Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. desember 1995 3 Vaxandi útflutningstekjur af saltfiski, en hlutur landfrystingar dregst saman. Batnandi afkoma SÍF: Meiri gæöi söluafuröanna hafa skilaö sér í auknum gróöa Meiri gæði söluafurba sam- fara lækkun útflutnings- kostnaöar hafa aukib hagnab Sölusamtaka íslenskra fisk- framleibenda fyrstu níu mánubi ársins, mibab vib sama tíma í fyrra. Þetta hefur einnig leitt til þess ab útborg- unarhlutfall til framleibenda hefur hækkab um 0,8% í ár mibab vib sama tímabil á síb- asta ári. Þá hefur hlutdeild saltfisks í útflutningstekjum aukist á undanförnum árum á sama tíma og hlutur land- frystingar hefur dregist sam- an. Þetta kemur m.a. fram í Salt- aranum, fréttabréfi SÍF hf. Þar kemur einnig fram að hagnaöur Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda hf. og dótturfé- laga pess fyrstu níu mánuði árs- ins nam 147 miljónum króna á móti 111 miljónum á sama tíma í fyrra. Eftir skatta nemur hagn- aðurinn 115 miljónum króna á móti 90 miljónum króna fyrstu níu mánuðina í fyrra. Heildarvelta SÍF hf. og dóttur- félaga þess á þessu tímabili nam tæpum 7 miljörðum króna, sem er 8% veltuaukning frá sama tíma í fyrra. Framreiknaö til heils árs nemur arðsemi eigin fjár um 22%, en var 24% í fyrra. Athygli vekur að saltfiskút- flutningur jókst um 22,4% á milli áranna 1993 og 1994 og um 7,7% það sem af er þessu ári. Á sama tíma hefur hlutur land- frystingar dregist saman. Til marks um þessa þróun voru fluttar út saltfiskafurðir fyrir 10.130 miljónir króna árið 1993 og fyrir 12.400 miljónir kr. árið eftir. Fyrstu tíu mánuði yfir- standandi árs námu útflutn- ingsverðmæti saltfisks alls 10.768 miljónum króna. Til samanburðar voru land- frystar botnfiskafurðir fluttar út fyrir 24.558 miljónir kr. 1993 og 21.680 miljónir árið 1994. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hafa verið fluttar út landfrystar botn- fiskafurðir fyrir 16.229 miljónir á móti 18.160 miljónum króna á sama tíma í fyrra. -grh V Búnaöarbankinn: Sólon endurráöinn Á fundi Búnaðarbanka íslands 19. desember sl. var Sólon R. Sig- urðsson endurráðinn bankastjóri viö bankann frá 1. janúar nk. Gildir ráðning hans til sex ára, eins og lög mæla fyrir um. ■ Hvalfjaröargöng: Ríkiö ábyrgist milljarö Um mibnætti á miövikudags- kvöld kom fram á Alþingi breytingartillaga við lánsfjár- lög fyrir 1996, þess efnis ab Spöl hf. verbi veitt ríkisábyrgb allt ab einum milljarbi króna vegna kostnabar vib gerb vegganga undir Hvalfjörb og tengingu þeirra vib vegakerf- ib. Heimildin verbi veitt meb því skilyrbi ab ríkissjóbí standi til boba ab kaupa hlutabréf Spalar hf. eigi síbar en árib 2018 og ab stabfest kostnabar- og tekjuáætlun sé mibub vib ab öllum greibslum af lánum og innheimtu veg- gjalds veröi lokib innan 30 ára eftir ab veggöngin veröa tekin í notkun. Breytingartillagan er flutt af Vilhjálmi Egilssyni, Valgerði Tvœr launastefnur í kjaramálum. VSI: Ríkið þumbast við aö svara „Ríkisstjórnin hefur enn ekki gefiö fullnægjandi skýringar á því hvab olli því aö kjarasamn- ingar ríkisstarfsmanna urðu ab jafnaði hærri en á almenna markabnum," segir í frétta- bréfi VSÍ, Af vettvangi. Þar eru hinsvegar nefndar þrjár skýringar á því af hverju launa- stefna samninganefndar ríkisins á árinu fól í sér allt að 2-3% hærri launakostnað en í samningum á almenna markaðnum frá því í febrúar sl. í þessu sambandi er vísað í úttekt Þjóðhagsstofnunar á efni kjarasamninga. í fyrsta lagi er talið ab skatt- frelsi lífeyrisiðgjalda nýtist launafólki á almenna markaön- um betur, vegna þess að það greiöir í lífeyrissjóð af heildar- launum, en opinberir starfs- menn einungis af dagvinnulaun- um. Af þeim sökum var ákveðið að bæta opinberum starfsmönn- um upp þennan mun með við- bótar launahækkun. í öbm lagi var því almennt trúað meðal op- inbera starfsmanna að sérsamn- ingar einstakra ASÍ-félaga hefðu gefið mun meiri kjarabætur en samningsaðilar vildu gefa til kynna. En síðast en kannski ekki síst telja samtök atvinnurekenda í fréttabréfi sínu að stjórnvöld hafi viljað kosta töluverbu til ab foröa sér frá frekari vinnudeilum í miðri kosningabaráttunni. Þá var nýlokib erfibri kjaradeilu ríkisins við kennara, sem lauk meö því að ríkið féllst á að hækka laun þeirra um 20% á samningstím- anum. -grh Sverrisdóttur, Sólveigu Péturs- dóttur og Gunnlaugi M. Sig- mundssyni. Ólafur Ragnar Grímsson sagði furbulegt að leggja slíkt fram í formi breytingartillögu á síð- ustu dögum þingsins fyrir jóla- hlé. Hann sagbi einnig að allt frá því fariö var að ræða um gerb jarðganga undir Hvalfjörð hafi veriö miðað við aö ríkið kæmi þar ekki nærri, heldur væri þessi framkvæmd alfarið á hendi einkaaðila og fjármögnun verksins færi fram á almennum fjármagnsmörkuðum. Jón Baldvin Hannibalsson tók í sama streng og sagöi að fram til þessa hefði einkaframtakið talib sig fullfært um þessa fram- kvæmd, en nú væri komið í ljós að svo væri ekki. Talsmenn stjórnarliða segja að með ríkisábyrgð fáist mun hagstæðara lánsfé. Vegagerðin eigi abgang að öðrum lána- mörkuöum en Spölur hf. Steingrímur J. Sigfússon sagði að þessi hugmynd um ríkis- ábyrgð væri alltof há miðað vib þarfir, til þess að unnt væri að standa viö alla samninga. PI. Anna María Cuömundsdóttir, dóttir Siguriaugar Rósinkrans, dóttur Guð- mundar, Sigurbjörg Lilja, yngsta dóttir hans, og Cuðmundur L. Mynd: Feykir/Þórhaltur Bókmenntakynn- ing á Sauöárkróki Frá Guttormi Oskarssyni, fréttaritara Tímans á Sau&árkróki: Safnahús Skagfirbinga og Leikfélag Sauðárkróks stóðu sameiginlega fyrir bókmennta- kynningu í Félagsheimilinu Bif- röst laugardaginn 2. desember þar sem lesið var upp úr verkum rithöfundanna Guðmundar L. Almenningssamgöngur um jól og áramót: Mikil fjölgun sérleyfisferða Ferbum sérleyfishafa stórfjölgar um jól og áramót, enda mikil ferbalög sem fylgja slíkum stór- hátíbum. Á öllum styttri leibum út frá Reykjavík verða 1 til 7 ferðir í dag og á langleiðum, s.s. til Akureyrar og Snæfellsness, eru daglegar ferbir og jafnvel tvær á dag. Einnig hefur verib bætt við fjölmörgum aukaferö- um þannig ab þjónusta við far- þega verbi sem allra best um jól og áramót. Síbustu daga fyrir jól eru daglega um 50-60 komur og brottfarir sérleyfisbíla hjá Umferðarmibstöbinni og ætía má að 1500-2000 farþegar verði Akstur SVR um jól og áramót Þorláksmessa: Ekið skv. tíma- áætlun laugardaga í Leibabók SVR. Aðfangadagur og gamlársdag- ur: Ekið skv. tímaáætlun helgi- daga í Leiðabók SVR fram til kl. 16.00, en þá lýkur akstri. Jóladagur og nýársdagur: Ekið á öllum leiðum skv. tímaáætlun helgidaga í Leiðabók SVR, að því undanskildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annar í jólum: Ekið eins og á helgidegi frá kl. 10.00-24.00. ■ daglega á ferðinni. Síðustu ferðir fyrir jól á lengri sérleyfisleiðum frá Umferðarmiö- stöðinni eru á Þorláksmessu kl. 08.00 og 17.00 til Akureyrar, kl. 08.30 til Hafnar í Hornafirði, á Snæfellsnes kl. 13.00 og kl. 19.00. En í dag, föstudaginn 22. des., eru síðustu ferðir í Búðardal kl. 08.00 og 18.00, til Króksfjarðarness kl. 18.00, en kl. 10.00 til Hólmavíkur og Drangsness. Síðustu ferðir fyrir jól frá Um- ferðarmiðstööinni eru á abfanga- dag kl. 13.00 í Borgarnes og Reyk- holt til Laugarvatns, Þorlákshafn- ar og í Hruna- og Gnúpverja- hrepp, kl. 13.00 til Hellu og Hvolsvallar, kl. 14.30 til Keflavík- ur og Sandgerðis og kl. 15.00 til Hveragerðis og Selfoss. Enginn akstur sérleyfisbíla er á jóladag. Á nýársdag er ekið á lengri leiðum, en á styttri leiðum er ekið síðdeg- is til og frá Borgarnesi og frá Reyk- holti, einnig til og frá Hveragerði, Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Til aö auðvelda fólki að afla sér upplýsinga um ferðir sérleyfis- hafa um þessi jól og áramót hefur verið gefin út sérprentuð jóla- áætlun, sem fæst endurgjalds- laust í Umferðarmiðstöðinni, Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykja- vík. -BÞ Blysför nibur Laugaveginn íslenskar fribarhreyfingar standa ab biysför nibur Lauga- veginn á Þorláksmessu. Safn- ast verbur saman á Hlemmi og lagt af stab kl. 18. Fólk er hvatt til ab mæta tímanlega. Hamrahlíðarkórinn, Skólakór Garðabæjar og Barnakór Kárs- nesskóla taka þátt í blysförinni, sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun Ásdís Skúladóttir leikari lesa ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga og kórarnir syngja saman. Fundarstjóri verbur Árni Hjart- arson jarðfræðingur. ■ Friðfinnssonar á Egilsá og Guð- mundar Halldórssonar frá Bergsstöðum. Hvatinn að þessari bók- menntakynningu mun vera kominn frá Kristni G. Jóhanns- syni listmálara á Akureyri, en það var nú síðla sumars að Krist- inn hringdi til Hjalta Pálssonar, forstöðumanns Safnahúss Skag- firðinga, og bauð safninu að gjöf málverk sem hann hafði gert af skáldunum tveimur, Gubmundi á Egilsá og Guð- mundi frá Bergsstöbum, en þeir voru báðir góðvinir listamanns- ins. Hjalti sagðist hafa orðið næsta hljóður við í fyrstu að heyra þetta höföinglega boð, enda nokkuð sérstakt. Björn Björnsson skólastjóri stjórnabi bókmenntakynning- unni. í máli hans um rithöfund- ana kom fram að þrátt fyrir að hér væri um ólíka höfunda að ræða, hefðu þeir báðir gætt þess að velja sér þann vettvang til skáldskapar sem þeir þekktu út í hörgul. Kristinn G. Jóhannsson gekk þá í ræöustól og lýsti góðri og skemmtilegri viðkynningu við skáldin. Síðan voru listaverkin afhjúpuð, en það gerðu afkom- endur rithöfundanna. Félagar í Leikfélagi Sauðárkróks lásu úr verkum höfundanna beggja. Ab endingu þakkabi Guðmundur á Egilsá þá vinsemd og heibur, sem sér hefði verið sýndur, og einnig minningu Guðmundar Halldórssonar, sem nú er látinn, með þessari kynningu á verkum þeirra nafna og góðvina. a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.