Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 10
Föstudagur 22. desember 1995 NÝJAR BÆKUR Sækjandinn Bókaútgáfan Iöunn hefur gefiö út nýja skáldsögu eftir John Gris- ham, mest selda rithöfund verald- ar um þessar mundir. Bókin, sem nefnist The Rainmaker á frum- málinu, kom út í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Fyrsta prentun bókarinnar var 2,8 milljónir ein- taka og var þaö algjört met. Sækj- andinn er grípandi og skemmtileg saga af baráttu ungs lögfræöings, sem gengur einn á hólm við óvíg- an her andstæðinga. Lífið viröist brosa við Rudy Ba- ylor, en á einu andartaki hverfa glæstar vonir hans eins og dögg fyrir sólu, þegar framtíö hans veröur að verslunarvöru harösvír- aöra kaupsýslumanna, sem ekki hika við að fórna smápeöum. Sækjandinn er 303 blaðsíöur. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi bókina, sem er prentuð í Prentbæ hf. Verö hennar er 2.980 krónur. Mánadúfur Út er komin ljóðabókin Mána- dúfur eftir Einar Ólafsson. Einar er löngu kunnur sem ljóðskáld og er þetta sjötta ljóðabók hans, en síð- asta bók hans, Sólarbásúnan, kom út fyrir 9 árum. í þessari bók sýnir Einar á sér ýmsar hliðar, eins og hann hefur löngum gert. í henni má finna bæði ugg og bjartsýni, al- vöru og kímni, raunsæi og dulúð. Stíllinn er auðugur af myndum og andstæðum, ýmist knappur eöa orðmargur, en hæfir hvarvetna efn- inu. Einar deilir á stríðsæsingar, kúgun og misrétti, en yrkir jafn- framt um mánann og mánadúfur, mismunandi áþreifanlegt fólk og vættir landsins, ástina og skáld- skapinn, tilgang tilverunnar og dá- semdir bragðlaukanna. Útgefandi er Bókmenntafélagið Hringskuggar. Gallagripir Bókaútgáfan Iöunn hefur gefið út bókina Gallagripir, nýja ung- lingabók eftir Andrés Indriðason rithöfund, sem um árabil hefur verið einn þekktasti og vinsælasti barna- og unglingabókahöfundur þjóðarinnar og hefur sent frá sér fjölda bóka. Andrés hefur hlotiö Andrés Indríöason. ÖsUum félasanönnum borum, ðtarfeliði og lanösinömmm öUiun (^leöilegra Jóla og teœtó feomanbi árs meb þöfek ivvlv þab, öemerab Ifea Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfirði ýmsar viðurkenningar og verð- laun fyrir bækur sínar og þær hafa fengið góöar viðtökur gagnrýn- enda og lesenda. í bókinni Gallagripir segir frá Ása, sem stendur uppi atvinnu- laus eftir að hafa orðið fyrir óhappi á fyrsta klukkutímanum fyrsta daginn í sumarvinnunni. Óg hvernig í ósköpunum á hann aö útskýra svona klaufaskap fyrir stelpunni sem hann er hrifinn af? En þótt ólánið elti Ása og hann þurfi að horfast í augu við erfiðar staöreyndir, á tilveran sínar björtu hliðar: Hann eignast nýja vinkonu sem er með bein í nefinu Þetta er saga um góðar stundir á eftirminnilegu sumri, um átök og sár vonbrigði, en líka vináttu, kjark og þor. Gallagripir er 140 blaðsíður, prentuö í Prentbæ hf. Jakob Jó- hannsson gerði kápu. Verð bókar- innar er kr. 1.780. Óvelkominn gestur Komin er út hjá Máli og menn- ingu barnabókin Svarta nöglin eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Þetta er tí- unda bók höfundar. Gréta og Hansi eru tvíburar, dug- legir að spjara sig á eigin spýtur, en gamanið kárnar þegar óvelkominn gestur hreiðrar um sig á heimilinu. Krakkarnir eiga góða að og leynifé- lagið þeirra, Svarta nöglin, kann oftast ráð sem duga til að leysa mál- in. Sagan er spennandi og dregur upp trúverðuga mynd af kraftrriikl- um nútímabörnum, sem eru skyn- samari en fullorðna fólkið grunar. Bókin er 151 blaðsíða, prentuð hjá Scandbook í Svíþjóð og kostar 1.680 krónur. Kápuna gerði Helgi Sigurðsson. Konan sem man Vaka-Helgafell hefur gefiö út bókina Konan sem man eftir Lindu Lay Shuler. Sagan gerist um tvö hundruð árum fyrir daga Kólumb- usar í Ameríku. Kvani er indíána- stúlka, sem hrakin er burt frá ætt- bálki sínum sökum þess að hún hef- ur blá augu og því talin norn. Sagan lýsir leit hennar að nýjum heim- kynnum, nýrri ást, en óvinir og óblíð náttúra fylgja henni við hvert fótmál. í fjarlægu gljúfri gerir hún síðan uppgötvun sem breytir öilu lífi hennar. í kynningu frá útgef- anda segir: „Konan sem man er stórkostleg lýsing á heimi indíána á þrettándu öld, ástríðum þeirra og ævintýrum. Sagan hefur farið sigur- för um heiminn, hlotið einróma lof lesenda og gagnrýnenda og hefur henni verib líkt við bækur Jean M. Auel um stúlkuna Aylu. Sjálf hefur Auel raunar sagt um Konuna sem man: „Hrífandi og skemmtileg saga sem ég gat ekki Iagt frá mér." Með- an beðið er eftir nýrri bók frá Jean M. Auel er þessi bók tilvalin lesn- ing." Konan sem man er 429 blað- síður. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina, en hún var filmu- unnin í Prentmyndastofunni. Kon- an sem man kostar 2.990 krónur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.