Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 9. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Áfangi á lengri leiö Mikil bjartsýni greip um sig um leið og kunnugt varð um þá ákvörðun að stækka álverið í Straums- vík. Hlutabréf hækkuðu samstundis í verði og til- kynnt var um mikil umsvif á vegum Landsvirkjun- ar. Hagvaxtaraukning var reiknuð út í skyndi og atvinnuhorfur vænkuðust. Þegar í stað var farið að velta fyrir sér margfeldisáhrifum stækkunarinnar og er engu líkara en að allt þjóðlífið hafi tekið fjör- kipp við tíðindin og svartagallsrausið um slæmar framtíðarhorfur víkur um sinn. Sé þess gætt að þetta er í fyrsta sinn í tvo áratugi sem umtalsverð erlend fjárfesting er gerð hér á landi er skiljanlegt að brúnirnar lyftist og vonir glæðist um betri tíð. Það hefur lengi verið ljóst að vatnsorkan er auð- lind sem malar þjóðinni gull. Miklar vonir hafa verið bundnar við að nýta orkuna til stóriðju og fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta hér á landi. En það hefur gengið vonum seinna og eftirspurn eftir ís- lenskri orku og aðstöðu til að nýta hana hér á landi hefur satt best að segja ekki verið eins mikil og ætlað var. Erlendar fjárfestingar hafa verið minni á íslandi en í öðrum Evrópulöndum og er það umhugsun- arefni hvað veldur. í eina tíð var það trú að erlend stóriðjufyrirtæki biðu í röðum eftir að fá tækifæri til að nýta íslenska orku og fjárfesta hér. Sú var ekki raunin og eru allar þær væntingar og von- brigði alkunn. Nú eru nær tvö ár síðan Evrópska efnahags- svæðið varð að veruleika. Margir óttuðust innrás erlendra fyrirtækja og vinnuafls, svo ekki sé talað um þau erlendu peningaveldi sem hætta var talin stafa af. Raunin varð allt önnur. Fjármagnsstreym- ið er fremur úr landi og vinriuaflið sömuleiðis. íslensk fyrirtæki fjárfesta erlendis og reka þar fiskvinnslufyrirtæki og sjávarútveg. Þá er fjárfest í veiðarfæragerð og ýmsu öðru. Þetta öfugstreymi kemur sjálfsagt ýmsum á óvart og enginn virðist leita viðunandi svara við því hvers vegna íslend- ingum tekst ekki að laða áhættufjármagn til lands- ins, sem við höldum að hafi upp á svo marga góða kosti að bjóða. Útlendingum er meinað að fjárfesta í sjávarút- vegi og orkuverum og landakaup þeirra eru tak- mörkuð af augljósum ástæðum. Þá má spyrja eftir hverju sé að slægjast? Eftir að loks hefur tekist að örva erlend fyrirtæki til að auka fjárfestingu hér til muna standa góðar vonir til að fleiri erlendir fjárfestar fylgi á eftir. Miklir virkjunarmöguleikar eru enn fyrir hendi og verður mengunarlaus vatnsorkan sífellt eftirsótt- ari. Eins og iðnaðarráðherra hefur tekiö fram verður áfram unnið að því að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta hérlendis því stækkun álversins í Straums- vík er enginn endaáfangi í iðnvæðingu hérlendis. Á undangengnum árum hafa fjárfestingar farið síminnkandi og eru orðnar hættulega litlar. Ljóst er að þær verða ekki auknar að marki nema með virkjunarframkvæmdum og erlendu áhættufé til iðnaðarframleiðslu. Því er samningurinn um stækkun álversins mikilvægur áfangi eftir langvar- andi stöðnun í uppbyggingu orkufreks iðnaðar og frekari fjárfestinga, innlendra sem erlendra. Gjörsigruö karlmennska Kvennalistinn verður með aðal- fund um helgina og verður yfir- skriftin á honum „Kvennapólitík — hvað nú?" Yfirskriftin á þess- um fundi gefur til kynna að þessi mál standi á ákveðnum tímamót- um. Þetta „hvaö nú?" hljómar eins og hjá duglegum vinnu- manni, sem lokið hefur því verki sem hann var bebinn aö vinna og kemur til verkstjórans og spyr hvaða verk hann eigi næst aö taka sér fyrir hendur. Því er eðli- legt að menn fari að velta fyrir sér hvaða verk þetta séu helst, sem þessi duglegi vinnumaður kvennapólitíkurinnar hefur lok- ið. Ýmislegt bendir til að þetta dagsverk hafi ekki síst falist í því að rústa hefðbundna karl- mennskuímynd og koma inn sektarkennd hjá körlum fyrir kyn sitt, þannig að þeir viti ekkert í hvorn fótinn þeir eiga að stíga — hvenær sé við hæfi ab vera harður og hvenær sé við hæfi að vera lin- ur. Þess vegna erum við, karla- greyin, í vandræðum með sjálfs- myndina og sífellt að reyna aö vera eitthvað annað en við erum. Við erum sífellt aö reyna að gera kvenfrelsiskonunum til geös. Kreppa karlmannsins Þetta er það, sem í nýju hefti blaðsins Veru, málgagni Kvenna- listans, er skilgreint sem „kreppa karlmannsins" og nokkrir ágætis- menn eru dregnir fram, stillt upp og spurningum látið rigna á þá um hvort þeir séu nú ekki í mikilli kreppu. Órn Friðriksson, sem er formaður í hinu karlmannlega Fé- lagi járniðnaðarmanna, lendir í þessu úrtaki og segir konumjúkt um karlakreppuna: „Já, ætli það ekki. Breytingar á stöbu kynjanna skapa óvissu, ekki síst hjá körlum þar sem hlutverkið „stóri sterki" er ab breytast í „mættu mér á jafnréttisgrundvelli"." Svo kemur í ljós að Orn er alltaf að reyna ab Launastefnan fundin Enda er það gert. Mið er tekið af þessari opinberu stefnu í launamálum, þegar laun- þegafélögin segja upp samningum og eru allt í einu farin að gera sam- anburð á kaupi á öðrum Norður- löndum og hér, þar sem þjóðar- tekjur og landsframleibsla er svip- uð. Launafólk á íslandi ætti að vera þakklátt Kjaradómi fyrir að úr- skuröa sínu fólki kaup í samræmi viö það sem aöilar vinnumarkað- arins sömdu um að stefna aö í febrúarsamningunum, „aö hækka laun áþekkt því sem gerist í nálæg- um löndum", eins og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins segir svo skilmerkilega í grein sinni, sem hann skrifar und- ir rangri fyrirsögn. Launastefnur abila vinnumarkaðarins og ríkisins fara saman og ryðja ráöherrar, þingmenn og embættismenn af skárra standi brautina. Því þarf enga leit aö launastefnu. Hún er klár og brautin bein og greið. Þar sem launastefnan er fundin og ekki er nema framkvæmdaat- riöi aö framfylgja henni, ættu nú aðilar vinnumarkaðarins aö venja sig af aö plaga þjóðina með sí- felldu naggi um aukaatriði, en taka þingmenn, embættismenn og Kjaradóm sér til fyrirmyndar og þegja þunnu hljóöi um kaupið sitt. Það er nóg aö láta Guðrúnu Helgadóttur, varaþingmann, segja hug þeirra allra opinberlega og mælist henni ávallt vel. OÓ Andlitin á oddvitum aðila vinnu- markaöarins eru oftar á skjánum en Elín Hirst og Radíusbræöur og önnur augnayndi. í fréttum og dagskrám útvarpa eru raddir Þór- arins, Benedikts og Jakans kunn- uglegri en þulanna sem lesa fréttir og kynna dagskrár. Tíminn birtir oftar myndir af þessum herra- mönnum en Ólafi eða Steingrími, þegar foringjahollustan var og hét. Erindi oddvitanna í fjölmiðlana er ávallt hið sama: aö ræöa um kaupiö. Staglaö er endalaust um hvort það er of lítið eöa of mikið og hvort atvinnuvegirnir þoli að borga laun eða hvort stööugleik- inn verður skemmdur fyrir ríkis- stjórninni. Svo rabba kariarnir um hvaö sé mannsæmandi og hvaö verðbólguhvetjandi og fara niður- stöðurnar eftir því hver á heldur hverju sinni. Kaupiö og afkoma heimila og fyrirtækja og sjálfs þjóöarbúsins er uppáhaldsefni fjölmiöla og teljast meiningar útvalins hóps um efniö til stórfrétta oft á dag. Lummulegar lummur Aðilarnir margfrægu koma sér yfirleitt aldrei saman um neitt nema á svosem tveggja ára fresti, að þeir leggjast á eitt aö plata ríkis- stjórnir til að leysa deilur sínar með loforðum um kjarabætur úr ríkissjóöi og þar með enn meiri halla á landssjóðnum en ella hefði oröiö. Þetta eru nú allt gamlar lummur og fastir liöir eins og venjulega. En í síöustu stórsamningum voru fleiri endar lausir en venja er til og nú er allt komið upp í loft, riftun samninga vofir yfir og enginn veit í hvora löpp á aö stíga. „í leit að launastefnu" er fyrir- sögn á grein, sem Þórarinn V. Þór- arinsson skrifar í Mogga og er svar við annarri grein sem annar aðili vinnumarkaðar setti saman um Á víbavangi efnið. Þórarinn bendir réttilega á að ekki hafi orðið til ein, samfelld né ófrávíkjanleg launastefna í samskiptum atvinnurekenda og verkalýösfélaga aö þessu sinni, „þótt grundvallarviðmiöanir væru skýrar: aö hækka laun áþekkt því sem gerist í nálægum löndum ..." Þarna er þó viðmiöun sem vert er að gefa gaum, enda er komiö í ljós að hún er meginkjarninn í yf- irlýstri og opinberri launastefnu. Opinbera stefnan Kjaradómur og Alþingi eru sam- mála um að kaup þingmanna og embættismanna eigi að taka mið af því sem gerist í nálægum lönd- um. Kaup þessara aðila er fært til samræmis við það sem gerist og gengur meöal sambærilegra starfs- stétta á Noröurlöndum. Viömiðunin er eðlileg og hefur íslenska ríkið ekkert síöur efni á því en Noregur, Svíþjóð og Finn- land að greiða þingmönnum og embættisfólki sæmilegt kaup. starfa í „jafnréttisnefnd ASÍ" og er líka farinn að „taka þátt í heimil- isstörfunum". Einhvern tíma hefðu nú óhreinir og harðir járn- iðnabarmenn spurt hvort hann GARRI væri ekki farinn að pissa sitjandi líka og ekki tekiö í mál að formaö- ur þeirra væri með svona kerl- ingavæl. Og svipaður tónn er hjá yngri mönnunum sem Vera talar við í þessu blaöi. Guðmundur Stein- grímsson, formaður Stúdenta- ráðs, malbikar mikið um jafnrétti og talar eins og hann sé nýfrels- aður í Kristi: segist reyna að koma ekki fram við konur á þann hátt sem hann vill ekki ab komib sé fram við sig. Og ekki er hann síð- ur sokkinn í kvennafræðin, pró- fessorinn Ástráður Eysteinsson, sem veltir því fyrir sér af nánast akademískum áhuga hvernig tjá megi karlmennsku á vorum dög- um. Það er greinilegt að þessi dæmi um vel gerða karla í dag er hold- gerving þess verks, sem kvenrétt- indakonurnar hafa þegar unnið og er tilefni þess að þær spyrja: „Hvab nú?" Síðasta vígið En þegar Garri var rétt í þann mund að sætta sig við að karlpen- ingurinn eins og hann legði sig væri lagstur í jafnréttisundir- lægju, renndi hann yfir viötaliö viö síðasta viðmælanda Veru, Ingvar E. Sigurðsson leikara. Þar var nú ekki kerlingavælinu fyrir að fara. Hann kannaðist ekki við að vera í kreppu, enda lifði hann samkvæmt sínu „karlmannseðli". Og hann kannast ekki við að staða karlmannsins á „alvöru heimilum" hafi breyst. Um jafn- réttismálin segir hann: „Ég geri mitt til að stuðla að jafnvægi, ör- yggi og stöðugleika. Algjört jafn- rétti er ekki til í heiminum, það lifa hins vegar margir í þeirri blekkingu." Þegar Garri las þetta, hugsaði hann með sér að það væri ekki til- viljun að einmitt þessi maður hefði verið kosinn kynþokka- fyllsti karlinn á íslandi á Rás 2 í fyrra. Hann er trúlega eini sanni karlinn. En Adam ver ekki lengi í Parad- ís, því þó í fljótu bragði hafi virst eins og það væri ekki alveg komið að „Hvab nú?-inu", að verki kvenfrelsiskvennanna væri ekki alveg lokið, uppgötvaði Garri sér til mikillar skelfingar að léikarinn var að leika. Með smáu letri við vibtaliö vib Ingvar stendur að hann „svari fyrir hinn sanna karl- mann Fernando Krapp". En Fern- ando þessi er einmitt aðalpersón- an úr leikritinu Sannur karlmaö- ur. Hin kalda stabreynd málsins reynist því vera að kvennablað- inu Veru tókst ekki að finna einn einasta viðmælanda sem er í raun og sann sannur karlmaður. Þaö þurfti að fá atvinnumann til að leika hlutverkið! Garri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.