Tíminn - 22.12.1995, Síða 7

Tíminn - 22.12.1995, Síða 7
Föstudagur 22. desember 1995 7 á vetrarvertíðinni og ÍS séö um sölu afurðanna. Þegar upp var staðið eftir hvora vertíð fyrir sig, kom í ljós að rekstur þessa togara hvað varðaði gæði afuröanna og afurðaverð skaraði fram úr. I framhaldi af því var haft sam- band við ÍS sl. haust, þegar UTRF leitaði eftir utanaðkomandi aðila um rekstur útgerðarinnar sam- kvæmt ráðleggingum bresks ráð- gjafafyrirtækis, sem fengið var til að taka út reksturinn og gefa holl ráð um það sem betur mætti fara. Niðurstaðan úr þeim við- ræðum liggur fyrir: um 30 ís- lendingar munu starfa í Petrop- avlovsk næsta árið að þessu verk- efni. Starfsliðið í landi mun stjórna fjármálum, flutningum, aödráttum og gæöamálum. Starfsfólkiö í skipunum mun hafa á hendi gæðastjórnun fram- leiðslunnar, sem er lykilatriði til að ná þeirri framlegð út úr rekstrinum sem möguleg er. Með samstarfinu við ÍS fær UTRF möguleika á að brjóta sig út úr vítahring fyrirfram- greiðslna frá kaupendum afurð- anna, sem hafa ákveðið verð af- urðanna nokkuð einhliða. Einn- ig fær fyrirtækið allt aðra stöðu gagnvart birgjum og öðrum við- skiptaaðilum, þar sem ekki verð- ur eins negld niður fyrirfram- greiðsla á flestu því sem keypt verður, með tilheyrandi erfiðum greiðslukjörum. Útboð á við- gerðum hafa ekki verið stunduð, heldur hefur fyrirtækiö verið bundið í samningum vegna erf- iðrar skuldastööu við ákveðna aðila. Kamtsjatkaskagi var til skamms tíma óþekktur í huga flestra íslendinga, enda ekki margir staðir á heimskringlunni sem eru fjarlægari. Skaginn er austast á Rússlandi og liggur aö Kyrrahafi. Fjarlægðin frá Moskvu er álíka og frá Islandi austur í mitt Indland. Hann var þar til fyrir fjórum árum harðlokaður fyrir útlendingum, vegna þess að hér var staðsett stærsta flotastöð Sovétríkjanna við Kyrrahaf. Skaginn var því lýstur bann- svæði fyrir útlendinga. Þegar ég var á ferð hér í ágúst 1991, ásamt fleiri landbúnaðarmönnum, þá vorum við fyrstu erlendu land- búnaðarvísindamenn sem höfðu heimsótt skagann eftir bylting- una 1917 (byltingin kom reynd- ar ekki hingað fyrr en árið 1921). Kamtsjatka er sá staður á jörð- inni þar sem sólarhringurinn byrjar einna fyrst. T.d. er þriggja tíma munur á „Petro" og Seattle, en tíminn í Seattle er sólarhring á eftir. Hér byrjar því nýtt ár hverju sinni fyrst á jörðinni. Fólk hér hringir héðan um ára- mót til vina sinna vestar í Rúss- landi úr nýju ári, áður en nýtt ár er komið til þeirra sem vestar búa! Hvaö náttúru varðar, er skag- inn mjög sérstakur að mörgu leyti. A Kamtsjatkaskaga eru 29 virk eldfjöll, sum þeirra allt að 6000 metra há. Þau setja mikinn svip á umhverfið, epda keilulaga og mjög regluleg í útliti. Jarðhiti er mikill á skaganum og eru því víða virk hitasvæði með tilheyr- andi möguleikum. Veturinn sest yfirleitt að í byrjun nóvember og stendur óslitið til maíloka. Kuld- ar eru ekki eins miklir hér og uppi í Síberíu, en frostið liggur yfirleitt á milli +10 og +20°C á veturna. Veturinn í ár hefur reyndar komið miklu.síðar en venjulega. Hitastigið hefur legið í kringum 0°C til þessa og snjór sést varla. Sumrin eru aftur á móti hlý og gróöursæl, enda liggur syðri hluti skagans á vib- líka breiddargrábu og Berlín. Þessar veðurfarslegu aðstæður hafa beint sjónum áhugamanna um skógrækt hingað austur. Þab var hinsvegar ekki fyrr en árið Séö yfir hafnarsvœbib úr einum skrifstofuglugganum. Hér mó sjó móburskipib sjálft, Ser- eny Polyus íhöfninni. hafa aukist verulega. Aðrir náms- möguleikar eru ekki fyrir hendi fyrir allt venjulegt ungt fólk, sökum kostnaðar. í Petropavlovsk fer ekki mikið fyrir verslun og viðskiptum á ytra útliti húsanna. Ytri umbún- aður banka, veitingahúsa og verslana er verulega frábrugðinn því sem vib eigum að venjast. Slitin og heldur íburðarlítil skilti gefa til kynna að innandyra sé eitthvað annað en venjulegt íbúðarhúsnæði. Á hinn Tióginn er vöruúrval mikið og enginn skortur á því sem við teljum lífs- nauðsynjar. Ýmsir hafa oröib hálf skömmustulegir yfir því að hafa flutt birgðir af sjampói, sápU og tannkremi yfir hálfan hnöttinn og sjá síðan hér gnægð tegunda sem ekki eru aðgengi- legar heima. Það er dálítið einkennileg til- finning aö ganga um geysistóran útimarkað hér í bænum þar sem seldar eru vörur milli himins og jarðar úr geysilegum fjölda sölu- skúra, sem eru heldur óhrjálegir. Það minnir mann reyndar dálít- ið á ab ganga um Carnaby Street, þegar gengið er milli tuga sölu- skúra sem selja hátískuleðurfatn- að, pelsa og skófatnað neðan úr Evrópu. Þaö er greinilegt ab hag- kerfib er fariö aö snúast, en er enn að slíta barnsskónum. Möguleikar eru hér ótvíræðir og gríðarlega miklir. íslensk fyrir- tæki hafa náð ótrúlegri fótfestu hér á skömmum tíma og eru undantekningalítib vel kynnt. Á þeim hálfa mánubi, sem liðinn er síðan vib komum hingað, höf- um við hitt fulltrúa frá þremur öbrum íslenskum fyrirtækjum. Borgin er að yfirbragði veru- lega frábrugðin þeim vestrænu borgum sem maður þekkir og væri ekki vanþörf á að taka til hendinni víða. Almenningssam- göngur eru ágætar og erum vib þegar farnir aö læra á strætis- vagnakerfið. Ókeypis er í strætó (ætli Ingibjörg Sólrún og Arthur viti af þessu?) og þeir eru oft svo fullir, að ef mabur gætir ekki að 1991 sem möguleiki var á að fá fræ héðan. Síðan hefur komist á öflugt samstarf milli skógræktar- manna á íslandi og á Kamtsjatka og hefur verið fariö í mikla fræ- söfnunarferð víðsvegar um skag- ann. Borgin Petropavlovsk liggur sunnarlega á austanverðum Kamtsjatkaskaga. í borginni búa um 150.000 manns. Borgin er byggð milli ása og hæöardraga, þannig að erfitt er að fá heildar- yfirsýn yfir borgina í einu. Lang- ar blokkir setja svip sinn á borg- ina, enda er það algengasti bvgR- Hér sést skrifstofubygging UTRF þar sem ÍS hafa absetur sitt. ingarmátinn. Trjágróður er mik- ill um allt og gerir það hana mjög fallega á sumrin, þegar hann nýtur sín. Stór stytta af Lenín prýðir miðbæinn, þar sem sá gamli stendur meb vind í frakkann. Varðandi alla fjarlægð- armælingu í bænum er tekið mið af styttunni og er t.d. sagt að einhver búi á 6. km, sem þýðir þá á sjötta km frá styttunni. Petropavlovsk hefur ekki frek- ar en önnur samfélög í Rússlandi farið varhluta af því efnahags- lega hruni sem reið yfir Sovétrík- in um 1990. Efnahagskerfið rið- abi til falls og kom það fram á mörgum sviðum. Mér hefur t.d. verið sagt að upp úr 1990 hafi ástandið verið þannig ab fólk átti reglulega inni um 3-4 mán- aða laun. Það riðlaði mörgu og fólk fór t.d. að spyrja: til hvers er ég ab vinna þegar launin fást ekki greidd? Verðbólgan hefur verið mjög mikil hér á undan- förnum árum. T.d. fengust fyrir 6 árum 0,75 rúblur fyrir einn dollar, fyrir 4 árum fengust 30 rúblur fyrir einn dollar og nú er gengið 4600 rúblur fyrir einn dollar. Þetta segir ögn um þá efnahagslegu ringulreið sem hef- ur ríkt á liðnum árum. Á hinn bóginn hefur verðbólgan minnk- að verulega á síðasta ári, og binda menn vonir við ab botnin- um sé náð. Vitaskuld hafði þetta ástand áhrif á allt vibhald og útlit fast- eigna, þegar peningar voru ekki til fyrir nokkrum hlut. Þetta set- ur óhjákvæmilega sitt mark á Gunnlaugur júlíusson, fréttaritari Tímans og fjármálastjóri ÍS verk- efnisins í Kamtsjatka hugsi á skrif- stofu sinni. borgina, útlit húsa, viðhald þeirra og yfirbragö. Það liggur í augum uppi að ýmsum myndi bregða við umhverfið hér, borið saman við það sem við erum vön heima á íslandi. Á hinn bóg- inn veröur að taka hlutina eins og þeir eru og varast ab fordæma skóginn, þótt menn sjái fölnað laufblað. Atvinnuleysi er hér nokkurt og segir ungt fólk aö það sé ekkert of auðvelt að fá vinnu þegar skólagöngu lýkur. Tveir framhaldsskólar eru í borg- inni, herskóli og félagsfræðiskóli sem byggir mikið á málanámi, ensku, þýsku og frönsku. Þab virðist vera talinn lykillinn hjá ungu fólki að læra tungumál, enda opnar það margar leiöir, ekki síst eftir að erlend samskipti sér, þá kemst maður ekki út fyrr en einni til tveimur stöðvum síð- ar en maður ætlaði sér. Matur er hér mikill og góbur. Af þeim 20 íslendingum, sem hafa komið út, er einungis einn sem hefur fengið „skot" í mag- ann sem tekur því að tala um. Það var frekar undantekning hér áður að menn fengju það ekki. í verslunum og á útimörkuðum er til sölu mikill og góður matur. Þaö er helst að manni sýnist vanta mjólkurafurðir. Á því hót- eli, sem við bjuggum fyrst á og er í eigu „flokksins", þurfti t.d. að panta smjörið sérstaklega út á brauðið með morgunmatnum. Mjólk er ekki aðgengileg, ekki einu sinni út í kaffi. Hótelin eru frekar snyrtileg, en nokkuð dýr þegar borið er saman viö vest- rænan mælikvarða. Verðlag er hér nokkuö frá- brugðið því sem við þekkjum heima. Það má segja í stórum dráttum aö það sem er innfiutt er á nokkuð áþekku verði og við þekkjum, en innlend framleibsla er frekar ódýr á okkar mæli- kvarba. Vodkinn og kampavínið er mjög ódýrt, t.d. kostar hálfur lítri af vodka tvo til þrjá dollara, kampavínsflaskan fimm dollara og sígarettupakkinn einn dollar, en fatnaður og bílar eru ekki mikið ódýrari en heima. Verð- bólgan hefur minnkað verulega og stööugleiki aukist í efnahags- lífinu. Gert er ráð fyrir allt aö 10% hagvexti á næsta ári. í nýafstöðnum kosningum eru líkur á að hófsamir framfara- flokkar hafi fengið einna mest fylgi. T.d. fékk Eplaflokkurinn mest fylgi hér á Kamtsjatka og hafa hin pólitísku nef fundið nokkra samsvörun með honum og ónefndum Framsóknarflokki. Á þeim tveim vikum, sem liðnar eru frá því að fyrsti hópur- inn kom út, hefur margt gerst, margt skýrst og augun opnast fyrir miklum möguleikum til breytinga, bæði hvað varðar stjórnkerfi fyrirtækisins, breytta viðskiptahætti og sókn skipanna. Það er því ljóst að þess hóps, sem er hér við störf á vegum íslenskra Sjávarafurða, bíður mikið og spennandi verkefni. Samstarfið við Rússana hefur verið með ágætum og þeir eru þegar farnir að átta sig á þeim möguleikum sem breytt vinnubrögð, annar bakgrunnur og viöskiptamáti bjóða upp á. Ég held einnig ab þeir, sem ráða ferðinni, viti gerla að það er aðgangur aö þekkingu og breyttum vinnubrögðum, sem mun ráða úrslitum um hvort fyrirtækið muni vaxa og dafna eða dragast upp. Vitaskuld eru menn enn að kynnast og læra inn á hver ann- an og slíkt tekur alltaf tíma. „Innrás" okkar vakti eðlilega nokkra athygli og titring, sér- staklega mebal þeirra sem óttast ab þeirra tími sé aö renna út. Þegar verið er að hefja uppstokk- un á rekstri, sem hefur verib í nokkuö föstum skorðum um ára- bil, þá er slíkt óhjákvæmilegt. Til að komast sem fyrst í gott sam- band við heimafólk er landliöið þegar komið í nám í rússnesku. Það má segja að þegar verið er að stauta sig fram úr kýrilska staf- rófinu, þá skilur maður betur lítil börn sem eru að byrja í barna- skóla og skilja hvorki upp né niður í þessu óskiljanlega sparki, sem hefur verið þrykkt á pappír- inn. Það er sem sagt byrjaö frá byrjun. En þetta tekst vonandi allt saman meö yfirlegu og stífu heimanámi. Starfsmenn ÍS í Petropavlovsk, Kamtsjatka, til lands og sjávar senda að lokum öllum heima jóla- og nýjárskveðjur og líta bjartsýnir fram á veturinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.