Tíminn - 07.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.11.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 7. nóvember 1995 WftW STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Útgáfufélag; Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson -Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: Isafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Blóði drifin leið til friðar 1 upphafi aldarinnar setti austurrískur Gyðingur, Theodor Herzl, fram hugmyndina um að gyðingar stofnuðu ríki þar sem þá hét Palestína. Þessi hug- mynd varð að veruleika rétt fyrir miðja öldina, þegar fólksflutningar og landnám gyðinga hófst fyrir alvöru eftir þúsund ára búsetu þessarar þjóð- ar víðs vegar um heiminn. Landnámið leiddi þeg- ar í stað til grimmilegra átaka milli Araba og Gyð- inga og þau átök hafa sett svip sinn á alþjóðamál eftirstríðsáranna meira en nokkuð annað. Sá ófrið- ur hefur verið stöðugur og einkennst af styrjöld- um og hryðjuverkum. Stjórnmálamenn Ísraelsríkis eru aldir upp við þennan bakgrunn, og þeir stjórnmálamenn sem stýra málum í Arabaheiminum hafa sömuleiðis ekki þekkt annað ástand í samskiptum við ísraels- menn. Hatrið er ómælt og það hefur reynst góður jarðvegur fyrir öfgasamtök á báða bóga. Nokkur tímamót í seinni tíð marka spor til frið- ar. Það gerði Camp David samkomulagið á sínum tíma, þegar Anwar Sadat Egiftalandsforseti og Menachem Begin, þáverandi forsætisráðherra ísra- els, skrifuðu undir samkomulag um frið milli þjóð- anna. Þetta samkomulag kostaði Sadat lífið. Nú hefur sagan endurtekið sig. í kjölfar samn- inga og friðarumleitana milli PLO og ísraelsmanna hefur forsætisráðherra ísraels látið lífið fyrir hendi öfgamanns eigin þjóðar, líkt og gerðist í Egiftal- andi á sínum tíma. Þegar ástand mála er með þeim hætti sem er í Miðausturlöndum þarf kjark til að ganga götuna til friðar, ekki síður en til þess að efna til átaka. Þann kjark sýndu þeir Rabin og Arafat, sem Rabin hefur nú orðið að gjalda fyrir með lífi sínu. Báðir eiga þeir bakgrunn í þeim blóðugu átökum sem verið hafa á þessum slóðum áratugum saman. Svo þversagnakennt sem það er, þá er það ef til vill sá bakgrunnur sem veitti þeim styrk til þess aö ganga til samninga. Það kemur nú væntanlega í hlut Shimonar Per- es, utanríkisráðherra ísraels, að taka upp merkið, en Peres hefur verið mjög virkur þátttakandi ís þeirri atburðarás sem verið hefur undanfarið í Miðausturlöndum, og stutt friðarumleitanir þar. Vonandi verður framhald á þeirri þróun sem verið hefur undanfarið, því ekki er líklegt að slík verk sem morð á forustumönnum í stjórnmálum verði öfgaöflum til framdráttar. Israelsmenn eru vanir átökum, og morð og hryðjuverk hafa því miður verið hluti af tilveru þeirra. Oft hefur gilt reglan auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Nú kemur hins vegar ofbeldis- maðurinn úr þeirra eigin röðum. J>líkt ætti fremur að veikja stöðu öfgamanna en styrkja hana. Leiðin til friðar er blóði drifin. Það hlýtur eigi að síður að vera von allra að einhverntímann verði sverðin slíðruð á þessu átakasvæði og þjóðirnar geti lifað saman í sátt og samlyndi. Því miður er langt í land, en það er enn von. Þingheimur Gubrúnar Gubrún Helgadóttir segist „minnk- ast sín" fyrir Alþingi eftir að þing- menn samþykktu ab afturkalla ákvar&anir sínar um skattfríar kostnaöargreiðslur. Gu&rún, sem hefur verið inni á þingi sem vara- þingmaður að undanförnu, sat á þingi í ein 16 ár sem aðalmaður og þekkir því vel til sálarlífs og hug- myndaheims hins dæmigerða þing- manns. í því ljósi er athyglisverð yf- irlýsing hennar um að hún ein hafi farið eftir samvisku sinni í þessu skattfrelsis- og kostnaðargreiöslu- máli, og að hver einasti þingmaður hafi í hjarta sínu verið sammála henni, en ekki þoraö annað en skattleggja greiðslurnar á sjálfa sig. Með hliðsjón af því að Guðrún er innanbúðarmaður á Alþingi og væntanlega vel inni í því hvernig menn tala á kaffistofunni og í hlið- arsölum þegar kjósendur heyra ekki í þeim, er ekki annað hægt en staldra við þessa fullyröingu. Rétt hjá Guörúnu Vissulega voru þingmenn komnir í þrönga stöðu, en það er full ástæða til aö ætla að Guðrún hafi nokkub rétt fyrir sér í því, aö þab hafi verið einskær hræðsla sem réð því hvernig þingið brást við. Sá dráttur, hik, afsakanir og önnur við- brögð, sem þingmenn og forsætis- nefnd þingsins viðhöfðu á sínum tíma þegar útifundurinn var hald- inn á Ingólfstorgi, benda eindregið til þess ab langflestum þeirra hafi fundist lögin um þingfararkaupið og starfskostnaðinn hið besta mál og fagnaö. niðurstöðu Kjaradóms. Ekkert hefur heldur komið fram sem bendir til að þingmenn hafi skipt um skoðun síðan þá, þannig ab fullyrðing Guðrúnar stenst trú- lega vísindalega skoðun og prófun. GARRI Eftir stendur því ab Alþingi íslend- inga hefur í orösins fyllstu merk- ingu verið kúgað til hlýðni við al- múgann á götunni. Lafhræddir þingmenn selja sannfæringu sína um réttmæti skattlausra kostnaðar- greiðslna rétt eins og þeir væru að drekka vatn. Nema auðvitað Guð- rún Helgadóttir, sem skammast sín fyrir þessa stofnun sem hún hefur átt samleið með í 16 ár, en hún hins vegar hefur hreinan skjöld vegna þess að hún breytti eins og samvisk- an bauð henni. Meirihlutinn ræbur Sú heimspekilega niðurstaða, sem Guðrún Helgadóttir hefur dregib fram um þingheim og stjórnmálaástandið hjá þjóðinni, er að þegar mikib liggur við er Alþingi götunnar hið raunverulega Alþingi Islendinga. Segja má að slíkt beri vott um virkt lýöræði, sem í sjálfu sér er ekki hægt að lasta. Hitt er þó umhugsunarvert ab þó lýðræði göt- unnar nái fram að ganga, gerist þab þrátt fyrir skoðanir stjórnmála- mannanna. M.ö.o. er það meiri- hlutinn sem ræður, þrátt fyrir að það sé minnihlutinn sem tekur formlega séð ákvörðun í málinu. Þetta verður til þess að menn fara að spyrja sig spurninga um sjálfan grundvöll þjóbfélagsskipanarinnar og í þeim efnum er Garri í hinum mestu vandræöum aö gera upp við sig hvaða skoðun hann á að hafa. Hvort er betra að hafa staðfasta þingmenn, sem ganga þvert á aug- ljósan vilja almúgans á götunni, eða hafa ístöbulitla þingmenn sem sveiflast til eftir því sem vindurinn blæs og yrðu fljótir að breytast í nashyrninga ef þeir væru söguper- sónur í absúrdleikriti eftir Ionesco? Sennilega er til of mikils mælst að þjóðin eignist staðfasta stjórnmála- menn sem hafa sömu sannfæringu og siðferði og pöpullinn á götunni — en það sakar ekki aö vona! Garri Að byggja upp atvinnu og jafnvægi Oflug atvinnuuppbygging er efst á loforðalista allra sannra stjórnmálamanna. Sósíalistar éfla atvinnuuppbygginguna með opinberum afskiptum af atvinnurekstri, frjálshyggju- menn efla atvinnuuppbygging- una með lausnum frjálsa mark- aðarins og samvinnumenn vita að greiðasta leiðin til öflugrar atvinnuuppbyggingar er sam- vinnan. Sveitarstjórnarmenn vinna að því ár og síö og alla tíð að efla atvinnuuppbygginguna í sínum plássum og kunna til þess öll ráö, eins og allir þeir sem nenna að hlusta á þá ættu að vita. Aðil- ar vinnumarkaðarins eru líka alltaf að efla atvinnuuppbygg- inguna og passa upp á kjörin. Þeir; sem standa í eilífu streði við að viðhalda jafnvægi í byggð landsins, eru afar dugleg- ir að efla atvinnuuppbygging- una og leggjast þar allir kraftar sem landsmenn búa yfir á eitt að viðhalda jafnvægi og efla at- vinnuuppbygginguna. Fasteignasala léleg grein Búalið á að.sitja í sveitum, en er bannað að framleiða matvæli nema í takmörkuðu magni og hvergi nærri í þeim mæli að hægt sé ab hafa af því lágmarks- tekjur til að viðhalda búunum. Dagróbrar eru ab leggjast af og stórtogaraeigendum er veitt einkaleyfi til að nýta auðlindir sjávar fyrir þjóðina. Útgerðir kaupa kvótann hver af annarri og í sjávarplássunum felst at- vinnuaukningin í því ab reisa félagslegar íbúðir, sem enginn FlóttiúrEyíum: Níutíu mannsfrá áramótum - 60 íbviöir tómar I « I ur Eyjam°nin n nsson, for 1 áramotum. J°n •' viö dV aö | \ maður félagsms, sagoi _vi -^nn J vinnulífið. Hér verður ritstolið úr lítilli eindálka frétt, sem birtist í DV s.l. föstudag. Viðmælandi blabs- ins er Jón Kjartansson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja: „Það standa hátt í 60 íbúðir Á víbavangi tómar í bænum. Atvinna við fiskvinnsluna hefur snarminnk- að. Kvótaeigendur ráðstafa afl- anum eitthvaö annaö til vinnslu, annaðhvort úti á sjó eða senda hann óunninn úr landi. Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi síðustu fjögur ár. Það eina sem unnið er við er síld. Ef hún væri ekki, þá væri ástandið mjög alvarlegt (sic)," sagbi Jón, en á atvinnuleysisskrá eru í dag 70 manns." Fyrirsögn fréttarinnar er, að 90 manns hafi flutt frá Eyjum frá áramótum. Orsök og afleiöing? Vestmannaeyjar, sem lengi þeir hafa ekki hugmynd um hvernig. Vestmannaeyjar eru hættar aö vera verstöð. Þær eru heima- höfn nokkurra kvótaeigenda, hentug til ab umskipa afla sem unninn er erlendis. Þegar kemur fram á vetrarvertíð, skiptir tak- markaður afli dagróðrarbáta litlu máli. Svo naumt er skammtað. Sveitir án búfjárræktar og sjávarpláss án fiskvinnslu eru ekki björguleg framtíðarsýn. Samt hamast öll öflugustu sam- tök landsmanna vib aö efla at- vinnuuppbygginguna og viö- halda jafnvægi í byggð landsins meb bjartsýnina eina að leiðar- ljósi, sem raunar má geta sér til um ab sé glórulítil. En svoleiðis segir maður ekki upphátt eða setur niður á blaö. Og huggun er ab því að gleöifréttir berast ótt og títt. Nú síðast að öflug- ustu kvótasafnarar íslandssög- unar séu að kaupa enn eitt þýskt útgerðarfyrirtæki og afla sér veiðikvóta innan Evrópusam- bandsins og á þess vegum í Bar- entshafi. Fín atvinnuuppbygg- ing það, en fyrir hverja? Af einhverjum ástæbum vek- ur það litla athygli að 60 íbúðir standa tómar í Eyjum vegna fækkunar íbúanna. Eigendur fiskislóðarinnar í auðlindalög- sögunni kæra sig kollótta og þeir, sem ávallt eru ab efla at- vinnuuppbygginguna og passa upp á jafnvægið í byggbamál- unum og eiga ráð undir rifi hverju fyrir kosningar og í stjórnarandstöðu, þegja allir þunnu hljóði. Hinir ályktunarbæru . eru hefur efni á að búa í, og talsverð voru stærsta verstöð landsins, þaö sem skilur á milli manna og búbót er að fá vinnu við sam- eru í kjördæm i sjávarútvegsráb- annarra spendýra sé, að maöur- göngukerfin til að hægara verði herra. F.nginn dregur í' efa ab inri hafi hæfileika til að greina á að sækja verslun, þjónustu og hann sé fullu áhuga á að efla rnilli orsakar og afleiðingar, en samkvæmislíí á þéttbýlisstað- atvinnuuppby gginguna þar sem hinar skepnurnar, ekki. ina. Fasteignasala er með léleg- annars staðar. Aðrir þingmenn Það hlýtur ab vera eitthvað ustu atvinnugreinum, þar sem kjördæmisins og bæjarfulltrúar annað sem gerir gæfumuninn. -i öll áhersla er lögð á ab efla aí- -eru sammála jm eflinguna. En OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.