Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 13
Föstúdágiir 22. déserfibier' f$95 ÍÉi 13 Munkurinn Tirso de Molina opinberaöi eitt sinn hugarfóstur sitt í líki hins ómótstœöilega, hataöa, dáöa og elskaöa: Litháískur Don Juan Háalvarlegur og sprenghlœgilegur „Ég hef yfirgefiö konur, ég hef elskaö fieiri en eina konu, ég hef svikiö, ég hef móögaö en ennþá hefur jöröin ekki opnast undir fótum mínum. Hvernig stendur á því?" Svo spyr Litháinn Rimas Tuminas leikstjóri Don Juan sem er jólaleikrit Þjóöleikhússins aö þessu sinni. Þessari spurn- ingu vill Rimas svara í upp- færslu sinni en Don Juan fær hins vegar sinn stóradóm og er útrýmt af samfélaginu í kringum hann. Don Juan hefur í vestrænni menningu oröiö eins konar tegundarheiti yfir þá karlmenn sem heilla konur, eins konar femme fatale karlkynsins. Don Juan eftir Moliere fjallar um þennan lífseiga elskhuga sem gengiö hefur aftur í fjölmörg- um verkum frá því aö hann leit fyrst dagsins ljós fyrir tæpum fjórum öldum. Don Juan var fyrst fenginn staöur í leikriti eins af helstu leikskáldum Spánverja, munknum Tirso de Molina, sem kom út á bók áriö 1630. Leikritiö varö vinsælt en per- sónan enn vinsælli og hefur Don Juan því fundiö sér staö í ýmsum leikritum og bókum allar götur síöan. Don Juan var upphaflega ætl- aö aö sýna hvernig siölaus maöur fengi aö lokum makleg málagjöld fyrir lífsmáta sinn. Samkvæmt Hávari Sigurjóns- syni í leikskrá varð þaö hins vegar lífernið sem vakti upp stórfenglegan alþjóðlegan hroll munúöar en ekki refsingin. Aherslur í leikriti Molieres eru á þann veg aö siðleysið sé af- sprengi trúleysis en væntanlega verða þær litaöar af túlkunum Litháanna þriggja sem vinna að uppfærslunni, Rimas Tuminas, leikstjóra, Vytautas Narbutas, leikmynda- og búningahönn- uöar og Faustas Latenas, tón- skálds, en þeir eru þekktir fyrir uppfærslu sína á Mávinum fyr- ir tveimur árum sem hlaut Menningarverblaun DV í leik- list. Að sögn Guðrúnar Bach- mann, markaösstjóra Þjóöleik- hússins, er sá Don Juan sem leikhúsgestir fá að sjá um jólin miðaldra maöur sem er oröinn þreyttur á sínu villta siðlaus lífi. Þaö er komið aö skuldadögum. „En upphaflega þegar verk Moliere var sýnt þá var Don Ju- an leikinn af 26 ára gömlum leikara og framan af var hann oftast nær svo ungur en hann hefur sífellt veriö aö eldast í túlkunum leikstjóra. Á þessari öld hefur hann veriö allt upp í sextugt." Söguþráöur er á þann veg aö Don Juan hefur flekaö aðals- konu, Donnu Elviru, sem hann tældi út úr klaustri. Bræöur hennar leita hefnda og elta Don Juan. „Hann þvælist á flótta án þess beinlínis aö vera aö flýja undan þeim og fer þá á slóðir þar sem hann haföi áður háö einvígi við hershöfðingja nokkurn og drepiö hann." Donna Elvira, bræðurnir og vofa hershöfðingjans hafa þarna uppi á honum og þar fer uppgjöriö fram. Ýmislegt fleira gerist á sviöinu og flagarinn er ekki alveg gleymdur í sálu Don Juan þó farið sé aö nálgast kveöjustundina. Uppgjöriö felst í raun í því aö samfélagið gerir upp sakirnar viö Don Juan. „Þetta snýst svo mikið um það hvort þaö er hægt aö líða mann sem ekki fer eftir settum reglum samfélags- ins. Einhvern veginn þá er sam- félag okkar þannig gert aö viö viljum alitaf losa okkur viö óþægilega einstaklinga. Síöan má ekki gleyma því aö þjónn Don Juan, Sganarel, er þessi al- múgamaöur sem gerir þessum siölausa aöalsmanni fært aö lifa svona. Hann hefur alltaf ýtt undir hann og hjálpað honum til viö að plata allar þessar kon- ur þó aö hann sé alfariö á móti því. Hann hefur auövitaö ekk- ert vald en hann gæti gengiö úr vistinni sem hann gerir ekki." -Virðist almúgamaðuritm þá fá ákveðna útrás í athöfhum Don fuan? „Ja, hann lifir sig mjög mikið inní þær. En hins vegar er hann alltaf aö vonast til þess aö Don Juan sjái að sér og fari að lifa göfugu lífi eins og aðalsmanni sæmir. Þessi venjulegi maður er stööugt aö horfa upp á eitthvað sem hann er ósammála en tek- ur samt þátt í." Don Juan hefur þótt allra margræöasta verk Molieres og hefur margur leikstjórinn því heillast af þessu verkefni. „Þessi uppfærsla er alveg geggjuð blanda af því að vera háalvarleg og sprenghlægileg þar sem Rimas fer alveg út í ystu mörk til að ýkja einhverja eiginleika en jafnframt liggur í hverju ein- asta alvarlega andartaki ofsal- ega mikil saga. Rimas er ofsal- egur snillingur í að tákngera Hér má sjá leikara í Islensku mafíunni taka stutta syrpu úr leikritinu. Frá vinstri er Cubmundur Ólafsson, Magnús Ólafsson, Helga Braga jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir og Felix Bergsson. íslenska mafían frumsýnd bráölega: „Leiftrandi húmor og nístandi kaldhæðni" íslenska mafían veröur frum- sýnd hjá Leikfélagi Reykja- víkur þann 28.des. Leikritiö er skrifaö af Einari Kárasyni og Kjartani Ragnarssyni en verkiö er unniö upp úr skáld- sögum Einars, Heimskra manna ráö og Kvikasilfri. Einar var einmitt nýlega til- nefndur til Bókmenntaverö- launa Noröurlandaráös fyrir þessar sögur. „Þetta er fjölskyldusaga þriggja kynslóöa Killian fjöl- skyldunnar frá aldamótum og fram á sjöunda áratuginn. Þetta er eins konar samtíðar- spegill þessara áratuga. Þarna er heilmikil dramatík á ferö- inni, það er eiturlyfjasmygl, mannshvarf og morð, brask og græðgi," sagði Álfrún Guðrún- ardóttir, kynningarstjóri LR. Hún segir nafnið vísa til hinnar íslensku fjölskyldu sem sé ma- fía þessarar þjóöar. Persónum er lýst sem ótemjandi fullhug- um sem ætla aö kasta af sér hlekkjum aldalangs hallæris og láta drauminn um nútímasam- félag á eyjunni rætast. En að sjálfsögðu hefur slík hamingju- leit sínar skuggahliðar. Áður hefur veriö sett upp leikritiö Djöflaeyjan sem unn- iö var upp úr tveimur fyrstu „Eyjabókum" Einars Kárason- ar. Álfrún segir þessa uppfærslu aö mörgu leyti sambærilega. „Þetta fjallar reyndar um aöra fjölskyldu og annan samfélags- tíma en stíllinn, karakterarnir og stemningin er ekki ósvipuð. Þarna er leiftrandi húmor en um leið nístandi kaldhæöni. Það er raunverulega veriö að fjalla um uppgang og fall, fyrir- heit og ósigra. Því þarna fer fram hamingjuleit sem síöan snýst upp í andstæöu sína. Þó aö þetta sé mjög létt á yfirborb- inu þá er bakgrunnurinn að- eins skuggalegri." Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son og fjölmargir leikarar taka þátt í sýningunni. -LÓA söguna með einni lítilli athöfn. Maöur finnur einhvern veginn heila öldu af minningum og sögu og öllu mögulegu koma í gegn. Þessir Litháar þrír koma úr svo gjörsamlega öðru þjóöfé- lagi en viö og þetta er allt önn- ur leikhúshefð en viö höfum. Rimas kemur inn meö mjög marga nýja sérstaka hluti. Þeir eru svo ferskir í aö skoöa mann- lífið og mannlegt eðli." Leikritið verður frumsýnt þann 26. des. Aðstoðarleikstjóri Úr leikritinu Don juan. er Ásdís Þórhallsdóttir og ljósa- hönnuöur Björn Bergsteinn Guðmundsson. Fjöldi leikara tekur þátt í sýningunni en Jó- hann Sigurðarson leikur Don Juan og Sigurður Sigurjónsson leikur Sganarelle. -LÓA LA frumsýnir á 3ja dag jóla: „Sporvagninn girnd" eftir Termessee WiHiams „Sporvagninn girpd" eftir Tenn- essee Williams, eitt af stórverkum leikbókmenntanna á þessari öld, veröur frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á þriöja í jólum. Leik- stjóri er Haukur J. Gunnarsson, en Rósa Gubný Þórsdóttir og Valdimar örn Flygenring leika Blanche og Stanley, tvö megin- hlutverk leiksins. Þegar leikurinn var frumsýndur vestra áriö 1947 sló þaö svo ræki- lega í gegn aö höfundurinn varö heimsfrægur á svipstundu og síöan hefur leikritiö veriö sýnt víösvegar. Vivien Leigh og Marlon Brando léku aöalhlutverkin í annálaðri kvikmynd sem gerö var eftir leikrit- inu áriö 1951, en hér á landi hefur Sporvagninn aðeins einu sinni ver- ið settur upp, í Þjóbleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Auk Rósu Guönýjar Þórsdóttur og Valdimars Amar Flygenrings fara Bergljót Arnalds og Guðmundur Haraldsson meö veigamikil hlut- verk í „Sporvagninum gimd". Aörir sem þátt taka í sýningunni eru Aö- i * ■: ' \ ■ v ’ ; ’■ alsteinn Bergdal, Sunna Borg, Skúli Gautason, Sigurður Hallmarsson, Þóréý Aöalsteinsdóttir og Valgaröur Gíslason. Leikstjórinn, Haukur J. Gunnars- son, er hönnuöur leikbúninga en leikmyndin er eftir Svein Lund-Ro- land. Lýsingu hannar Ingvar Björnsson en höfundur blues-tón- listar sem setur mikinn svip á sýn- inguna, aö því er fram kemur í kynningu, er Karl O. Olgeirsson. ís- lensk þýöing á „Sporvagninum girnd" er eftir Örnólf Árnason. ■ Sigurbur Hallmarsson, Þórey Abalsteinsdóttir, Bergljót Arnalds og Rósa Cubný Þórsdóttir í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.