Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 2
2 Whmtm Föstudagur 22. desember 1995 Tíminn spyr... Er rétt ab lögleiba trúnabar- skyldu blabamanna vib heimild- armenn sína? Ellert Schram forseti ÍSÍ, fyrrv. ritstjóri og alþingis- mabur Já, fjölmiðlar gegna ákaflega mikilvægu hlutverki í þágu al- mennings og tjáningarfrelsis. Þeir veita mikiö lýbræöislegt aöhald og fjölmiölamenn þurfa aö fá ýmsar upplýsingar. Þeim er sýndur trúnaöur, m.a. í nafni réttlætis, og þeir sem vilja upp- lýsa fjölmiöla um eitt og annaö í þjóðfélaginu án þess aö láta nafns síns getiö, verða aö geta treyst því aö þeir njóti þeirrar verndar sem trúnaðarskyldan gerir ráö fyrir. huríöur Jónsdóttir lögfræö- ingur og framkvæmdastj. Neytendasamtakanna Já, það veitir ekki af að hafa hreinar línur í þessu. Um þetta hefur ríkt mikill vafi og menn hafa ekki vitað réttarstööu sína. Þaö er alltaf best aö hafa skýrar reglur. Gunnar Helgi Kristinsson dósent í stjórnmálafræði Ég hef ekki hugsað þetta mál, en í fljótu bragöi finnst mér aö þetta eigi ab virða. Hvort ég telji hins vegar, aö lögvernda eigi trúnaöarskyldu blaða- manna meö afgerandi hætti, get ég ekki sagt um vegna þess að ég hef ekki hugleitt til hlítar þau tilvik sem kynnu að koma upp, t.d. þar sem verið væri aö leka upplýsingum á mjög óeðli- legan og jafnvel hættulegan hátt, og hvort menn ættu þá jafnvel að veröa algjörlega varnarlausir í slíkum tilvikum. Guömundur G. Þórarinsson segir óraunhœft aö spara meö því oð draga úr þjónustu á Landspítalanum: ÞýÓir meiri útgjöld fyrir þjóöarbúið Guömundur G. Þórarinsson stjórnarformaður Ríkisspítalanna segir ab eini möguleikinn fyrir Landspítalann og Borgarspítala til ab spara meira en gert hefur verib sé ab sameina þjónustu- deildir og draga þannig úr kostn- abi vib þær. Hann segir ab skert þjónusta á Landspítalanum J)ýbi oft meiri útgjöld fyrir þjóbarbúib. í tillögum sem stjórn Ríkisspítal- anna hefur iagt fyrir heilbrigðisráb- herra er gert ráö fyrir niburskuröi upp á 370 milljónir en ekki er reikn- að meb niðurskurði á móti halla ársins í ár. Þegar dregnar hafa verið frá þær 240 milljónir sem fást upp í hallann samkvæmt fjáraukalögum eru eftir 167 miiljónir af uppsöfn- uðum halla áranna 1994 og 1995. „Þab J)ýðir ab vib Jrurfum að bera þann halla áfram. En að skera niður fyrir honum er orbib afar erfitt. Því miður kallar þetta á verulega skerb- ingu á þjónustu." Guömundur bendir á að þar sem Landspítalinn sé eins konar enda- stöð geti hann ekki vísað sjúkling- um frá sér nema J)á til útlanda. Með því að leggja niður eða skerða þjón- ustu á Landspítalanum geti spítal- inn vissulega sparab sér fé en það þýði í mörgum tilfellum meiri út- gjöld fyrir J)jóðarbúið J)ar sem dýr- ara sé að senda sjúklinga utan. „Við höfum t.d. að undanförnu verið að taka hjartaskurðlækningar á börnum inn í landið. Það eru um 20 börn á ári sem þurfa að fara í að- gerð vegna hjartagalia. Á þessu ári var um helmingur þeirra fram- kvæmdur hér. Slík aðgerð kostar um 2 milljónir ef hún er framkvæmd hér en 2,5 milljónir ef börnin eru send utan. Þá borgar Trygginga- stofnun og ])annig getur Landspít- alinn sparaö sér fé en þjóðarbúið borgar meira. Þannig er þetta í mörgum tilfellum." Guðmundur segist véra þeirrar skoðunar að eina raunhæfa leiðin til aö spara meira á stóru sjúkrahús- unum í Reykjavík sé ab sameina þjónustudeildir og reyna þannig að draga úr kostnaöi við þær. „Þá á ég við deildir eins og bók- hald, starfsmannahald, tölvu- og tæknídeildir o.s.frv. Þetta er hluti af hugmyndum um stóraukna sam- vinnu og samstjóm sjúkrahúsanna í Reykjavík og er eitt af því sem ráð- herra er að skoða." -GBK I Sagt var... Eitthvab bogib vib svona fyrirtæki?’ „Það sem vekur sérstaka athygli í þessum samanburbi er hinn langi vinnutími hér á landi, mibab vib önnur lönd. Hér er mjög algengt ab fólk vinní um 50 klst. á viku, þegar abrar þjóbir eru meb um eba minna en 40 stundir og launin eru hærri þar fyrir dagvinnuna eina. Þab sem vekur einnig athygli er ab fyrirtæki virbast stöbugt geta lengt yfirvinnuna, sem greidd er meb 80% álagi á dag- vinnu, þó þau geti ekki hækkab dag- vinnuna, sem þó erfyrir neðan þau mörk ab fólk geti lifab af. Er ekki ebli- legt ab menn spyrji hvort ekki sé eitt- hvab bogib vib stjórnun og rekstur þessara fyrirtækja?" Magnús L. Sveinsson formabur Verzi- unarmannafélags Reykjavíkur í forystu- grein VR-blabsins Og svo mundi ég ... „Éf ég stjórnabi heiminum mundi ég byrja á [)ví ab búa til svo stóran her ab ef einhverjar þjóbir mundu fara í stríb mundi herinn stoppa þær. Síb- i an mundi ég láta bestu prófessora í heiminum reyna ab búa til veiru sem gæti drepib allar farsóttir og veikindi. Og ég mundi setja reyksíur á alla strompa í verksmibjum og kjarnorku- verum. Síban mundi ég eybileggja allar byssuverksmibjur og eybileggja líka allar jurtir sem fíkniefni er haegt ab gera úr. Og reyna ab hreinsa sem mest af vatni á jörbinni. Síban mundi ég setja algjört bann á kjarnorku- vopn." Björn Leó, tíu ára, í samtali vib fyrrver- andi kennara sinn, Kolbrúnu Bergþórs- dóttur, í Alþýbublabinu. Hringvegurinn fluttur frá túngaröinum á Grímsstööum: Hringvegur styttist 4,3 km Afstöbumynd Vegageröarinnar sýnir m.a. hvernig fyrirhugaö er aö fiytja Hringveginn Útboö Hringvegarins frá Jök- ulsá á Fjöilum í Víöidal, alls 13,3 km, er auglýst í nýjum Framkvæmdafréttum Vega- geröarinnar. Er þessi vega- gerö sögö liöur í bættu vega- sambandi milli Norðurlands og Austurlands, jafnframt því sem hún styttir Hring- veginn um 4,3 km. Rétt austan Jökulsárbrúar mun fyrirhugaöur vegur sveigja til suðausturs upp með Jökulsá og kemur næst henni við Bæjargróf, þar sem vegur- inn verður í u.þ.b. 260 metra fjarlægö frá einni kvísl árinn- ar. Forgang þessa vegakafla fram yfir aðra skýrir Vegagerð- in með því að núverandi vegur um Grímsstaði sé orðinn afar veikburða og beri ekki þá um- ferð sem um hann fer. Auk þess sé hann snjóþungur og hættulegur vegna blindhæða og einbreiðra brúa. Neikvæð áhrif, samkvæmt skýrslu um mat á umhverfisáhrifum þess- arar vegageröar, felist aðallega í því aö nýi vegurinn verður tæpum 4 km sunnan við Grímsstaði á Fjöllum, sem þar meö verða ekki lengur í alfara- leið. Sú breyting hafi bæði áhrif á ábúanda á Grímsstöð- um og á öryggi vegfarenda að vetrarlagi. Til að auka umferðaröryggi á vetrum er hugmyndin að neyöarskýli verði komið upp á leiöinni milli Víðidals og Mý- vatnssveitar. Ennfremur er meiningin að heimreiðin að Grímsstöðum veröi rudd á opnunardögum Vegagerðar- innar. ■ Eins gott ab hrossin eru ekki læ: „Ég legg því til ab markabsvitund hrossaræktandans verbi í framtíbinni skilgreind meb hjálp bragblaukanna, rétt eins og markabsvitund annarra búfjárræktenda. Og til ab vera sjálf- um mér samkvæmur mun ég leggja tram þá tillögu á næsta ritstjórnar- fundi Eibfaxa ab hverju tölublabi fylgi uppskrift af góbum málsverbi úr hrossakjöti." Sveinbjörn Egilsson deildarstjóri í land- búnabarrábuneytinu í grein í Eibfaxa. Brýtur naubsyn lög? „Naubsynlegt er ab eiga eitthvab eigib fé, hafa abgang ab vebi og líf- eyrissjóbsláni, hugsanlega hafa eitt- hvab rangt vib gagnvart greibslumati og síbast en ekki sizt ab hafa minnst tvöfaldar lágmarkstekjur, hvor abili um sig, ef um par er ab ræba." Stefán Abalsteinsson í cjrein um hús- næbismál í málgagni SINE. í pottinum var verið að ræða Al- þýðublaðið í gær og hvort menn hefðu þegar verib komnir í jólafrí þegar síöasta tölublað var unnið. Ástæðan er sú að í staö leiðara var birt Ijóö eftir Þorstein frá Hamri og ritstjórapistill Hrafns Jökulssonar „Eins og gengur" var með neðanmálsgrein um að hann hafi áður birst í skólablaði MR. Mönnum í pottinum bar ekki saman um hvort hér væri um „reddingu" að ræða eöa snjalla blaðamennsku, en flestir voru sammála um að „leiðarinn" hafi verið óvenju góður... • jólaverslunin er á fullu og kaup- menn gera sér vonir um að kom- ast heilirfrá þessum hildarleik. Þó munu fatakaupmenn margir áhyggjufullir og bölva mikið verslunarferðum til útlanda ... • í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er fullyrt að skýring Ólafs G. þing- forseta á því hvers vegna hann áminnti ekki Össur þegar hann sagbist heyra Árna johnsen hrista höfuðið sé þessi: Ólafur á að hafa sagt að sér hafi heyrst þetta líka ... • Algengt mismæli á Alþingi síb- ustu daga hefur verib að tala um hæstvirtan þingmann Össur Sparkhéöi .sson ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.