Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. nóvember 1995 miCT1CT011B1h3 W UW V w w 3 Seölabankinn vonsvikinn yfir miklum halla á ríkissjóöi í góöœri: Ríkisútgjöld stefna 3.800 milljónir framúr fjárlögum „Þab veldur auövitað von- brigbum ab á tíma góbs hag- vaxtar skuli halli ríkissjóbs vera í hærra lagi mibab vib þab sem verib hefur undan- farin ár, og allmiklu hærri en fjárlög segja til um", segir Seblabankinn í greinargerð um stöbu og horfur. En áætl- ab er aö útgjöld ríkissjóbs fari um 3.800 milljónir framúr fjárlögum og hallinn verbi hátt í 9 milljarbar á þessu ári, þrátt fyrir 2.300 milljóna kr. hærri tekjur en áætlab var. Allt bendi hins vegar til aö sveitarfélögin séu aö taka sig verulega á og ab stórlega muni draga úr hallarekstri þeirra á þessu ári. I fjárlögum 1995 var megin- áherslan lögb á þab ab draga úr hallarekstri meb lækkun út- gjalda. Þau góbu áform um út- gjaldalækkun hafa ekki gengib eftir — þvert á móti. Nú er áætlab ab rekstrarkostnabur ríkissjóbs verbi 1.300 milljón- um kr. meiri en fjárlög gerbu ráb fyrir, tekjutilfærslur 1.600 m.kr. hærri, vaxtagjöld 300 m.kr. hærri og framlög til fjár- festingar og vibhalds 600 m.kr. hærri en fjárlagatölur. Ab út- gjöld fari þannig 3.800 millj- ónir fram úr fyrirætlun fjárlaga segir Seblabankinn ab lang- mestu leyti skýrast af launa- breytingum og þar meb meiri hækkun á bótum almanna- trygginga en ætlab var í upp- hafi árs. Talib er ab kjarasamn- ingarnir kosti ríkissjób um 2 milljarba í auknum útgjöldum. Aform um sparnab í heilbrigb- iskerfinu ganga heldur ekki eft- ir og munar þar um 900 millj- ónum. Tekjur ríkissjóbs hafa líka hækkab umtalsvert. Vegna góbrar afkomu fyrirtækja skila beinir skattar þeirra 600 m.kr. umfram tekjuáætlun fjárlaga í ár. Kauphækkun einstaklinga stefnir sömuleibis í ab skila 500 milljónum í hærri tekjuskött- um í ríkiskassann, þrátt fyrir þab skattfrelsi sem launþegar fengu á helmingi (2%) fram- lags síns í lífeyrissjóbi í kjara- samningunum í febrúar. Þá stefnir í ab tekjur af óbeinum sköttum verbi 800 milljónum meiri en áætlab var. Eins og á þessu ári er megin- áhersla fjárlagafrumvarpsins fyrir 1996 á lækkun útgjalda og 4 milljarba kr. minni halli. Seg- ir Seblabankinn mjög mikil- vægt ab í mebferb Alþingis og vib framkvæmd fjárlaga verbi ekki vikib frá þessum áform- um. Enda leibi stöbugur halla- rekstur til þess ab skuldir hlab- ist upp og vaxtabyrbin þyngist stöbugt. Slíkt geti ekki haldib áfram nema í mjög takmarkab- an tíma. Staöa kvennabaráttunnar rœdd á landsfundi Kvennalistans um helgina: Skiptar skoðanir um baráttuaðferðir Hvernig verbur kvennapólitík best borgib? Hver er staban í ís- lenskri kvennabaráttu og hver er staba Kvennalistans í því sam- hengi? Þessar spurningar verba til umræbu á landsfundi Kvennalistans sem haldinn verb- ur í Nesbúb á NesjavöIIum um næstu helgi. Búist er vib líflegum umræbum á landsfundinum enda hafa margir velt fyrir sér stöðu Kvennalistans og framtíb kvennabaráttunnar eft- ir þingkosningarnar í vor. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmað- ur Kvennalistans og Brynhildur Flóvenz munu á landsfundinum flytja erindi undir yfirskriftinni Kvennapólitík — hvernig er henni best borgið? Kristín segir að þab sé ljóst í huga þeirra ab þab ríki ákvebin stöbnun í íslenskri kvennabaráttu. „Þab hefur ákaflega lítib gerst á undanförnum árum. Konum hefur ekki fjölgað á Alþingi eba í sveita- stjórnum og launakönnunin sýndi ab þar hallar frekar undan fæti ef eitthvað er. Stóra spurningin er aubvitað hvernig við brjótumst út úr þessari stöbnun. Á landsfundin- um munum við velta fyrir okkur leiðum Kvennalistans, hvort þab sé kominn tími til ab breyta um bar- áttuabferbir og hvaða leibir eru færar í þeim efnum." Vísitala neysluverös reyndist 0,3% lcegri í nóvember en mánuöi áöur: Matarreikningurinn lækkað nærri 4% Kristín segir ab Kvennalistakon- ur verbi ab horfast í augu vib þ?ð ab þær töpuðu fylgi í síbustu kosn- ingum. Þær séu meb mjög lítinn þingflokk, sem geri starfið miklu erfibara. „Vib hljótum að leita skýringa á þessu fylgistapi og spyrja okkur: Er- um vib búnar að ganga þessa leið á enda og er kominn tími til að ganga inn á nýjar brautir?" Kristín leggur þó áherslu á ab Kvennalistinn gefi sér nægan tíma til ab meta stöðuna. Hún á ekki von á ab tekin verbi ákvörbun um framtíðina á landsfundinum. Á honum muni frekar koma fram þær skobanir sem em uppi, ekki síst um hugsanlegt samstarf Kvennalistans við önnur öfl. „Ég á von á að umræðurnar verbi mjög líflegar. Konur eru þegar farnar að hita sig upp og maður heyrir að skoðanir em mjög skiptar meðal þeirra." -GBK Sjávarútvegsrábherra Grœnlands: Viðræður við Þorstein Grænlenski sjávarútvegsráb- herrann Paviaraq Heilmann og fylgdarlib sóttu Akureyri heim í gær en ráðherrann kom hingab til lands í opinbera heimsókn í fyrradag og heldur af landi brott á morgun, föstudag. í heimsókn sinni mun hann koma víba vib og kynna sér starfsemi fyrirtækja og stofnana í sjávarútvegi. Vib komuna til landsins í fyrradag ræddi ráðherrann við Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ásamt embættismönn- um. Ráðherrarnir munu eiga annan fund í dag en helstu um- ræðuefni þeirra eru m.a. um út- hafskarfa, sameiginlega stofna, rannsóknarsamstarf, fiskveiði- eftirlit, menntun í sjávarútvegi, málefni sjávarspendýra o.fl. -grh BSRB og fjárlagafrum- varpib: Vibræður við stjórnvöld Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur óskab eftir vibræb- um vib ríkisvaldib um fjárlaga- frumvarpib. Beibni þar um hef- ur legib fyrir nokkurn tíma en án árangurs til þessa. Af hálfu bandalagsins er talib æskilegt ab þessar vibræbur geti átt sér stab ábur en rábstefna banda- lagsins hefst, en hún verbur haldin dagana 23. og 24. nóv- ember nk. Ögmundur Jónasson þingmað- ur og formaður BSRB segir að bandalagið leggi sérstaka áherslu á að ræða við stjórnvöld um þá þætti frumvarpsins sem taldir eru leiða til kjaraskeröingar. Hann segir að bandalagið óski eftir því að þessir liöir verði endurskoðaðir og þá ekki síst á svibi heilbrigðis- mála svo ekki sé minnst á þá fyrir- ætlan að afnema sjálfvirka teng- ingu bóta við kjarasamninga svo nokkuð sé nefnt. -grh Mebalverb á matvörum lækkabi um nærri 4% milli október og nóvember samkvæmt mæling- um Hagstofunnar. Þessi lækkun svarar t.d. til þess ab 40.000 kr. matarreikningur í október hafi lækkab um rúmar 1.500 kr. í nóvember. Þessi lækkun mat- vöruverbs olli rúmlega 0,6% lækkun á vísitölu neysluverbs. En þar sem nokkrir abrir libir hækkubu á móti varb heildar- lækkun vísitalu neysluverbs um rúmlega 0,3% milli mánaba. Meiri og minni verðlækkun hef- ur orðið á flestum matvöruliðum. Mest munar um 66% verölækkun á kartöflum, nærri 18% verölækk- un á dilkakjöti og rúmlega 6% meöaltalslækkun á ávöxtum og grænmeti. Til dæmis lækkaði verð á agúrkum um 40% og á tómötum um 39%. Smávegis verðlækkun varð einnig á kaffi/súkkulaði, mjólkurvörum og mjöl-/brauövör- um. Litlar sem engar breytingar urðu á flestum öðrum liðum neyslu- verðsvísitölunnar. Þetta á t.d. við um drykkjarvörur og tóbak, heilsuvernd, ferðakostnað, fatnað (0,2% hækkun), húsnæðiskostnaö (0,1% hækkun) og heimilisbúnað (0,2% hækkun). Helstu verðhækk- Matarreikningurinn hefur lœkkaö um 1.500 kr. mibaö viö 40.000 kr. mánaöarútgjöld. anir í mánuðinum urðu á liðun- um; tómstundaiðkun (2,7%), or- lofsferðir (1,3%) og veitingahúsa- þjónustu (0,9%). Lækkun neysluverösvísitölunn- ar um rúmlega 0,3% nóvember snýr við þeirri verðlagsþróun sem valdið hefur mönnum nokkrum ugg undanfarna þrjá mánuði, þeg- ar neysluverösvísitalan hækkaði jafnaðarlega kringum 0,5% á mán- uöi, sem samsvarar um 6% verð- bólgu á ársgrundvelli. Veröbólga síðustu þriggja mánaða hefur nú lækkað í tæplega 2% og vísitala neysluverðs er abeins 2,1% hærri heldur en í nóvember í fyrra. Þetta er nokkru minni veröbólga heldur en í fjölmörgum Evrópu- löndum. Veröbólga í aðildarlönd- um Evrópusambandsins var t.d. 3,1% að meöaltali frá september 1994 til sama mánaðar á þessu ári. MESTA LITAURVALIÐ A UÐABRUSUM ®ÓELSANG ÚTSÖLUSTAÐIR: Bygaingavöru- verslanir um land allt. ÁRVÍK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.