Tíminn - 07.12.1995, Qupperneq 14

Tíminn - 07.12.1995, Qupperneq 14
14 mimfimir Fimmtudagur 7. desember 1995 CEISLADISKAR Geislaplata meb leik Jon- asar Ingimundarsonar Út er kominn geisladiskur meö píanóleik Jónasar Ingimundar- sonar. Um viðfangsefni hans segir Halldór Hansen í meöfylgjandi texta m.a.: „Á þessum geisla- diski Jónasar Ingimundarsonar er aö finna safn af píanólögum, sem kalla mætti „Lög sem mér finnst ég þekkja", þar eö flest laganna eru meö því marki brennd aö eiga beinan og milli- liðalausan aðgang aö hug og hjarta áheyrandans á sama hátt og lög, sem allir þekkja." Og ögn síðar segir Halldór Hansen: „Á tónleikum munu flest af þessum lögum og önnur svip- aös eðlis oftast heyrast sem aukalög. Hvert og eitt þeirra stendur þar meö undir sér sem sjálfstæð eining án frekari tengsla viö hin. Það sem heldur þeim saman er aö þau falla öll ljúft aö eyra." Á plötunni er aö finna mjög ólík verk eftir sautján höfunda. Upptaka fór fram í Listasafni Kópavogs undir stjórn Halldórs Jónas Ingimundarson. Víkingssonar. Geislaplata þessi hlaut nafniö „Viö slaghörp- una", en Jónas stendur fyrir tónleikum í Listasafni Kópavogs meö sama heiti. Útgefandi er Fermata, en Japis sér um dreifingu. Smáverk fyrir flautu og píanó Áshildur Haraldsdóttir flautuleik- ari og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari hófu samstarf í sumar sem leiö, er þær hljóðrituðu 19 verk til útgáfu á geislaplötunni „Miniatures" í Víðistaðakirkju. Þaö var Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari ásamt Georg Magn- ússyni sem önnuðust hljóðritun og fórst það verk einkar vel úr hendi. Eins og nafniö gefur til kynna, samanstendur Miniatures af 19 stuttum tónverkum eftir ólíka höfunda. Mörg verkanna eru frá síðari hluta 19. aldar og tengjast Tónlistarháskólanum í París á einn eða annan máta, en sá skóli á mikinn þátt í vinsældum flaut- unnar á þessari öld. Þar lærðu og kenndu fremstu flautuleikarar Frakklands, tónskáldin sóttust eftir aö semja verk fyrir þá og þaö- an barst „franski flautuskólinn" víöa um heiminn. Þá má einnig finna verk eftir þýsk, svissnesk, ensk, dönsk og íslensk tónskáld á plötunni og eru nokkur þeirra 20. aldar verk. Mörg verkanna eru hreinlega fágæt og hafa sjaldan eöa aldrei komið út á geislaplöt- um, en önnur eru á meðal þekkt- ustu verka fyrir flautu og hafa notið vinsælda um skeið. Gefur þetta „Miniatures" sérstakan blæ og eykur á mikilvægi útgáfunnar. Meöal þessara verka eru nokkur sem reyna verulega á færni flautuleikarans, verk sem gefa Ás- hildi kost á að sýna hvaö í henni býr. Þá er hlutur píanósins einnig nokkur og nýtur leikur Selmu sín vel á plötunni. Áshildur Haraldsdóttir er búsett í Frakklandi og starfar þar meö kammersveitinni L'Orchestre Symphonique Francais í París. Þá hefur hún gefiö út nokkrar geisla- plötur hjá Intim Musik í Svíþjóö, auk þess að leika á tónleikum víöa um álfur. Selma Guömundsdóttir hefur starfað sem kennari viö Tónlistar- skóla Reykjavíkur um árabil. Hún hefur haldiö tónleika víða um heim og gefiö út nokkrar geisla- Áshildur Haraldsdóttir. Selma Cuömundsdóttir. plötur, þ.á m. sólóplötu og tvær geislaplötur meö Sigrúnu Eð- valdsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Ás- hildur og Selma starfa saman og hefur samstarf þeirra verið sérlega gott og borið góðan ávöxt. Umbúðir hannaði Jökull Tóm- asson, ljósmyndari var Sveinn Speight, filmuvinnsla var í hönd- um PMS og Sony DADC í Austur- ríki annabist framleiöslu og prentun. Spor h.f. gefur geisla- plötuna út og annaðist jafnframt dreifingu til hljómfangaverslana. „Miniatures" kostar kr. 1999. ■ Gullvæg regla Hrólfur Hjaltason er ekki bara góöur bridgespilari, heldur er hann stundum mjög orðhepp- inn við spilaborðið. Eitt sinn sat undirritaður í heimabridge meb Hrólf sem makker og eftir að ég hafði gefið 2 geim og 1 slemmu á misheppnuðu út- spili hallaði Hrólfur sér fram og sagði föðurlega: „Heyrbu, Björn. Þar sem það hefur kom- ið á daginn að þú ert vondur í útspilum, ætla ég að gefa þér eina góða reglu. Næst þegar þú átt út, skaltu velja útspil og leggja á grúfu. Síðan skaltu taka spiliö upp og velja eitt- hvert annað." Sjálfur á Hrólfur ekki við þetta vandamál að stríða og í Reykjavíkurmótinu í tvímenn- ingi náði Hrólfur sér í topp með vel heppnuðu útspili. Vestur/AV á hættu ♦ 7 V ÁDG932 ♦ KGS2 ♦ GS * QG9853 V 4 * 984 * T87 N V A S A KT2 ¥ K86 ♦ ÁD7 * ÁD64 A Á64 ¥ T75 ♦ T63 + K932 Vestur varð sagnhafi í 4 spöð- um eftir að Hrólfur í norður og Rúnar Magnússon í suður sögðu hjörtu. Hrólfur taldi líklegt ab hjartakóngurinn væri í austur, og tryggði niðurkast þannig ab hann spilaði tígulfimmunni út, 3./5. Sagnhafi setti lítib í upp- hafi og Rúnar drap á tíuna. Rún- ar spilaði hjarta sem Hrólfur drap og síðan kom tígultvistur- inn. Nú gerði sagnhafi sig sekan um mistök meö því að setja ásinn, en e.t.v. var hann hrædd- ur um tígulstungu. Hann kast- aði síðan tígli í hjartakónginn og spilaði spaba. Rúnar drap og BRIDGE BjÖRN ÞORLÁKSSON spilaði tígli sem sagnhafi trompaöi heima og var nú kom- inn minnst einn niður eins og lauflegan er. Hann spilaði tíunni að heiman, Hrólfur lagði á, drottning og kóngur. Taps- lagirnir urðu þannig tveir á lauf. Fyrir að skrifa 200 í sinn dálk fengu Hrólfur-Rúnar fullt hús stiga og Hrólfur þarf ljóslega ekki sjálfur að beita reglunni að ofan. Evrópumótiö í paratví- menningi og sveita- keppni í Monaco Fjórða Evrópumótið í paratví- menningi og sveitakeppni verð- ur haldið í Monaco 18.-23. mars 1996. Dagsetningar hafa breyst um viku frá því að mótaskrá BSÍ var gefin út. Spilað verður á Hótel de Paris í Monte Carlo og er skráningarfrestur til 15. janú- ar 1996. Skráning verður að fara fram í gegnum Bridgesamband íslands. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ í síma 587- 9360 á skrifstofutíma. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið 3 kvöldum af 6 í Butler- keppni BR. 60 pör taka þátt og hafa Eiríkur Hjaltason og Hjalti Elíasson leitt mótið frá upphafi, en Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson nábu síðasta keppniskvöld að saxa forskotiö niður í eitt stig. Staða efstu para: 1. Eiríkur-Hjalti 201 2. Guðmundur P.-Þorlákur 200 3. Hermann Lárusson-Erlendur Jónsson 111 4. Hrólfur Hjaltason Oddur Hjaltason 110 Sigtryggur Sigurðsson- Bragi Hauksson 90 Bridgefélag SÁA Þriðjudaginn 28. nóvember var spilaður eins kvölds tölvu- reiknaður mitchell með for- gefnum spilum. 22 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum milli para. Meðalskor var 216 og best- um árangri náðu: NS 1. Jakob Kristinsson-Guðmund- ur Pétursson 255 2. Magnús Þorsteinsson- Guðmundur Vestmann 233 3. Sigurður Jónsson-Georg ísaksson 233 AV 1. Jónas Þorláksson- Jón Björnsson 271 2. Daníel Már Sigurðsson- Vilhjálmur Sig. jr. 247 3. Guðmundur Þórðarson- Þórir Guðjónsson 245 Bridgefélag SÁÁ spilar öll þriðjudagskvöld að Ármúla 17A, Úlfaldanum og mýflug- unni, og er spilabur eins kvölds tölvureiknaður mitchell með forgefnum spilum. Spila- mennska hefst kl. 19.30 og eru allir velkomnir. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Bikarkeppni Norðurlands: Dregib í 3. umferb 1. Þorsteinn Friðriksson, UMSE- Jóhann Magnússon, Dalvík 2. Jón Örn Berndsen, Sauðárkr,- Ingvar Jónsson, Sigluf. 3. Stefán Vilhjálmsson, Ak.-Stef- án G./Anton Haraldsson, Ak. 4. Stefán Sveinbj./Haukur Harð- ars. Ak.-Þórólfur J., Húsav./ Stefán B., Blönduósi. Leikjum á að vera lokiö fyrir 17. des., en þeir sem eiga eftir tvo leiki geta fengið frest til ára- móta. Dregið verður í næstu umferð 18. des. Úrslit leikja sendist til Ásgríms Sigurbjörns- sonar í síma 453-5030 eða 453- 5353. Fax: 453-6040. Þættir úr þjóöarsögu Vilhjálmur Hjálmarsson: Þeir breyttu Islandssögunni. Tveir þættir af landi og sjó. Æskan 1995. Hér eru komnir tveir þættir úr byggðasögu Austurlands. Annar er um það hvernig bændum eystra tókst að bjarga bústofni sínum frá hungri og felli í fann- ferginu mikla 1951. Hinn er um árabátaútveg Færeyinga á Aust- fjörðum. Hér er um að ræöa sögulegar heimildir, sem gott er að eiga í bók. Harðindin eystra veturinn 1950-51 voru slík að dreifa þurfti fóðri, bæði heyi og öðru, víða um hérub. Það varb ekki gert nema með krafti þeirra tækja sem voru nýjung í sam- göngumálum hér á landi, snjó- bíla og beltisýtna. Af því er mik- il saga, sem hér er rakin. Aust- firðingar sigruðust á snjó- þyngslunum. Og það er engin fjarstæba að segja að þar meb hafi íslandssögunni verið breytt. Þessi harðindi eru svo skammt undan að frásögnin um baráttuna við þau er tiltölulega auðveld, þó aö hún hafi kostað sína vinnu. Hér hefur nákunn- ugur maður, sem átti sjálfur sinn þátt í málunum, byggt upp frásögn af þáttaskilum í þjóbar- BÆKUR HALLDÓR KRISTJÁNSSON sögunni. Þar hefur réttur maður skrifað rétta sögu á réttum tíma. Færeyingar hafa lengi sótt afla á íslandsmið. Vestur á fjörðum bar talsvert á skútum þeirra. Þeirra tími er ekki lengra undan en það, ab sá sami og þessi orð skrifar man frá æskuárum sín- um að Færeyingar gengu á land og dönsuðu hringdansa sína, þegar ekki gaf að stunda veiöi- skapinn. En austur frá komu þeir meb báta sína og notuðu þá. Fyrst var skútan móðurskip með árabátunum, en svo varð þessi útvegur laus við skúturnar. Þá komu menn bara með ára- báta sína og reru þeim til fiskjar þaðan sem þeir fengu uppsátur í verstöð. Þessi færeyski árabátaútvegur á Austfjörðum á upphaf sitt upp úr 1870 og nær fram yfir seinni heimsstyrjöld. Viðskiptin voru vinsamleg og hafa átt drjúgan þátt í því að rækja frændsemi þjóðanna. Og vissulega var tími til kominn að koma þessari sögu á bók, meira en hundrað árum eftir upphaf hennar. Vilhjálmur segist styðja frá- sögn sína við grundvallarrit sem kom út í Færeyjum 1980. Þaö heitir: „Til lands, útróður á ís- landi", eftir Samal Johansen. En jafnframt því hefur hann talað við fólk og kannaö heimildir. Þar má nefna samtíma blaða- fregnir, opinber gögn um reglur og tilskipanir, dagbækur o.fl. Allt hefur þetta veriö mikil vinna. En nú er þessi sérstaka útgerðarsaga komin á bók og hún verður eflaust kærkomin bæði á íslandi og í Færeyjum. Vilhjálmur Hjálmarsson hef- ur á efri árum getið sér gott orð sem fræöimaður og rithöfund- ur. Þar er hann búinn að kynna sig svo að ekki þarf um ab bæta. Uppeldi hans í Mjóafiröi og starf hans sem alþingismaður og fjölþætt kynni vib fólk heima og heiman hefur þróað með honum mannvit sem verð- ur undirstaða allra hans rit- starfa. Þab hefur gert hann vin- sælan sögumann, þar sem yfir- sýnin er mótuð af góðvild ritar- ans sem skilur alþýðlega lífsbaráttu og hefur gott kímni- skyn. Með þessari síðustu bók sinni hefur Vilhjálmur á Brekku búið til varðveislu þætti sem margir munu þakka honum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.