Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 8
8 íVÍAiH RgnfirMliiOJl var 'y.iryy,-y'yy'yjr Fimmtudagur 9. nóvember 1995 Skáldsaga og aldarfars- lýsing frá Þingvöllum Hraunfólkib Björn Th. Björnsson Mál og menning 1995 Frá því aö leifarnar af hinu forna Alþingi voru fluttar af Þingvöllum árið 1798 (og það síðan lagt niður árið 1800) og vel fram á 19. öldina, þegar róman- tíkin beinir sjónum manna að þessum fornfræga staö á ný, má segja að nánast algjör þögn hafi ríkt um bæbi Þingvallastaö og sveitirnar í kring. Stórtíðindi, sem eru skráð í meginmáli ís- landssögubóka, gerðust heldur ekki mikil á þessum tíma á Þing- völlum og er uppboðið á lög- réttuhúsinu, þeim auma hjalli, eftir að dómþingið fór til Reykja- víkur, trúlega síðast slíkra sagn- fræbilegra athafna. En neðanmálsgreinar sagn- fræðinnar eru oft ekki síður at- hyglisverðar en meginmálið. Björn Th. Björnsson hefur nú rit- að sögulega skáldsögu sem heitir Hraunfólkiö þar sem dregin er fram í dagsljósið ein slík neðan- málssaga frá hinum dimma tíma í sögu Þingvalla. Hreppstjórinn og klerkarnir í aðalhlutverkum þessarar sögu eru annars vegar Þingvalla- klerkarnir Páll Þorláksson og syn- ir hans tveir, Einar og Björn, sem báðir urðu prestar á Þingvöllum eins og fabir þeirra, og hins vegar Kristján Magnússon í Skógarkoti, hugmyndaríkur og úrræbagóður bóndi og hreppstjóri í sveitinni. Sagan er síðan borin uppi af spennunni milli þessara tveggja póla. Einn helsti drifkraftur sveitar- innar, framfarasinninn Kristján Magnússon, fer hvorki trobnar slóöir vib búskapinn né fer hann eftir settum reglum þegar kemur að hjúskaparmálum og barn- eignum. Hann á börn með tveimur konum, fyrst með eigin- Almannagjá og Þingvellir. konu sinni og síbar með vinnu- konu sinni. Þá flækir þab málið að gott samkomulag er greini- lega milli „hjákonu" hreppstjór- ans og eiginkonu og eiginkonan heldur börnunum undir skírn og nefnir þau í sína ætt. Slíkt hór- dómsbrot er Þingvallaklerkum þungbært að umbera og reyna þeir hvað þeir geta til aö koma kristilegu lagi á heimilishaldið í Skógarkoti, en allt kemur fyrir ekki. Þeir ná ekki að sjá viö því geistlega valdi sem hreppstjór- inn hefur og þeim stubningi sem hann þrátt fyrir allt fær úr æðri stöðum. Fyrir rest enda þessi samskipti klerkanna og hrepp- stjórans í fullkomnum fjand- skap. En eins og í dramatík heimsbóka eru í þessu ættastríöi ungir elskendur í meinum. í ljós kemur að á hinu dimma skeiði í Þingvallasögunni fer fram ís- BÆKUR BIRGIR GUÐMUNDSSON lensk útgáfa af stríbi Kapúlett- og Montagú-ættanna meö íslensk- um Rómeó og Júlíu. Kringum- stæburnar em vissulega ólíkar í Stekkjargjá í Þingvallahrauni og Verónsborg og hin íslenska ástar- saga þróast á annan veg og betri en hjá Shakespeare. Hitt er þó ljóst að Björn Th. hefur fundiö þarna í hinni raunverulegu at- burðarás kjörinn efnivib í dram- atíska sögulega skáldsögu. Nálægt raunveru- leikanum Allt er þetta byggt á sannsögu- legum heimildum hjá Birni og eftir því sem best verður séö fer hann mjög nálægt raunveruleg- um atburöum. Bæði Kristján og Þingvallaklerkarnir eru forfeður Björns Th., höfundar bókarinnar, og þab má augljóslega merkja af frásögninni að hann hefur sjálfur fengið að heyra ýmislegt um þetta fólk, hluti sem foreldrar hafa sagt börnum sínum og þau sínum börnum. Eflaust hefur að öðrum þræbi vakab fyrir Birni ab leita uppruna síns, þegar hann byrjar að rannsaka aldarfariö og mannlífið í Þingvallasveit á fyrri hluta 19. aldar. Enda skín í gegn- um alla þessa sögu, að hún er ekki eingöngu skáldsaga heldur er hún líka lýsing á mannlífi og jafnvel atvinnuháttum fólks, sem þraukar við erfib skilyrbi í Þing- vallahrauni og kemst í rauninni einungis af vegna þess sem vatn- ib gefur og önnur hlunnindi. Bókin um Hraunfólkið er því Samfök iönaöarins, Islenskur landbúnaöur; ASI, BSRB og VSI sameinast um: „Islenskt já takk" í þribja sinn Átakið „íslenskt já takk" hefst í þriðja sinn í dag, fimmtudaginn 9. nóvember, en það hefur stað- iö yfir síðla hausts undanfarin tvö ár. Átakið, sem stendur fram aö jólum, nýtur sérstakrar verndar forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur. Átakib hefur vakiö mikla athygli og hefur góður árangur átaksins orbið til þess að samstarf aðila vinnumarkaðarins um kynningar- átakið, sem upphaflega átti ein- ungis að standa út árið 1993, er enn í fullum gangi. Niöurstööur könnunar á áhrifum átaksins á viöhorf og innkaup almennings leiddu í ljós aö rúmlega 72% landsmanna telja aö átakiö hafi haft þau áhrif aö þeir velji frekar íslenskar vörur nú en áöur. Markmib átaksins er enn sem fyrr aö hvetja landsmenn, al- menning sem og stjórnvöld, til að velja íslenskt og vekja um leiö at- hygli á þeirri verömætasköpun sem innlend atvinnustarfsemi fel- ur í sér. Meö átakinu er minnt á að meb því aö láta íslenskar vörur og þjónustu njóta sannmælis skapi neytendur störf hér á landi í ýms- um atvinnu- greinum, jafnt í frumfram- leiöslu, úr- vinnslu og þjónustu. Meö átakinu er fólk hvatt til að kynna sér verb og gæbi ís- lenskrar fram- leiöslu og kaupa hana frekar en inn- flutta, ef þessir þættir standast samanburö. Könnun ÍM- Gallup frá í janúar á þessu ári leiöir í ljós aö 93% neytenda telja íslenskar vörur sambærilegar eba betri að gæðum en innfluttar vörur. Níu af hverjum tíu íslendingum telja einnig að meö því aö velja íslenskt stubli þeir að minnkandi atvinnu- leysi hér á landi og standist ís- lenskar vörur samanburö, ætti ekki aö vera vafi í huga nokkurs ís- lendings um hvert valiö á að vera. Átakinu „ís- lenskt já takk" er fyrst og fremst ætlað að skapa andrúms- loft eða um- hverfi til að selja og kynna íslenska vöru og þjónustu. Það er gert með framleiðslu og dreifingu aug- lýsinga og kynningarefnis og einnig er sér- stök vika helg- uð átakinu undir heitinu „íslensk vika". íslenska vikan stendur frá 9.-15. nóvember. Margir aöilar leggja átakinu lib og veröa með sérstakar kynningar á íslenskri framleiðslu þessa viku. Má þar nefna aö í öllum verslun- um Hagkaups verða íslenskir dagar og einnig verða íslenskir dagar í öllum verslunum KÁ á Suðurlandi (standa til 19. nóvember í báðum verslunum). Fleiri hundruö vöru- kynningar á íslenskum vörum verða í gangi þessa daga og koma mörg hundrub starfsmenn versl- unar og framleiðenda þar við sögu við undirbúning og framkvæmd. Félag bókagerðarmanna í sam- vinnu vib Samtök iðnaðarins mun einnig hvetja til þess aö almenn- ingur hugi sérstaklega að kaupum á bókum, blööum og tímaritum framleiddum á íslandi. í tilefni af átakinu hefur íslenska útvarpsfélagiö framleitt sjónvarps- þátt undir kjörorði átaksins „ís- lenskt já takk". Þátturinn nýtur verndar forseta íslands, frú Vigdís- ar Finnbogadóttur, og flytur hún ávarp í upphafi þáttarins, sem veröur á dagskrá sunnudagskvöld- ið 12. nóvember. Margir fjölmiðlar hafa einnig lagt átakinu lið með því aö bjóða þeim, sem eru að selja og kynna undir kjöroröi átaksins, sérstaka auglýsingaafslætti í íslensku vik- unni. Aðstandendur átaksins vilja færa öllum þeim fjölmörgu aðil- um, sem lagt hafa hönd á plóg viö undirbúning og framkvæmd, bestu þakkir. íslenskt já takk Björn Th. Björnsson. hvort tveggja í senn aldarfarslýs- ing og dramatísk skáldsaga. Bygg- ing verksins sem skáldsögu líður e.t.v. dálítiö fyrir það hversu mik- il rækt er lögð við fyrri þáttinn, þ.e. að segja rétt og ítarlega frá raunverulegum atburðum og fólki. Þetta á sérstaklega við fram- an af bókinni. Fjöldi sögupersóna verður allnokkur og lesandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með því hver er hvað. Svo kemur í ljós að sumt af þessu fólki er í raun aukapersónur, sem skipta ekki höfubmáli fyrir hin raunverulegu átök í framvindu sögunnar sem skáldverks. Upp- bygging átakanna og dramans í sögunni er því frekar hæg og það er í rauninni ekki fyrr en um og eftir miðbik bókarinnar að hún nær að fanga lesandann sem verulega spennandi skáldverk. Eftirminnilegar persónur Hins vegar er það líka mikill kostur að höfundur skuli leggja þetta mikla rækt við að draga fram hið raunverulega aldarfar, mannlíf og fólk, ekki síst vegna þess að þó um útúrdúra frá meg- inátökum sögunnar sé að ræða, þá verður frásögnin alltaf lifandi og skemmtileg. Persónurnar í bókinni eru mis- jafnar eins og gengur, en almennt má segja ab Birni Th. hafi tekist að draga upp mjög lifandi mynd af sérkennum hvers um sig og flestar aöalpersónurnar verða ágætlega heilsteyptar. Af aukaper- sónum má t.d. nefna Guðríði Halldórsdóttur, ljósmóður og móðursystur Sigríðar Stefánsdótt- ur, konu sr. Páls Þorlákssonar, sem sérstaklega eftirminnilega. En af abalpersónunum eru þab trúlega Kristján í Skógarkoti og þó sérstaklega sr. Björn Pálsson sem verða heilsteyptar og eftirminni- legar týpur í mebferð Björns Th. Sigríður Eyjólfsdóttir hins vegar, eiginkona Kristjáns í Skógarkoti, verður hins vegar flatari persóna í sögunni en búast hefði mátt við og t.d. miklu óskýrari og litlausari en Guðrún Þorkelsdóttir, hin barnsmóöir Kristjáns. í heildina séð hefur Birni Th. Björnssyni tekist ab ná fram því eftirsótta markmiði, sem hann væntanlega setti sér í upphafi, aö skrifa bók sem er bæði sagnfræði og skáldverk. Um stíl Björns Th. þarf ekki að hafa mörg orð, svo þekktur er hann. Á þessari bók er afar skemmtilegt mál, stílbrigðin íöulega svo ljóöræn að þab þarf að lesa þau hægt til ab njóta þeirra til fulls. Á hinn bóginn kemur það þó fyrir að orðfærið er á stöku stað óþarflega uppskrúf- aö. Hraunfólkið er bók sem er tví- mælalaust þess virði að gefa sér tíma til að lesa. Hún ætti ekki síst að vera kærkomin lesning öllum þeim fjölda, sem er kominn af þeim tveim ættum sem eru í aðal- hlutverkum í sögunni, Þingvalla- prestunum og Skógarkotsfólk- inu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.