Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 23. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vopnaður fribur Staöfesting forseta Serbíu, Króatíu og Bosníu á friöarsamningum, sem fram fór í Ohio í Banda- ríkjunum síöastliðinn þriöjudag, eru mikil tíð- indi í alþjóðamálum. Nú má segja að í fyrsta skipti sé raunveruleg von til þess aö varanlegur friður náisrá Balkanskaga eftir mannskæöustu átök sem hafa átt sér stað í Evrópu frá lokum síö- ari heimsstyrjaldar. Þessi átök hafa haft í för meö sér ólýsanlegar hörmungar og eyðilegg- ingu. Hins vegar er sá friður, sem náðst hefur, vopn- aður friður og hvílir á 60.000 manna herliði sem ætlunin er að safna saman frá Nato-ríkjum. Að leggja þertnan herafla til og skipuleggja veru hans í Bosníu er risavaxið verkefni, sem Nato- ríkin standa nú frammi fyrir. Enn er ekki komið samkomulag um það milli Bandaríkjaforseta og þingsins að leggja til 20.000 hermenn til þessar- ar ferðar. Svo stórfelldir liðsflutningar til átaka- svæða eru viðkvæmt rríál í Bandaríkjunum í ljósi sögu þeirra. Tilraunir til málamiðlunar á Balkanskaga eru langvinnar og hafa flestar runnið út í sandinn. Þess vegna er árangurinn nú athyglisverður fyr- ir margra hluta sakir. Harðar loftárásir Nato hafa greinilega gert Bosníu-Serbum það Ijóst að al- þjóðlega samfélagið myndi ekki sitja hjá lengur. Ljóst er að stríðsþreyta er staðreynd hjá fólki, sem þolað hefur ólýsanlegar hörmungar. Þá er einnig ljóst aö það vald, sem stórveldið Banda- ríkin býr yfir, hefur orðið samningamönnum þeirra sá bakhjarl að mark er á þeim tekið. Bak- grunnurinn er annar og boðleiðirnar styttri heldur en hjá þeim samningamönnum sem starfa í umboði ríkjabandalags á borð við Evr- ópusambandið. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr því starfi sem unnið hefur verið í sát- taumleitunum síðustu ára. Það hefur vafalítið undirbúið jarðveginn og átt sinn þátt í því að skýra flókna stöðu á Balkanskaga fyrir forustu- mönnum annarra Evrópuþjóða og Bandaríkja- manna. Hitt er staðreynd að það virðist hafa skipt sköpum þegar Bandaríkjamenn komu af fullum þunga inn í samningamálin með það vald að baki sem fylgir risaveldi með mikinn hernaðarmátt. Hins vegar er vopnaður friður ekki traustur friður. Hann hvílir á spjótsoddum, svo notuð sé gömul samlíking. Stríðsþreytan kemur fram í orðum forseta Bosníu, þegar hann segir að vondur friður sé betri en stríð. Nú ríður á því að nota tímann vel og reyna að „vinna friðinn", ' sem er erfitt verkefni. Til þess þurfa Evrópuþjóð- ir ásamt Bandaríkjamönnum að leggjast á eitt með aðstoð bæði í formi fjármagns til endur- reisnar og hvers konar aðstoðar til þess að draga úr þeirri þjáningu og þeim sárum sem ólýsanleg- ar hörmungar og mannfall hafa valdið á liðnum árum. Aö leggja sjálfa sig niður Hugsjónamennska Þjóbvaka- þingmanna meb Ástu R. Jó- hannesdóttur, brottflæmda framsóknarkonu, í broddi fylk- ingar ríbur ekki vib einteyming. Nú beinast hugsjónir Ástu ab velfarnabi forsetaembættisins og hefur hún lagt fram frum- varp til breytingar á stjórnskip- unarlögum, sem miba ab því ab tryggja ab forseti hafi óumdeilt umbob þjóbarinnar þegar hann er kosinn. Þetta vill Asta gera meb því ab tryggja ab kjörinn forseti hafi aldrei minna en helming kjósenda ab baki sér. Ef ekki næst tilskilinn meirihluti í fyrstu umferö kosninga, þá beri aö kjósa á milli þeirra tveggja efstu í annarri umferb, sem fram fari eigi síbar en þremur vikum eftir þá fyrri. Þetta fyrir- komulag er vel þekkt í forseta- kosningum og frægast í hinu franska fimmta lýöveldi þar sem tveggja-umferöa- kerfiö hefur viögengist. Þó forsetahlutverkiö í Frakklandi sé mun valdameira en menn eru ab tala um hér, þá er þessi aöferö heppileg ef menn vilja — eins og Ásta R. er aö tala um — styrkja stööu forsetaemb- ættisins í íslensku stjórnkerfi. Ekki ný hugmynd Nú er þessi hugmynd hreint ekki alveg ný og ýmsir hafa orb- iö til ab velta henni upp. Garri þykist vita ab ýmsir stjórnmála- menn séu sammála því aö al- mennt sé þaö heppilegra fyrir forsetann, hver svo sem hann er, ab hafa meirihluta þjóbar- innar aö baki sér og geta, ef svo ber undir, talaö í nafni þess meirihluta. Um þetta fer ekki eftir flokkslínum, jafnvel ekki n Framsóknar- flokkslínum, 1^1' þó þessari ^ l hugmynd hafi m.a. ver- hgi-MB leibara Tím- ans síösumars T:----------- 1980 eftir ab ^0' frú Vigdís var kjörin forseti. í þá tíö voru raun- ar bæöi Tíminn og Ásta R. form- lega í Framsókn, þó nú séu tengsl beggja oröin óformlegri og jafnvel eitthvaö lauslegri. íhaldsmenn, kommar og kratar hafa svo vitaö sé margir hverjir samúö með þessu viöhorfi Ástu R. og frumvarpi hennar. Hins vegar er óvíst aö sann- færing manna í málinu sé jafn GARRI heit og hjá Ástu R., því hún viröist tilbúin aö fórna lang- þráöu þingsæti fyrir hana. Feng- ist tillagan samþykkt í vetur, yrði aö rjúfa þing og kjósa aftur með vorinu, vegna þess aö hér er stjórnarskrárbreyting á ferð- inni. Þannig myndi kjörtímabil- iö varla ná að verða nema fjórð- ungur af því sem það annars gæti orðiö, og þegar af þeirri ástæðu er ótrúlegt aö þingheim- ur almennt veröi mjög spennt- ur fyrir því aö afgreiöa þessa tií- lögu frá Ástu R., jafnvel þó meirihluta alþingismanna finn- ist hún vera hiö besta mál. Stóru tíðindin En um þetta getur Ásta auö- vitaö ekki verið viss og í því felst hiö óvenjulega hugrekki henn- ar sem þingmanns. Hún getur verið nánast viss um aö veröa ekki kosin á þing aftur — í þaö minnsta ekki fyrir Þjóövaka, sem mælist nú meö svipað fylgi og Flokkur mannsins á sínum tíma, þetta 1,0-2,6%. Þaö, aö Þjóövaki skuli leggja fram til- lögu um breytingu á stjórnskip- unarlögum og þar meö stjórnar- skránni, er því í rauninni tillaga um að leggja þingflokk Þjób- vaka niður. I því felast aö sjálf- sögðu hin stóru pólitísku tíö- indi sem framlagning þessa frumvarps boöar. Þannig hefur þessi flokkur sóleyjarinnar sólu fegri fundið sér sinn riddara til aö vekja upp og deyja fyrir. Þessi riddari er forsetaembættið, sem yröi sterkara og öflugra eftir sjálfsfórn hins nýja þingflokks. Þaö yröi óneitanlega fagur endir á stuttum en skærum og heitum ferli flokksins og Mörður Árna- son, varaþingmaður Ástu R., yröi ábyggilega ekki í vandræð- um meö að skrásetja meö skáld- legum hætti þessi harmrænu endalok. En af þessu sést aö síendur- teknar fullyröingar um aö hug- sjónamenn finnist ekki lengur í íslenskri pólitík eiga varla viö rök að styðjast, nema auðvitað efasemdamennirnir hafi rétt fyrir sér, aö Þjóðvaki hafi annaö hvort ekki áttaö sig á því hvað hann var aö gera eöa þá aö Ásta R. hafi reiknað út að frumvarpið hennar myndi aldrei fást af- greitt. Hún hafi bara lagt þaö fram til að komast í sviösljós fjölmiölanna. Hver veit? Garri Happadrjúgt ólukkustand Að nýlokinni hátíö þar sem nor- rænt tignarfólk hlóö á sig orö- um og djásnum til aö halda upp á brullup í ævintýralandinu þar sem prinsessan á bauninni varö til, skrapp önnur prinsessa í breska sjónvarpiö og þuldi þar raunasögu sína. Ektaspúsa prinsins af Wales lét dæluna ganga í klukkustund um hvaö þaö sé andstyggilegt ab vera prinsessa og teljast til konungsfjölskyldu heimsveldis- ins. Hún sagöi frá öllu því um ævi sína, sem allir sem áhuga hafa á, vita og hafa vitaö lengi. Prins- inn hélt framhjá henni og hún hélt framhjá prinsinum. Henni leiðist prinsinn og prinsinum þykir hún leiðinleg. Tengdó er líka leiöinleg og allt þaö slekti heldur kuldalegt og lítil ástæöa til aö púkka upp á þaö. Di prinsessa er í miklu uppá- haldi sérhæföra fjölmiöla. Þeir, sem einkum flytja fregnir af frægu fólki og ríku og umfram allt af tignu standi, birta af henni myndasíður í hverju tölu- blaöi, skælbrosandi. Prinsessan skiptir um föt nokkrum sinnum á dag og er hreint aödáunarvert hve hún er flott. Diana er per- sónugervingur tignar, glæsileika og hamingju. Holdib er veikt Aörir fjölmiölar sérhæfa sig í óhamingju og ekki er Di prins- essa síöur í essinu sínu þar. Þar birtist hún grátandi meö skelf- ingarsvip, þegar upplýst er um hvert hneykslið af ööru sem hún er viöriðin. Þegar hún hef- ur verið í tygj- um viö mynd- arpilta, ætlar allt Iiretaveldi af göflunum aö ganga. Svo grætur hún líka eöa er voöa sorrí á svipinn, þegar eiginmanns- nefnan rýkur af bæ og fer aö gera hitt í göröum og svefnher- bergjum annarra kvenna. Kvensurnar hælast um aö halda viö prinsinn af Wales og elskhugar konunnar hans stæra sig af sigrum sínum yfir veiku holdi hátignarinnar. Um þaö skrifa þeir bækur og ástarhjal er Á víbavangi tekiö upp á hljóöbönd, sem spil- uö eru fyrir þegna tengda- mömmu, sem er ekki skemmt. Um alla þessa óhamingju- sömu léttúö er búiö aö fjalla op- inberlega í áratug, eins og hitt aö konungsdæmiö er allt í upp- námi og enginn veit hver verö- ur fær um að tróna yfir þessari lauslátu fjölskyldu og heims- veldinu öllu, þegar hinnar staö- föstu tengdamóður nýtur ekki lengur viö. Hagvöxtur og skemmtanagildi Þegar nú Diana prinsessa er búin aö staöfesta þaö sem allir vissu, upphefjast umræöur um hvort hreinskilni hennar sé aö- dáunarverö eöa ámælisverö og hvorí maöur hennar veröi nokkru sinni kóngur, rétt eins og aö þaö skipti einhverju máli. Breska konungsdæmiö stend- ur þessi hjúskaparbrot og laus- mælgi af sér eins og aörar hremmingar. Tignarfólkiö þar í landi hefur ekki kallaö allt ömmu sína, þegar þaö hefur sveigt af mjóum vegi velsæmis og siölegs hátternis. Og á tímum kynlífsbyltingar, sem riðiö hefur yfir Bretaveldi, og takmarkalítils umburöarlyndis þegar ríka, fræga, fallega og volduga fólkiö á í hlut er engin ástæöa til ann- ars en aö klappa prinsinum af Wales og konu hans lof í lófa. Af einurö og frjálslyndi hafa þau brotiö.af sér hlekki velsæm- isins og veitt náttúrum sínum og fýsnum útrás aö konungleg- um hætti. Þau hafa stuðlaö aö aukningu hagvaxtar meö því aö efla alla ómerkilegustu fjölmiöla heimsveldisins og leggja þeim til kjaftasögur af öllum sortum. Fyrrverandi tilvonandi kóng- ur og drottning hafa einnig veitt þegnunum ómælda skemmtun og stytt þeim stund- irnar meö því aö leggja til efni í óþrjótandi og vinsælt umræöu- efni. Því standa Bretar í þakkar- skuld viö Diönu og Karl fyrir óvenjulega happadrjúgt ólukku- stand. Bersöglismál Diönu í sjón- vörpum heimsins eru aöeins ljúfur millikafli í einhverri skemmtilegustu framhaldssögu breskrar yfirstéttar og er enn meira eftir, og væntanlega ekki langt aö bíöa næsta stórviöburð- ar sem fylgst veröur meö í sorp- ritum hins upplýsta heims.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.