Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. nóvember 1995 Toyota Corolla hefur um langt árabil verið mest seldi bíll á landinu og er algeng- asti fjölskyldubíllinn hér. Hann er nú eingöngu fluttur inn meö 1332 rúmsm vélinni, þar sem 1,6 1 vélin færir bílinn upp um vöru- gjaldsflokk og gerir hann umtals- vert dýrari. Um þrjár megingerðir er að ræða: hlaðbak, stallbak og langbak. Innan þeirra má velja um ýmsan búnað. Hlaðbakurinn fæst þriggja eða fimm dyra og með mismiklum íburði. Milli tveggja meginútfærslna þriggja dyra bílsins er að velja og kostar sú ódýrari 1134 þúsund krónur, en sú dýrari 1244 þúsund krónur. Munurinn felst aðallega í samlæs- ingu, rafdrifnum rúðum og snún- ingshraöamæli. Báðar gerðir hafa vökva- og veltistýri. Lítum nú á þennan vinsæla bíl með dálítið gagnrýnum augum og í mjög stuttu máli og styðjumst við ná- kvæma úttekt, sem þýska bíleig- endafélagiö ADAC gerði á hon- um: Yfirbygging Þrennra dyra hlaðbakur. Corolla fæst einnig sem stallbak- ur og langbakur. Plús: Allur frágangur mjög góð- ur að utan og innan. Stuðararnir eru yfirborðsmiklir og verja bíl- inn vel. Samlæsing (virkar aðeins frá ökumannsdyralásnum). Mínus: Hliðarárekstursvöm heldur rýr. Stefnuljósin að fram- an felld í hornin á stubaranum og er því hætt við að brotna. Ekkert handfang á hurðinni fyrir farang- ursrýminu. Engin festing fyrir að- vörunarþríhyrninginn í skottinu. Vont að nálgast varadekkið, ef farangur er í skottinu. Hægt að slysast til að læsa lyklana inni í bílnum. Farangursrými: Stórt miöaö viö bílinn Plús: Gott farangursými (315 1) og aubvelt að hlaða og tæma það. Hægt ab fella aftursætisbakið fram i tvennu lagi (1/3-2/3). Með því fæst verulega aukiö farangurs- rými með sléttu gólfi. Mínus: Öryggisbeltin afturí þvælast fyrir, þegar setunni í aft- ursætinu er velt fram og bakið Mazda sjaldn- ast strand Þegar tímareim slitnar á fullri ferð, þá skemmist vélin venjulegast mjög illa og bíllinn verður strand þar sem hann er kominn. Slitin tímareim er ein algengasta ástæða þess að bílar verða stopp á þýsku hraðbrautun- um, að því er kemur fram í tölum vegaþjónustu ADAC, félags bif- reiðaeigenda í Þýskalandi. Þetta kemur fram í Ökuþór, blaði FÍB sem nýkomið er út. Eölilegt er að skipt sé um tímareimina á 60-100 þúsund km fresti, en margir trassa þetta, sumir hugsanlega í spamaðarskyni. En það er harla vafasamur sparnaður, því aö viðgerðir á afleiðingum slit- inna tímareima eru mjög dýrar. En hvaða bílategundir verða oftast stopp í Þýskalandi af þessum sökym og hverjar sjaldnast? Tölurnar í töfl- unni eru miðaðar við einn af hverj- um lOOObílum. Smábílar Sjaldnast: Mazda 121 10,7 Oftast: Citroen AX 42,1 Minni millifl. Sjaldnast: Mazda 323 11,9 Oftast: Lada Samara 83,7 Stærri milliflokkur Sjaldnast: Mazda 626 15,6 Oftast: Citroen BX 88,1 Stórir bílar Sjaldnast: Mercedes-Benz E 23,7 Oftast: Opel Omega 48,1 Traustur hversdagsbíll: Toyota Corolla 1,4 XLi árg. 1995 fellt fram á við til ab fá slétt gólf og vörurými fram að framsætum. Fjarlægja þarf höfuðpúöana, þeg- ar þetta er gert. Farþegarými: Fimm manna bíll Plús: Fyrirtaks pláss í framsæt- um. Auðvelt að stíga inn og út. Fótarými og höfuðrými ágætt fyr- ir stærstu menn (um 1,90 m á hæb). Sætin stillanleg að flestra vaxtarlagi. Allt framsætið rennur fram á við, þegar aftursætisfar- þegar stíga inn. Allur frágangur á innréttingum góbur. Mínus: Geymsluhólf í mæla- borði (hanskahólfið) þröngt og ekki mjög aðgengilegt og vantar í þab ljós. Langt að teygja sig í ör- yggisbeltin fyrir framsætin til aö spenna þau á sig. (Aðeins í þriggja dyra útgáfunni). Þröngt að stíga í aftursætið og úr því. Framsætin falla í fasta stillingu, en ekki í þá sem farþegi eða bílstjóri var bú- inn aö finna sér. Fótarými afturí mætti vera meira. Öryggisbeltin afturí ekki þægileg í meðförum og notkun. Aöstaöa ökumanns Plús: Bíllinn er auðveldur í meðförum. Ökumaður hefur góða yfirsýn yfir mælaborðið og stjórntækin. Mælar eru aublæsi- legir og takkar og rofar eru þægi- lega staðsettir, bæði fyrir augu og hendur, og auk þess upplýstir. Bábir útispeglar eru rafstýrðir og útsýni gott úr þeim. Hæðarstill- ing er á stýrishjóli. Vökvastýri. Ljós og tölvurödd lætur vita ef maöur ætlar út úr bílnum án þess ab slökkva á ljósunum og eins ef dyr eru hviklæstar. Mínus: Útsýn úr baksýnisspegli er léleg og villandi (smækkuð mynd). Útsýni afturávið úr öku- mannssæti er í það heila tekið lé- Iegt. Ljósmagn aballjósa er of lít- ið. Öryggi Plús: Mælaborb og gluggapóst- ar eru þykkbólstraðir og engar brúnir eba horn. í Þýskalandi er staðalútgáfa BILAR STEFÁN ÁSGRÍMSSON þessa bíls með loftpúða fyrir öku- mann og farþega frammí og sjálf- virka strekkjara fyrir öryggisbelt- in. Slíkur öryggisbúnaður er skatt- lagöur hér á landi og þannig bú- inn yrði Corollan verulega dýrari (sem og aðrir bílar). Mínus: Rafgeymirinn er alveg fremst í vélarrúpiinu sem eykur hættu af honum við árekstur. Ör- yggisbeltin frammí sitja of nærri hálsi farþega og ökumanns. Belt- in afturí, sem eiga að grípa um mjabmir farþega, sitja of hátt. Hnakkapúðar í aftursæti duga ekki fyrir fólk sem er hærra en 1,75 m. Vél og drifbúnaöur Plús: Vélin hefur allgott þanþol í snúningshraða, fremur jafnt togafl, svarar vel og er þýðgeng. Fimm gíra gírkassinn og hlutföll- in í honum eru vel sniðin að eig- inleikum vélarinnar. Umhverfisáhrif Eldsneytisnotkun í minna lagi miöað við stærð og þyngd bílsins. Mebaleybsla í borgarakstri 8,0 1/100 km. ' Plús: Sérlega sparneytinn í Norskar konur hafa skorið upp herör gegn frúarbílum þar í landi, en frúarbílar þar eru oftar en ekki gamlar og lé- legar smápútur. í þessum druslum aka konur börnum sínum til og frá skóla og sinna öbrum erindum heimilanna. í Noregi leggur ríkið mjög þungar álögur á nýja bíla og eru þeir því mjög dýrir og þeim mun vandaðri sem þeir eru, því hærri álögur eru lagöar á þá. Ungt barnafólk hefur sjaldnast of rúm fjárráð og neyðist til að kaupa sér minni, eldri og óör- þjóðvegaakstri. (6,01/100 km). Lítið af mengandi efnum í út- blæstri. Mínus: Hávaði, sem bíllinn gef- ur frá sér í akstri, er 75 db. Öryggi í akstri Plús: Rásfastur. Smávægileg vanstýring (undirstýring) í beygj- um. Stýrið mjög nákvæmt og gef- ur ökumanni tilfinningu fyrir ör- uggu sambandi framhjólanna viö veginn. Hemlarnir svara vel og auðvelt að stjóma hemluninni. Þægindi í akstri Plús: Fjöðrunin er stinn án þess ab vera hörð. Sætið fellur vel að líkamanum og ökumaður situr tryggt í því. Mínus: Dynur í undirvagni, einkum þegar ekiö er á ósléttum brautum. Talsvert vindgnauð þegar greitt er ekiö. Miöstöö - loftræsting Plús: Stjórntakkar og rofar mið- stöbvarinnar liggja vel við sjón- um og höndum. Öflugur fjögurra hraða blásari. Hægt að loka fyrir loftstreymi utanfrá. Mínus: Vantar betra ljós á stjórntakkana. Ónákvæm stilling á hita og loftblöndun. Loftristar í mælaboröi of litlar. uggari bíla en þeir sem eldri eru og hafa betur komið undir sig fótunum. Raunar er sams konar neyslustýringu beitt hér á landi, þótt ekki hafi enn að minnsta kosti veriö farið út í sömu öfgarnar, því að bílar í Noregi eru almennt um helmingi dýr- ari en þeir eru hér. Að vísu ber að taka fram að kaupmáttur launa í Noregi er verulega meiri en hér. Konurnar benda á að þær og börn þeirra séu í ástæðu- lausri hættu af þessum sökum og mótmæla þessari neyslustýr- ingu harblega. ■ Tæknilegar upplýsingar Vél og gírkassi: Fjögurra strokka vél, 1332 rúmsm. Bensín: Blýlaust 95 okt. Afl: 75 hö/5400 sn. Tog: 145 Nm/4800 sn. Framhjóladrif. 5 gíra gírkassi. Hámarkshraði: 170 km. Viðbragð 0-100 km: 12,8 sek. Lengd/breidd/hæð í mm: 4095/1685/1380. Farangursrými: 314 til 650 1. Þyngd: 975 kg. Hlassþyngd: 585 kg. Eldsneytisgeymir: 50 1. Veg- og vélarhljóð í bílnum á 50 km hraða 59 db í 4. gír. 100 km hraða 70 db í 5. gír 130 km hraða 75 db í 5. gír Aðrar vélargerðir framleiddar í Corolla: 4 strokka bensínvél Rúmtak: 1587 rúmsm Afl: 114 hö. Viðbragð: 0-100 10 sek Hámarkshraði: 195 Meðaleyðsla pr 100 km: 8,0 1. 4 strokka dísilvél Rúmtak: 1975 rúmsm Afl: 72 hö. Viöbragð: 0-100 14,1 sek Hámarkshraði: 165 km/klst. Meöaleyðsla pr 100 km: 7,0 1. í Þýskalandi er Toyota Corolla seld með eftirfarandi staðalbún- aði auk þess staðalbúnaðar sem hér fylgir í kaupunum: 1587 rúmsm vél, ABS (læsivöröum) hemlum, loftpúða fyrir öku- mann og framsætisfarþega og sjálfstrekkjandi öryggisbeltum. Hér á landi fæst einnig Corolla sem skutbíll með sítengdu aldrifi og 1,8 1 vél, en það líkar Skattmanni ekki og setur á hann hressiiegt vöru- gjald til ab gera færri mögulegt að kaupa hann. Skattmann er á móti stórum vélum og öryggis- búnaöi eins og loftpúbum og læsivöröum hemlum. Það er nú þab. * ■ Noregur: Konur og börn í óþarfa hættu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.