Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 1
% * 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 79. árgangur Fimmtudagur 23. nóvember 1995 Póstleggid jólabögglana tímanlega til fjarlægra lancla. pósturogsími 221. tölublaö 1995 Landspítalinn fellir niöur laun til matartœkninema: Sparar 50 )ús. kr. á nvern nema Iðnnemasamband íslands hefur leitab eftir leibréttingum bæbi til stjórnar Ríkisspítalanna og heil- brigbisrábherra vegna þeirrar ákvörbunar Landspítalans ab af- nema laun til matartækninema sem Ijúka námi í Fjölbrautaskól- anum í lireiöholti meb 34 vikna starfsnámi á spítala. Formabur INSI segir þær tilraunir hafa verib gagnslausar, þótt Iaunin nemi ab- eins um 50.000 krónum á mánubi fyrir hvern nema. Fram til þessa hafa matartækni- nemar í starfsþjálfun fengiö greidd lán samkvæmt Sóknar-töxtum hjá Ríkisspítölunum. Nýverib var hætt vib ab greiba þessu fólki laun. Mál- inu var vísaö til heilbrigöisráöu- neytisins og skv. heimildum Tím- ans er þab nú á borbi fjármálaráö- herra. Formabur Ibnnemasambandsins, Jón Ingi Sigvaldason, segir ab eftir aö hætt var ab greiöa þeim laun sé Bergsteinn I>. Jónsson eini neminn í „sjálfboðavinnu" á Landspítalan- um í ár. Deildarstjóri matvælasviös FB er mjög óhress með stefnu stjórnvaida í málinu. „Ég skil vel ab sjúkrahús þurfi aö spara en ég skil ekki hvern- ig á aö efla starfsnám í landinu eins og boðað hefur verið ef fólk er látið vinna í verknámsgrein án þess að það fái laun. Það verður ab efla sam- starf atvinnulífs, og skóla," sagði Bryndís Steinþórsdóttir í samtali við Tímann í gær. _ -BÞ Flogið meb fyrirbura í fyrrinótt flaug íslandsflug til Grænlands eftir ab Landspítalinn bab um vél til Nuuk til ab ná í fví- bura sem fæddust fyrir 13 dögum, tveimur mánuöum fyrir tímann. Foreldrarnir eru frá Akureyri. ■ Enginn barnalæknir er í Nuuk en ástand annars barnsins þótti með þeim hætti ab ákvcbib var að fljúga um nóttina. Flugið gekk vel að sögn Sigfúss Sigfússonar, markaðsstjóra íslandsflugs, en vélakostur þeirra, skrúfuþotur með jafnþrýstibúnaði, er að hans sögn hentugur fyrir langt sjúkraflug. -BÞ /;Vibkvæmt mál" Sýslumaburinn á Selfossi, Andrés Valdimarsson, sagbi í samtali vib Tímann í gær ab verib væri ab skoba beibni landbúnabarrábu- neytisins um útburb Ragnars Böbvarssonar, lobdýrabónda á Kvistum. Eins og kunnugt er hefur Ragnar neitað að fara af jörðinni sem er rík- iseign og hefur sýslumaður fengib beiðni um að fjarlægja Ragnar af jörðinni með valdi. „Þetta er mjög viðkvæmt mál og við munum taka okkur tíma til að skoða það," sagði sýslumaöurinn á Selfossi í gær. -BÞ Bergsteinn Þ. jónsson, matartœkninemi vinnur launalaust hjá Landspítalanum um þessar mundir eftir ab stjórn Ríkisspítalanna ákvab ab hœtta ab greiba nemum laun. Bergsteinn er 2 7 árs og segist mjög óánœgbur meb sín mál en hann hafi þó vitab ab hverju hann gekk í haust. „ Þetta er þab sem ég hef haft áhuga á mjög lengi og þess vegna lœt ég mig hafa þetta. Ég vann í sumar og lifi enn á þeim peningum." Tímamynd cs Utanríkisráöherra telur koma til greina áö Island viburkenni lögsögu Alþjóöadómstólsins í Haag: Áhersla á samvinnu þjóöa í Norðurhöfum Halldór Asgrímsson utanríkis- rábherra telur þab koma til greina ab ísland viburkenni dómssögu Alþjóbadómstólsins í Haag og þá sérstaklega vegna þess ab ekki er lengur neinn ágreiningur um yfirrábarétt Is- lands yfir fiskimibum umhverf- is landib. Hann lagöi jafnframt áherslu á samvinnu jjjóba í Norburhöfum og m.a. gagn- kvæm skipti jíeirra á veibiheim- ildum eftir ástandi fiskistofna á hverjum tíma. Þetta kom m.a. fram í erindi sem ráöherrann flutti á Fiskiþingi í gær um úthafsveiöisamning Sameinuðu þjóðanna og hags- muni íslendinga í sjávarútvegs- málum á alþjóöavettvangi. Hann sagöist líta á hugmynd sína um „gagnkvæmt tryggingakerfi" þjóba í Noröurhöfum, þ.e. skipti á veiðiheimildum, sem sjálfsagðan og eblilegan þátt í samvinnu fisk- veiöiríkja á þessu svæöi. Þarna væri einnig um að ræða sam- vinnu á fleiri sviðum og m.a. sam- eiginlega markaðssetningu sjávar- afurða meö áherslu á hreinleika og gæði afurða, samstöðu í mál- flutningi um sjálfbæra nýtingu og varnir gegn mengun sjávar. Hann Halldór Ásgrímsson. sagði aö þessum ríkjum, Kanada, Grænland, ísland, Færeyjar, Nor- egur og Rússland, sem þarna eiga mestra hagsmuna ab gæta, væri best treystandi til að fara með stjórnun veiða og verndun fiski- stofna. Hann sagði ab þótt ekki væri raunhæft að ætla að slíkt fyr- irkomulag yröi að veruleika á næstunni, þá mundi reyna á vilja til slíkrar samvinnu í yfirstand- andi samningum um þorskveiðar í Barentshafi. Utanríkisráöherra sagði að út- hafsveiðisamningur SÞ mundi hafa mikla þýðingu, bæbi al- mennt séð og þá ekki síður fyrir hagsmuni íslendinga. Hinsvegar væri ljóst ab samningurinn leysti ekki sjálfkrafa deilur um veiðar á úthafinu og m.a. þær sem ísland er aöili að. Þar mundi fyrst og síb- ast reyna á pólitískan vilja þeirra ríkja sem í hlut eiga hverju sinni. Aftur á móti mundi úthafsveiði- samningurinn mynda ramma og þrýsta á samstarf ríkja á vettvangi svæbisbundinna veiöistjórnar- stofnana og hvetja þannig til lausnar á hinum ýmsu deilum þjóða á milli. -grh Sýn annar ekki eftirspurn Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar, sagbi vib Tímann um kl. 5 í gær ab búib væ'ri ab selja rúm- lega 1.000 áskriftir en þær hefbu getab verib fleiri þar sem þjón- ustufulltrúar stöbvarinnar hefbu ekki haft undan. „Vib erum búnir ab safna 1000 áskifendum á tveimur dögum en Stöb 3 er meb á annab þúsund á hálfum mán- ubi," sagbi Páll. Úlfar Steindórsson, sjónvarps- stjóri Stöbvar 3, sagði í samtali við Tímann í gær ab þar væri „allt á fleygiferð", búið væri að selja hátt á annab þúsund áskriftir og farið yrði í loftið kl. 19.30 á morgun. Hann sagði engin sérstök viðbrögð fyrir- huguð gegn áskrifendatilboði Sýnar sem var nýlega kynnt. Sýn býbur áskrifendum upp á tvenns konar áskriftarverð, með og án Stöðvar 2 og gildir tilboðið í nokkra mánuði. Fyrir 3.031 kr. er hægt að fá Sýn, Stöð 2, og níu er- lendar stöövar. Án Stöbvar 2 borgar áskrifandinn 1899 kr. á mánuði. Úlfar sagði að tilboð Sýnar þýddi í raun ekkert annab en meiri sam- keppni, þeir væru búnir að móta ákveðna verðstefnu, sem menn virtust fylgja og haldiö yrði áfram á þeirri braut. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.