Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 23. nóvember 1995 Afmæli Jóhanns Más Halldór jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, og kona hans Guörún Dagbjartsdóttir rœöa viö Snjólaugu Siguröar- dóttur hjá Landsvirkjun (í miöiö). Birgir isieifur Gunnarsson seöiabankastjóri á tali viö Sigurö Þóröarson tanniækni. Dr. jóhannes Nordal og Páll Gíslason iœknir voru meöal gesta. Davíö Oddsson forsœtisráöherra og Baldur Guöiaugsson, lögfrœöilegur ráögjafi Landsvirkjunar, voru meöal gesta. Jóhann Már Maríusson, að- stoðarforstjóri Landsvirkjun- ar, varð sextugur um daginn. Slegið var upp veglegri veislu í Mánaberginu og sama dag voru undirritaðir sölusamn- ingar á auknu rafmagni til ísal uppá nær milljarð króna. Er þá hundrað prósent nýting á allri raforkuframleiðslu lands- manna og rekstur Landsvirkj- unar á sigurskeiði. Jóhann Már var með fyrstu verkfræð- ingum landsins til að stunda rannsóknir á hálendinu með tilliti til virkjana. Hann er ljóðelskur hestamaður og Rót- arýfélagi. Myndirnar eru úr veislunni. ■ jóhann Már ávarpar gesti. „ Og svo dönsum viö dátt, þá er gaman, / meöan dagur í austrinu rís." Rœöumaöur kvöidsins jón Baldvin Hannibalsson og kona hans Bryndís Schram á fullu í Bláhimninum. Hinrik Ragnarsson hélt uppá afmœli sitt á uppskeruhátíÖinni. Hinrik er einn mesti húmoristi meöal hestamanna og átti einn fegursta hest landsins, Asa. Hinna datt í hug aö spenna gæöinginn fyrir léttikerru. Asi fœldist auövit- aö viö tiltækiö, stökk marga hringi á Fáksvellinum og losaöi sig smám saman viö allt kerrudrasliö, aktygin, tauma og ólar. Þegar gæöingurinn kom móöur og másandi heim aö hesthúsunum, snéri Hinni sér aö viöstödd- um og sagöi: „ Þaö er asi á honum núna, piltar." Meö honum á myndinni er dóttir hans Edda, formaöur kvenna- deildar Fáks. Uppskeruhátíð hestamanna Gleðigjafinn með geisladisk André Bachmann gleðigjafi gaf út geisladisk um daginn. André er einkar rómantískur tónlistarmað- ur og ókrýndur konungur kokkt- eiltónlistarinnar á íslandi. Hann hefur sviðssjarma Tyrone Power, raddhlýju Franks Sinatra og hefur spilað og sungið um allt land. Með honum á myndinni er Hild- ur G. Þórhalls, samsöngkona hans á geisladisknum. ■ Hestamenn héldu árlega uppskeru- hátíð sína á Hótel Sögu um síðustu helgi. Jón Sigurbjörnsson óperu- söngvari stjórnaði fjöldasöng og Jón Baldvin Hannibalsson alþm. hélt ræðu. Siguröur Matthíasson var kosinn hestamaður ársins og Sveinn Guðmundsson ræktunar- maður ársins. Svo var dansað, sung- ið og trallað fram undir rauðan morgun. Myndirnar eru frá hátíð- Mann- lífs spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON inni. Gúndi hiröir hjá Fák (til vinstri) ígóbum félagsskap.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.