Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 10
10
* w p>
Fimmtudagur 9. nóvember 1995
P Framsóknarflokkurinn
Abalfundur Mibstjórnar
Framsóknarflokksins
ver&ur haldinn a& Borgartúni 6, Reykjavik, dagana 24. og 25. nóvember n.k. og
hefst kl. 20.00 föstudaginn 24. nóvember.
Dagskrá auglýst si&ar. Framsóknarflokkurinn
Sveitarstjórnaráb Framsókn-
arflokksins
Fyrsti fundur sveitarstjórnará&s Framsóknarflokksins verbur haldinn í Átthagasal,
Hótel Sögu, föstudaginn 24. nóvember n.k. og hefst kl. 13.00.
Rétt til setu á fundinum hafa þeir sem falla undir 5. grein laga um sveitarstjórna-
rá&:
5. grein.
Innan Framsóknarflokksins skal starfa sveitarstjórnaráb. Skal þa& skipab öllum þeim
sveitarstjórnarmönnum, sem kjörnir eru af listum flokksins, svo og þeim sem kjörn-
ir eru af sameiginlegum listum eða óhlutbundinni kosningu, auk sveitar- og bæjar-
stjóra, enda séu vi&komandi skráðir félagar í Framsóknarflokknum eba yfirlýstir
stubningsmenn hans.
Framsóknarflokkurinn
Greinir skal
hann heita
Á sýningunni Umhverfi og
endurvinnsla í Gufunesi helg-
ina 16. og 17. september efndi
Gámaþjónustan hf. til nafna-
samkeppni fyrir persónugerv-
ing þeirrar stefnu fyrirtækis-
ins aö glæba áhuga fyrir sem
mestri endurvinnslu og vinna
þar með verðmæti úr sorpi til
hagsbóta fyrir allra.
Sú tilraun sem nú stendur yfir
í Reykjavík og nágrannasveitar-
félögum við söfnun dagblaða-
og tímaritapappírs og Gáma-
þjónustan hf. er þátttakandi í er
áfangi á leið til stóraukinnar að-
greiningar og endurvinnslu.
Gámaþjónustan hf. býður til
leigu lm3, 2m3, 5m3 og 8m3
gáma fyrir sorp til aðgreiningar
og endurvinnslu og greiðir viö-
Frá afhendingu verölaunanna.
skiptamönnum sínum skilaverð
fyrir flokkaðan pappír, pappa og
gæðapappír. Jafnframt annast
Gámaþjónustan hf. losun og
viðhald gámanna. ■
U.þ.b. 800 tillögur bárust í
nafnasamkeppninni. Besta
nafnið að mati stjórnar fyrir-
tækisins er Greinir. Sú sem
sendi inn þá tillögu og hlaut
verðlaun fyrir besta nafnið var
Soffía K. Magnúsdóttir, Blöndu-
hlíð 3, Reykjavík. Verðlaunin
vorur vöruúttekt hjá Skátabúð-
inni Snorrabraut fyrir 20.000 kr.
Kjördæmisþing framsóknar-
felaganna á Vesturlandi
verður haldib á Akranesi laugardaginn 11. nóvember og hefst kl. 10.00.
Nánar auglýst síbar. Stjórn KSFV
Finnur
Halldor
Hjalmar
Kjördæmisþing framsóknar-
manna í Reykjanesi
verbur haldib f Félagsheimili Seltjarnarness 11. nóvember n.k.
Dagskrá:
Kl. 9.00 Þingsetning.
Kl. 9.05 Kosning fundarstjóra og ritara.
Kl. 9.10 Fluttar skýrslur stjórnar.
Kl. 9.20 Lagabreytingar.
Kl. 9.30 Umræ&ur og afgrei&sla.
Kl. 9.45 Ávörp gesta:
SUF.
LFK.
Flokksskrifstofan.
Kl. 10.00 Kaffihlé.
Kl. 10.15 Kosin kjörbréfanefnd.
Kl. 10.20 Ávarp formanns, Halldórs Ásgrímssonar.
Kl. 11.00 Almennar umræ&ur.
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 12.40 Kjörbréfanefnd skilar áliti.
Kl. 13.00 Kosnir a&almenn í mi&stjórn.
Kl. 13.15 Stjórnmálavi&horfi&:
Finnur Ingólfsson, i&na&ar- og vi&skiptará&herra,
Siv Fribleifsdóttir þingma&ur,
Hjálmar Árnason þingma&ur.
Almennar umræ&ur.
Kl. 14.15 Stjórnmálaályktun: Lög& fram drög.
Kl. 14.30 Kjördæmismál lög& fram af formönnum félaga í KFR.
Kl. 15.00 Hugmyndir um innra starf flokksins kynnt.
Kl. 15.30 Kaffihlé.
Kl. 16.00 Hópstarf.
Kl. 16.30 Ni&urstö&ur hópstarfs kynntar og bornar upp til samþykktar.
Kl. 16.45 Stjórnmálaályktun afgreidd.
Kl. 17.00 Kosning varamanna í mi&stjórn.
Kl. 17.10 Stjórnarkosning:
Formanns.
A&almanna og varamanna í stjórn KFR.
Stjórnmálanefndar.
Tveggja endursko&enda reikninga.
Kl. 17.30 Þingslit.
Ástkær eiginma&ur minn og bró&ir, fa&ir okkar, tengdafaöir og afi
sr. Rögnvaldur Finnbogason
verður jar&sunginn í Borgarneskirkju föstudaginn 10. nóvember kl. 13.30.
Jar&sett ver&ur áö Sta&arstaö.
Kristín R. Thorlacius
Sesselja Finnbogadóttir
Hildur Rögnvaldsdóttir
Þrándur Rögnvaldsson
Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir
Ragnhildur Rögnvaldsdóttir
Sigur&ur Th. Rögnvaldsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Örnólfur Rögnvaldsson
Ólafur Rögnvaldsson
og barnabörn
Jón Finnbogason
Páll Benediktsson
Sigríbur Þórarinsdóttir
Sven Aschberg
Árni Þór Vésteinsson
Markús Gunnarsson
Nanna Lind Svavarsdóttir
Sæbjörg Kristmannsdóttir
Magnea Þóra Einarsdóttir
Nýbyggingasvœöi Isafjaröar fœr nýja skilgreiningu vegna snjóflóöahœttu:
Fjölmörg ný hús eru
talin á raubu svæbi
Sex einbýlishús og tvö fjölbýl-
ishús í hinu nýja Seljalands-
hverfi á ísafirði, nýjasta bygg-
ingasvæðinu, hafa verið úr-
skurðuð á rauðu svæöi gagn-
vart snjóflóðahættu. Þetta
byggingahverfi er fyrir innan
Brúarnesti rétt hjá þar sem
vegurinn upp á skíðasvæðið
liggur og fyrir neðan þann
veg. Skíðasvæöi ísfirðinga er
líka á hættusvæði samkvæmt
matinu, og í Hnífsdal eru öll
hús ofanvert vib félagsheimil-
ib á rauðu svæði, auk þess sem
einhver húsanna viö Árvelli
og Strandgötu eru komin á
gult svæði.
Svæbi fýrir 30 ein-
býlishús óbygging-
arhæft
Byggingaframkvæmdir í Selja-
landshverfi eiga sér 12 ára sögu
að sögn Stefáns Brynjólfssonar,
byggingarfulltrúa ísafjarðar-
kaupstaðar. Viðhorf íbúa til bú-
setu á þessum stað voru könnuð
og reyndust hagstæð. Þegar lóö-
ir voru auglýstar í Seljalands-
hverfi 1987 sóttu fjölmargir
um. Gengið var frá gatnagerð
tveggja gatna, Múlalands og
Seljalands. Síðar kom í ljós að
áhugi á húsbyggingum á svæð-
inu reyndist ekki sá sem menn
höfðu vænst en þarna var ráð-
gert að yrðu um 30 einbýlishús.
Hverfið var byggt upp með fullu
samþykki skipulagsyfirvalda,
enda svæðið flokkað „öruggt"
gagnvart snjóflóðum.
Annað hefur nú komib á dag-
inn eftir að Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen hefur skilað
endurskoðuðu mati á snjóflóða-
hættu í Tungudal, Seljalandsdal
og Hnífsdal.
Stefán Brynjólfsson sagði að
vissulega væri það áfall að fá
þessi tíðindi. En hverfið hefði
verið byggt upp í góðri trú sam-
kvæmt því mati sem í gildi var.
Flóttafólk snjóflóða-
hættunnar
„Þessi tilfinning er hreint ekki
góð, maður er flóttamaður en er
svo heppinn ab geta leitað til
vina og kunningja þegar heim-
ilið er okkur lokað samkvæmt
lagaboði," sagði Gunnhildur
Gestsdóttir, blómakaupmaður á
ísafirði. Hún býr á rauðu svæði í
Hnífsdal.
Gunnhildur segir ab ástandið
sé löngu oröið óþolandi. Það sé
vilji fólks á rauða svæðinu í
Hnífsdal að hús þess verði keypt
upp. Ekki bæti úr skák núna
þegar nokkur hús bætast á gula
svæðib, ótryggt svæði. Stjórn-
málamenn tali þannig að látið
verði til skarar skríða og hús
keypt, en ekki bóli enn á fram-
kvæmdunum.
„Við verðum að finna nýtt og
gott byggingasvæði fyrir okkur
hérna fyrir vestan. Við erum
ótrúlega bjartsýn þrátt fyrir alla
svartsýnina. Við reynum að lifa
hvern dag. En það er ljóst að
leysa verður þessi vandamál
fólksins," sagði Gunnhildur.
Eignir ofarlega í
bænum ekki auð-
seldar
Fasteignaverð á ísafirði hefur
verið hátt undanfarin ár, slagaði
hátt í verð á höfuðborgarsvæð-
inu. En þar hefur orðið breyting
á að sögn Arnars Geirs Hinriks-
sonar lögmanns og fasteigna-
sala á ísafirði.
„Þess er farib að gæta í eftir-
spurn hvar hús eru staðsett í
bænum. Jafnvel götur ofarlega í
bænum sem ekki eru taldar í
snjóflóðahættu en eru snjó-
þungar, eru ekki eins vinsælar
og aðrar," sagði Arnar Geir. „En
almennt séb er verð þó ekki far-
ið að lækka."
Matið kemur ekki á
óvart
„Þetta nýja hættumat á Selja-
landshverfi byggist á stóra flóð-
inu sem féll á Tunguskóg í fyrra
og endurskoðun út frá því. Þá
eru settar inn í módelið for-
sendur sem þarf til að mynda
það flóð. Þær eru heimfærðar
upp á svæðið eftir því sem veb-
urforsendur gætu hugsanlega
gefið tilefni til. Með þessu fer
línan þetta neðar. Hún var ofar
áður í gamla hættumatinu,"
sagði Guðjón Petersen í samtali
við Tímann í gær. Guöjón sagði
aö niðurstaða verkfræðinganna
kæmi sér ekki á óvart. -JBP
s
'AMHUGUR
ÍVERKI
LANDSSÖFNUN
VEG NA
NÁTTÚRUHAMFARA
Á F LATEYRI
Leggðu jiitt af ntörkuin
inn á bankareikning nr.
1183'26-800
í Sparisjóði Önundarljarðar
á Flateyri.
Hægt er að leggja inn á reikninginn í öllinii
biinkum, sparisjóðum og pósthúsum á landimi.
Allir Ijölmiðlar landsins,
Póstur og sími,
lljálparsnilniin kirkjunnar
og Kauði kross íslands.