Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.12.1995, Blaðsíða 8
Hjálmar Árnason, alþingismaöur og fyrrum skólameistari: Föstudagur’22. desember 1995 Gamli latínugráninn ræður ferð- inni með skelfilegum afleiðingum Framhaldsskólanám þykir sjálfsagður hlutur hér á landi. Engu að síður hverfa um 35 til 40% nemenda frá námi áð- ur en framhaldsskólanum lýkur. Þetta fólk heldur út í lífib án naubsynlegrar undir- búningsmenntunar og einnig án nokkurra starfsréttinda. Margt af því hefur fram til þessa komist að á vinnumark- abi, en þeim fjölgar sem ekk- ert bíbur annab en atvinnu- leysið eftir að hafa flosnað upp úr skóla. Því vakna spurningar um hvab valdi. Er fólk svo lítið gefib fyrir nám sem þessar tölur segja til um? Telur þess ekki þörf varðandi framtíbarstörf og lífshætti? Eba hentar þab skólakerfi, sem byggt hefur verib upp hér á landi á undanförnum árum, ef til vill ekki nema hluta þeirrar æsku sem vex upp á hverjum tíma. Hjálmar Árnason, aíþingismabur og fyrrum skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, hefur unnib ab framgangi mennta- mála og í skólameistaratíb sinni á Suburnesjum beitt sér fyrir nýjungum í starfi fram- haldsskóla, sem mibab hafa ab því ab brjótast út úr því kerfi sem skilur yfir þribjung nemenda eftir á förnum vegi. Hjálmar leit upp frá fjárlaga- gerb og öbrum þingstörfum eina morgunstund á dögun- um og velti málefnum fram- haldsskólanema fyrir sér. í nýlega framkomnu frum- varpi til laga um framhalds- skóla er gert ráð fyrir aukinni áherslu á starfsnám frá því sem er í núgildandi framhaldsskóla- lögum. Auk þess er komin fram tillaga til þingsályktunar á Al- þingi frá Hjálmari Árnasyni og fleirum um opinberan stubning við starfsþjálfun í fyrirtækjum. Því má velta því fyrir sér hvort fyrirtæki treysti sér ekki til ab sinna þessum naubsynlega þætti án fjárhagslegs atbeina frá því opinbera, eba hvort samstarf þess og skólakerfisins sé algerlega vanþróab enn þann dag í dag. — Hefur sú breyting, sem orðið hefur á framhaldsskólakerfinu að undanfómu, ekki skilað þeim ár- angri sem til var cetlast? „Skólakerfið hefur verið ab breytast hið ytra, en hib raun- verulega innihald þess hefur nánast ekkert breyst. Við skul- um athuga hvaba leiðir standa nemendum opnar ab loknum grunnskóla. Ánnars vegar er um ab ræða nám í almennum menntaskóla eba framhalds- skóla sem útskrifar stúdenta. Flestir taka stefnuna á stúdents: próíib, hvíta kollinn og véisl- uní. Þannig hefur stúdents- prófib ab nokkru leyti sambæri- legt gildi og gagnfræbaprófið hafbi fyrir um tveimur áratug- um. Þab er ákveöin endastöb, í því felst ákvebið takmark í líf- inu án þess að þetta takmark leiöi til neins nema opna fólki dyrnar ab háskólanámi, ef hug- ur þess stefnir á annað borð þangað. Hinsvegar er ljóst að innan við helmingur þeirra, sem útskrifast með stúdents- próf úr framhaldsskóla, heldur áfram inn á brautir hins hefð- bundna háskólanáms. Stærri hlutinn leitar eftir starfsréttind- um með öbrum hætti eða hverfur til atvinnulífsins, þótt stúdentsprófið sem slíkt gefi ekki nein sérstök réttindi til starfa." Foreldrar og frétta- menn eru oft upp- tekin af stúdents- prófinu — Afhverju horfir fólk almennt á stúdentsprófið sem áfanga eða jafnvel endastöð náms? „Fyrir því geta verið ýmsar orsakir. Oft leggja foreldrar mikla áherslu á að börn þeirra taki stúdentspróf. Þar getur ver- ið um gamla drauma ab ræða, að þau sjálf hafi langað til þess aö fara í gegnum menntaskóla á sínum tíma, en ekki haft tækifæri til þess af einhverjum orsökum og leggi því áherslu á að börnin þurfi ekki að lifa við sömu aðstæður. Fjölmiðlar eiga einnig mikinn þátt í þessu. Ljós fréttamiðla beinist mjög ákveð- ið að stúdentsprófinu og blöð og ljósvakamiðlar tíunda gjarn- an þegar einhver skóli útskrifar stúdenta með tilheyrandi myndum af snyrtilegum ung- mennum með hvítar húfur. Stúdentsprófið hefur þannig náð að skapa sér ákveðinn sess í þjóðfélaginu og umræðan við- heldur honum. Þarna má einn- ig kenna um skorti á öbrum námsleiðum og ljóst er ab hið hefðbundna námsform, sem leiöir til stúdentsprófs, hentar ekki öllum og það þarf ekkert að segja til um námshæfni eða getu fólks til ýmissa starfa. For- eldrar og fréttamenn eru oft upptekin af stúdentsprófinu." Þjóbfélagsleg sóun á mannlegum hæfi- leikum — Þú vilt halda því fram að getuleysi þurfi ekki að vera um að kenna, þótt fólk hverfi frá námi í framhaldsskóla? „Ég held því mjög ákveðið fram. Oft hefur þab ekkert meb getu að gera, þótt fólk hverfi frá heföbundnu námi. Áhugasvið manneskjunnar eru svo mörg. Tökum „Hondugæjann" sem dæmi. Kraftmikinn strák sem þeysir um á hjólinu sínu og á kvöldin tekur hann hjólið inn í skúr, tekur það sundur, gerir, við, setur saman aftur, breytir og bætir. Þessi strákur hefur ef. til vill éngan áhuga á algebrip’' eða að beygja danskar sagnir, én hann hefur ákvebna þekk- ingu á því -sem hann er að fást við. Þekkingu sem marga abra skortir og. hafa ekki áhuga á að afla sér. Þessi strákur og hans líkár eiga oft erfitt með að finna sér stað innan þess skóla- kerfis sem er í bobi. Hann finn- ur þar ekkert við sitt hæfi, ekk- ert sem kemur áhugamálum hans til góða. Þótt ég hafi tekiö „Hondugæjann" sem dæmi, þá er líkt um marga farið og hann, að þeir finna sig ekki innan hins hefðbundna skólakerfis vegna þess að fjölbreytni skort- ir. Skólakerfið og þá einkum Hjálmar Árnason alþingismaður. menntaskólinn með stúdents- prófið í endann er sniðinn fyrir hið hefðbundna bóknám. Þetta tel ég vera þjóbfélagslega sóun á mannlegum hæfileikum og hverjum er um að kenna? Framhaldsskólakerfi sem er sér- sniðið fyrir stúdentspróf þar sem gamli latínugráninn ræbur ferðinni með skelfilegum af- leiðingum." Ibnnámsleiöin ekki bein og greiö — Þú nefndir einkum tvœr leið- ir. Hver er hin leiðin til fram- haldsnáms? „Hin leiðin, sem stendur ungmennum opin, er að gerast „sveinn" í iðnnámi eftir núver- andi námskerfi, sem krefst þess að nemendur komist á samning hjá viburkenndum meistara í viðkomandi iðngrein. Því mið- ur er þessi leið ekki bein og greið, eins og hún var á upp- gangsárum atvinnulífsins fyrir pfn tveimur áratugum. Þótt hemandi innritist í iðnskóla ög hefji nárii í iðngrein þá er eng- in trygging fyrir því að hann komist á samning. Samdráttur hefur orðið í ýmsum hefö- bundnum iðngreinum og fyrir- tæki takmarka oft þanri fjölda sem þau taka í vinnu með þess- um hætti. Því höfum við nokkrir þingmenn lagt fram til- lögu til þingsályktunar um op- inberan stuðning við starfs- nám. Með slíkum stubningi væri einnig mögulegt að tryggja meiri samvinnu á milli skólakerfisins og atvinnulífsins, sem ég tel vera lífsnauðsynlega í þeirri stöðu sem þessi mál eru Fólk veröur aö afla sér umbeöinnar starfsreynslu á vinnustööum — Iðnnám takmarkast cetíð við ákveðnar atvinnugreinar, en hvað með aðra þœtti atvinnulífsins? Þar má nefna ýtnsar þjónustu- greinar, sem em vaxandi þáttur í atvinnustarfsemi. Hvernig hefur skólakerfið brugðist við tilkomu þeirra? „Skólakerfið hefur alls ekki brugðist við tilkomu þeirra og þegar ég tala um starfsnám, þá er ég að meina mun víðara svib en hib hefðbundna ibnnám gerir ráð fyrir. Ég vil benda á ab þjónusta er mannfrekasta og þar með fjölmennasta atvinnu- greinin hér á landi í dag og innan skólakerfisins er varla ab finna neinar námsbrautir sem beinlínis eru ætlaðar fólki sem hyggur á þjónustustörf. Engu er líkara en ab ætlast sé til að þessi fjölbreyttu störf lærist algerlega af Sjálfu sér. Þegar ég er að -tala um starfsnám, þá á ég ekki síst við.þéttá stóra og fjölbreytta starfssvið. Ég get tekib dæmi. Þegar auglýst er eftir starfsfólki í ýmsum vaxandi þjónustu- greinum, er þess gjarnan krafist að fólk hafi reynslu og sé vant þeim störfum sem í bobi eru. En hvar getur fólk aflað sér þeirrar þekkingar og reynslu sem beðið er um? Ekki innan skólakerfisins ab öðru leyti en því sem hefðbundið nám í stærðfræöi, sögu, landafræði og tungumálum býður. Það verður að komast einhverstaðar ab án þess að hafa reynslu og afla hennar síðan á vinnustaðnum. Með starfsnámi, sem unnið væri í tengslum við starfandi fyrirtæki í viðkomandi atvinnu- grein, væri unnt ab mennta fólk og þjálfa til ýmissa sér- hæfðra starfa. Þegar ég starfaði sem skólameistari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, þá skil- greindum vib með atvinnulíf- inu ýmsar þjónustubrautir þar sem við ætluðumst til að skól- inn sinnti ákveðnum þáttum, en atvinnulífið öðrum. Ein hugmyndin var að nemendur á verslunarsviði færu tiltekinn tíma til starfa í verslunum og þar sem hver væri með sína vinnubók þar sem skráð væri við hvað þeir störfuðu, hversu lengi þeir ynnu á kassa, röbuðu í hillur eba eitthvað annað. Þegar þetta fólk kæmi síðan út á vinnumarkaðinn, þá hefði það þessa vinnubók sem sýndi að það hafi tekið þátt í ákveðn- um störfum og myndi því eiga greiðari aðgang að þeim en aðr- ir. Eftirmaður minn í starfi skólameistara hefur haldib áfram á þessan braut og er þessi hugmynd vonandi að komast í framkvæmd." Þjóöfélagiö and- stætt starfsnámi — Er þjóðfélagið í sjálfu sér andstcett starfsnámi og er það or- sök þess hversu erfitt slíkt nám hefur átt uppdráttar? „Því miður gætir þess hugs- unarháttar og þá er alveg litið framhjá þeim fjölda nemenda sem hverfa úr skólakerfinu án þess ab ljúka námi. Það virðist ekki skipta máli hvað um þá verður. Hefðbundið bóknám nýtur ákveðinnar virðingar á meðal eldri kynslóðarinnar. Þeirrar kynslóðar sem á afkom- endur í framhaldsskólum, alveg burtséb frá því hvað ungling- unum sjálfum finnst og einnig burtséð frá því hvaða kunnáttu atvinnulífib þarfnast. Þetta er ákveðinn vandi í okkar þjóbfé- lagi. Við getum spurt okkur á hverju japanska undrið hafi byggst upp. Það byggðist fyrst og fremst upp á virðingu fyrir störfum og þeirri kunnáttu sem þau kröfbust. Við getum einnig litið okkur nær. Danski slátrar- inn nýtur virðingar sem fag- maður og þýski bruggmeistar- inn einnig. Fleiri dæmi mætti nefna, en erfiðlega gengur að finna þau hér á landi. Á hinn bóginn er auðvelt að benda á gagnstæð dæmi hér og það nærtækasta er -að fiskvinnsla hefur lengi verib notuð sem grýla á ungmenni. „Ef þú spjar- ar þig ekki í skólanum, þá lend- irðu bara í frystihúsinu og ækki. viltu það," er setning sem ung- lingar hafa verið brýndir með. í þessu felst ekkert annaö en lít- ilsvirbing fyrir bráönauðsynleg- um störfum í undirstöðuat- vinnuvegi okkar, en ekki sú virðing sem til dæmis matvæla- iðja í ýmsum öðrum löndum nýtur. Meö þessu er ég þó ekki að fullyrða að vib lítum niður á atvinnulífið, en áherslurnar í framhaldsskólakerfinu beinast engu að síður að hinum bók- lega þætti umfram þann sem að starfinu lýtur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.