Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 15
í&fe’iV v^dirispís6..ííiii(56b‘utóö':ii Ristudagu? 22. desembér 1995 Mil' Falleg jólabók Karl Sigurbjörnsson: Bókin um englana. Skálholtsútgáfan. Þetta er falleg bók, enda prýdd mörgum englamyndum allt frá fornöld til Helga Þorgils Friðjónssonar. En auk þess er hér dreginn saman í stutt og aðgengilegt mál mikill fróö- leikur um hugmyndir manna um þær huldu verur sem engl- arnir eru. Það er til marks um hina fræðilegu vinnu, sem er aö baki þessu, að hér er í bókarauka vís- að til þeirra staða í biblíunni þar sem englar eru nefndir. Auk þess eru taldar í heimildaskrá ýmsar bækur um engla og þau fræöi er þar að lúta. BÆKUR HALLDÓR KRISTjÁNSSON Þrátt fyrir þetta eru því tak- mörk sett hvað upplýst verður. í fyrsta lagi er hér um ab ræða leynda dóma trúarinnar og í öðru lagi eru tilvitnanir í biblí- una þannig að torsótt verbur aö fá ákveðna mynd úr þeim. „í biblíunni eru hugtökin eng- ill Gubs og Guð oft á tíðum samstæðrar merkingar." Hitt skiptir mestu að vita að þessir sendiboðar heilagrar for- sjónar eru veruleiki, þó að skammsýnum mönnum verði svarafátt um ýmislegt sem þá snertir fræbilega. Það er býsna almenn lífs- reynsla að betur rætist úr fyrir manni en til var stofnað. Því trúa margir að ósýnilegt afl hafi gripið inn í og bjargað. Og stundum veröur slík reynsla til að glæba þá trú að maöur eigi sér verndarengil. En utan þeirra marka verður mjög á reiki hverjar hugmyndir manna um verndina eru ab öðru leyti. Þessi fallega bók um englana svarar ekki öllu sem okkur dettur í hug að spyrja um upp- runa þeirra og eðli. En hún leggur að sama skapi áherslu á forna trú mannkynsins á hjálpandi starf þar sem huldar Karl Sigurbjörnsson. verur eru að verki. Og hvort sem okkur þykja skýringar ná lengra eba skemur, er annað sem meira varbar. Það er auð- vitað stórkostlegt að bjargast frá slysi eða dauða, en þó er annað meira vert samkvæmt kristinni trú. Það er hvað gerist hið innra meb manni, hvort þar er um að ræða tjón á sál- inni eða þroska vits og tilfinn- inga. Og þar hafa ósýnileg tengsl sín áhrif líka. Þær verða næsta margar skilningsþrautirnar sem við kunnum engin svör við. Kannski herðir þessi englabók á því fremur en leysa. En ann- ab getur hún gert. Sendiboð- arnir eru kannski dularfullir og ekki skiljanlegir. En látum þab vera. Viö erum félagsverur. Og samkvæmt því hljótum vib að geta metib góðvildina og boð- orðib forna gagnvart náungan- um. Þar finnum við hvar helst er hjálpar þörf. Hver eru við- horf okkar til samferðamanna. Bókin um englana er vel til þess fallin að vekja og vernda hin hlýju tengsl okkar hvers og eins til samfélagsins. Því er hún góð jólabók. ■ Þriggja binda verk um sögu lands og þjóðar Út er komin hjá Vöku-Helgafelli íslandssaga a-ö, þíiggja binda uppflettirit eftir Einar Laxness. í verkinu, sem Einar hefur unnið ab undanfarna þrjá áratugi, er fjallað um sögu lands og þjóðar eftir uppflettiorðum í alfræði- stíl. Forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, var afhent fyrsta eintak íslandssögu a-ö við athöfn í Þjóöarbókhlöðunni er bókin kom út þ. 11. desember sl. Þá var menntamálaráöherra, Birni Bjarnasyni, einnig afhent eintak af íslandssögunni. íslandssaga a-ö er samtals um sjö hundruð blaðsíður í þremur bindum og allstóru broti, þar sem fjallað er um sögu lands og þjóðar eftir uppflettiorðum í stíl alfræðibóka. Uppflettikaflar eru um sex hundmb talsins. Þeir eru mjög mislangir eftir eðli þeirra og efni, en eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á liðna daga í sögu íslenskrar þjóðar og ólíkar hlibar íslensks samfélags í aldanna rás. Höfundur skoðar og skráir hið liðna frá sjónarhóli nútímafólks, þannig að vib áttum okkur á þeim forsendum sem mótað hafa íslenskt þjóðlíf. Stíll bókarinnar er knappur; kjarni hvers máls, frá upphafi byggðar til nútímans, er settur fram á aðgengilegan hátt, jafnt fyrir unga sem aldna. í hverju uppflettiorði er síðan vísað í önnur orð til að fá frekari upp- lýsingar og er þannig hægt ab rekja sig áfram. Grunnur þessa verks er ís- landssaga, sem Einar Laxness gaf út á vegum Menningarsjóðs fyrir allmörgum árum, en efnið hefur verið aukið og endurskoö- Einar Laxness. Fréttir af bókum að, auk þess sem fjölda mynda og korta hefur verið bætt vib. Mikil vinna var iögð í öflun myndefnis í bækurnar, en auk þess voru unnin fjölmörg skýr- ingarkort sérstaklega fyrir verkib til að gefa gleggri sýn á efnið. Þá voru útbúin töflurit til að gera efnið aðgengilegra. í íslandssögunni er nafnaskrá þar sem fyrir kemur fjöldi per- sóna frá öllum öldum íslands- sögunnar, en alls er þar að finna hátt á fjórða þúsund nafna á fólki og stöðum. Einnig fylgir hverju uppflettiorði heimilda- skrá þar sem tíundaðar eru þær íslenskar heimildir er máli skipta varðandi hvern uppfletti- kafla verksins. Að baki íslandssögu a-ö liggur áratuga starf. Einar Laxness hófst handa um vinnslu verks- ins fyrir þremur áratugum. Tugir manna hafa á þeim tíma unnið ab ýmsum þáttum þess, svo sem við setningu, ritstjórn, öflun mynda, gerð korta og skýringar- mynda, mótun útlits og búnings verksins og ráðgjöf varðandi efni ritsins. íslandssaga a-ö eftir Einar Lax- ness er á sjöunda hundrað blað- síður ab lengd. Ritstjórn, útlits- hönnun og umbrot fór fram hjá Vöku- Helgafelli. Ritstjórn Is- landssögunnar önnuðust þeir Kristinn Arnarson og Pétur Már Ólafsson, myndritstjórn Val- gerður Benediktsdóttir og útlits- hönnun Valgerður G. Halldórs- dóttir. Ritið var filmuunnið í Prentmyndastofunni, en prent- að í Portúgal. íslandssaga a-ö kostar 14.900 krónur. v' Óskum bændum og búaliði, svo og landsmönnum öllum; glebilegra jóla, órs og friðar. Með þökk fyrir samstarfið. VÉLAVER? Lágmúla 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík Sími: 588 2600 - Fax 588 2601 Verkamannafélagið Dagsbrún óskar félagsmönnum sínum, svo og landsmönnum öllum, leðilegra jóla og farsældar d komandi óri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.