Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 1
* */ 'mZVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabflar 5 88 55 22 79. árgangur Ný mynt og nýir seðlar í gær kom í umferð ný 100 króna mynt, svo og 2000 króna seðill. í frétt frá Seðla- bankanum segir að með þess- ari útgáfu sé stefnt að lipurra greiðslukerfi, aukinni hag- kvæmni og lægri kostnaði. Kostnaður við seðlaútgáfu er því sem næst þrisvar sinnum meiri en við myntsláttu, en hver seðill endist að meðaltali í eitt ár. Útlit 2000 króna seðilsins er tileinkað myndlist. Andlits- mynd af Jóhannesi S. Kjarval er á seðlinum og aðrar myndir tengjast verkum hans, að öðru leyti en því að á seðlinum er vatnsstimpill með mynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Á kynningarfundi í Seðla- bankanum í gær kom fram að útgáfa 500 króna myntar eða 1000 króna myntar væri ekki á dagskrá aö svo stöddu, enda væri reynslan hér á landi sú sama og í grannlöndunum, þ.e. aö almenningur væri tregur til að taka í notkun nýja mynt. Kristín Þorkelsdóttir og Steph- en A. Fairbairn teiknuðu seðil- inn og Þröstur Magnússon myntina, en öll em þau grafísk- ir hönnuöir. ■ Félagsmálaráöherra um byggbina á ísafirbi: Ekki hægt að kaupa öll hús á áhættusvæbi Páll Pétusson félagsmálaráb- herra sagði í samtali við Tímann í gær að fyrsta verk- efniö á Isafirði væri að efla snjóflóðavarnir en menn þyrftu að athuga nánar sinn gang hvab varöaði vibbrögð vib nýja hættumatinu á ísa- firbi sem sýnir að stór hluti bæjarins er á svokölluðu „raubu svæði". Ráðherra sagðist binda miklar vonir vib reiknilíkan sem verið væri ab þróa í Háskólanum og vel þyrfti að huga að helstu tækninýjungum erlendis í þess- um efnum, þ.á m. geislum sem notaðir væm til að rannsaka snjóþykkt og annab. Ennfremur sagði ráðherra ab skoba þyrfti snjóflóöavarnir meir í sögulegu samhengi en gert hefði verið. Aðspurður um kostnað við aðgerðir sagði ráðherra: „Það eru ekki til peningar til að kaupa upp allar eignir á svokölluðum áhættusvæðum landsins. Það er ekki heldur áhættulaust að búa hér í Reykjavík. Við getum hér átt von á stórum jarðskjálfta og umferöin tekur sinn toll svo dæmi sé tekib." -BÞ Sjá einnig bls. 10 STOFNAÐUR 1917 Fimmtudagur 9. nóvember 1995 211. tölublað 1995 Seölabankastjórarnir Birgir ísleifur Gunnarsson og Steingrímur Hermannsson kynna nýjungar íMyntsafni Seblabanka íslands og Þjóbminjasafns vib Ein- holt ígœr. í húsakynnum safnsins er nú haldin sýning á margvíslegri mynt og seblum. Tímamynd cs Raforkuvinnsla á Nesjavöllum undirbúin: Hægt að virkja meö stuttum fyrirvara Undirbúningur að hugsanlegri raforkuvinnslu á Nesjavöllum er langt kominn. Stefnt er ab því að ijúka öllum undirbúningi þannig ab unnt verbi ab hefja vinnslu meb skömmum fyrirvara, komi frekari stóribja til hér á landi. Vibræbur standa nú yfir á milli Veitustofnana Reykjavíkur og Landsvirkjunar. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur- borgar, segir að Landsvirkjun hafi óskað eftir því ab undirbúningur verði hafinn að raforkuvinnslu á Nesjavöllum. Undirbúningurinn Borgarstjóri ætlar að óska eftir vibræbum vib sameigendur borgarinnar í Landsvirkjun um arbgreiðslur Landsvirkj- unar. í svari borgarstjóra vib fyrir- spurn sjálfstæðismanna á borgar- ráðsfundi í fyrradag kom fram, að borgarstjóri telur óviðunandi fyrir Reykvíkinga að eiga 45% eignaraðild að Landsvirkjun án þess ab sú eign skili þeim nokkr- um arði sem orð sé á gerandi. hafi hafist í byrjun þessa árs. Ekki verði þó farið út í virkjunarfram- kvæmdir nema ný stóriðja komi til hér á landi og unnt verði að selja orkuna. „Eftir að samningar tókust um stækkun álversins í Straumsvík er engin umframorka lengur til hjá Lándsvirkjun. Ef fleira kemur til, t.d. Colombia fyrirtækið sem var hér fyrir nokkrum dögum og lýsti yfir vilja til ab reisa nýtt álver í Hvalfirði, þá þarf að virkja frekar. Þetta getur allt eins gerst nú fyrir áramót," segir Alfreb. Hann segir að við slíkar aðstæður Borgarstjóri telur tvennt koma til álita. Annars vegar að borgin marki sér þá stefnu að selja hlut sinn í fyr- irtækinu. í því s a m b a n d i bendir borgarstjóri þó á, að nú- gildandi lög um Landsvirkjun setji borginni ákvebnar skorður sé virkjun á Nesjavöllum grundvail- aratriði. Þess vegna sé undirbúning- ur fyrir hugsanlega virkjun í fullum gangi, þannig að menn verði til- búnir ef á þarf að halda. „Ef ásættanlegt verð fæst fyrir raf- orkuna og þess jafnframt gætt að ekki sé gengib óhóflega á orkuforð- ann á Nesjavöllum verður hægt með tiltölulega stuttum fyrirvara ab fara út í þessa framkvæmd." Talið er að hægt sé ab virkja 2svar sinnum 30 megavött á Nesjavöll- um. Slík virkjun yrði f járfesting upp á 3,5 milljarða. -GBK í því efni. Hins vegar að borgin geri þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili eigendum sínum eölilegum aröi. í svarinu kemur fram að borgarstjóri muni óska eftir viðræðum um þessi mál við sameigendur borg- arinnar að Landsvirkjun. í bókun borgarstjóra kemur fram að arögreiðslur Landsvirkj- unar til borgarinnar voru á bil- inu 32 til 37 milljónir króna á árunum 1988 til 1992. -GBK Vísbending um jarbhita vib Stykkishólm: Hrópum ekki húrra fyrr en rannsókn liggur fyrir í Stykkishólmi halda menn áfram ab leita ab jarðhita. Við boranir, sem nú standa yfir, hefur fundist vísbending um jarðhita á 40 til 60 metra dýpi. Áður var boraö fyrir 15 árum, en þá fannst aðeins kalt vatn. „Auðvitab kveikir þetta einhverja von, en ég held það sé of snemmt að segja hvað þetta þýðir. Maður vonar sannarlega það besta með niðurstöður rannsókna á holunni," sagöi Ólafur Hilmar Sverrisson, bæj- arstjóri í Stykkishólmi, í gær. Ólafur Hilmar sagði að húshitun- arkostnabur í bænum væri óheyri- legur miðað við þá sem búa við hitaveitur, líklega á bilinu 10-15 þúsund krónur á mánuði á meða- leinbýlishús. Það var Ræktunarsamband Flóa og Skeiba senv vinnur ab gerð til- raunahola skammt fyrir ofan bæ- inn, milli Hofsstaba og Arnarstaða. Um framkvæmdina hafa annast RARIK og Stykkishólmsbær. Björn Sverrisson, tæknifulltrúi RARIK í Stykkishólmi, sagði í gær að menn væru frekar bjartsýnir. Björn sagöi að veriö væri að bora tvær aukahol- ur í grennd vib fyrstu holuna sem gaf vísbendinguna. Veröi rannsókn- ir jákvæðar, munu menn án efa hugleiöa frekari boranir á svæðinu. „En við hrópum ekkert húrra fyrr en við höfum eitthvað í hendi. Þetta er auðvitað jákvætt og lofandi hitastigull í holunni," sagbi Björn. -JBP Borgarstjóri: Mun ræða við aðra eigendur Ingibjörg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.