Tíminn - 01.11.1995, Page 6

Tíminn - 01.11.1995, Page 6
6 Mibvikudagur 1. nóvember 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM SAUÐARKROKI Skóverksmibjan Skrefið: Reynir útflutning til Þýskalands Forráðamenn skóverksmiðj- unnar Skrefsins á Skagaströnd eru að gera tilraun með aö selja framleiðslu sína á Þýskalands- markaði. Nýlega fóru til Þýska- lands tvær sendingar af heilsu- skónum, sem eru helsta fram- leiðsla Skrefsins og hafa selst mjög vel á innanlandsmarkaðn- um. „Við vitum ekki enn hvernig gengur með söluna í Þýska- landi, en við erum að reyna að stækka markaðinn. Þab veitir ekki af, því innanlandsmarkað- urinn er full lítiil. Hins vegar er mjög dýrt að vinna markaði er- lendis," segir Bryndís Gubjóns- dóttir, framkvæmdastjóri Skrefsins. Bryndís segir starf- semina í rétta átt. Fyrirtækið er um þessar mundir ab setja á markað nýja gerö af klossum. Eins og áöur segir eru heilsus- kórnir, sem eru inniskór, aöal- framleiösla Skrefsins. Mjög lrtið er framleitt af hefðbundnum skóm. Þaö eru aðeins kuldas- kórnir sem svolítið er framleitt af, segir Bryndís. Hjá Skrefinu eru fimm heilsdagsstörf. Starfs- menn eru þó heldur fleiri en vanalega í þessum mánuöi, enda er meira að gera þessa dag- ana en venjulega. rntTTnninnin SELFOSSI Hafnarmjöl og Vestdalsmjöl í vibræðum um stóra lobnu- bræbslu í Þorlákshöfn: Fjárfest fyrir 250 milljónir Forrábamenn Hafnarmjöls hf. og Vestdalsmjöls á Seyöisfiröi hafa verið í viðræöum að und- anförnu um byggingu stórrar loönubræðslu í Þorlákshöfn. Rætt er um að áttfalda afkasta- getu verksmiðju Hafnarmjöls og að þessar framkvæmdir kosti um 250 milljónir króna. Full- trúar Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands hafa leitt viðræðurnar, sem eru vel á veg komnar, en málið er þó ekki frágengið. Afkastageta verksmiðju Hafn- armjöls er nú um 100 tonn á sólarhring, en með fyrirhugaðri stækkun yrði hún um 800 tonn. Samkvæmt heimildum Sunnlenska yrði stofnað nýtt hlutafélag um fyrirtækið meb þátttöku Hafnarmjöls, Vestdals- Flugvélin sem Flugfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á. mjöls og nokkurra annarra hluthafa. Verksmiðja Vestdals- mjöls á Seyðisfiröi stórskemmd- ist í snjóflóði sl. vetur og for- ráðamenn fyrirtækisins hafa viljað flytja starfsemi þess ann- ab. Eystra- horn Hornfirski skipa- stóllinn minnkar um 500 tonn milli ára Skipastóll Hornafjaröar hef- ur minnkað um 558 brúttó- lestir á einu ári og tæpar 1000 brúttólestir á tveimur árum, og hornfirski kvótinn dróst saman um tæp 1200 þorsk- ígildi milli kvótaáranna '94- '95 og '95- ‘96. Þessar tölur lýsa þeim veruleika sem út- gerðir hér búa við. Smærri togskip og vertíðarbátar, sem hafa verið uppistaðan í skipa- stól Hornfirðinga, eiga undir högg að sækja eftir að kvóti þeirra rýrnaði, enda hlutfall laurta í innkomunni mun hærra á þessum bátum en á stærri skipum. Vib heyrðum hljóðið í formanni Útvegs- mannafélags Hornafjarðar, Halldóru Bergljótu Jónsdóttur, að afloknum aðalfundi ný- iega. „Við höfum verulegar áhyggjur af þróun mála og teljum ab stjórnvöld verbi að grípa í taumana og laga sam- keppnisstöðu þessarar tegund- ar fiskiskipa, því vandamálið er ekki einskorðaö við Horna- fjörb, heldur er reynslan hin sama um allt land. íslenski fiskiskipaflotinn er að verða samsettur úr 0-30 tonna smá- bátum og stórum verksmiðju- skipum, en aðrar stærðir eru að hverfa. Ég tel að viö svo búið megi ekki standa, því við getum ekki verið án báta af millistærð, vegna ýmissa veiba — ég get nefnt sem dæmi humarveiöarnar." 1 VESTMANNAEYJUM Flugfélag Vestmannaeyja hf.: Kaupir tveggja hreyfla flugvél Fyrir síðustu helgi skrifabi Valur Andersen, abaieigandi Flugfélags Vestmannaeyja, undir samning um kaup á tveggja hreyfla flugvél í Eng- landi. Ef alit gengur að ósk- um, gæti hún verið komin í notkun eftir tíu til fimmtán daga. Valur sagði í samtali við FRÉTTIR að vélin sé af gerð- inni Partenavia P68B og er hún sömu gerðar og flugvélin sem fórst í sumar. „Ég fór út og skoðaði flugvélina í síðustu viku. Leist mér strax mjög vel á hana og skrifaöi undir kaup- samning úti. Flugvélin er sex til sjö sæta einkavél og hefur verib lítið flogið." Valur von- ast til að vélin verði tekin í notkun innan skamms. Sameiginlegt leibakerfi al- menningsvagna á höfub- borgarsvæbinu: Myndi skila þjóbarbúinu 7-800 millj ónum króna Meðal þeirra, sem fluttu er- indi á samgöngurábstefnu SSH sem haldin var í Kópa- vogi um síðustu helgi, var Pét- ur Fenger, framkvæmdastjóri Almenningsvagna. í máli hans kom m.a. fram að eitt samræmt leiðakerfi almenn- ingsvagna fyrir allt höfuð- borgarsvæðið undir einni yfir- stjórn myndi skila þjóðarbú- inu ábata, sem næmi 7-800 milljónum króna árlega. í máli Péturs kom fram að meb stofnun Almennings- vagna bs. hefðu menn náð hálfa leið að þessu marki, þeg- ar Hafnarfjörður, Kópavogur, Garöabær, Mosfellsbær, Bessa- staðahreppur og Kjalarnes- hreppur sameinuðust um rekstur eins fyrirtækis, sem sér um almenningssamgöngur í þessum bæjarfélögum og milli þeirra ásamt akstri til og frá Reykjavík. Bátum afþessarí stœrö hefur fœkkab í flotanum. Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Sigmar Pétursson, Þrúöur jóna Kristjáns- dóttir, Þórey S. jóhannsdóttir, Gunnar Stefánsson og Þór Símon Ragnars- son útibússtjóri. Viöurkenningar fyrir að yfirbuga ránsmanninn Bankastjórn Landsbanka ís- lands heiðrabi í gær og veitti sérstaka viöurkenningu þeim Gunnari Stefánssyni og Sig- mari Péturssyni, sem meb snarræbi tókst að yfirbuga mann er reyndi að ræna Háa- leitisútibú Landsbankans í fyrri viku. Stjórnendum Landsbankans þykir viðeigandi að veita mönnunum viðurkenningu fyrir að koma í veg fyrir að ránsmaðurinn kæmist undan. Jafnframt minnir bankastjórnin á að vafasamt geti verið ab grípa inn í atburðarás af þessu tagi, þótt vel hafi tekist til í þetta sinn, því slíkt gæti orðið til að stofna lífi og heilsu manna í hættu. Þeir Gunnar og Sigmar veittu viðurkenningunni vibtöku í óformlegu kaffisamsæti í Háa- leitisútibúi Landsbanka íslands í gær, miðvikudag, og var þeim þar einnig þakkað persónulega af starfsfólki útibúsins. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þór Símon Ragnarsson útibússtjóri afhenti þeim viður- kenningu bankans. ■ Athugasemdir viö staöhœfingar um lönnemasamband íslands í frétt um Skólafélag lönskólans í Reykjavík, laugar- daginn 28. október sl. í fyrrgreindri frétt er því haldiö fram að Ibnnemasambandib hafi „tekib" bókhald Skólafélagsins og „haldib" því í fimm mánubi. Einnig kemur fram ab þáverandi formabur Skólafélagsins hafi ver- ib varaformabur Ibnnemasam- bandsins og því sé „sömu sögu" ab segja af bókhaldsmálum Ibn- nemasambandsins og þessarar fyrri stjórnar Skólafélagsins. Með þessum fullyrðingum er verið að fara meira en lítib frjáls- lega með sannleikann. Hið sanna í málinu er: Reikningar Skólafélags Iðnskól- ans í Reykjavík fyrir skólaáriö 1994 til 1995 voru felldir á abalfundi fé- lagsins voriö 1995. Á þessum aðal- fundi áttu einnig að fara fram stjórnarskipti, en víðfrægir tvíbura- bræbur og samherjar þeirra höfðu þá nýverið sigrað í kosningum til framkvæmdastjórnar. Stjórnar- skiptin fóru hins vegar ekki fram, þar sem aðalfundi var frestað undir dagskrárliðnum „Reikningar", þeg- ar þeir voru felldir. Á svipubum tíma og þetta gerist kemur fram kæra á kosningarnar, vegna þess ab upp úr kjörkassanum komu fleiri atkvæbi en skráb voru í kjörskrá. í ljósi þessa baðst Þórir Karl lausnar sem formaöur Skólafé- lagsins og fór fram á aö sambands- stjórn INSÍ skipaði bráðabirgða- stjóm. Bráðabirgðastjórnin sendi því næst reikningana til Iðnnema- sambandsins til endurskoðunar. Samkvæmt lögum Skólafélagsins hefbi reyndar átt að gera það ábur en þeir voru lagðir fram á aðal- fundi félagsins. Sambandsstjórn úrskurbaði stuttu eftir þetta um lögmæti kosn- inganna og dæmdi þær gildar, tví- burabræðurnir tóku þá vib völd- um. Þórir Karl Jónasson var á svipuð- um tíma rekin úr stjórn Ibnnema- sambandsins fyrir ábyrgðarleysi og þar sem meirihluti sambands- stjórnar treysti sér ekki til að starfa með honum lengur. Viö endurskoðun reikninganna næstu mánubina voru gerðar mikl- ar leiðréttingar á færslu fylgiskjala, þau könnuð og fjöldi ávísana kall- aðar inn. Þegar því verki lauk nú í haust, treystu endurskoðendur Iðn- nemasambandsins sér hins vegar ekki til ab leggja nafn sitt við reikningana, bæði vegna tengsla og óreiðu í fjármálum; þ.a.l. voru þeir sendir til löggiltra endurskoðenda í fullu samráði vib yfiivöld Iðnskól- ans í Reykjavík. Að lokum þykir rétt að benda á ab bókhald Ibnnemasambands ís- lands er endurskobab á hverju ári af löggiltum endurskoðendum og lagt fyrir þing sambandsins þar sem fulltrúar 64 abildarfélaga Iön- nemasambandsins af öllu landinu eiga rétt á að kjósa sér fulltrúa til setu. Á 53. þingi Iðnnemasambands- ins helgina 27. til 29. október var bæði bókhald sambandsins og skýrsla formanns samþykkt athuga- semdalaust. í skýrslu formanns komu ofangreind atriði skýrt fram. Yfirlýstir fylgismenn tvíburanna voru vibstaddir þetta og greiddu hvorki atkvæði gegn reikningun- um né skýrslunni. Það er því með öllu rangt að hægt sé að vefengja reikninga sambandsins eða úr- skuröi síbustu sambandsstjórnar, því þing Iðnnemasambandsins er æðsta vald í málefnum sambands- ins og aðildarfélaga þess. Brjánn jónsson, framkvœtndastjóri INSÍ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.