Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. nóvember 1995 5 Jens Guömundsson: Bindindisdagur í skugga frumvarps um lækkun lögaldurs til áfengiskaupa Laugardagurinn 25. nóvem- ber verður Bindindisdagur fjölskyldunnar 1995. Bind- indisdagurinn hefur áður verið haldinn um þetta leyti árs með ágætum árangri. Þá hefur fjöldamargt fólk tekið höndum saman við bindindismenn um það, að reyna að gera daginn að áfengislausum degi. Þá hefur sala áfengis verið í lágmarki og sömuleiðis viðskipti við vínveit- ingastaöi. Mesta athygli hefur samt vak- ið, að fangageymslur lögregl- unnar eru jafnan að mestu — eða jafnvel alveg — tómar, þeg- ar Bindindisdagurinn kemur til sögu. A Bindindisdegi fjölskyldunn- ar hefur ætíö kviknað fjörug umræða um áfengismál. I leið- urum dagblaða og almennum fréttaflutningi hefur Bindindis- dagsins verið getið að góðu einu. Fjölmiðlar jafnt sem al- Alloft hef ég vikiö að íslensku máli í pistlum mínum. Ég hef oröið þess var að mál- ræktaráhugi er mikill í landinu og lesendur mínir hafa stundúm haft samband við mig til þess að þakka mér fyrir. Það er líka alveg sjálfsagt að hlúa að móðurmálinu „úr því að viö erum að tala þetta forna mál á annaö borð", eins og einhver sagði. Því miöur finnst mér stundum aö menn, sem eru að fiska eftir vinsældum eða a.rn.k. jákvæðu viðhorfi almennings í sinn garð, „geri út" á móðurmálsástina og geri þar með lítiö úr þessu viö- kvæma hjartans máli hugsandi manna. Þetta datt mér til dæmis í hug þegar ríkisstjórnin ákvað að gera fæðingardag Jónasar Hallgríms- sonar að sérstökum málræktar- VETTVANGUR degi eða degi íslenskrar tungu. Mér komu í huga merkjasölu- dagar eða dæmigerð áróðursmál, eins og til dæmis gegn reyking- um, en í þeirri baráttu hefur einn dagur á ári fengið sérstakt vægi sem reyklaus dagur, og á svipað- an hátt he.fur verið vakin athygli á ýmsurn góðurn málefnunt. Ég segi aö lítið sé gert úr ntál- ræktinni vegna þess að verið er að fjalla um þróun, en ekki ástand, eins og til dæmis þegar fatlaðir nota sérstakan dag til þess að vekja á sér athygli. Það rná ekki afgreiða þá við- kvæntu þróun sem hlýtur aö fylgja lifandi tungumáli meö því að tileinka því einn dag eða með því að slá fram fullyrðingum um málræktaráhuga, nerna eitthvaö fylgi á eftir sem sýnir áhugann í verki. Það hefur sjálfsagt verið að menningur fagna uppátækinu. Áfengisvandamálið er ekki að- eins samfélagslegt heilbrigðis- vandamál. Það er einnig að öllu jöfnu fjölskylduvandamál eða fjölskylduharmleikur. í dag er Bindindisdagur fjölskyldunnar haldinn í skugga frumvarps til laga um að lögaldur til áfengis- kaupa verði lækkaður úr 20 ára aldri í 18 ára aldur. Frambærileg rök fyrir lækkun lögaldurs hafa ekki komið fram. Helst er að skilja á frummæl- endum að um uppgjöf sé að ræða, þar sem fólk undir 20 ára aldri drekki áfengi í einhverjum mæli hvort sem er. Sömu rök mætti nota við frumvarp um lækkun lögaldurs í 13 eða 14 ár! Bandaríki Norður-Ameríku eru heppilegur vettvangur sam- anburðar á kostum og göllum ýmissa laga og reglugerða af þessu tagi. Þar er hægt að gera samanburð á hliðstæðum fylkj- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE frumkvæði menntámálaráðherr- ans sem málræktardagurinn var ákveðinn og hann hefur senni- lega verið ánægður með það lóð sem hann hefur talið sig leggja á vogarskálar málræktarinnar. Ég var hins vegar ekki ánægður með að svona væri fyrsta stóra átakið sem þessi mæti maður beitti sér fyrir varðandi móðurmálið, því hafi hann gert eitthvað annað, hefur þaö farið fram hjá mér. Með fullri virðingu fyrir Jónasi um með mismunandi lög. Und- anfarinn aldarfjóröung höfðu næstum 30 fylki lækkað lögald- ur til áfengiskaupa niður í 18 ár. Hvert einasta þessara fylkja hef- ur í dag lögaldurinn 21 ár. Hallgrímssyni, tel ég að þarna hefði betur verið heima setið en af stað farið. Menntamálaráðherrann hefði til dæmis getað beitt valdi sínu og sett reglugerð sem heföi það markmið að bæta málfar í ljós- vakamiölum með því að gerðar væru lágmarkskröfur til umsjón- armanna þátta eða fréttamanna. Enn leiöinlegra fannst mér þetta vera fyrir hönd ráðherrans og íslenskrar tungu, þegar ég sá hann og heyrði á Stöð 2 þetta sama kvöld í tilefni upphafs út- sendinga Sýnar, sem er systurfyr- irtæki þeirrar sjónvarpsstöðvar. Þar gaf hann út það álit sitt að sjónvarpsstöðvarnar hefðu ekki haft slæm áhrif á íslenskt mál um leið og hann fagnaði auknu frelsi í þeim efnum. Svo hófst útsending hinnar nýju stöövar með þessum orð- Hvers vegna? Svarið er einfalt: Útkoman var svo skelfileg, að ekkert annað en hækkun lög- aldurs á ný kom til greina. Aug- ljóst dæmi, sem vó þungt í þess- um ákvörðunum, var sú stað- reynd, að umferöarslysum á 16 til 20 ára fólki fjölgaði hrika- iega. Þau tvöfölduöust, þegar áfengiskaupaaldurinn var færð- ur niður. Yfirvöld í fylkjum Bandaríkja Norður-Ameríku telja líf og lirni þegna sinna undir 20 ára aldri meira virði en aukin áfengissala. Hvað með íslendinga? Höfundur á sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku íslands IOCT. Sigurgeir Haraldsson: Á beinni braut til Bakkusar - foreldrar í far- arbroddi? Foreldrar eiga að vera fyrir- mynd barna sinna. Ef þau vilja ekki að börnin sín drekki, þá eiga þau ekki að drekka sjálf. Á hinn bóginn, ef Sigurgeir. foreldrar drekka í viðurvist barna sinna, geta þau ekki ætlast til þess að þau drekki ekki seinna meir. Þess vegna er það á ábyrgð for- eldra að fræða börn sín um áfengi og hvaöa afleiðingar þaö getur haft að neyta áfengis. Til dæmis, ef þau drekka um hverja helgi, endar það bara á einn veg. Þau ánetjast áfenginu og enda annað hvort í ræsinu, inni á Vogi eöa í gröfinni. Þaraf- leiöandi græðir maður ekkert á því að neyta áfengis annað en að gleyma stað og stund í nokkra tíma. Höfundur er góbtemplari. um: Gott kvöldgóöir áhorfendur og velkomin á Sýn. Það getur vel ver- ið að áhorfendur séu á sjón- varpsstöövunum, en að ávarpa í karlkyni og halda svo áfram í hvorugkyni fannst mér vitna um afar lélegan málsmekk. Og þá rifjaðist upp fyrir mér að stjómarformaður útvarpsfélags- ins hafði einmitt lýst því í viðtali fyrir nokkrum mánuðum að hann hefði áhuga á íslensku máli. Ekkert hef ég heyrt eða séð sem staðfest gæti að það sé ann- að en falleg orð, ef til vill sögð í þeim tilgangi sem ég lýsti hér að ofan. Já, það er slæmt ef ástkæra, yl- hýra máliö er að verða tæki manna til vinsældaöflunar, a.m.k. ef það gleymist svo löng- um stundum þess á milli. Yfirlýsing Að undanförnu hafa spunnist mikl- ar umræður um útivistartíma barna og ungmenna, ekki síst eftir fjöl- miðlafrétt frá málþingi barna sem umboðsmaður þeirra stóð fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtökin Heimili og skóli, SAMFOK í Reykja- vík, Foreldrasamtökin, Samtökin Barnaheill, Átakið „Stöðvum ung- lingadrykkju" og Foreidrasamtökin Vímulaus æska vilja af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri. - Lögregla og félagsmálayfirvöld um allt land hafa beint þeim til- mælum til foreldra að þeir virði úti- vistarreglur eins og þær eru settar fram í lögum. í umræðum á vegum ofangreindra samtaka hefur vcrið lögð áhersla á að hvetja foreldra og félög þeirra í einstökum skólum til að fylgja gildandi lögum. Foreldrar hafa yfirleitt brugðist vel við, tekið þessi mál til umræðu á foreldra- fundum í skólum, víða sameinast um að fara eftir þessum reglum og jafnvel skipulagt foreldrarölt í hverfum til ab fylgjast meö útivist- artíma barna. Lögreglan í Reykjavík og víbar um land hefur lokib lofs- orði á þetta framtak foreldra og tel- ur útivistartíma barna um margt vera að færast til betri vegar vegna þessa. - Gildandi reglur eru settar með heill barna í huga, ekki til að hamla gegn heilbrigðu bg kröftugu félags- iífi ungmenna. Þannig virðist það hafa farið framhjá mörgum að í reglunum er undanþáguákvæði sem heimilar börnum á aldrinum 13-16 ára að vera úti eftir kl. 22:00, séu þau í fylgd meö fullorðnum eöa um sé að rœöa beina heimferö frá við- urkenndri skóla-, íþrótta- eöa æsku- lýössamkomu. Ef skólaskemmtanir barna 12 ára og yngri standa lengur en til 20:00, eru skólastjórnendur og foreldrar hvattir til að sjá um að börnin séu sótt í skólann að skemmtun lokinni. - Velferð barna byggir mjög á því að þau fái næga hvíld og svefn. Kannanir hafa sýnt að samhengi er á milli svefntíma bama og gengis þeirra í skóla. Virðing fyrir útivistar- reglunum auðveldar foreldrum að tryggja eðlilegan hvíldartíma fyrir börnin og fjölga samverustundum fjöiskyldunnar. Full ástæða er einn- ig til að benda á ýmsar hættur sem fylgja núiímasamfélagi. í fréttum af ofangreindu mál- þingi barna kom fram að einn þátt- takandi í pallborðsumræðum, þing- mabur og móðir, taidi útivistarregl- urnar úreltar og kvaðst ekki fylgja þessum lögum. Það er alvarlegt um- hugsunarefni að alþingismaður skuli lýsa því yfir að þessi ákvæði í nýlegum lögum um vernd barna og ungmenna (lög nr. 58/1992, 57. greln) séu úrelt og ekki ástæða til ab fara eftir þeim. Vert er að geta þess ab aðrir þátt- takendur í pallborði á þessu mál- þingi — fjármálarábherra, borgar- stjórinn í Reykjavík og formaður menntainálanefndar Alþingis — tóku ekki undir þetta viðhorf þing- mannsins. Þess var þó ekki getið í fréttum ríkissjónvarpsins og vekur fréttafiutningur af því tagi upp spurningar um ábyrgð fjölmiðla, sem og sú rangtúlkun fréttastof- unnar á útivistarreglunum að börn- in megi ekki taka þátt í skipulögðu félagsstarfi eftir að útivistartíma lýkur. Forsvarsmenn og stjórnarfélagar þeirra samtaka, sem ab yfirlýsingu þessari standa, vilja taka undir ioka- orð borgarstjóra, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, í bréfi sem sent var í haust, ásamt útivistarreglun- um, til foreldra í Reykjavík: „Ég beini þeirri eindregnu hvatningu til foreldra að við tökum öll höndum saman og leggjum metnab okkar í það að þab heyri til algerra undan- tekninga að börn og unglingar séu eftirlitslaus úti á kvöidin og um helgar. Það er þeirra hagur." Með því að leggjast á eitt geta skólar, foreldrar, fjölmiölar og þing- menn haft mikii áhrif til að búa börnum betri uppvaxtarskilyrði, þar sem ofbeldi og almennt virðing- arleysi fyrir lögum og reglum heyrir sögunni til. Reykjavík, 13. nóvember 1995 F.h. Barnaheilla Kristín Jónasdóttir F.h. Foreldrasamtakanna Hörður Svavarsson F.h. Heimilis og skóla Unnur Haildórsdóttir F.h. SAMFOKS Guðbjörg Bjömsdóttir F.h. „Stöðvum unglingadrykkju" Valdimar Jóhannesson F.h. Vímulausrar æsku Elísa Wíum Vinsælt mál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.