Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 23. nóvember 1995 UR HERAPSFRETTABLÖÐUM FncTTnninnin SELFOSSI Skógræktin og Félag skógar- bænda á Suburlandi vinna ab nytjaskógrækt: Möguleiki á aö skapa 60 ný störf í sunnlenskum sveitum Á vegum Skógræktar ríkisins er nú unnið aö því að koma upp stórfelldri nytjaskógrækt á Suðurlandi, sem gæti skapað allt aö 60 ný störf í sveitum á Suöurlandi. Fyrirmyndin er að nokkru sótt í Héraðsskóga- verkefniö fyrir austan, en hér á Suðurlandi er þó í ráði aö fjölbreytni í skógrækt verði meiri. I’essa dagana er Skógræktin og Félag skógarbænda á Suð- urlandi að afla fjár til undir- búnings verkefnisins. Um er að ræöa verkefni sem gæti velt unr 50 milljónum króna á ári, þegar þaö veröur komiö í full- an gang, sem veröur í fyrsta lagi voriö 1997. I>að er tíföld sú upphæð, sem fer í ár af fjárlögum til nytjaskógræktar á Suöurlandi, en þaö er líka reiknaö með aö útplöntun allt aö því tífaldist, en í ár gróöur- settu sunnlenskir skógar- bændur um 180 þúsund trjá- plöntur. Nytjaskógrækt er þannig unnin, aö bændur leggja til land og nokkur % í kostnaö, en eru aö öðru leyti á launum hjá ríki, sem greiöir einnig mestallan útlagöan kostnaö. Þegar skógurinn er kominn upp, fer hluti ágóöa til áfranr- haldandi skógræktar, en form- legir eigendur skóganna eru bændur. Sunnlenskir bændur og aörir jaröeigendur lrafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og mættu hátt í 80 manns á kynningarfund um máliö í Þingborg á dögunum. Þegar eru 25 býli á Suðurlandi í nytjaskógrækt og Björn Jóns- son hefur aö undanförnu ver- ið aö skoöa umsóknir frá 45 til viðbótar, sem áhuga hafa á aö taka þátt í verkefninu. Varnarliðiö: Oánægja mebal ibnabarmanna — vegna lækkunar á bónus Iönaöarmenn sem stnrfa hjá Varnarliöinu eru óánægöir meö aö viö síðustu útborgun launa haföi starfsmannahald Varnarliðsins lækkaö bónus hjá þeim. Umræddur bónus var settur á meö úrskuröi Kaupskrárnefndar 1989. Sigfús Eysteinsson, formaö- ur Iönsveinafélags Suöurnesja, sagði aö viö síðustu útborgun launa hafi kauptaxtar veriö réttir, en bónus hafi verið lækkaöur. Hækkanir sam- kvæmt kjarasamningi frá því í febrúar hafi því komiö til framkvæmda. Skýringar Varn- arliösins séu þær aö í kjara- samningunum frá því í febrú- ar ættu laun aö hækka um 2700 krónur og til aö hækkun iðnaðarmanna yröi ekki meiri var bónusinn lækkaður. Þetta sætta iðnaðarmenn sig ekki viö, þar sem bónusinn var ákveðinn af Kaupskrárnefnd, og hafa óskaö eftir lögfræði- legu áliti á þessari aögerö. nmmnnMEm Viðræöur íþróttafélaganna og bæjarins: Sigldu í strand — þar sem Þórarar vilja ekki leggja félagið niöur Viðræður bæjarins viö íþróttafélagiö Þór og Knatt- spyrnufélagið Tý eru strand, í bili a.m.k., og er ástæðan sú aö félagsfundur í Þór lýsti sig andvígan því aö leggja félagiö niður. Formaður Þórs segist líta svo á aö málið sé í bið- stööu, en formaöur Týs og fulltrúi bæjarins. líta svo á aö viðræðunum sé lokiö. Það hafi verið skilyröi af hálfu bæjarins, aö félögin veröi lögö niöur, og á meöan Þórarar vilji ekki skoöa þann mögu- leika sé til einskis aö halda áfram. Ekki hafa fulltrúar fé- laganna enn fengiö aö vita hvaö bærinn ætlaði aö bjóða upp á, nema aö yfirtaka skuld- ir og eignir félaganna. Sam- kvæmt heimildum blaösins var ætlunin aö afhenda íþróttahreyfingunni eignirnar aftur og veita styrk til reksturs þeirra meö svipuðum hætti og bærinn gerir í íþróttamiðstöð- inni. „Skilyröi bæjarins fyrir við- ræðunum voru afdráttarlaus, en þaö var aö félögin yröu lögö niður. Eftir félagsfund hjá okkur sáum viö aö ekki var hægt aö uppfylla það skil- yröi og greindum við fulltrú- um bæjarins frá því," sagöi Stefán Agnarsson, formaöur Þórs. Metur Stefán stööuna þann- ig aö málið sé nú í biðstöðu. „Viö erum opnir fyrir öllu nema að leggja félagið niður. Viö sjáum ekki að af þessu veröi sparnaður og svo erum við hræddir við aö missa fólk sem borið hefur hitann og þungann af starfinu hjá okk- ur. Þaö er hætt viö að grasrót- in noti tækifærið og hætti, veröi félagiö lagt niöur," sagöi Stefán. „Þaö voru Þórarar sem slútt- uöu þessum viöræöum. Þeir vilja ekki einu sinni sjá hvað er í pakkanum hjá bænum. Viö vildum sjá hvaö þaö er sem bærinn er aö bjóöa upp á, en ætluðum ekki að fara í þaö meö neinum gassa aö leggja félagiö niöur. Þaö er aðalfund- ar aö ákveöa það," sagði Helgi Sígurlásson, formaöur Týs. Helgi segir að eins og staðan sé í dag, sé ljóst aö dæmiö gangi upp hjá hvorugu félag- inu. „Þaö er útúr kortinu aö sýna reikninga frá síöasta að- alfundi og segjast skulda 1,8 milljón, eins og Þórarnir gera. En skuldastaða félaganna er aukaatriöi, þaö þarf aö efla íþróttirnar í bænum og þaö verður ekki gert með öörum hætti en aö bærinn komi til liðs viö okkur, eins og hann hefur boöist til." M U L I OLAFSFIRÐI Deilur um framkvæmdir á vegum Hafnasamlagsins: Gengur á ýmsu vegna tafa á framkvæmdum Steypuframkvæmdum viö noröurgarö, sem áttu að hefj- ast í sumar, er ekki lokib og veröur í raun ekki lokið fyrr en í vor. Samþykkt var á fundi Hafnasamlagsins aö fresta verkinu og ganga til samn- inga, þar eð þeir telja að tafir hafi orðiö á verkinu vegna tafa annarra verktaka á svæö- inu. Reyndar var einn fundar- manna, Matthías Sæmunds- son, á móti þessari sanrþykkt, og lét hann bóka aö verktaki notaði röralagnir Skeljungs sem skálkaskjól fyrir vilja- og getuleysi til ab vinna verkið. Þetta eru stór orð, en Múli hefur fyrir því heimildir aö enn fleiri stór orð hafi fokiö manna á meöal undanfarnar vikur, jafnvel mánuöi. Múli veit líka til þess aö ýmislegt hefur ekki staðist áætlun og hefur verktakinn fengið mik- inn skilning hjá verkkaupa. T.d. liöu um þaö bil 40 dagar, aö sögn Matthíasar Sæmunds- sonar, frá því aö útboösgögn voru opnuð þar til næsti fundur var haldinn um máliö. En nú stendur aöalstyrinn um steypuframkvæmdir. Af hverju er ekki búiö aö steypa? Haukur Pálsson, ostameistari mjólkurbúsins á Saubárkróki, og Gunnar Már Ingólfsson mjólkurfrœbingur, sem gerir ávaxtasúrmjólkina vinsæiu. Annar smekkur á mjólkurvörusýningunni í Herning í Danmörku en á Ostadögum í Reykjavík: Ostar úr Skagafirði fengu fern verölaun Frá Guttormi Óskarssyrti, Saubárkróki: Ostar frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirbinga fengu frábæra dóma á viða- mikilli mjólkurvörusýningu, sem fór fram fyrstu daga þessa mánabar í Herning í Danmörku. Einungis fimm ís- lenskir fastir ostar hlutu verö- laun, Jrar af voru fjórir frá Mjólkursamlaginu á Sauöár- króki, MKS. Grettir sterki 55% fékk brons- verölaun, Gouda sterkur 45% og nýi nafnlausi osturinn, sem MKS framleiöir, fengu báöir silfurverölaun og Kúmen-Mari- bo 45% gullverölaun. Þessar niöurstööur sýna frábæran ár- angur starfsmanna mjólkur- samlagsins, svo ekki sé meira sagt. Það hefur vakið furöu margra aö niðurstöður dönsku dómnefndarinnar eru æriö mikiö frábrugðnar niðurstöð- um þeirrar íslensku á nýliðnum Ostadögum. Ostar meö sömu framleiðslunúmerum voru dæmdir þar, en þá fékk enginn ostur frá Sauöárkróki verölaun! MKS fékk einnig bronsverö- laun fyrir súrmjólk með jarðar- berja- súkkulaðibragði. Sala á ávaxtasúrmjólk frá MKS hefur fariö vaxandi á þessu ári, borið saman viö áriö í fyrra. Til dæm- is varð rúmlega 5% söluaukn- ing á hnetu- karamellusúrmjólk á höfuðborgarsvæöinu í októ- ber og hefur þaö vakið athygli margra. Samkeppnin í bílaskoöun fœrist út á landsbyggöina: Aöalskobun skoðar í Eyj afj arðarbyggðum Heildarhagnabur bíleigenda vegna lækkunar á skoöunar- gjöldum nemur um 20 millj- ónum þaö sem af er árinu, ab mati Aðalskobunar hf. í Hafnarfirbi. Fyrirtækið hóf ab starfa í byrjun ársins, þegar 66 ára einokun ríkisins á Jjessum verkum var á enda. Aö mati þeirra Bergs Helga- sonar og Gunnars Svavarssonar hjá Aöalskoöun er markaðs- hlutdeild fyrirtækisins á höfuð- borgarsvæöinu nú um 30%. Þjónustu- og verðbreytingar hafa til þessa ekki skilaö sér að neinu marki á landsbyggðinni, en þar ræöur Bifreiðaskoðun ís- lands markaönum. En á þessu kann aö verða breyting. Margir aðilar hafa haft sam- band viö Aðalskoðun hf. og óska eftir viðræöum eöa sam- starfi viö fyrirtækiö um lausn á bílaskoöunarmálum í sinni heimabyggð. Segjast talsmenn Aöalskoöunar reiðubúnir aö leita allra hugsanlegra leiða til að bæta þjónustuna gagnvart skoöun á ökutækjum á lands- byggöinni. Heimild er í reglugerð um starfshætti ökutækjaskoöana aö framkvæma megi aöalskoðun á verkstæöum sem hafa leyfi til endurskoöunar, sé verkstæðið í 35 kílómetra fjarlægb frá næstu skoöunarstöö í flokki I. Fyrsti samningurinn í þessa veruna hefur veriö undirritaö- ur. Aðalskoðun mun nú skoöa bíla í Ólafsfiröi á bifreiöaverk- stæöinu Múlatindi. Ólafsfirð- ingar, Dalvíkingar og nær- sveitamenn, sem til þessa hafa þurft aö aka til Akureyrar í skoðun, geta því sótt styttra eft- ir aðalskoöun á bílum sínum í framtíöinni, auk þess sem skoö- unargjöld þeirra munu lækka. - JBP Launin hœkkaö 2- til 3- falt meira en verölag undanfarna tólf mánuöi: Laun hækk- ab nær 6% á einu ári Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli október og nóvem- ber. Samtals hefur hún Jrá hækkaö um 5,7% á síöasta tólf mánaöa tímabili, og meö- allaunin í landinu þá vænt- anlega líka. Þetta er 4 til 6 sinnum meiri hækkanir heldur en uröu á samsvarandi 12 mánaða tíma- bilum árin 1994 og 1993. Og þetta er sömuleiöis milli tvöfalt og þrefalt meiri hækkun en orðiö hefur á helstu verölags- vísitölum undanfarna tólf mán- uði. Þannig hefur byggingar- vísitalan hækkað um 3% á tímabilinu, vísitala neysluverös um 2,1% og gamla lánskjara- vísitalan um aðeins 1,7% frá nóvember í fyrra. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.