Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. nóvember 1995 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND * V.->1 „V, ■'.'f \\»: «» , W hrr"! '#,£* ;3vií U' ypmrn-i-»:iii 'íxtí ';í < >. i r j Hófsamar Tamílahreyfíngar hvetja til þess aö friöar- viörœöur hefjist þegar í staö: „Ástandið líkist helst Bosníu" á þeim svertingjum sem komist hafa í kast við lögin, stafi ekki af því aö glæpatíðni meðal þeirra hafi aukist, heldur sé um að kenna bæði félagslegum vandamálum í fátækra- hverfum stórborganna og stefnu- breytingu stjórnvalda, harðari við- brögðum þeirra við eiturlyfjaglæp- um — að ógleymdum hagsmunum þeirra sem hafa atvinnu af bygg- ingu nýrra fangelsa, sem mikil áhersla hefur verið lögö á undanfar- ið. Colombo — Reuter Hófsamir hópar Tamíla á Sri Lanka hvöttu til þess að vopna- hléi yröi þegar í stað komið á og friöarviðræður hefjist. Borgara- styrjöld hefur ríkt í Sri Lanka síð- an 1983 þegar skæruliðahreyfing Tamíla hóf vopnaöa baráttu fyrir aðskilnaöi. „Marínfall í röðum óbreyttra borgara hefur verið meira en nokkru sinni fyrr, að ekki sé minnst á ... hermenn og öryggis- sveitir," sagði í yfirlýsingu sem undirrituð var af fulltrúum tam- ílskra stjórnmálahreyfinga og verkalýðshreyfinga. Bardagar eru nú í hámarki á norðurhluta Jaffna-skagans, og stjórnarher- menn eru að safnast saman og búa sig undir árás á Jaffna-borg. „Fólksflóttinn er oröinn stjóm- laus," sagði í yfirlýsingunni. „Flótti nærri hálfrar milljónar manna er skýr vottur um skelfing- una sem gripið hefur um sig. Eng- in leiö er að hafa stjórn á flótta- mannavandamálinu ... fólk er far- ið að svelta." Mikill skortur er á mjólk handa ungbörnum sem og á lyfjum. „Það er ekki hægt ab líkja stööunni við neitt annað en Bosníu," segir í yfirlýsingunni. Fólk sem flúið hefur frá átaka- svæðunum hefur sagt að hátt í tveggja kílómetra löng biðröð hafi verið við sjúkrahúsið í Chavak- achcheri, sem er áfangastaður flóttamanna sunnan við Jaffna- vatn, og þar sé bæði sært fólk, og margir meö hitasótt og niður- gang. Þab er skæruliöahreyfingin „Frelsistígrar fyrir Eelam Tamíla" sem barist hafa fyrir sjálfstæðu „Eelam", landi Tamíla á norðan- verðumjaffna-skaga, alltfrá 1983. Það voru hins vegar níu hreyfing- ar og hópar Tamíla sem undirrit- uðu yfirlýsinguna og kröföust vopnahlés og friðarviðræðna. ■ Fjöldi húsmœöra í Subur- Kóreu krafbist þess ígœr ab Roh Tae- woo, fyrrverandi forseti iandsins, verbi handtekinn vegna fjársvikamáis, en hann hefur viburkennt ab hafa stungib undan sem svarar um 4 milljörbum ís- lenskra króna og látib leggja inn á leynireikninga á þeim fimm árum sem hann var forseti landsins. Svartir Bandaríkjamerm á þrítugsaldri: Bandaríkin: Powell ætlar ekki í framboð Washington — Reuter CNN fréttastöðin skýrði frá því að Colin Powell myndi lýsa því yfir í gærkvöldi að hann ætli ekki í framboö til forsetaembættis Banda- ríkjanna. Hins vegar hafi hann í hyggju aö halda opnum „öbrum pólitískum möguleikum" í framtíðinni, að því er Wolf Blitzer, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar sagbi í gær. Blitzer hafði það eftir vinum og samstarfsmönnum Powells að hann hefði tekiö þessa ákvörðun m.a. með hliðsjón af vilja konu sinnar, sem óttast að hann gæti orðið fórnarlamb morbárásar. Morðið á Yitzhak Rabin um síðustu helgi hafi vafalaust einnig haft sín áhrif á ákvörðun Powells. Þegar Tíminn fór í prentun í gær var yfirlýsing Powells enn ekki komin fram, en Powell hafði tilkynnt aö hann myndi segja af eöa á um frambobsmál sín á fréttamannafundi sem vera átti í gær- kvöldi. ■ Þriðji hver komist í kast vib lögin Einn af hverjum þremur svörtum Bandaríkjamönnum á þrítugs- aldri er annab hvort í fangelsi, á reynslulausn úr fangelsi eða á einhvem annan hátt undir eftir- liti dómsmálakerfisins, ab því er fram kemur í nýlegri könnun sem samtökin Sentencing Project létu gera. Af könnuninni má einnig sjá ab undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra svartra Bandaríkja- manna sem komist hafa í hendur lögreglu og dómskerfisins, því fyrir aöeins fimm árum var hlutfallið um einn af hverjum f jórum, samkvæmt sambærilegri könnun sem sömu samtök létu gera þá. Telja samtökin að þessa aukningu megi að veru- legu leyti rekja til þess að handtök- ur svartra manna á aldrinum frá 20 til 29 ára í tengslum við fíkniefna- mál hafi hlutfallslega verið fleiri en í nokkrum öðrum þjóðfélagshópi. Þeldökkir eru rétt um 12% banda- rísku þjóðarinnar og ekki nema 13% allra eiturlyfjaneytenda eru dökkir á hörund, en þrátt fyrir það eru 35% þeirra, sem handteknir eru í tengslum viö fíkniefnamál, svartir. Rannsóknin er ab verulegu leyti byggb á upplýsingum frá dóms- málaráðuneyti Bandaríkjanna, og samkvæmt þeim kemur í ljós að ár- ið 1994 voru 827.440 svartir karl- menn á aldrinum 20 til 29 ára í fangelsi eða á annan hátt undir eft- irliti yfirvalda vegna afbrotamála. Sama ár voru 6,7% hvítra og 12,3% Bandaríkjamanna af spænskum eða portúgölskum uppruna annað hvort í fangelsi eða undir eftirliti vegna afbrotamála. „Ef einn af hverjum þremur hvít- um karlmönnum væri undir eftirliti dómsyfirvalda, myndi þjóðin lýsa yfir neybarástandi," sagði Marc Mauer, talsmaður samtakanna og annar höfunda könnunarinnar. Þeir, sem stóbu að rannsókninni, telja aö sú fjölgun, sem orðið hefur NÝR 2000 KRÓNA PENINGASEÐILL OG 100 KRÓNA MYNT í umferð 9. nóvember Kynningarörk liggur frammi í bönkum og sparisjóðum &im

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.