Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 22. desember 1995 ffmiiim STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Málamiölun á Alþingi Samkomulag hefur nú tekist á Alþingi um afgreiðslu fjárlaganna og virðist sem allir geti unað við niðurstöð- una. Eitt þeirra atriða sem einna þyngst virtist standa í stjórnarandstæðingum var afnám sjálfvirkra tenginga lífeyrisbóta og atvinnuleysisbóta við almenna launa- þróun. Sú málamiðlun sem þar náðist gerði hvort tveggja í senn að eyða tortryggni stjórnarandstæðinga og launþegahreyfingarinnar um að lækka ætti þessar bætur með óeðlilegum hætti og hitt að sýna að ríkis- stjórnarflokkarnir hafa ekki í hyggju að gera tekjulága bótaþega að sérstakri féþúfu ríkissjóðs. Formleg tenging verður tekin upp á ný að tveimur árum liðnum en sjálf- virknin afnumin í millitíðinni. Hitt stóra atriðið sem þinghald virtist ætla aö steyta á sneri að bótum til þol- enda ofbeldisverka, en þær bætur verða hækkaðar þannig að þær verða 600 þúsund að hámarki og 2,5 milljónir að hámarki í stað 700 þúsunda ef um missi framfæranda er að ræöa. Ríkisstjórnin hefur verið harkalega gagnrýnd fyrir að- haldsaögerðir sínar og niðurskurð og stór orð hafa ekki veriö spöruð. Vissulega hefur aðhaldið komið illa niður víöa og trúlegt er að einhversstaðar hefði verið hægt að deyfa höggið betur en raunin varð á. í gagnrýninni á vinnu af þessu tagi vill oft verða einfaldast og um leið áhrifaríkast að taka út úr einstaka liði og benda á hvern- ig þetta eöa hitt fer illa út úr aðgerðunum, enda eru trú- lega öll mál sem ríkið tekur þátt í að fjármagna „góð mál". Óhjákvæmilega finnst fólki því að það hljóti að vera „vondir menn sem brugga heimsins ráð" ef þeir beina spjótum sínum að þessum „góðu málum". Heildarmarkmiðið er þó að koma böndum á fjárlaga- hallann sem menn annars væru að velta yfir á börn sín og barnabörn. Það er líka „gott mál" og raunar hið besta mál. Og þegar stóru tölurnar eru skoöaðar í fjárlaga- dæminu kemur í ljós aö skattar á einstaklinga eru að minnka og skattar á fyrirtækin heldur að þyngjast. Þetta er í samræmi við þá sanngirniskröfu sem boðuð var í haust að nú væri komið að atvinnulífinu að axla sínar byrðar í sameiginlegum kostnaði eftir að hafa staðið til hlés í þeim efnum um skeið. Einstaklingarnir hins veg- ar hafa ekki, flestir hverjir í það minnsta, burði til aö bæta á sig beinum sköttum. Þær hliðarráöstafanir sem gerðar hafa verið miðast hins vegar við að láta þá sem geta borga fyrir þjónustu eða fá minna frítt, en að þeir tekjulægstu sem höllustum fæti standa geti áfram feng- ið það sem þeir þurfa. í þeirri stöðu sem upp er komin er svigrúmið einfaldlega ekki fyrir hendi til að búa öðruvísi um hnútana. Sannleikurinn er raunar sá varðandi lífeyrisþegana, sem margfullyrt er að séu helstu þolendur bandorms- laganna, að í heildina koma þéir sem lægstar hafa tekj- urnar, 68-70 þúsund kr. á mánuði, ekki ver út eftir breytingarnar en fyrir þær. Það er raunar eitt af yfirlýst- um markmiðum lagnanna að verja hag hinna tekju- lægstu og ekki er annað að heyra á sérfræðingum en að sú vörn muni í aðalatriðum halda. Dregiö í fjárlagalottóinu Nú munu ráðamenn þjóð- arinnar á Alþingi vera í þann veginn að fara í jóla- frí eftir ab hafa dregið upp leikreglur þjóðfélagsstarf- seminnar fyrir næsta ár. Hamagangurinn, nætur- fundirnir, krísurnar og bakherbergjamakkib er aö verba ómissandi libur í undirbúningi jólanna fyrir stjórn- málaáhugamenn og raunar alla sem eitthvað eiga undir í fjárlaga- gerðinni. Þetta er eins og útteygbur lottóútdráttur þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar á miða og enginn veit hvaða útgjöld, skattar, framlög, styrkir, skerðing það verba, sem á endanum lifa af aðra og þriðju umræðu um fjárlögin og fylgifrumvörp þess. Síðasta vikan í aðventu verður því allsherjar spenna búin í skemmtiatriði málþófs og nætursöngs á þing- inu þar sem spítali er lagður af einn daginn, tekinn í rekstur á ný um nóttina, en gæti þess vegna verið af- lagður í annað sinn daginn eftir. En alltaf er það þó koma frelsarans sem stöðvar þessa spilavítisrúllettu, því að sjálfsögðu þarf þingheimurinn að ljúka störf- um áður en kirkjuklukkurnar klingja inn sjálfa fæð- ingarhátíð frelsarans. Alþingishúsib. GARRI Röng gagnrýni Garri hefur tekið eftir því að ýmsir hafa verið að gagnrýna þetta fyrirkomulag á afgreiðslu löggjafar- samkomunnar á málum sem varba fjöregg þjóðar- innar. Segja menn sem svo að ótækt sé ab afgreiða svo stór mál í svo lítilli yfirvegun sem einkennir rúll- ettuspilið. Þetta er að sjálfsögöu hin mesta firra. Eng- in raunveruleg ástæba er til að ætla að þingmenn vinni verk sín eitthvað betur, þótt þeir drolli við þetta langtímum saman. Þab er mikill misskilningur að halda að niðurstaðan verði í grundvallaratriðum önnur, þó svo að rúllettan snúist lengur. Þetta verklag er heldur ekkert frekar til þess fallið ab rýra traust manna á Alþingi sem stofnun. Þing- menn virðast einfærir um ab rýra það traust, þó þeir séu ekki í tímahraki vegna jólanna, og nægir að minna á viðskipti þeirra félaga Eyrna-Össurar og Árna eyrnaklípis. Þab, sem virkilega er gagnrýnisvert og til þess falliö að rýra álit og ímynd þingsins, er hins vegar sú ómennska og aumingjaskapur að geta ekki sent út sjónvarpsút- sendingu beint frá umræbum á þingi, eins og gert var um síöustu jól. Sjónvarpsstöðin Sýn, sem veitti þessa þjónustu stjórnmálaáhugamönnum til ómældrar gleði og dægrastyttingar í jólaamstrinu, hefur nú verið yfirtekin af gjörsamlega menningar- fjandsamlegum bófum, sem hafa ekki vit á því að hætta endalausum útsendingum á tónlistarmynd- böndum og glæpaþáttum frá árdögum sjónvarps og senda út frá Alþingi. Undirleikur viö heimilisstörf Þjóðin hefur í dag ekki nema afar takmarkaða möguleika á að fylgjast með þessum langa og fjöruga lottóútdrætti á Álþingi, þrátt fyrir að öllum sé ljóst að þetta var besta sjónvarpsefnið sem í boði var í síö- ustu viku aðventunnar. Áhugamenn um stjórnmál verða nú aö hlusta á útvarp eða jafnvel hljómplötur á meðan þeir vinna jólaverkin heima hjá sér, í stað þess að geta notið umræðunnar af Alþingi þar sem stjórnmálatröllin kasta milli sín fjöreggi þjóðarinn- ar. Ekkert undirspil er betra þegar menn eru að ryk- suga! Krafan er því skýr. Alþingi hefur sett verulega nið- ur vib það ab þurfa ab gefa eftir fyrir poppmynd- böndum varðandi beinar útsendingar frá þingfund- um fyrir jólin og slík niöurlæging er óþolandi. Þjóð- in krefst þess að fá aö fylgjast með lottóútdrættinum — spilavítisrúllettunni í beinni: fjárlagaumræöuna aftur inn í sjónvarpið! Garri ísland er ekki fátækrabæli Þá eru launakjör enn einnar stéttar þjóna lands og lýös komnar í svibsljósið og nú er þaö sjálft Alþingi sem bibur um upplýsingar um kaup og risnu am- bassadora og annarra sendiráðsstarfsmanna. Þykir sumum vel í lagt og er nú búið aö finna stétt sem skákar æbstu embættismönnum hér, að ráöherrum og þingmönnum meðtöldum. En skemmst er ab minnast þegar þjóðarsáttin og stöðugleikinn fór veg allrar veraldar vegna launa- hækkana til kjörinna fulltrúa og embættismanna í feitum stöðum. Þegar betur var ab gáb, komust kjörin upp í það sem gerist og geng- ur meðal svipabra stétta í ná- grannalöndunum. Með ákvörðun sinni gaf Kjaradómur aðeins gott fordæmi, að miða laun á íslandi við kjör í nágrannalöndum. Ef efnahagsstjórn og stjórnun fyrirtækja væru í sæmilegu lagi, væri engin ástæða til að kjörin hér séu verri en í títtnefndum viðmið- unarríkjum. Framleiðsla, tekjur, auðlegð, menntun og starfshæfni er síst lakari hér en þar sem Kjara- dómur ber kaupið saman við. Niöurlægjandi sultarkjör Undirritabur var nýverið á ferð í Brussel þar sem alþjóðastofnanir eru margar og fer fjölgandi. Þar em meðal annars margir fulltrúar frá nýfrjálsum ríkjum gömlu Austur-Evrópu. Þeir eru víða áheyrn- arfulltrúar og í mörgum tilvikum fastafulltrúar, svo sem í stofnunum Nató, og þykir vestrænum ríkjum mikilsvert að hafa sem mest og best samband við þá. Þaö er libur í að venja diplómata og fulltrúa herja að tileinka sér siði, venjur og hugsunarhátt vest- ræns lýðræðis. Sjálfir em þeir af fullum vilja gerðir að kynnast vestrænum kollegum sínum, starfshátt- um og fjölskyldum. Flestir fufttrúanna frá Mið- og Austur-Evrópu em tiltölulega ungir að ámm og em yfirleitt með fjöl- skyldur sínar með sér, sem einnig er ætlast til að blandi geði vib alþjóbasamfélagið og að börn þeira gangi í skóla meb jafnöldmm sínum frá fleiri lönd- um. En fljótt kom í ljós að dæmin gengu ekki upp. Fulltrúarnir að austan vom svo illa launaðir og starfskjör bág, að þeir vom nánast eins og fangar með fjölskyldur sínar, og alþjóðasamfélagib var þeim lokað vegna fátæktar. Eítt skal yfir alla ganga Tekið skal fram að þessar upplýsingar eru fengnar frá fulltrúum bandarískra, breskra og þýskra fulltrúa, en ekki íslenskra starfsmanna í fjölþjóöaborginni. Hér er ekki um að ræða að taka þátt í veislugleði, heldur aðeins aö hafa eðlileg samskipti utan vinnu- staða og ekki síst að makar og börnin hefðu tækifæri til ab kynn- ast. En þeir ab austan höfðu ekki ráð á leigubílum til að heimsækja aðra né risnu til að bjóða heim, og skólaganga barnanna var vægast sagt erfið. Allt þetta tálmaði mjög að sá árangur næbist af samstarf- inu, sem stefnt var að. Þetta er rifjað upp til að sýna að ef íslendingar ætla fyrir alvöru að halda úti virkri utanríkisþjónustu, þá dugir ekki ab sendimenn séu haldnir eins og hornkerlingar frá fátækrabælum. Þeir verða að geta tekiö þátt í öllu því starfi sem til er ætlast af diplómötum, og kjör þeirra aö miðast við það sem gerist í hverri þeirri höfuðborg sem þeir starfa í. Hitt er annað mál að enginn ætlast til að fulltrú- ar smáríkis iðki flottræfilshátt og þykist þurfa að búa og láta eins og þeir séu sendimenn stórvelda. Þeir hljóta að sýna skynsamlegt aðhald og sníða sér stakk eftir vexti þjóðar sinnar. Hér skal ekki dæmt um hvort laun ambassadora eru óhæfilega há og skattfríðindin mikil. En ef vel er ab gætt, kann svo að vera að þau séu á svipuðum nótum og kollega þeirra frá nágrannalöndunum, sem við erum alltaf ab miða okkur við. Og þá kemur enn að þeirri klassísku spurningu hvers vegna aðrar stéttir en Kjaradómur úrskurbar kjörin fyrir geta ekki fengiö svipuð kjör og sambæri- legar stéttir á Norðurlöndunum austan íslandsála. I staö þess aö fjargviðrast sífellt yfir kjörum þeirra sem betra hafa það, ætti að vera keppikefli að vinnuframlag allra annarra starfandi manna verði mælt á sömu mælistiku. Það er hægt, ef hægt verður að koma einhverri vitglóru fyrir offjárfestingabrjálæðingana, opinbera sem aðra, og velja hæfa menn til stjórnunar. OÓ Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.