eyri í Súgandafirði eru að vonum daprir þessa dagana. í síðustu viku kyngdi þar niður snjó, síð- ustu daga sumars sam- kvæmt dagatalinu. Mannhæðarháir skaflar eru í byggðinni og skömmu eftir snjóflóð- ið á Flateyri skall snjó- flóð yfir veginn inn í þorpið og mátti litlu muna að 17 björgunar- sveitarmenn á leið til Flateyrar yrðu fyrir því. Enn ein áminningin um mátt náttúruafl- anna og margur fékk kaldan svita við til- hugsunina um það hvað þarna hefði getað gerst ef 17 karlmenn hefðu orðið fyrir slysi. „Það er auövitað álitamál hvernig á að standa aö málum í þessum plássum. Það sem gerist í dag þarf ekki að end- urtaka sig næstu aldirnar þess vegna. Mín skoðun er nú sú að menn horfi ekki svo stíft á það þótt spýtist niður snjóspýja, hvort þarna sé byggingarland eða ekki, menn horfa mest á flat- neskjuna á sumrum og hugsa ekki svo langt aftur í tímann," sagði Halldór Karl Hermannsson sveitarstjóri á Suöureyri. Halldór sagði að sér hefði verið sagt að í Sviss væru hús sem byggð vær>*í nánd fjalla teiknuð þannig að húshornið sem vísaði að fjallshlíð myndaði ævinlega einskonar plóg. Slíkt hefði reynst vel. Vestfirskar byggöir í fjárhagsvanda „Flateyringum hefur tekist að halda sjó í fjármálum sínum þrátt fyrir alít. Og 1. desember síðast- liðinn kom í ljós að Flateyri var eina þorpið á noröanverðum Vestfjöröum sem sýndi fólks- fjölgun. Þetta hefur verið að styrkjast hjá þeim. Þó sér maður aö samdráttur hefur orðið á tekj- um þar eins og annars staðar á Vestfjörðum. Hjá okkur á Suður- eyri er samdrátturinn rúm 25% á fimm árum, úr 43 milljónum 1989 í 33 milljónir í skatttekjum. Það mundi þýða á ísafirði að skatttekjur færu úr 400 milljón- um í 300 milljónir. Á sama tíma eru skuldirnar þær sömu og fyrir fimm árum en tekjurnar minnka og grunnurinn til að borga þær er horfinn," sagði Halldór Karl Her- Matthías Bjarna- son, fyrrverandi alþingismabur og samgönguráb- herra — vib er- um hvergi óhult í heimi hér. Magnea Cub- mundsdóttir, oddviti Flateyrar- hrepps — segir ab þab hafi veru- lega þrengt ab Flateyringum. Fólk telur sig þó geta leyst vanda- málib. C unnlaugur Sig- mundsson, al- þingismabur Vestfirbinga — þab má ekki neyba einn eba neinn til búsetu. mannsson. „Hver fjölskylda sem hverfur er mikiö áfall fyrir byggð- arlagiö og þýðir að enn rýrna skatttekjur byggðarlagsins. Skell- urinn núna nær ekki aðeins til Flateyrar heldur er hætt viö að hann hafi áhrif um allar byggðir hér á norðanverðum Vestfjörð- um," sagði Haildór Karl. Fyrrum þingmaöur: ís- land heldur áfram aö lifa Matthías Bjarnason, þingmaö- ur Vestfirðinga um áratuga skeið og ráöherra samgöngumála, hef- ur veriö ötull talsmaður byggðar- laga í Vestfirðingafjórðungi. Hann var aö vonum sleginn yfir ótíðindunum á Flateyri þar sem hann á marga vini og kunningja. „Auðvitað verður byggðaþróun á Vestfjöröum fyrir miklu áfaili eftir að hafa fengið tvö mann- skæö snjóflóð í röð og auk þess slys þar sem þrír ungir menn frá Patreksfiröi létust eins og hendi væri veifað. Slysfarir hafa verið miklar á Vestfjörðum og víðar. Sem betur fer hefur sjóslysum fækkað verulega hér á landi, en þá koma snjóflóðin og umferðar- slysin í staðinn," sagði Matthías Bjarnason. „Annars eru snjófióðin mér ekkert nýtt. Sjálfur hef ég lent í þeim í Óshlíðinni. í þessum hlíð- um koma hundruð snjóflóða á hverjum vetri, en fæst þeirra komast niður á vegi eða niður í sjó," sagði Matthías. Matthías Bjarnason sagði að óvíða væri mannskepnan óhult. Hvarvetna væri hættan. Víðar væru fjallalönd, jarðskjálftasvæði og eldgosasvæði. Meira að segja í Kaliforníu þar sem svo margir vilja búa, þar ógnuðu jarðskjálftar og skógar- eldar lífi fólksins. „ísland er nú ekki eina la'ndið í heimin- um þar sem lífsbarátt- an er hörð. Það þýöir ekki annað en að taka allt saman o§ skoða það vandlega. Eg er nú varla í standi þessa dagana til að tala mik- ið um framtíðina eftir þessa voðalegu at- burði. En ísland heldur áfram að lifa og viö þurfum aö lifa sem víð- ast hvar á landinu. Varðandi Ön- undarfjörð, þá er gifurlegt land- flæmi í firðinum þar sem engin snjóflóðahætta er, í Holtsland- inu. En þá er einn hörgull á, en það er Hvilftarströndin sem er hin mesta snjóakista í norðanátt- inni. Frá Vegamótum að Flateyri eru um 7 kílómetrar og ekki aílir á hættusvæði," sagði Matthías. Hættan er líka á höfuö- borgarsvæöinu Matthías segir að sér þyld ekki skynsamlegt að allt fólk á íslandi. safnist saman á einum bletti á landinu, suðvesturhorninu. Þar sé jarðskjálfta- og eldgosahættan. Hvarvetna séu hætturnar, það hafi komið í ljós í Vestmannaeyj- um um árið, þegar fór að gjósa öllum að óvörum. „Við megum ekki gleyma kost- um þess að búa í smáum samfé- lögum. Þar má nefna aö fólk lifir kyrrlátara lífi. Börnin kynnast svo mörgu sem börn í borgum og stórum byggöum þekkja ekki. Þessvegna þykir fólki að mörgu leyti gott að ala upp börn í litlum byggðarlögum. Fíkniefnavanda- mál geta vissulega komið upp í sjávarplássunum, en langmest er þó hættan þar sem fólkib er flest og þar eru slíkir erfiðleikar mest- ir," sagöi Matthías. „Ég held nú að eftir því sem ég þekki Vestfirðinga þá eru þeir ekki fyrir það að flýja samfélag sitt. Margir verða aö leita hingað subur af heilsufarsástæðum og aðrir vegna menntunar sinnar," sagði Matthías Bjarnason. Þingmaöurinn: Óttast búseturöskun á Vestfjöröum Alþingi íslendinga kom saman í gærdag, á þriðja degi vetrar. Al- þingismenn munu eiga eftir að taka á málefnum Vestfirðinga og annarra landsmanna sem búa við ógnvekjandi snjóflóðahættu. Gunnlaugur Sigmundsson al- þingismaður sagbi í samtali vib Tímann að hann hefði rætt við rábherra Framsóknarflokksins eftir ríkisstjórnarfundinn á föstu- dag. „Eg er á því aö það eigi ekki að taka ákvarbanir í of miklu hasti meö Flateyri. Þab þarf að endur- skoða þróunina í Súðavík líka. Manni sýnist ekki mikiö af vaén- legu byggingarlandi á Flateyri. Framundan eru kosningar um sameiningu sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum. Verbi það samþykkt þá er Flateyri orðin hluti af nýju sveitarfélagi. Þá er þab spurningin hvort það verður ekki nýja sveitarfélagsins ab marka stefnu í uppbyggingu á svæbinu. Mér finnst ráblegt að bíða eftir niðurstöbum kosning- anna sem nú eru framundan. Verbi slík sameining felld, þá er komið upp aftur nýtt vibhorf," sagði Gunnlaugur. „Ég horfi á vandamálin á Flat- eyri svo að þaö er ekki aðeins að nýjasti hluti bæjarins sé ekki byggingarhæfur, heldur líka að vegurinn að bænum er ótryggur vegna snjóflóðahættu. Öll þessi mál þarf að skoða í miklu víðara samhengi en gert hefur verið áð- ur. Við þurfum tíma til að skoða málin raunsætt, skoba alla búsetu í nýju ljósi, taka inn fleiri þætti til umræðu og bíða eftir niðurstöð- um í kosningum um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta kallar líka á aö breyta þarf lögum sem refsa mönnum sem vilja byggja annars staðar, í dag fær fólk haerra hlut- fall greiðslna ef þeir byggja á sama stað. Hvernig í ósköpunum eigum við að neyða fólk sem hef- ur lent í hörmungum að byggja á sama stað ef því líður illa," sagði Gunnlaugur Sigmundsson. Gunnlaugur sagði aö ekki mætti gleyma vandamálum á sunnan- verðum Vestfjörðum, til dæmis á Bíldudal, þar sem fólki hefði fækkað svo að ekki væri lengur hægt að halda uppi lítilli dag- vöruverslun. Gunnlaugur sagði aö hann ótt- aðist mjög að fólki mundi nú fækka enn á Vestfjörðum. Hann sagðist ekki treysta sér til að neyða fólk til búsetu meö stjórn- valdsaðgerðum. „Mér er sárt að sjá vestfirskar byggðir eyðast en ég treysti mér ekki til að vinna þannig að fólk verði neytt til ab búa þar sem því líöur illa, þótt það hafi átt áratuga ánægjulega búsetu," sagði Gunn- laugur Sigmundsson. -JBP

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.