Tíminn - 07.11.1995, Blaðsíða 3
Þri&judagur 7. nóvember 1995
IH 'ji
3
VSÍ krefst þess aö framleiösla og sala eggja lúti sömu reglum og hver önnur iönaöarfram-
leiösla:
Samkeppnislög gildi um
egg í stað búvöralaga
Framkvæmdastjórn VSÍ krefst
þess ab bundinn verbi endir á
óeblilega vibskiptahætti á
eggjamarkabi og gerir ab til-
lögu sinni ab eggjaframleibsla
lúti ákvæbum samkeppnis-
laga en ekki búvörulaga. Enda
sé eggjaframleibslan í reynd
ibnabarframleibsla en ekki
hefbbundinn landbúnabur.
í ályktun stjórnarinnar er
m.a. bent á að eggjaframleiðsla
og brauðgerb séu afar hlibstæð-
ar greinar, sem báðar byggi fyrst
og fremst á innfluttum kornvör-
um. Gjörólíkar reglur gildi samt
um þessar greinar. Bakarinn sé
iðnrekandi og eigi yfir höföi sér
háar fjársektir verði hann upp-
vís að nokkru sem truflað geti
heilbrigða samkeppni. Eggja-
framleiðendur megi ekki ein-
asta hafa samráð sín í milli
heldur eigi þeir kröfu á opinbera
ákvöröun lágmarksverös sem
tryggi þeim þokkalega afkomu.
VSÍ leggur áherslu á að opin-
berri verðlagningu eggja verði
tafarlaust hætt og eggjafram-
leiðsla veröi felld undir sam-
keppnislög ásamt því að tollar á
eggjum verði lækkaðir svo að
innflutningur veiti innlendri
framleiðslu nauösynlegt að-
hald. Jafnframt er þess krafist að
ef innheimtu kjarnfóðurgjalds
verði viðhaldið, þá verði öllum
framleiðendum endurgreiddur
fóðurtollurinn — og þær endur-
greiðslur gangi undanbragða-
laust beint til hvers framleið-
anda, en ekki einungis til þeirra
sem framleitt hafa egg síðan
1987. Að mati VSí ætti verð á
eggjum að geta lækkað um allt
að þriðjung og vísitala neyslu-
verðs þar með um 0,1%.
Það var krafa eggjaframleið-
enda um bann viö því að stór-
kaupandi eggja gæti leitað til-
boða eða afsláttar, með tilvísan
til laga um verðlagningu land-
Vandinrt viö ab auka hráefni til landvinnslu er ab
finna innan raba LIU. Form. VMSI:
Leppurinn hef-
ur ekkert hreyfst
frá LÍÚ-auganu
„Ég bað hann Kristján fyrir
tveimur árum, þegar hann var
ab ræba um vaktafyrirkomu-
lagið, að taka nú leppinn frá
auganu. Ég vil endurtaka þá
beiðni nú vegna þess ab lepp-
urinn hefur ekkert hreyfst,
auk þess sem hann hefur ekk-
ert heyrt né séb síban, enda
allt þab sem hann nefnir í
þessu sambandi bara kjaft-
æði," segir Björn Grétar
Sveinsson formaöur Verka-
mannasambandsins.
Kristján Ragnarsson formaður
LÍÚ gagnrýndi verkalýðshreyf-
inguna harblega í Tímanum í sl.
viku fyrir þröngsýni og aftur-
haldssemi í viðhorfum sínum
til breytinga á hefðbundnum
vinnutíma í fiskvinnslu. Hann
sagði þar einnig að þessi íhalds-
semi kæmi í veg fyrir að land-
vinnslan gæti keppt við
sjóvinnslu um hráefnið. Auk
þess gaf hann lítið fyrir ályktun
18. þings VMSÍ í atvinnumálum
þess efnis að afnotaréttur á auð-
lindum landsins yrði skilyrtur
við fullvinnslu. Formabur VMSÍ
segist ekki tiúa því ab formaður
bankaráðs íslandsbanka, sem
jafnframt er formaður LÍÚ, hafi
eitthvað á móti því að það þurfi
jafnvel aö beita löggjafanum til
að fá sem hæst afurðaverð og
mestan virðisauka út úr auðlind
sem umbjóöendur hans virðast
hafa einkaleyfi á, samkvæmt
lögum. Þá hefði þaö ekki síst
verið fyrir tilstilli VMSÍ á sínum
tíma að útflutningur á ferskfiski
hefur minnkað á liðnum miss-
erum.
Björn Grétar segir að það þýði
ekkert fyrir Kristján að skjóta sér
búnaðarvara, sem vakti athygli
VSÍ „á afar óeðlilegum vib-
skiptaháttum á eggjamarkaöi".
VSI hljóti að knýja á um breyt-
ingar svo eðlileg viðskiptalög-
mál og verðmyndun geti átt sér
stað í þessari framleiðslugrein.
Enda standi engin rök til þess að
eggjaframleiðsla búið vib annað
starfsumhverfi en almennt gild-
ir um iðnaðarframleiðslu.
VSÍ upplýsir að þriðjungur
(33%) allra eggja komi frá
stærsta framleiðandanum. Þrír
stærstu framleiðendurnir skipti
nú með sér samtals 60% eggja-
markaðarins og hafi sá hlutur
þeirra stækkað úr 47% fyrir að-
eins þrem árum.
6 umsækjend-
ur um stööu
leikhússtjóra
á Akureyri
Sex hafa sótt um stöbu Ieikhús-
stjóra á Akureyri. Þeir sem sóttu
um stöbuna eru Halldór E. Lax-
ness, Jakob S. Jónsson, Jón Júlí-
usson, Skúli Gautason, Sunna
Borg og Trausti Ólafsson.
Leikhúsráð hefur ákveðið að
auglýsa stöðuna að nýju þar sem
ab formaður L.A. og leikhúsráðs,
Sunna Borg, reyndist meöal um-
sækjenda en það lá ekki fyrir fyrr
en umsóknarfrestur var útrunn-
inn. Samkvæmt fréttatilkynningu
frá leikhúsráði er það gert til ab
tryggja að jafnræði ríki milli um-
sækjenda. ■
Frá brunanum í Garbabce í gær.
Einbýlishús brann í Garöabœ:
Tímamynd Pjetur
Hjón flutt á slysadeild
Björn Grétar Sveinsson.
á bak við úrelta umræbu um
vaktavinnu og samanburð á
milli landa í þessum efnum.
Formaður VMSÍ minnir á ab
verkalýðshreyfingin hefur ágæt-
is aðgang að upplýsingum þar
ab lútandi frá nágrannalöndun-
um og m.a. um vinnufyrir-
komulagið. Hann bendir einnig
á ab núverandi form á vinnu-
tíma virðist ekki há atvinnurek-
endum í því að fá hingað erlent
vinnuafl í fiskvinnu.
Formabur VMSÍ segir að
vandamálið við að auka hráefn-
isstreymi til landvinnslunnar sé
ekki síst að finna innan raða
LÍÚ þar sem menn sitja báðum
megin við borðið, en ekki hjá
fiskverkunarfólkinu. Auk þess
virðast forkólfar atvinnurekstrar
ekki ætla að bera neina ábyrgð á
atvinnulífinu í landinu. Björn
Grétar segir af atvinnurekendur
eigi annaðhvort ab lyfta höfð-
inu upp úr sandinum og horfa
raunsæjum augum á vandann,
eða „fara bara alveg á kaf."
-grh
Eldur kviknabi í einbýlishúsi í
Garðabæ á fjórba tímanum í
fyrrinótt, Aratúni 27. Mikinn
eld og reyk Iagbi út um glugga
á norburglugga hússins þegar
Slökkvilibib í Hafnarfirbi
kom á vettvang.
Fullorðin hjón komust af
sjálfsdáðum út úr húsinu og
voru þau flutt á slysadeild Borg-
arspítalans. Slökkvistarf gekk
greiðlega en mikið tjón varð á
eigninni. Einn bíll var kallaður
til frá slökkviliðinu í Reykjavík
en ekki reyndist nauðsynlegt að
nota hann. Veriö er að rannsaka
eldsupptök.
Maðurinn sem er nálægt sjö-
tugu hlaut einhver brunasár í
eldinum en verið var að rann-
saka áhrif reyks á heilsu hjón-
anna í gær. Þau voru bæöi und-
ir læknishendi í gærkvöldi.
-BÞ
Fyrsta samkomulagiö um alþjóölegar aögeröir gegn mengun sjávar
frá landi náöist á ráöstefnu SÞ:
Um 80% af mengun
sjávar frá landstö&vum
Samkomulag um alþjóblegar
aögerbir gegn mengun sjávar
frá landstöövum nábist í
fyrsta sinn sl. föstudag, á al-
þjóbarábstefnu á vegum Sam-
einubu þjóbanna sem haldin
var í Washington 23. október
til 3. nóvember. Um 110 þjób-
ir, 16 alþjóðastofnanir og 26
félagasamtök tóku þátt í ráb-
stefnunni, sem þykir mikil-
vægur áfangi í alþjóölegu
átaki um verndun gegn meng-
un sjávar frá landi.
Guömundur Bjarnason, um-
hverfisráðherra, sótti sérstakan
ráðherrafund ráðstefnunnar
fyrir íslands hönd og flutti þar
ræbu. í annarri ræbu í umræð-
um um þrávirk lífræn efni sagði
umhverfisráðherra að þessi efni
væru að verba eitt helsta
áhyggjuefni heimsbyggöarinnar
á sviði umhverfis- og heilbrigð-
ismála. Sagðist hann fagna því
að ráðstefnan sendi sterk skila-
bob til heimsbyggöarinnar um
ab þegar þyrfti ab hefjast handa
við gerð alþjóbasamnings til að
stöðva framleiöslu og notkun
hættulegra efna þessarar teg-
undar.
Samkvæmt tilkynningu frá
utanríkisráðuneytinu gerir
framkvæmdaáætlunin ráð fyrir
að ríki geri eigin áætlanir um að
draga úr mengun sjávar. í henni
séu einnig ákvæði um fjár-
mögnun og upplýsingaskipti og
tilgreindir helstu mengunar-
valdar sem taka þurfi á bæði
heima fyrir og á alþjóðavett-
vangi.
Talið er að um 80% af meng-
un sjávar stafi frá landstöbvum.
Sjávarmengun hefur farið vax-
andi um allan heim á undan-
förnum árum. Ástandið sé víða
oröið alvarlegt, einkum í inn-
höfum og vib strendur fjöl-
mennra ríkja. Mengun ógni öllu
lífríki hafsins. Og þrátt fyrir að
sjórinn kringum ísland sé með
hreinustu hafsvæbum í heimi
hafi mælanlegur vottur af
mengunarefnum fundist hér
við land. ■