Tíminn - 07.11.1995, Blaðsíða 11
Þri&judagur 7. nóvember 1995
11
Gybinga saga
Ný útgáfa Gyöinga sögu er
komin aút á vegum Árnastofn-
unar. Útgefandinn, Kirsten
Wolf, Ph.D., er fædd í Dan-
mörku 1959 og er prófessor í ís-
lensku og íslenskum bókmennt-
um við háskólann í Manitoba.
Þessi nýja bók leysir af hólmi út-
gáfu Guðmundar Þorlákssonar
af Gyðinga sögu, sem var prent-
ub í Kaupmannahöfn 1881 á
vegum Samfund til Udgivelse af
gammel nordisk Litteratur.
Nýja útgáfan er með rækileg-
um inngangi á samtals 152
blaðsíðum. I innganginum er í
fyrsta lagi nákvæm lýsing á
handritum sögunnar, þar sem
Kirsten Wolf fjallar um aldur
þeirra og uppruna, lýsir skrift og
stafsetningu og gerir að lokum
grein fyrir skyldleika þeirra inn-
byrðis. Annar kafli inngangs er
um höfund sögunnar og aldur
hennar, þriðji kafli um heimild-
ir hennar og fjórði kafli um þýð-
inguna, þar sem vinnubrögð
þýðandans eru skýrð með
mörgum dæmum um meðferð
hans á textum heimildanna og
bent á helstu stíleinkenni. Inn-
gangur, svo og skýringar neðan-
máls við texta sögunnar, er á
ensku, en efniságrip formála á
íslensku.
Texti sögunnar er prentaöur á
218 blaðsíðum stafrétt eftir öll-
um handritum sem hafa texta-
gildi og allt skáletrað sem er
leyst úr böndum. Þar sem hlutar
sögunnar eru varðveittir í fleiri
handritum en einu, eru textarn-
ir prentaðir hver niður undan
Fréttir af bókum
öðrum á sömu blaðsíðu, fimm
textar þar sem mest er, en neðst
á hverri blaðsíðu er prentaður
latneskur texti þeirra heimilda
sem höfundur sögunnar hefur
"notað.
Gyðinga saga hefur verið sett
saman um eða skömmu eftir
miðja 13. öld eftir mörgum
heimildum, sem allar hafa verið
á latínu. Aðalheimildirnar voru
Makkabeabækur Gamla testa-
mentisins, Historia Scholastica
eftir Pétur Comestor, Antiquit-
ates Judaicae eftir Flavíus Josep-
hus, annað hvort sú bók sjálf
eða kaflar úr henni sem hafa
veriö teknir upp í Historia Scho-
lastica, og síðasti kafli sögunnar
hefur verið tekinn eftir svokall-
aðri „Historia apocrypha", sem
talið er að hafi verið notuð þeg-
ar Legenda aurea eftir Jakob de
Voragine var sett saman. í inn-
gangi er gerð grein fyrir heim-
ildum sögunnar og tekin upp
dæmi úr textanum, sem virðast
ættuð úr einhverri óþekktri
heimild.
Gyðinga saga er varðveitt heil
í AM 226 fol., sem er stórt og
veglegt skinnhandrit, líklega
skrifað í klaustrinu á Helgafelli
um það bil 1350-1370, en auk
þess eru brot úr sögunni á leif-
um fjögurra skinnbóka frá 14.
öld. I AM 226 fol. hefur texti
sögunnar verið styttur og upp-
haflegum stíl þarafleiðandi
breytt, en kaflar úr lengri og
upprunalegri gerð eru í brotun-
um AM 655 4to XXV og AM
238 fol. XVII, sem bæði eru úr
skinnbókum frá fyrri hluta 14.
aldar.
Sagan er nafnlaus í varðveitt-
um handritum. Árni Magnús-
son nefndi hana Historia Juda-
ica á latínu, og eftir þvi hefur
verið farið þegar sögunni var
gefið nafnið Gyðinga saga.
Þannig er hún nefnd í skrá Jóns
Sigurðssonar yfir fólíó-handrit í
Árnasafni (AM 394 fol.), en
Guðmundur Þorláksson segir í
inngangi útgáfu sinnar að sagan
hafi verið nefnd þessu nafni
þegar á 18. öld. í AM 226 fol. er
þýðingin eignuð Brandi Jóns-
syni; þar stendur þetta viö lok
hennar:
„Þessa bók færði hinn heilagi
Jerónímus prestur úr hebresku
máli og í latínu. En úr latínu og
í norrænu sneri Brandur prestur
Jónsson, er síðan var byskup að
Hólum [...]"
Brandur Jónsson (d. 1264) var
vígður til ábóta í Þykkvabæ í
Veri 1247 og var biskup á Hól-
um 1263-64, vel lærður maður
og mikils metinn á sinni tíð.
Um hann segir í Svínfellinga
sögu, aö hann „var ágætur
höfðingi, klerkur góður, vitur
og vinsæll, ríkur og góðgjarn,
og í þann tíma hafði hann
mesta mannheill þeirra manna
er þá voru á íslandi."
Gyðinga saga hefst á stuttu yf-
irliti yfir landvinninga Alexand-
ers mikla, sundurlimun ríkis
hans og uppruna stórveldis
Selevkída, en síðan er farið yfir
sögu Gyðinga í tvö hundruð ár,
fyrst sagt frá Antiochus fjóröa
Sýrlandskonungi, kúgun hans á
Gyðingum og baráttu Makka-
bea við hann og síðar aðra er-
lenda kúgara, þar til Gyðingar
urðu sjálfstæðir árið 142 fyrir
Krist. Sagt er frá afskiptum Róm-
verja af málum Gyöinga og
hvernig þeir náðu smám saman
valdi á landi þeirra, frá Heródesi
mikla, konungi á Gyöingalandi
á árunum 37-4 fyrir Krist, upp-
hafi veldis hans og grimmdar-
verkum og að lokum frá afkom-
endurri hans og hnignun veldis
þeirra. Bardagalýsingar eru
drjúgur hluti frásagnarinnar.
Sagan endar á þáttum af Pílatusi
og Júdasi Ískaríot, þar sem upp-
runa þeirra og illmennsku er
lýst af ótrúlegu hugmyndaflugi.
Með þessari nýju útgáfu Gyð-
inga sögu má segja að útgefand-
anum, Kirsten Wolf, hafi tekist
að svara öllum kröfum sem
hægt er að gera til vísindalegrar
útgáfu á íslenskum miðaldatext-
um.
Verð bókarinnar rpeð virðis-
aukaskatti er kr. 6.725.
NÝJAR
BÆKUR
Aldir varga
Út er komið ljóðasafnið Var-
galdir, safn ljóða finnskra skáld-
kvenna, í túlkun Lárusar Más
Björnssonar.
í safninu er að finna ljóð eftir
Eeva-Liisa Manner, Helvi Juvon-
en, Mirkka Rekola, Aila Merilu-
oto, Tua Forsström, Kirsti Sim-
onsuuri, Eira Stenberg, Satu Mart-
tila og Anne Hanninen. Flestar
þessar kvenna eru meðal þekkt-
ustu skálda Finna á þessari öld.
Vargaldir er þriðja safn finnskr-
ar og Finnlands-sænskrar sam-
tímaljóðlistar í túlkun Lárusar
Más, en áður hafa komið út söfn-
in Voraldir og Veraldir.
Vargaldir er um 120 bls. að
lengd og hefur að geyma 90 ljóö,
auk ítarlegra kynninga á höfund-
um.
Atli Már Hafsteinsson tók Ijós-
myndir á bókarkápu og sá um út-
litshönnun. Offsetfjölritun sá um
prentun.
Bókin er gefin út með styrk frá
Norræna þýðingarsjóðnum. Út-
gefandi er bókaútgáfan Miðgarð-
ur, en dreifing bókarinnar er í
höndum íslenskrar bókadreifing-
ar.
Bókina verður að finna í helstu
bókaverslunum. Útsöluverð
hennar er 1.260 kr.
~s
Ógurleg
ævintýri
Nýlega kom út hjá Máli og
menningu þriðja og síðasta bókin
um Línu Langsokk í þýðingu Sig-
Heimur Gub-
ríðar á bók
Leikritið Heimur Guðríðar — Síð-
asta heimsókn Guðríðar Símonar-
dóttur í kirkju Hallgríms, eftir
Steinunni Jóhannesdóttur, er kom-
ið út á bók.
í tengslum við útkomu bókarinn-
ar hefjast sýningar á leiknum að
nýju, að þessu sinni á litlu sviði í
nýuppgerðum Safnaðarsal Hall-
grímskirkju, en verkið var frumsýnt
í kirkjunni á Kirkjulistahátíð sl. vor
við frábærar undirtektir.
í Heimi Guðríðar segir frá ein-
stæðri ævi og örlögum Guðríðar
Símonardóttur. Er þar rakin píslar-
saga hennar frá því í Tyrkjaráninu
1627 og brugðið upp myndum úr
lífi hennar með sálmaskáldinu Hall-
grími Péturssyni.
Útgefandi er Fífan. Bókin verður
m.a. til sölu í helstu bókaverslun-
um, svo og í anddyri Hallgríms-
kirkju, og kostar 800 krónur.
■
Steinunn Jóhannesdóttír
0cÍHtiu* (^ttíu’iitnv
S»Ait»ta bebn*6kfl GoAHAar Stnnmarócttur i Urkju Haligrítas
rúnar Árnadóttur.
Lína Langsokkur í Suðurhöfum
segir frá ferðalagi Línu ásamt
Tomma og Önnu til Suðurhafs-
eyja og ævintýri þeirra þar taka
flestu fram sem þau hafa áður
upplifað. Línu munar ekki um að
stjórna skipinu Æðikollu yfir ólg-
andi brimöldu og ægilegar grynn-
ingar, að yfirbuga hákarl eða leika
á tvo harðsvíraða bófa. En þótt
gaman sé að leika sér í sólinni, er
best af öllu ab koma aftur heim
og renna sér á skíðum ofan af
þakinu á Sjónarhóli.
Bókin (112 bls.) er prentuð í
Svíþjóð og kostar 1.389 krónur.
Ingrid Vang-Nyman mynd-
skreytti.
Fóstra skrifar
bók
Obladí oblada heitir saga fyrir
börn sem nýlega kom út hjá Máli
og menningu. Þar segir frá Önnu
Lenu sem er ellefu ára, systkinum
hennar og fjölskyldu. Oft er fjör í
litla húsinu þeirra og systkinin
æfa handbolta og fótbolta af
kappi. Anna Lena er líka áhuga-
söm um lærdóminn og vinkonur
á þessum aldri sjá alltaf spaugileg-
ar hliðar á tilvemnni.
Höfundurinn er Bergljót
Hreinsdóttir, ung fóstra, og er
þetta hennar fyrsta bók. Arna
Valsdóttir myndskreytti. Obladí
oblada er 160 blabsíður og kostar
1.490 krónur.
Zippó og brúð-
umar hans
Mál og menning hefur sent frá
sér barnasöguna Herra Zippó og
þjófótti skjórinn eftir Nils-Olof
Fransén.
Bókin segir frá herra Zippó sem
á óviðjafnanlegt brúðuleikhús.
Honum þykir vænt um brúðurnar
sínar og vill ekki láta þær- fyrir
nokkra muni þegar greifi nokkur
heimtar að kaupa þær. Baráttan
verður æsispennandi — enda eru
þetta ekkert venjulegar brúður.
Sagan er 113 blaðsíður og
prýdd fjölda mynda. Hólmfríbur
Gunnarsdóttir tileinkar þýðingu
sína Hallveigu Thorlacius. Bókin,
sem kostar 1.290 krónur, er
prentuö í Svíþjóð.
Myndskreytt
ævintýri
Karlssonur, Lítill, Trítill og fugl-
arnir var löngum eitt af eftirlætis-
ævintýrum íslenskra barna, enda
spennandi að heyra hvernig
karlssonur leysir erfiðar þrautir
sem fyrir hann eru lagðar og
sleppur úr klóm skessunnar.
Anna Cynthia Leplar hefur
myndskreytt þetta gamla, góða,
íslenska ævintýri sem Ragnheiður
Gestsdóttir endursagði.
Bókin er 24 blaðsíður með lit-
myndum á hverri síbu og kostar
1.290 krónur. Prentsmiðjan Oddi
hf. prentabi.
Unglingabók
fyrir alla
Mál og menning hefur sent frá
sér unglingabókina Keflavíkur-
dagar/Keflavíkurnætur eftir Láms
Má Björnsson.
Óli er fimmtán ára og í tíunda
bekk, starfsdeild. Hann er hund-
leiður á stríðni og einelti og
ákveður að breyta ástandinu. Með
vaxandi sjálfstraust að vopni
tekst honum að ná árangri og
virðast í lokin flestir vegir færir.
Sagan er gamansöm og á erindi
til fólks á öllum aldri. Höfundur-
inn, Lárus Már, hefur starfað með
unglingum í fjölda ára og gjör-
þekkir viðfangsefni þeirra og
væntingar.
Bókin er 223 blaðsíöur, prent-
uð í Svíþjóð og kostar 1880 kr.
Kápumynd er eftir Atla Má Haf-
steinsson.
Skrautlegt
mannlíf og
dularfullt
Mál og menning hefur sent frá
sér bókina Hólmanespistlar eftir
Stefán Sigurkarlsson. Þorpið
Hólmanes, skrautlegt og dular-
fullt mannlífib þar, er viðfangs-
efni höfundar í bókinni. Brugbib
er upp myndum úr hundrað og
fimmtíu ára sögu þorps sem er
ekkert sérstakt þorp, en gæti ver-
ið hvaða íslenskt þorp sem er.
Faktorshúsiö, þar sem heldra
fólkið býr eða hittist, er mið-
punktur þorpsins og íbúum þess
ótæmandi efni hvers kyns heila-
brota. í því glæsta húsi er nefni-
lega allt fínt og fágab til að sjá, en
það geymir líka sögur sem margar
hverjar þola illa dagsbirtu.
í þessari fyrstu sagnabók sinni
vinnur Stefán Sigurkarlsson af
kankvísi úr íslensku heföinni sem
felst í því að segja sögur af undar-
legu fólki og atburöum, en um
leið er hann að rekja mannlífs-,
menningar- og byggingarsögu
þorps sem er samgróið hverjum
Islendingi.
Bókin Hólmanespistlar er 138
bls., unnin í G.Ben.-Edda prent-
stofu hf. Kápuna geröi Sigurborg
Stefánsdóttir og bókin kostar
2.980 kr. ■