Tíminn - 09.12.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 09.12.1995, Qupperneq 6
6 Laugardagur 9. desember 1995 C agnrýnendur dag- blaöanna tjá sig um tilnefningar til Is- lensku bókmennta- verölaunanna og um- fang flóösins: Endanlegar tölur um útgáfu á ís- lenskum frumsömdum skáld- verkum eru ekki komnar í höfn og því ekki hægt ab bera saman fjölda útgefinna titla fyrir þessu og sí&ustu jól. Tölur frá bókaút- gáfum fyrr í haust bentu þó til þess aö einhver samdráttur hafi orbib í bókaútgáfu, þó ekki sé ljóst á hvaba svibi hann hefur orbib. Geta má sér þess til ab kreppa í bókaútgáfu bitni eink- um á nýjum höfundum, sem ekki hafa skapab sér nafn og stöbu, og svo aftur þeim ekki eru líklegir til ab seljast, en eiga ab sumra mati fyllilega erindi á markabinn til ab fjölbreytni haldist í bókmenningunni. Ekkert skal fullyrt um hvaba ástæöur liggja ab baki ákvarbana forleggjara um útgáfu bóka, en ýmislegt bendir þó til þess ab bókajólin séu nú dauflegri en oft ábur og virtust þeir bókmennta- gagnrýnendur, sem Tíminn ræddi viö — frá Alþýöublabinu, Helgar- póstinum og Morgunblaðinu — sammála um aö litlu fjöri stafi af bókaútgáfunni nú. Jafnvel er svo illa komiö fyrir ritsnilli landans aö nýtilkomin bókmenntaverölaun, sem Vaka- Helgafell hugöist veita í fyrsta sinn á þessu ári og kennd voru viö nóbelsskáldið Halldór Laxness, veröa ekki afhent neinum hæfi- leikaríkum nýliöanum, þar sem þau handrit er bárust í keppnina þóttu ekki nægilega frambærileg. Félag íslenskra bókaútgefenda getur þó ekki skorast undan því aö veita íslensku bókmenntaverö- launin og hafa dómnefndir nýver- ið sent frá sér niöurstööur sínar. í flokki fagurbókmennta voru til- nefndar 3 skáldsögur: Hjartastaöur eftir Steinunni Siguröardóttur, Hí- “T-m r rits, -w i Bitastæð býli vindanna eftir Böðvar Guö- mundsson og Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur. Einnig voru tilnefndar 3 ljóðabækur: Höfuö konunnar eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur, Ljóölinuskip eftir Sig- urö Pálsson og Þaö talar í trjánum eftir Þorstein frá Hamri. Bókmenntamenn hafa veriö mishrifnir af þessum bókmennta- verölaunum. Margir telja þau sjálf- sagt af hinu góða, en einnig hefur sú gagnrýni heyrst ab verölaunin þjóni ekki þeim tilgangi sem þeim er ætlaö, þ.e. að verölauna athygl- isveröustu bók ársins, heldur sé fremur um aö ræða eins konar riddarakross sem veittur sé rithöf- undum sem komnir eru „á tíma". Miðaldra skáld Kolbrún Bergþórsdóttir, bók- menntagagnrýnandi á Alþýðu- blaöinu, telur nokkuö til í þessari gagnrýni. Virtustu skáldin séu til- nefnd og þau verðlaunuð sem þegar séu búin að sanna sig. Þetta séu eins konar heiðursverölaun fyrir unnin störf. „Þetta er hættu- legt, því að ungir höfundar veröa þá útundan. Eins og t.d. Hallgrím- Císli Sigurösson rennir augum yfir íslenskt bókmenntasviö síöasta áratugar og kemst aö þeirri niöurstööu aö orö- listin hafi endurnýjaö sig — meö hjálp frá: Möguleikasprengingu módernistanna Cfsli Sigurbsson bókmenntafræbingur. Gísli Sigurbsson bókmennta- fræbingur hefur tekib þátt í jólakrítikinni í fjölda ára. Heyrst hefur á skotspónum ab bókaárib sé óvenju dauf- legt ab þessu sinni og af því tilefni var Gísli bebinn um ab líta yfir svib síbustu ára og kanna hvort hann geti þar greint einhverja strauma eba hneigb í íslenskum sagnabók- menntum. Hann telur ab helst megi greina samhljóm hjá höfundum síbustu ára í því aukna vægi sem stíllinn hefur fengib í sagnabók- menntum. „Bókmenntafræöingar hafa þann siö aö skoða söguna eftir blómaskeiðum hugmynda- strauma, sem eiga að hafa verið ríkjandi á hverjum tíma. Þegar kemur að samtímanum, verður þessi nálgun miklu erfiðari vegna þess að hinir ríkjandi straumar bókmenntasögunnar hafa í raun aldrei verið ríkjandi þegar þeir komu fram. Þeir voru alltaf nýjungar þeirra framsæknustu. Síðastliöin tíu ár má þó segja að skáld og sagnameistarar hafi orðib með- vitabri en áður um að beina stílgaldri sínum ab því aö fanga athygli vibtakandans, eins og við sjáum bæði hjá Steinunni og Vigdísi, sem ná óvenju sterkum tökum á lesendum í verkum sínum. Einfaldar pólit- ískar nýraunsæissögur, sem komu ábyrgb einstaklingsins yfir á samfélagib, hafa vikið fyrir fleiri og sterkari persónu- lýsingum einstaklinga, til dæmis hjá Einari Má sem skap- aði óvenju djúpa og margþætta persónu í verðlaunasögu sinni um Engla alheimsins — sem var ekki einu sinni tilnefnd til hinna íslensku bókmennta- verðlauna þegar hún kom út, ef ég man rétt. Margir hafa veriö að kortleggja íslenskt borgarlíf eftir stríð, bæði með einföldum frásögnum á ytra borði, sem falla þó vel að heilsteyptum hugmyndum um manninn og upplifun hans á tilverunni, eins og hjá Pétri Gunnarssyni, og eins hefur Einar Kárason seilst aftur til hugsjóna alda- mótanna og sýnt hvernig þær hafa siglt okkur í strand í sam- tímanum. í verkum sínum hef- ur Einar meðal annars endur- vakið aldagamla aðferð íslend- ingasagnanna, ab fella saman sundurlausar munnmælasögur í heilsteypt listaverk. Gyröir hefur yddað stílhæfileikana í könnun sinni á innri veruleika mannsins og tíöarandinn lét fanga sig með eftirminnilegum revíuhætti í skáldsögu Hall- gríms Helgasonar í fyrra. Þá hafa verið gerðar tilraunir með óhefðbundin söguefni, útópíur, erótík og kynóra þar sem höf- undar hafa farið um miklu víð- ari tilfinninga- og líkamssvið en rúmuðust áður í bókmennt- unum, jafnvel svo að hinir nafnlausu höfundar sagna í Tígulgosanum fengju að vera með á jólabókametsölulistum núna. Það hafa líka komið mjög ferskar formhugmyndir frá myndlistarmönnum sem hafa verið að skrifa skáldverk ab undanförnu. Orðlistin hefur því sannarlega endurnýjast og fært út kvíarnar eftir mögu- leikasprengingu módernist- anna, sem gerðu nútímarithöf- undum kleift að byggja nýjar sögur eftir sínu höfbi og bjuggu lesendur um leið undir hið óvænta í hverju verki." — Hvort em íslenskir höfundar að sœkja meir í íslenska eða al- þjóðlega hefð? „Bókmenntir á íslandi hafa aldrei verið jafn þrúgaðar af sömu kröfu og aðrar listgreinar um að skapa séríslenska hefb. Þær eru skrifaðar fyrir fólk sem getur valið íslenskt lesefni í bókaskápnum hjá sér úr nærri þúsund ára bókmenntasögu. Samt hafa alltaf heyrst kröfur um að rithöfundar, einkum ljóðskáld, ættu að viðhalda hinni séríslensku hefö. Þaö verður þó aldrei gert með end- urtekningu, heldur endurnýj- un. Menn þurfa að halda áfram að segja nýjar sögur og yrkja ný kvæði með þeim aðferöum sem duga til ab fanga athygli fólks, um leið og menn brjóta ný lönd í skáldskapnum. Við þessa iðju er ekki hægt ab byggja ein- göngu á íslenskum bókmennta- arfi nema að því leyti að tungu- tak og hugmyndaheimur fyrri alda eru óvenju lifandi í hugs- un okkar miðað við margar ná- grannaþjóðir. Eins og önnur menningarstarfsemi nærast bókmenntirnar, sem hér eru skrifaðar, á ferskum erlendum straumum. Endurnýjunin verð- ur til vegna samruna ólíkra þátta — rétt eins og í lífinu sjálfu. Þjóðleg hreinræktun fel- ur hins vegar daubann í sér." ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.