Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. nóvember 1995 livnlfm 5 Nýjar hugsanir í atvinnumálum Afyrra ári kom út í Dan- mörku bókin „Der er arbejde nok til alle — hvis vi vil!" (útg. Fraktal 1994) þar sem höfundurinn, Torben Lausten, lýsir 100 hugmyndum að verk- efnum handa atvinnulausum. Eftirfarandi samantekt er byggö á greinum í Aalborg Stiftstidende 30. júlí og Jyllands-Posten 24. á- gúst 1994: Fyrir fjórum árum fékk Torben Lausten hugljómun: Fyrst svo mörg viðfangsefni eru óleyst, hljótum við að geta skapað tugi þúsunda nýrra atvinnutækifæra. Síðan þá hafa hugmyndirnar kviknað í stríðum straumum. Og sá straumur heldur áfram, þótt Lausten hafi nú gefið út 100 hin- ar fyrstu í nýjustu bók sinni, „Der er arbejde nok til alle — hvis vi vil!" Torben Lausten var áður yfir- maður starfsmannaþróunarsviðs heyrnartækjafyrirtækisins Ot- icon. Síðustu fimm árin hefur hann unnið að því að finna störf handa fólki sem misst hefur at- vinnuna. í starfi sínu heyrir hann oftlega yfirlýsinguna „Það er enga vinnu að fá." „Tómt bull!" segir Torben Lausten. „Við þurfum ekki annað en að beita skynseminni og hugsa dálítið öðruvísi til að láta okkur detta í hug sæg af nýjum verkefn- um, sem hvorki eru í samkeppni við fyrirtækin né spilla fyrir þeirri efnahagslegu uppsveiflu sem nú á sér stað." Grænt er gott Lausten leggur á það áherslu að atvinnuleysi sé illt í sjálfu sér og Dönum ósæmandi, að hið tækni- vædda hagvaxtarþjóðfélag sé komið í blindgötu þar sem ókost- irnir (eitrun umhverfisins, félags- leg upplausn og milljón óham- ingjusamir atvinnuleysingjar á opinberu framfæri) geri meira en að vega upp sparnaðinn sem með tæknivæðingunni næst, og að mestu skipti að allir liafi eitthvað uppbyggilegt að sýsla. Þess vegna telur hann að tilboð í opinberar framkvæmdir skuli meta eftir því hvert þeirra skapar flestum vinnu fremur en hvert er lægst í krónum talið. En jafnframt er hugmynd hans sú, að þær lausnir, sem „ Tómtbull!" segir Torben Lausten. „ Við þurfurn ekki annað en að beita skynseminni og hugsa dálítið öðruvísi til að láta okkur detta í hug sœg af nýjum verkefhum, sem hvorki eru í sam- keppni við fyrirtœkin né spilla fyrir þeirri efna- hagslegu uppsveiflu sem nú á sér stað." hann bendir á, verði þjóðfélaginu öllu beinlínis til (fjárhagslegra) hagsbóta þegar fram í sækir: Þá tugi milljarða, sem nú fara í at- vinnuleysisbætur, ætti skv. hug- myndum Laustens að nýta til þess að skapa atvinnu, sem með tím- anum yrði „sjálfbær", nefnilega stæði undir sér sjálf. Meðal á- herslupunkta eru þessir — en bókin lýsir 100 slíkum, sem fyrr sagöi: - Gera landbúnaðinn sjálfbær- an og lífrænan. Slíkt kallar á fleiri hendur, vinnur gegn villimann- legri meðferð á dýrum, og auðgar þjóðfélagið á margan hátt. - Færa vöruflutninga frá bílum til strandferðaskipa. Vöruflutn- ingabílar eru að eyðileggja vega- kerfið á meginlandinu og eitra andrúmsloftið, en flutningar með skipum eru vistvænasta flutnings- formið, auk þess sem slíkt mundi skapa vinnu á skipasmíðastöðv- um, í höfnum o.s.frv. - Nýta lélegt land til orkufram- leiðslu (skógrækt til viðar- og, bensínframleiðslu); væri allt ó- ræktarland í Danmörku nýtt til þessa, gætu Danir framleitt helm- ing bensíns síns, segir Lausten. - Ráða „græna umboðsmenn" til að rækta og fegra umhverfið, hvern á sínum stað. Minnt er á „- grænu skæruliðana" í New York, sem eru ungmenni úr eymdar- hverfum borgarinnar sem komið hafa upp 1000 matjurtagörðum á þökum háhýsa borgarinnar. - Þjálfa „verndarengla gegn of- beldi". Þjóðfélagiö greiðir offjár í sjúkragjöld og tryggingar vegna þjófnaðar og ofbeldis. Við gætum þjálfað 10.000 verndarengla, sem færu um göturnar tveir eða þrír saman allan sólarhringinn, líkt og nú er gert í New York, segir Laust- en. - Koma á nýjum samskiptahátt- um við þjóðir þriðja heims til þess ab koma til móts við flótta „at- vinnutækifæra" til láglaunasvæð- anna. - Koma upp Tyrkjahverfi á Vest- urbrú: hvergi’er meira atvinnu- leysi en hjá dönskum Tyrkjum og með sama hætti og sumar borgir státa af Kínahverfi, sem eru eftir- sótt af ferðamönnum, ættu Tyrkir að koma upp eigin fyrirtækjum í Tyrkjahverfi, meb kaffistofum, krám, tyrkneskum böðum, mörk- uðum o.s.frv. - Regnskógarannsóknir. Torben Lausten trúir því, að í regnskóg- unum sé fjöldi óþekktra lækn- ingaplantna, sem gera ætti út her sjálfboðaliða til að leita uppi og rannsaka. Fé til þessa mætti taka af fjárveitingum til styrktar hvers kyns opinberum stofnunum til hjálpar þriðja heiminum. Heimavinna Meðal meginhugmynda Laustens er sú, að sem flestir ættu að vinna heima, sem tölvu- og netvæðing gerir ennþá auðveld- ara. Fyrirtækin mundu spara sér skrifstofur, matsali, klósett, bíla- stæði o.fl. og kostnaöur starfs- manna minnkaði sömuleiðis, þannig að miklu minni vinnu þyrfti til að ná sömu rauntekjum. „Um 40 þúsund krónur (4000 DKR) gætu sparast á mánuði við það að þurfa ekki að keyra í vinn- una. Hjón gætu skipulagt vinnu- tíma sinn þannig að þau sæju um börnin til skiptis, og þannig spar- að 60-70 þúsund krónur á mánuði í gæslustofnanir [lífið er sýnilega æði dýrt í Danaveldi]. Lífið yrði miklu betra ef menn slyppu við að þeytast fram og aftur milli barna- heimilis og vinnustaðar og sætta sig við streitufullt skyndifæði í kvöldmat," segir Torben Lausten. Hann segir ekki að menn ættu endilega að vinna heima alla æv- ina, en þab væri sannarlega lausn í nokkur ár, t.d. meðan börnin eru lítil. Og hann hefur ekki áhyggjur af einangmn: „Maður ætti ab geta mætt í vinnuna á ca. hálfs mán- aðar fresti, og ef margir em heimavinnandi, fer að auki að verba meira á seyði úti í hverfun- um," segir Lausten. Þjónustukort Enn ein hugmynd hans heitir þjónustukort (service-dankort). Samkvæmt henni fengi sérhver Dani 400.000 kr (40 þús. DKR) til að kaupa þjónustu fyrir. í lok hvers árs væru útgjöld vegna þjónustu gerð upp. „Við skattleggjum vinnuaflið með ósæmilegum hætti. Núna þarf maður að vinna sér inn 9500 kr. til að geta greitt iðnaðarmanni laun er dugi til að hann haldi 1000 kr eftir að hafa greitt skatt og virðisaukaskatt. Það er ekki að furða þótt svarti markaöurinn blómstri." Sem dæmi gæti handhafi þjón- ustukortsins ráðið menn til ab gera sumt það sem hann ekki get- ur eða vill gera sjálfur. Þannig gæti hann t.d. pantaö þrjá ein- kennisbúna hreingerningamenn einu sinni á ári til að taka allt í gegn meðan hann væri sjálfur í vinnunni. Sömuléiðis gætu fyrirtækin boðið ellilífeyrisþegum velferðar- þjónustu t.d. með því ab skipu- leggja kerfi er gerði þeim kleift að skiptast á íbúðum og kynnast þannig landinu. Mjög ódýrt er ab koma á fót alls konar heimilisþjónustu. Ekki þarf annað til en auglýsingu í blaði. Og á því sviði bíður fjöldi af störf- um sem sum borga sig nánast al- veg sjálf. Sem dæmi má nefna fyr- irtæki í Bandaríkjunum sem sér- hæfa sig í orkusparnaöarráðgjöf: kaupandinn greiðir ráðgjafanum mismuninn á gamla orkureikn- ingnum og þeim nýja uns launin eru fullgreidd. Hvab meb ísland? íslendingar eru sömuleiðis að átta sig á því, að í óefni stefnir: Vinnufúsum höndum fjölgar, en störfum fækkar. Fyrirtækin „hag- ræða", tölvur og stórvirkar vélar leysa huga manna og hönd af hólmi, og þeir sem „hagrætt var burt" lenda á framfæri þjóðfélags- ins. Meðal íslenskra hugmynda í stíl Torbens Lausten eru bændag- isting og smáfyrirtæki um allt land, hvers kyns ferðaþjónustu- hugmyndir er nýta sérkenni landsins, vistvænn landbúnabur sem er að byrja að ryðja sér til rúms, smábátaútgerð innan 6 mílna, eldsneytisframleiðsla úr innlendri orku og hráefnum, Ný- sköpunarsjóður námsmanna, at- vinnutryggingahugmynd Jóns Er- lendssonar o.m.fl. Heimurinn verður aldrei aftur eins og hann var, þar sem hin ein- falda lausn var að framleiða meira og meira, og eyða meiru og meiru. Til þess erum við orðin of mörg fyrir þennan heim. (Sig. St. tók saman) Móburmálib auglýst Mér þykir þab afar virbingarvert hjá Mjólkursamsölunni ab leggja svo mikla áherslu á málrækt sem raun ber vitni. Vissulega kann að viröast und- arlegt ab móðurmálskennsla þurfi að fara fram með auglýsingum í blöbum, en sennilega er það í samræmi vib annað í nútíma- þjóöfélagi. Reyndar kemst ég ekki hjá þeirri hugsun að slappleikinn sem svo víða gætir í þjóbfélaginu valdi því að forsvarsmenn þessa fyrir- tækis hafi ákveðið að standa að þessu ágæta málræktarátaki og hlaupa í skarðið þar sem skólar eða ljósvakamiðlar bregðast. Ég hef áður nefnt þab í pistlum mínum að mér fyndist fráleitt hvað lítiö eftirlit og abhald væri meb málnotkun í útvarpi og enn virðist mér metnaður í þeim efn- um fara minnkandi. Að undan- förnu hafa bátar til dæmis verið að reka að landi í fréttum ríkisút- varpsins, en með því að ráða í eybur kemst hlustandinn að þeirri niburstöbu að þeir séu að reka sjálfa sig að landi. Það er þess vegna ágætt for- dæmi sem þarna hefur skapast og nú ættu aðrir atvinnurekendur ab feta í fótsporin. Ótal dæmi eru nefnilega um að fyrirtæki fari rangt með móður- málið og þegar auglýsingar með rangri málnotkun hljóma í eyrum eða ber fyrir augu er ekkert skrýt- ið þótt æskan viti ekki hvernig á Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE að tala. Stundum er hægt að brosa ab ambögunum, en broslegt er það bara þegar sá sem les veit að rangt er með farið. Sumar ambögurnar eru sem betur fer saklausar og hugsanlega liður í þeim breyting- um sem lifandi mál hlýtur að taka, en aðrar eru verri. Sem dæmi um þab sem mér finnst broslegt og hættulítib, en er dæmi um litla hugsun eba mál- smekk, eru fagurlega rituð orð í búðarglugga við Laugaveg þar sem stendur: „... meiriháttar ítalskar..." Ég bíb bara eftir að sjá í öðrum glugga orðin: „... rosalega íslenskar...", sem hefur nákvæm- lega sömu merkingu, en engum myndi sennilega detta í hug að nota. Eitt er það sem mér finnst að bifreiðaumboðin ættu nú að sjá sóma sinn í að gera og leggja þar með lóð sitt á vogarskálar mál- ræktar. Það sem ég á við er hvernig orb- ib dyr er notab í nánast öllum bif- reiðaauglýsingum ef verið er ab tala um tvennar, þrennar eba fernar dyr. Ég er viss um að fatasalar myndu til dæmis ekki auglýsa að riienn gætu fengið þrjár buxur á veröi tveggja. Fatasalar myndu ab sjálfsögðu segja að þrennar buxur fengjust á verði tvennra. Bifreiðaumboðin auglýsa hins vegar látlaust tveggja dyra eða fjög- urra dyra bifreiðir og meira að segja ríkisfjölmiblarnir láta það óátalið. Þessi fyrirtæki sem leggja mikib upp úr auglýsingum og hafa stundum glatt neytendur með snjöllum uppátækjum, ættu nú að leggja málræktarátakinu lið og fara með rétt mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.