Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. nóvember 1995 11 Elisabet Halldórsdóttir Framsóknarflokkurínn Elisabet Halldórsdóttir, húsmóðir og ijósmóðir, var fœdd á Mikiabœ í Oslandshlíð, Skagafirði, 26. febrúar 1904. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Sauðárkróki 10. nóvein- ber s.l. Foreidrar hennar voru Halldór Þorleifsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, sem bjuggu nœr allan sinn búskap á Miklabœ. Börn þeirra auk Elisabetar voru: Ósk húsfreyja á Hlíðarenda, f. 1905, gift Stefáni Sigmundssyni. Jón og Guðrún dóu börn. Árið 1933 giftist Elisabet Óiafi Gunnarssyni, f. 9. febr. 1894, d. 1981. Foreldrar hans voru Gunn- ar Ólafsson, bóndi í Keflavík í Hegranesi, og kona hans Sigurlaug Magnúsdóttir. Böm þeirra voru: Halldór Þorleifúr, f. 20. des. 1934, kvœntur Guðninu Jónsdótt- ur og eiga þau 4 böm og 3 barna- böm. Sigurlaug, f. 11. júlí 1938, gift Magnúsi Jóhannssyni, skildu; eiga 3 böm og 4 bamaböm. Áður átti Sigurlaug soninn Ólaf Bjömsson, giftan ogá 1 barn. Ingibjörg Ingveldur, f. 28. des. 1942, gift Þorvaldi Gestssyni og eiga þau eitt barn og 2 bamabörn. Þá ól Elisabet uþþ son Ólafs, Magnús, frá 4 ára aldri. Hann var fœddur 7. júní 1930 og dó 1983. Hann var ókvaentur og bamlaus. Einnig ólst upþ hjá þeim hjón- um Sigmar Benediktsson frá 8 ára aldri. Hann var fœddur 3. seþt. 1948 og dó 1985. Lét eftir sig konu, Elísabetu Arnardóttur, og2 börn. Útfór Elisabetar fór fram 18. nóvember s.l. frá Viðvíkurkirkju. F.lisabet á Miklabæ er látin, tæplega 92ja ára. f>au eru mörg árin aö baki og mikið hlutverk sem hún hefur skilaö í sínu lífi. Hún og Ólafur maður hennar tóku viö búi af foreldrum henn- ar á Miklabæ 1933, þar bjuggu þau þar til Halldór sonur þeirra tók viö búi. Eftir lát Ólafs var hún hjá syni sínum og tengda- dóttur þar til fyrir nokkrum mánuðum aö hún fór á Sjúkra- húsiö á Sauðárkróki og þar lést hún, þrotin að kröftum.' Hún haföi fótavist alveg frarn undir þaö síðasta og gat því ver- iö heima á Miklabæ og notið umönnunar fjölskyldu sinnar. Á Miklabæ haföi hún lifaö og starfaö alla sína ævi og þar vildi hún vera. Ef hún dvaldi nokkra daga hjá Sigurlaugu dóttur sinni, þá var hugurinn heima. „Ég fer nú aö fara heim í Mikla- bæ," sagöi hún gjarnan. Elisabet var mikil húsmóöir og var mikiö myndarheimili á Miklabæ, svo sem verið haföi alla tíö hjá foreldrum hennar. Ólafur maöur hennar var hlýr og góður heimilisfaðir. Traustur sem bjargið. Stjúpsyni sínum reyndist hún sem besta móðir og var orö á haft. Hún var hin sanna góöa eiginkona, móöir, amma, langamma og tengda- móöir, sem umvafði alla ást sinni og hlýju. Elisabet stundaöi nám viö Ljósmæöraskólann í Reykjavík veturinn 1928-'29. Aö námi loknu tók hún viö ljósmóöur- umdæminu í heimabyggö sinni og stundaöi þau störf um 40 ára skeiö, eöa þar til sjúkrahúsin tóku viö öllum sængurkonum. kessu starfi fylgdi mikil ábyrgð ásamt feröalögum, oftast á hest- um, þar til bílar komu. Þá þurfti aö bregöa skjótt viö, þegar kall- ið kom. Ég ólst upp á næsta bæ við El- isabetu og var stutt milli bæja. Man ég eftir aö oft sá ég aö ein- t MINNING hver var að koma ríðandi með tvo til reiðar heim í Miklabæ og fór mikinn. Þá vissi ég aö nú var verið aö sækja ljósmóðurina. Ég sé hana svo vel í huga mín- um fara niður túniö á brúnum hesti. Trúlega hefur þaö verið „Óla-Brúnn" sem hún sat. Elisabet haföi einstaklega góöa og ljúfa framkomu, rólega og yfirvegaöa skapgerö, réttsýn og orðvör. Þaö var einstakur friöur og öryggi sem fylgdi henni þegar hún kom til sæng- urkvenna. Fimm sinnum naut ég þess sjálf aö fá hana í Ijós- móðurerindum til mín. Það eru mér ógleymanlegar stundir. Ég tel það nrikiö lán fyrir mig aö hafa notið hlýju og vináttu þessarar góöu konu allt frá því hún veitti mér sjálfri móttöku í þennan heim. Elisabet var starfi sínu vaxin. Hún naut trausts og viröingar samferöafólksins. Það veröur ætíö bjart yfir minningu hennar. Góöur guö blessi hana og varöveiti um eilífð. Far þú í friði, friðurguðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstu með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Margrét Kristjánsdóttir Fabir okkar og tengdafaöir Valtýr Guðmundsson Álftamýri 58 lést 21. nóv. í St. Jósefsspftala. Ingunn Valtýsdóttir Guömundur R. Valtýsson Böövar Valtýsson Cunnar Valtýsson Þórir Ólafsson Ásdís Einarsdóttir Hólmfríöur Guöjónsdóttir Sólveig Þorsteinsdóttir If Gubrún Þóra Þorkelsdóttir frá Fjalli lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 21. nóv. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd abstandenda Grétar Benediktsson og Ólafur Þ. Ólafsson Absendar greinar scm birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa birtingar vegna anna viö innslátt. 'V'ww D A6 S B R U Nj Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur Verkamannafélagiö Dagsbrún heldur félagsfund sunnudaginn 26. nóvember 1995 kl. 14 aö Borgar- túni 6. Fundarefni: Reglugeröir EES varöandi akstur og hvíld- artíma ökumanna. Frummælendur: Halldór Grönvold, ASÍ Gubni Karlsson, dómsmálaráöuneyti Félagsmenn sem vinna viö akstur eru sérlega hvattir til aö mæta. Stjórn Dagsbrúnar Abalfundur mibstjórnar Framsóknarflokksins haldinn í Borgartúni 6, Reykjavík, 24.-25. nóvember 1995. Drög ab dagskrá: Föstudagur 24. nóvember. 1. Kl. 20.00 Setning. 2. Kl. 20.05 Kosning starfsmanna fundarins. 2.1 2 fundarstjórar. 2.2 2 ritarar. 2.3 5 fulltrúar í kjörnefnd. 3. Kl. 20.10 Stjórnmálavibhorfib: Halldór Ásgrímsson. 4. Kl. 21.00 Lögb fram drög ab stjórnmálaályktun. 5. Kl. 21.10 Almennar umræbur. Skipun stjórnmálanefndar. 6. Kl. 00.00 Fundarhlé. Laugardagur 25. nóvember. 7. Kl. 8.30 Nefndarstörf. 8. Kl. 9.30 Kosning 9 manna í Landsstjórn. 9. Kl. 9.45 Stjórnmálaályktun, umræburog afgreibsla. 10. Kl. 10.30 Pallborb: Rábherrar flokksins sitja fyrir svörum. 11. Kl. 12.00 Önnur mál. 12. Kl. 12.15 Fundarslit. Kl. 1 3.30-1 7.00 Opin ráðstefna Fjárlögin — Framtíbin — Velferbin Kl. 19.00 Sameiginlegur kvöldverbur. Fundur um atvinnumál! Opinn fundur um atvinnumál verður haldinn á Hvoli, Hvolsvelli, miövikudaginn 22. nóv. 1995 kl. 20.30. Frummælendur: Finnur Ingólfsson, iónaóar- og viöskiptarábherra, Sigbjörn Jónsson verkfræbingur, Gubmundur Rafn Bjarnason frá Byggbastofnun. Ræddar verba horfur í atvinnumálum á Suburlandi, m.a. meb tilliti til væntan- legrar virkjunar vegna nýs álvers. Fundarstjóri: ísólfur Gylfi Pálmason alþingismabur. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Aöalfundur Mibstjórnar Framsóknarflokksins verbur haldinn ab Borgartúni 6, Reykjavík, dagana 24. og 25. nóvember n.k. og hefst kl. 20.00 föstudaginn 24. nóvember. Dagskrá auglýst síöar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnaráb Framsókn- arflokksins Fyrsti fundur sveitarstjórnarábs Framsóknarflokksins verbur haldinn í Atthagasal, Hótel Sögu, föstudaginn 24. nóvember n.k. og hefst kl. 1 3.00. Rétt til setu á fundinum hafa þeir sem falla undir 5. grein laga um sveitarstjórna- ráð: 5. grein. Innan Framsóknarflokksins skal starfa sveitarstjórnaráb. Skal þab skipab öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, sem kjörnir eru af listum flokksins, svo og þeim sem kjörn- ir eru af sameiginlegum listum eba óhlutbundinni kosningu, auk sveitar- og bæjar- stjóra, enda séu vibkomandi skrábir félagar í Framsóknarflokknum eba yfirlýstir stubningsmenn hans. Framsóknarflokkurlnn Framsóknarvist Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 26. nóvem- ber kl. 14.00 í Hótel Lind. Veitt verba þrenn verblaun karla og kvenna. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismabur, flytur stutt ávarp í katfihléi. Abgangseyrir er kr. 500 (kaffi- veitingar innifaldar). Framsóknarfélag Reykjavikur Framsóknarvist Önnur félagsvist vetrarins verbur haldin í Hvoli sunnudagskvöldib 26. nóvember nk. kl. 21. Næstu spilakvöld verba 3. desember og 10. desember. Vegleg kvöldverblaun. Stjórn Framsóknarfélags Rangceinga Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM! UMFERÐAR RÁO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.