Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. nóvember 1995 9 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . I mibborg Sarajevo staldrabi þessi mabur vib í gœr tii þess ab lesa dagblab meb frásögnum af fribarsamkomulag- inu sem nábist íDayton á þribjudag. Fyrirsögn dagblabanna er: „Stríbinu lokib". Hillir loks undir friö í Bosníu? Lykilatriði ab framkvæmd samkomulagsins gangi upp Reuter Viðbrögöin viö friðarsamkomu- laginu sem forsetar Bosníu, Serbíu og Króatíu komu sér sam- an um á þriðjudag hafa verið á ýmsa lund. Leiðtogar um allan Sarajevo — Reuter Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóöanna varaöi ríki Vest- ur-Evrópu við því að fyllast ekki of mikilli bjartsýni varðandi það að þeir 700.000 flóttamenn frá ríkjum gömlu Júgóslavíu gætu snúið fljótt aftur til heim- kynna sinna. „Ég myndi hreint ekki ráð- leggja neinum múslima að snúa heim hafa fagnab samkomulag- inu en margir hafa jafnframt bent á enn sé langt frá því ab friöur hafi endanlega verib tryggður í Bosníu. „Þetta er skref í átt til friðar, aftur til Banja Luka," sagði Kris Janowski, talsmaður Flótta- mannastofnunar SÞ í gær. „Þús- unda manna er enn saknað þarna ... AðStæðurnar eru jafn ömurlegar og þær hafa nokkru sinni verið. Það væri brjálæði að hvetja fólk til þess að snúa til baka undir þessum kringum- stæðum." en friður er ekki enn kominn á," sagði Jacques Chirac, forseti Frakklands, í gær. „Það er eitt að stööva stríðið á jörðu niðri. Nú þarf að binda endi á það í hjört- um og hugum fólks." Carl Bildt, aðalsáttasemjari Evrópubandalagsins í málefn- um Bosníu, tók í sama streng og sagði að þetta væri aðeins upphafiö að friöi. Hins vegar væri þetta skref mjög mikil- vægt. „Framkvæmdin er nú lykillinn að því ab friöur renni upp — að haldnar verbi frjálsar og sanngjarnar kosningar, að flóttamenn fái möguleika á að snúa aftur heim til sín, að af- vopnun eigi sér stað og dregið verbi úr liðsstyrk, að hafin verði uppbygging á efnahagslíf- inu sem er í rúst, að menn átti sig á því að sættir eru sú leiö sem þarf að fara til ab jafnvægi náist í Bosníu í framtíðinni," sagði Bildt. ■ Um 700 púsund flóttamenn frá gömlu Júgóslavíu eru í ríkjum Vestur-Evrópu: Snúa vart heim í bráb LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Til ábúðar Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru laus- ar til ábúðar jarðirnar Auðkúla I og Auðkúla III í Svínavatnshreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Á Auðkúlu I eru eftirtalin mannvirki: íbúðarhús b. 1967, fjós b. 1964, fjárhús b. 1965, hlaða b. 1964, mjólkurhús/fóðurgeymsla b. 1964, blásarahús/súgþurrkun b. 1965, lausagöngu-/ hjarðfjós b. 1975, tvær geymslur b. 1974 og 1975. Stærð ræktunar er 39,9 ha. Á Aubkúlu III eru eftirtalin mannvirki: íbúðarhús b. 1967, fjós b. 1959, fjárhús b. 1962, hlaða b. 1957, mjólkurhús b. 1975 og refahús b. 1986. Stærö ræktunar er 29,7 ha. Til greina kemur að leigja jarðirnar saman. jarðirn- ar eru leigðar án greiðslumarks. Æskilegt er að við- takandi kaupi eignir fráfarandi ábúanda á Auðkúlu III, en kaupverð þeirra ákvarðast af úttektarmönn- um Svínavatnshrepps. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9750. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneyt- isins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík fyrir 15. des- ember nk. Landbúnabarrábuneytið, 21. nóvember 1995. Hjólbarðar Matador vörubílahjólbarbar: 12 R 22,5 MP 100 kr. 25.000,- 315/80 R 22,5 MP 100 kr. 27.900,- Einnig Matador dráttarvélahjólbaröar fyrirliggjandi í stær&unum 12,4-24, 14,9-24, 14,9-28, 16,9-28 og 16,9-34. Frábært ver& TÖLVUBÖND OG DISKLINGAR Meginatribi samkomulagsins Sameinubu þjóbirnar — Reuter Samkomulagið, sem forsetarnir Bosníu, Króatíu og Serbíu undir- rituðu í Dayton í fyrradag, felur m.a. í sér að Bosnía-Hersegóvína verður eitt ríki, en því verður skipt upp í tvo hluta, serbneska hlutann og hluta múslima og Króata. Bosnía-Hersegóvína hef- ur sitt eigiö forsetaembætti, lög- gjafarþing í tveimur deildum, dómstól og seðlabanka, en að auki hafa bæöi serbneska ríkið og króatíska-múslimska ríkið sinn eigin forseta og löggjafar- þing. Sameiginlega miðstjórnin mun hafa á sinni könnu utan- ríkismál, utanríkisviðskipti, tollamál, peningamál, innflytj- endamál, samskipti og sam- göngur, ásamt fleiru. Sarajevo tilheyrir króatíska- múslimska hlutanum, en borgin Gorazde, sem er aö meirihluta byggð múslimum en er inni á landsvæði Serba, verður tengd við króatíska- múslimska ríkið með mjórri landræmu. Kosningar verða haldnar sex til níu mánuðum eftir að sam- komulagið veröur undirritað í París, og verður þá kosið til allra embætta í Bosníu-Hersegóvínu, Serbneska lýðveldinu og Sam- bandsríki múslima og Króata. Þeir sem kærðir hafa verið fyrir alþjóðlega stríösglæpadóm- stólnum í Haag mega ekki gegna neinum embættum sem kosiö er til, sem þýðir m.a. að Radovan Karadzic og Ratko Mladic verða ekki kjörgengir. Flóttamenn og heimilislaust fólk hefur samkvæmt samkomu- laginu fullan rétt til þess laga- lega aö endurheimta húsnæöi sitt eöa hljóta skaðabætur ella. Og sett verður á stofn mannrétt- indanefnd sem hefur það hlut- verk að rannsaka mannréttinda- brot í öllum hlutum Bosníu. Þrjátíu daga frestur er gefinn fyrir herlið Serba annars vegar og Króata og múslima liins veg- ar að yfirgefa landsvæði handan þeirra landamæra sem samið var um. Jafnframt verður að rýma tveggja km svæði báðu megin landamæranna svo þar verði engin þungavopn né hermenn, og er til þess gefinn 120 daga frestur. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna munu hverfa af vett- vangi, en í staöinn kemur herliö undir stjórn Nató, sem hefur það hlutverk aö gæta þess að friöarsamkomulagiö haldi, hafa eftirlit meö flugumferð og sjá til þess að ákvæðum friðarsam- komulagsins verði hrint í fram- kvæmd. Þetta herlið mun hafa heimild til þess að grípa til vopna til að koma í veg fyrir of- beldisverk, og því verður frjálst að fara um alla Bosníu-Herseg- óvínu að vild. Þá er gert ráð fyrir því aö Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna aflétti vopnasölubanni sínu til allra þeirra ríkja sem áður til- heyrðu Júgóslavíu, auk þess sem efnahagslegum og pólitískum refsiaðgerðum gagnvart núver- andi Júgóslavíu (Serbíu og Svart- fjallalandi) verður hætt. VARÐVEITA • • GOGNIN Lífstíöarábyrgð. Útsölustaöir: Tölvu- og ritfangaverslanir. ÁRVÍK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.