Tíminn - 07.11.1995, Blaðsíða 10
10
JKfc ^r
OTnlTrfTHTimi
yirfwyww
Þriðjudagur 7. nóvember 1995
UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . .
Fjöjmenni viö útför Yitzhaks Rabins í gœr:
Ovissa um framhald
friðarsamninga
Jenjsalem — Reuter
í gær fór fram útför Yitzhaks
Rabins, forsætisráðherra ísraels,
sem 25 ára laganemi myrti á fjöl-
mennum fundi í Tel Aviv á laug-
ardaginn. Útförin fór fram að
viðstöddu fjölmenni og mörgum
helstu þjóðarleiðtogum heims.
Viö útförina héldu m.a. Bill Clin-
ton Bandaríkjaforseti, Hosni Mu-
barak Egyptalandsforseti og Hus-
sein Jórdaníukonungur ræöu til
minningar um Rabin. Yasser Ara-
fat, leiðtogi PLO, mætti hins veg-
ar ekki til útfararinnar og sagðist
ekki vilja flækja málin um of
með því að láta sjá sig, enda
hafði Israelsstjórn lýst því yfir að
ekki væri óskað eftir nærveru
hans.
Fjöldi Arabaleiðtoga hefur for-
dæmt moröið og hópur þeirra
var viðstaddur útförina í gær.
Auk Husseins Jórdaníukonungs
og Mubaraks Egyptalandsforseta
voru þar Abdellatif Filali forsæt-
isráðherra Marokkó og ráðherrar
frá Oman, Katar og Máritaníu.
Allir voru þeir í sinni fyrstu
heimsókn til Jerúsalemborgar.
Og þótt Arafat leiðtogi Palestínu-
manna hefði ekki verið viðstadd-
ur voru mættir sex fulltrúar frá
PLO, erkióvini ísraels til margra
ára. Fyrir þremur árum, þegar Ra-
bin tók viö forsætisráðherraemb-
ættinu, hefði þótt útilokað að
svo margir leiðtogar Araba ættu
eftir aö koma til ísraels til að
syrgjá forsætisráöherra landsins.
Ekki er ólíklegt að sú sjón geti
haft töluverö áhrif á þá ísraels-
menn sem efast hafa um að frið-
arviðræðurnar geti skilað varan-
legupt árangri.
Hvert verbur fram-
haldib?
Óvissa ríkir samt um framhald
friðaumleitana ísraels og Araba,
en margir líta svo á að þaö hafi
ekki síst veriö Rabin sem átti
mestan þátt í þeim árangri sem
náðst hefur á undanförnum
mánuðum og árum.
Rabin var mjög vinsæll í ísrael,
og Elie Barnavi, sagnfræðingur
Shimon Peres tók vib forsœtisráb-
herraembcettinu af Rabin til
brábabirgba. Mynda þarf nýja
stjórn innan skamms tíma og lík-
legt er ab hún verbi undir stjórn
Peresar.
við háskólann í Tel Aviv, segir ab
Rabin hafi veriö eins dæmigerb-
ur fyrir það, hvað væri að vera
ísraelskur, og hægt væri. Hann
var „hermaður og bóndi, stríðs-
hetja, reyndur í utanríkisþjón-
ustunni, varnarmálaráðherra
sem þótti mjög harðsnúinn í því
aö bæla nibur Intifada, uppreisn-
arhreyfingu Palesínumanna, en
þegar allt kemur til alls var hann
maður friöarins," segir Barnavi.
Vegna fortíbar sinnar og reynslu
í hernum var Rabin í óvenjulega
góbri stöðu til að hafa forystu
fyrir ísraelsbúum í friðarviðræð-
unum við nágrannaríkin og fá-
um öbrum hefði tekist að fá Isra-
elsmenn til að fallast á þá eftir-
gjöf sem nauðsynleg var til þess
að friður gæti komist á.
Nú þegar Rabin er fallinn frá
gæti reynst erfitt að finna ein-
hvern sem gæti haldib uppi
merki hans og keyrt viðræöurnar
við Araba áfram af þeim krafti
sem þarf.
Peres nýtur trausts
Araba, en óvinsæll
heima fyrir
Shimon Peres, sem hefur tekib
við embætti forsætisráðherra um
stundarsakir af Rabin, hefur
raunar ekki síður áhuga á að ná
fribi við Araba en Rabin, er raun-
ar ákafur hugsjónamaður í þeim
efnum og hefur Rabin þar verið
talinn raunsærri og viljað fara
hægar en Peres. Ef Peres tekur við
af Rabin sem forsætisráðherra
ísraels þarf því vart að óttast að
hann reyni ekki allt sem í valdi
hans stendur til aö semja um frið
við Sýrlendinga og Líbani, auk
þess sem haldið verbi áfram á
þeirri braut sem mörkuð hefur
verib í sjálfstjórnarmálum Palest-
ínumanna. Peres hefur hins veg-
ar jafnan verið heldur óvinsæll í
ísrael og þykir frekar ólíklegt ab
honum takist jafn vel upp að
sannfæra ísraelsmenn um nauð-
syn þess að gefa eftir í samning-
unum, t.d. að afhenda Sýrlend-
ingum aftur Gólanhæðir.
Mebal Araba hefur Peres raun-
ar verið í miklu meiri metum en
Rabin, sem þeim hefur þótt
kuldalegur, jafnvel ruddalegur
og lítt næmur á viðhorf almenn-
ings í Arabaríkjunum. Peres fór
mun oftar en Rabin að hitta Ar-
abaleiðtoga að máli, t.d. Jasser
Arafat leibtoga PLO og Hosni
Mubarak Egyptalandsforseta.
„Við berum fullt traust til Peresar
varbandi áframhald friðarvið-
ræðnanna," sagði Amr Moussa,
utanríkisráðherra Egyptalands,
„Hann mun sjá að við munum
aðstoða hann í einu og öllu viö
að ná því marki sem við allir
stefnum að."
Mynda þarf nýja
stjórn
Ekki er þó fullvíst að það verði
Peres sem leiðir stjórnina í, þótt
það sé líklegt. Forseti ísraels verð-
ur nú, samkvæmt ísrealskum
lögum, innan fjörutíu daga að
bibja einhvern þingmann um að
mynda nýja ríkisstjórn. Að öll-
um líkindum gerir hann það þó
fljótlega og Likud- bandalagið,
helsti stjórnarandstöbuflokkur-
inn, hefur lýst því yfir að það
muni ekki beita sér gegn því að
Peres verbi faliö að mynda nýja
stjórn.
Peres hefur hins vegar sem fyrr
segir aldrei tekist almennilega ab
ávinna sér traust ísraelsbúa og
fjórum sinnum hefur hann tap-
aö kosningu í Verkamanna-
flokknum um að verða forsætis-
ráðherraefni flokksins. Samt sem
áður eru ekki margir aörir í
flokknum sem þykja koma til
greina sem eftirmaður Rabins.
Helst hafa verib nefndir þrír
menn: Haim Ramon, Avraham
Burg og Ehud Barak. Einungis sá
síbastnefndi hefur hernaðar-
reynslu eitthvab í líkingu vib Ra-
bin, en skobanir hans á því að
gefa Sýrlandi eftir Gólanhæbir
eru álíka ósveigjanlegar og skoð-
anir Líkud bandalagsins.
„Guöi sé lof ab
morðinginn var ekki
Arabi"
Margir Arabar hafa sagt að það
sé þó bót í máli að það hafi verið
gyðingur sem myrti Rabin, en
ekki Arabi. Þannig segir Mostafa
Amin hjá egypska dagblaðinu Al-
Akhbar: „Guði sé lof að Rabin
var drepinn af gybingi. Ef morb-
s
'AMHUGUR
ÍVERKI
LANDSSÖFNUN
VEGNA
NÁTTÚ RUHAMFARA
A F LATEYRI
l.eggúu |)itt al inörkum
iitn á bunkareikniiig nr.
1183-26'800
í Sparisjóúi Önundarljarðar
á Flateyri.
llii'Rl er iirt iiiu á rcikiiinginii i ölluni
hönkiini. spiirisjóðlini ng postliiisiiin ;í IíiikIíiiii.
Allir fjölmirtlar laiuLsins,
t Póstur og sími,
lljíílpar.stoliiiin kirkjunnar
og Kaurti kross islanils.
Yitzak Rabin og Yasser Arafat hafa náb sögulegum árangri í fribar-
samningum milli ísraels og Palestínumanna. Myndin er tekin vib af-
hendingu fribarverblauna Nóbels árib 1994.
ingi hans væri Arabi myndum
við drukkna í ásökunum alls
staðar ab úr heiminum og hver
einasti Arabi hefði verið kallaður
morðingi. En nú er svo komið að
morðinginn er einn maður en
ekki milljónir manna."
Með morðinu á Rabin á laugar-
daginn hefur þaö raunar gerst í
fyrsta sinn í sögu Ísraelsríkis að
gyðingur gerist sekur um að
drepa svo hátt settan stjórnmála-
mann, og svo viröist sem sú stað-
reynd ab moröinginn er gyðing-
ur sé öllum almenningi jafnt
sem ráðamönnum í ísrael tölu-
vert áfall. „Bannhelgin sem hvíl-
ir á því að bróðir drepi bróðir,
sem varð til þess ab musteri gyð-
inga úr Biblíunni glataðist, er
hrunin," sagði sagnfræðingurinn
Barnavi og leggur áherslu á að
andrúmsloftið í landinu sé lævi
blandið fyrir, þetta atvik geti því
hleypt af stab ófriði innanlands
sem óttinn við sameiginlegan
óvin hefur hingab til haldið aftur
af. „Þab sem máli skiptir er ekki
þessi verknaður sem brjálaður
einfari framdi, heldur það hat-
ursfulla andrúmsloft sem rak
hann til aö fremja slíkan verkn-
að."
„Þetta er upphafið ab því að
bræður fari að berjast. Eitthvað
hræbilegt á eftir að gerast. Það
stendur skrifað í helgum ritum
okkar," sagði Miriam Grunwald,
sem starfar hjá flugfélaginu E1 Al.
Styrkir friðinn?
Margir bjartsýnismenn í hópi
stubningsmanna Rabins telja á
hinn bóginn aö morðib geti jafn-
vel þvert á móti oröið til þess að
sameina ísraelsmenn um málstað
friðarins. Nú orðið eigi þeir sem
eru andvígir friðarsamningunum
erfibara með að láta frá sér stór-
yrði og láta í ljósi andstöðu sína.
„Ég er hræddur, ég viðurkenni
þab," sagði fyrrverandi ráðgjafi
Yitzhaks Shamirs, fyrrverandi
forsætisráðherra ísraels, í grein í
Newsweek — en hann hefur ver-
ib gagnrýninn á friðarviðleitn-
ina. Hann hélt því fram að morð-
ið á Rabin gæti valdið því að
öfgasinnum og íhaldssömum
stjórnmálamönnum verði ýtt til
hlibar. Það sé strax farið að líta þá
hornauga. „Hver sá sem hefur
haft uppi gagnrýni á friðarferlið,
það er eins og sá hinn sami hafi
myrt Rabin."
Jafnvel Benjamin Netanyahu,
leibtogi Likud bandalagsins sem
er helsti stjórnarandstööuflokkur
ísraels, fordæmdi morðib hörb-
um orðum. Likud bandalagið
hefur ávallt verið mjög totryggið
á friðarviðræðurnar en á hinn
bóginn hafa liðsmenn þess alltaf
lagt áherslu á að gyðingar eigi
ekki ab berjast innbyrðis og
drepa hver annan. í viðtali í
bandaríska fréttaþættinum „60
mínútur" sendi Netanyahu enn-
fremur þau skilaboð til öfgasinn-
aðra gyðinga í Bandaríkjunum að
þeir eigi að halda sig fjarri ísrael:
„Farið þið burt, haldið ykkur
fjarri. Við viljum ykkur ekki, við
þörfnumst ykkar ekki," sagbi
hann og átti þá einkum og sér í
lagi við Varnarbandalag gyðinga,
sem eru hægrisinnuð öfgasamtök
gyöinga í New York.