Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. desember 5995
Starfsnám byggist á
hugtaki sem ekki
hefur verið skil-
greint
— Níi er frumvarp um fram-
haldsskóla komid fram á Alþingi.
Frumvarp sem sitt sýnist hverjum
um og félag framhaldsskólaketm-
ara hefur lýst ónothœft. Engu að
síður er í því að finna nokkur
ákvœði um eflingu starfsnáms.
Eru menn að komast á rétta leið
eða er frumvarpið ónothaeft?
„Þótt frumvarpiö til laga um
framhaldsskóla sé ab sumu
leyti gallað, þá er megináhersla
lögð á starfsnám og markmið
þess er að efla þann þátt innan
skólakerfisins. Menn geta deilt
um hvort frumvarpið og laga-
setning á grundvelli þess dugi
ein og sér til þess að ná nauö-
synlegum breytingum fram. í
raun byggist umræðan um
starfsnám upp á hugtaki, sem
ekki hefur fyllilega verið skil-
greint. Menn hafa ekki gert sér
nægilega grein fyrir á hvern
hátt þetta nám skuli byggt upp.
Mín skoðun er að enginn ár-
angur náist ef á ab vinna þetta
ofan frá með tilskipunum úr
ráðuneyti eða öðrum stofnun-
um. Miðstýring mun ekki
ganga upp að þessu leyti. Ég tel
að þróun starfsnáms verði að
koma úr grasrótinni. Meb sam-
starfi skóla og atvinnufyrir-
tækja. Með þeim hætti einum
mun takast að byggja upp
menntakerfi á framhaldsskóla-
stigi sem atvinnulífið hefur
þörf fyrir. Ég túlka frumvarpið
svo að frumkvæðið eigi að
koma frá skólunum og frá at-
vinnulífinu, og ég veit ab marg-
ir skólar eru í startholunum að
hefja þróun starfsnáms."
Skólakerfib verður
ab laga sig ab at-
vinnulífinu, ef ár-
angur á ab nást
— Kostar þetta ekki breytingar á
því hefðbundna iðnnámi sem fyrir
er?
„Vissulega þarf að taka það til
endurskoðunar. Ég tel að koma
þurfi upp allt að 60 til 70 mis-
munandi námsbrautum, er koma
ab einhverju leyti inn á starfs-
nám, og þá á ég bæði við hefð-
bundnar iöngreinar, nýjar grein-
ar og ekki síst þjónustuna, sem
auk þess að vera orðin langfjöl-
mennasta atvinnugreinin hér á
landi gerir kröfur um mikla fjöl-
breytni í þekkingu og starfs-
hæfni. Því miður gætir ákveðinn-
ar íhaldssemi hvað iðnnámið
varðar. Meistarakerfið er að
mörgu leyti úrelt, því það hefur
ekki fylgt þeirri þróun sem orðib
hefur innan skóla og utan, en í
þab er engu aö síður ríghaldið í
nafni stéttarhagsmuna og verka-
lýðsbaráttu. Meö því móti er ver-
ib að skapa togstreitu á milli
skólakerfisins og atvinnulífsins,
sem ekki er til þess fallin ab
skapa þau skilyrbi sem þarf til
þess að efla starfsnám. Eg legg
mikla áherslu á aö meö fram-
haldsskólafrumvarpinu er engum
endapunkti náö, heldur aöeins
áfanga, því þama er verkefni sem
aldrei tekur enda. Atvinnulífiö
tekur breytingum frá einum tíma
til annars og skólakerfiö veröur
aö laga sig eftir því, ef árangur á
aö nást."
Hjálmar segir mikilvægi þess
fyrir hinn almenna nemanda aö
vinna með starfsnámi felast í því
aö þaö styrki einstaklinginn í því
að lifa í flóknu og tæknivæddu
samfélagi, þannig aö hann geti
veriö sáttur við tilveruna, geti
tjáð hug sinn og kunni að nýta
tómstundir sínar.
NYJAR
BÆKUR
Hægur vals í
Cedar Bend
Vaka-Helgafell hefur gefið út
bókina Hægur vals í Cedar Bend
eftir Robert James Waller, en hann
er þekktastur fyrir að hafa ritað
metsölubókina Brýrnar í Madison-
sýslu. Sagan segir frá Jeliie Braden,
sem er innilokuð í ástríðulausu
hjónabandi, og einfaranum Micha-
el Tillman. Þau laðast hvort að
öðru og smám saman breytist iíf
þeirra beggja. Er hún hverfur á
braut til þess að glíma við leyndar-
mál úr fortíðinni, kastar hann öllu
frá sér og heldur á eftir henni. Þá
skiptir engu þótt um hálfan hnött-
inn sé að fara.
í kynningu frá útgefanda segir:
„Robert James Waller hefur slegið
eftirminnilega í gegn með skáld-
sögum sínum. Lesendur hafa tekið
bókum hans opnum örmum og
hafa þær orðið metsölubækur um
allan heim. Þeir sem féllu fyrir
Brúnum í Madisonsýslu verða ekki
sviknir af Hægum valsi í Cedar
Bend."
Hægur vals í Cedar Bend er 230
blaðsíður að lengd. Kristján Jóhann
Jónsson þýddi bókina, en Kristín
Ragna Gunnarsdóttir hannaði
kápu. Bókin er filmuunnin í Offset-
þjónustunni hf. Hægur vals í Cedar
Bend kostar 1.990 krónur.
Leitin að landi
drekanna
Komin er út barnasagan
Nikkóbóbínus eftir Terry Jones,
myndskreytt af Michael Fore-
man.
Nikkóbóbínus og Rósa vin-
kona hans eiga heima í Feneyj-
um. Þau ákveða að leita að
: Landi drekanna, sem veröur
mikil hættuför og oft barátta
upp á líf og dauöa, enda verður
hinn versti óþjóöalýöur á vegi
þeirra. Sagan um Nikkóbóbínus
hefur fært höfundinum vin-
sældir víða um lönd, en hún er
allt í senn: ýkjusaga, ævintýri
og reyfari.
Páll Hannesson sneri á ís-
lensku. Bókin er gefin út af
Máli og menningu, en prentuð
í Svíþjób. Hún kostar 1.380
krónur. ■
Gleðileg jóm
gý>
Óskum starfsfólki
okkar og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
með pökk fyrir það liðna
KAUPFELAG BORGFIRÐINGA
Borgarnesi
farsœlt komandi ár
I ‘q
Viötal ÞI.