Tíminn - 17.01.1996, Qupperneq 11
Miövikudagur 17. janúar 1995
11
Reykjavíkurmótiö í sveitakeppni:
Úrslitakeppnin hefst í kvöld
— Óvœnt lokastaöa í A-riöli
Fyrsta áfanga Reykjavíkurmóts-
ins í sveitakeppni lauk sl.
fimmtudagskvöld. Þannig varö
lokastaða efstu sveita:
BRIDGE
BJÖRN ÞORLÁKSSON
Þannig gengu sagnir:
Subur Vcstur Norbur Austur
pass pass 2spabar dobl
3spabar hjörtu 4spaöar dobl
allir pass.
A-ribill
1. Búlki hf. 321 stig
2. VÍB 313
3. Tíminn 257
4. Sigmundur Stefánsson 249
5. Bangsímon 248
6. Vatnsveitan 237
(7. Garöar Garöarsson, gestir
237)
8. ísak Örn Sigurðsson 230
9. Metró 225
10. Hvítir Hrafnar 215
B-riöill
1. Ólafur Lárusson 298 stig
2. Landsbréf 291
3. Samvinnuferðir-Landsýn 278
4. Hjólbarðahöllin 270
5. Lyfjaverslun íslands 260
6. Hrói Höttur 246
7. Byggingavörur Steinars 238
8. Málning hf. 222
9. Héðinn Schindler hf. 219
Fjórar efstu sveitirnar úr hvor-
um riðli spila fyrstu leiki sína í
útsláttarkeppni klukkan 19.00 í
kvöld í Bridshöllinni, Þöngla-
bakka. Efstu sveitir hvors riðils
máttu velja sér andstæðing og
valdi sveit Búlka Hjólbarðahöll-
ina, en sveit Ólafs Lárussonar
valdi sveit Sigmundar Stefáns-
sonar. Aðrir leikir eru VÍB-Sam-
vinnuferöir og Tíminn- Lands-
bréf. Þær fjórar sveitir, sem
komast áfram, spila svo um
helgina og kemur þá í ljós
hvaða sveit stendur uppi sem
Reykjavíkurmeistari í sveita-
keppni1996.
Reykjavíkurmótið er jafn-
framt forkeppni borgarbúa fyrir
íslandsmótið og fara sex efstu
sveitir hvors riðils beint á ís-
landsmótiö. Þær sveitir, sem
urðu í 8.-10 sæti í A-riðlinum og
7.-9. í B-riðli, keppa um þrjú
sæti á íslandsmótinu um næstu
helgi.
Mótið hefur fram til þessa
gengið mjög vel fyrir sig og eiga
Jakob Kristinsson og Sveinn R.
Þorvaldsson keppnisstjórar sinn
þátt í því.
Óvænt lokastaba
Það er erfiöara að spá fyrir um
úrslit leikja í bridge en mörgum
öðrum íþróttagreinum. Lukku-
dísirnar og dagsformið hafa
ávallt nokkurt vægi og verður
ekki farið út í neinar spár hér
um hvaða sveit sé líklegust til að
hreppa titilinn Reykjavíkur-
meistari í sveitakeppni. Hitt er
ljóst ab úrslitin í A-riðli hljóta
að koma nokkuö á óvart, ef litið
er til styrkleikaflokks sveitanna
skv. meistarastigum. Röð 4 efstu
sveita í B-riðlinum var aftur al-
veg eftir bókinni.
Leikur Búlka og Tímans í
þriðju síðustu umferð réð úrslit-
um um það hvort hinir síöar-
nefndu kæmust í lokakeppnina.
Eftir haröa rimmu höfðu Tíma-
menn betur og unnu leikinn 21-
9. Eftirfarandi spil átti drjúgan
þátt í því og skilaði Tímanum
12 impum.
Spil 15, Suður/NS
A ÁT8642
¥ -
♦ KG
* G9763
A 5
V 7642
♦ ÁD876
* DT2
N
V A
S
A C93
¥ ÁK9853
♦ T42
♦ Á
A KD7
¥ DGT
♦ 9S3
* K854
Sagnmöguleikar eru mjög
opnir í þessu spili og þegar
menn báru saman bækur sínar
á milli sveita eftir leikinn, kom
í ljós ab spilið hafði nánast
hvergi hlotið sömu meðferð í
sögnum. í fyrsta lagi þarf suð-
ur að gera það upp við sig
hvort hann opnar með hina
ljótu 11 punkta sína, en vænt-
anlega eru flestir sammála um
að passið sé eðlilegra. 1. sögn
norðurs er annað vandamál.
Þar opnuðu menn ýmist á ein-
um, tveimur eða þremur spöð-
um og sýnist sitt hverjum um
ágæti sinnar sagnar. I leik Tím-
ans og Búlka lyfti suður rólega
í þrjá spaða, en ef norður
hækkar ekki sjálfur í 4 spaða,
kemur vel til greina að sitja í
fjórum hjörtum þar sem suður
á nokkra vörn. 4 spaðar eru
óhnekkjandi og stóðu slétt í
opna salnum, en í þeim lokaða
fórnuðu AV í 5 hjörtu, sem
reyndist farsæl ákvörðun.
Sennilega aukast líkurnar á að
AV segi 5 hjörtu yfir fjórum
spöðum, ef suður opnar í spil-
inu.
Að lokum má geta þess að
þar sem sömu spil voru í öll-
um leikjunum var reiknaöur
fjölsveitaútreikningur ein-
stakra para og áttu Ólafur Lár-
usson og Sigurjón Tryggvason
besta skorið, fengu 21,27 stig
að meðaltali úr fimm leikjum.
Sigtryggur Sigurðsson-Bragi
Hauksson fengu 19,36 stig úr
10 leikjum og Páll Hjaltason
og Hjalti Elíasson urðu þriðju
með 19,21 stig úr 5 leikjum.
Eitt par náði þeim sjaldgæfa
árangri að fá 25 stig af 25
mögulegum úr einum leik.
Það voru Vignir Hauksson og
Jónas Þorláksson í 9. umferð
mótsins.
Baldur Trausti Jónsson
Félagar í Framsóknarfélagi Garða-
bæjar og Bessastaðahrepps kveðja
nú formann sinn, Baldur T. Jóns-
son.
Undanfarin tvö ár hafði Baldur
gegnt þessu starfi í félagsskap
okkar af einstakri trúmennsku og
áhuga, þrátt fyrir veikindi sín. A
þessum tíma urðu allmiklar
breytingar á högum Framsóknar-
félagsins, veruleg endurnýjun átti
sér stað og keypt var húsnæði
undir starfsemina.
Segja má að öll hálfvelgja hafi
verið Baldri mjög á móti skapi,
eins og Vestfirðinga er háttur.
Annaðhvort skyldi skrefið stigið
til fulls eða alls ekki. Baldur, sem
sagðist koma úr félagsþroskuðu
umhverfi aö vestan, var oft undr-
andi yfir meintu kæruleysi og
áhugaleysi félagsmanna og oft gat
fokið í minn mann vegna þessa.
Þó leiðir okkar Baldurs hafi ekki
legið saman nema síðustu 2 til 3
árin, urðu kynni okkar allnáin
þennan tíma. Baldur þreyttist
seint á að hleypa okkur, sem
yngri vorum, kappi í kinn, og
sagöi gjarnan því til staðfestingar
að vestur á fjörbum hefði ungum
mönnum verið helst treystandi
fyrir skipstjórn. Þeir heföu haft
kappib og þorið og því aflað betur
en hinir sem eldri voru. Merkilegt
t MINNING
þótti mér að Baldur ólst upp í Að-
alvík á Hornströndum, byggö
sem fyrir löngu er aflögð. Rædd-
um við oft um lífsbaráttuna og
náttúrufar þar norðurfrá. Ekki er
að efa að þessi uppruni Baldurs
mótaði persónu hans sterkt.
Skömmu fyrir andlát Baldurs átt-
um við langt samtal um framtíð
byggðar á Vestfjörðum. Afstaða
hans sem Vestfirðings var allsér-
stæö, en hann áleit að enginn
mannlegur máttur gæti stöövab
fólksflóttann frá Vestfjöröum.
Það væri sama hvab samgöngur
yrðu bættar: sú óværa, sem
hreiðraö heföi um sig í fólkinu,
yrði ekki svo auðveldlega kæfð.
A aðalfundi Framsóknarfélags
Garðabæjar og Bessastaðahrepps
nú í haust tilkynnti Baldur að
hann gæfi ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarstarfa fyrir
félagiö. Hann fór ekki leynt með
þá skoðun sína að Framsóknar-
flokkurinn væri í vondum félags-
skap í ríkisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum. Enda mótaðist stjórn-
málaskoðun og lífssýn Baldurs
mjög svo af samhjálp og félags-
hyggju, en auðhyggja og sér-
gæska var honum ekki að skapi.
Baldur dæmdi þó ekki fólk eftir
stjórnmálaskoðunum, vini átti
hann í öllum flokkum og mér er
ekki örgrannt um að hann hafi
verið meö mestu aðdáendum
Matthíasar Bjamasonar.
Minningin um góðan dreng lif-
ir, og fyrir hönd Framsóknarfé-
lags Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps sendi ég eftirlifandi eigin-
konu Baldurs, Vigfúsínu Clausen,
syni hans og tengdadóttur inni-
legustu samúðarkveðjur.
Einar Sveinbjömsson
Þessir kappar, fyrrverandi heimsmeistarasveit íslands íbridge, verba allir í
eldlínunni íkvöld í úrslitákeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni. Frá
vinstri: Aöalsteinn jörgensen, VÍB, jón Baldursson, Landsbréf, Guömundur
Páll Arnarson, Landsbréf, Örn Arnþórsson, VÍB, Guölaugur R. jóhannsson,
VÍB, Þorlákur jónsson, Landsbréf, og Björn Eysteinsson, Samvinnuferöir-
Landsýn. Björn hefur jafnframt veríö ráöinn á ný sem fyrirliöi íslenska
landsliösins.
Frá Bridgefélagi
SAA
Þriðjudaginn 9. janúar var
spilaður eins kvölds Mitchell
tvímenningur með forgefnum
spilum. 18 pör tóku þátt og var
meðalskor 216. Efstu pör:
NS:_
1. Ómar Óskarsson-
Skúli Sigurðsson 248
2. Baldvin Jónsson-
Jón Baldvinsson 235
3. Óskar Kristinsson-
Ágústa Jónsdóttir 234
1.-2. Gunnar V. Gunnarsson-
Gunnar Andrésson 123
1.-2. Gróa Guðnadóttir-
Margrét Margeirsdóttir 123
3. Magnús Halldórsson-
Baldur Ásgeirsson 121
Annað kvöld og fimmtudag-
inn 25. janúar verða spilaðir
eins kvölds tvímenningar í húsi
Bridgesambandsins, Þöngla-
bakka 1. Keppnisstjóri er Isak
Örn Sígurðsson og þakkar um-
sjónarmaður bridgeþáttarins
góðar kveðjur.
AV:
1. Sigurður Jónsson-
Georg ísaksson 279
2. Jónas Þorláksson-
Sigurbjörn Þorgeirsson 260
3. Sturla Snæbjörnsson-
Cecil Haraldsson 259
Spilað er alla þriðjudaga að
Ármúla 16 A, og hefst spila-
mennska klukkan 19.30.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei-
ríksson og er umsjónarmanni
bridgeþáttarins þakkað sam-
starfið á síðasta ári.
Bridgefélag
Breibfiröinga
Fimmtudaginn 4. janúar var
spilaður Howell tvímenningur.
Meðalskor var 108:
Landslið yngri spilara í Hol-
landi:
Vantaöi tvö stig
í úrslitin
Herslumuninn vantaði hjá
landsliði yngri spilara, sem
keppti í síðustu viku í Hollandi
á óopinberu Evrópumóti yngri
spilara í sveitakeppni. Islensku
sveitina vantaði tvö stig til að
komast áfram í 8 sveita úrslita-
keppni, en alls tóku 18 þjóðir
þátt í mótinu.
íslensku spilararnir voru
Hlynur Tr. Magnússon-Halldór
Sigurðarson og Ljósbrá Baldurs-
dóttir-Stefán Jóhannesson. Fyr-
irliði var Ragnar Hermannsson.
Absendar greinar
scm birtast ciga í blaðinu þurfa að vera tölvusettar og
vistaöar á diskling scm texti, hvort sem er í DOS eða
Macintosh umhverfi. Vélrit-
aðar eða skrifaöar greinar
geta þurft aö bíða birtingar
vegna anna viö innslátt.
m
mn
íf
Einlægar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýj-
an hug viö andlát og útför eiginmanns míns, föbur okkar, tengdafö&ur,
afa og langafa
Halldórs Þ. Jónssonarsýsiumanns
Sau&árkróki
Sérstakar þakkir viljum vib færa Héra&snefnd Skagafjar&ar, Bæjarstjórn
Sau&árkróks, Sýslumannafélagi íslands, lögreglumönnum á Sau&árkróki,
Rótarýfélögum á Sauöárkróki, starfsfólki sýsluskrifstofu Sau&árkróks,
starfsfólki sýsluskrifstofu Siglufjarðar og skátum á Sau&árkróki.
A&alhei&ur B. Ormsdóttir
Hanna B. Halldórsdóttir
Jón Ormur Halldórsson Aubur Edda Jökulsdóttir
Ingibjörg Halldórsdóttir Hermann Jónasson
Halldór Þ. Halldórsson
Rúnar Þór Arnarson, Au&ur Sif Arnardóttir, Gunnar Hrafn
Jónsson, Helga Hermannsdóttir, Halldór Þormar Hermanm-
son, Jón Salmansson, Hermann Ingi Jónsson.