Tíminn - 24.02.1996, Page 14

Tíminn - 24.02.1996, Page 14
14 Laugardagur 24, febrúar 1996 Hagvrbinqaþáttur Nýliönir atburðir hafa fyllt góða hagyrðinga slíku andríki, að það kemst ekki fyrir í einföldum stök- um, heldur kvæðum og er það síst að lasta. Hér á eftir fara vandaðar fréttaskýringar í ljóðum. Lögguleikur Lögreglan er kunn afkröftum, því kynntust menn á Nesjavöllum, þar skelfileg á skátakjöftum skullu högg frá lagatröllum. Fleiri löggur brögðum bola beittu þar í leiksins hita. Hvað skátagreyin þurftu að þola það er engin leið að vita. Nokkrir vildu bíta í bakið, svo blóðlitaðir urðu munnar. Er fólskubragð og fantatakið frœgðartnerki lögreglunnar? E.s. Löggan hefur sauði svarta, sjálfsagt líkt og aðrar stéttir. Því er lítil þörfað kvarta og það er okkur hugarléttir. Pétur Stefánsson Fjölþreifinn guðsmaður Virti einskis andans mátt, ungu fljóðin blekkti. Strauk um holdið hátt og lágt hempudrjólinn þekkti. Stóðst ei holdsins sáran sult, syndir drýgði harðar. Lagði manndóm lostafullt að lömbum drottins hjarðar. Sami Búi skrifar kærkomið bréf og lætur rímaðar hug- leiðingar fylgja með: „í seinni tíð hefur fátt notið jafnmikillar virðing- ar, umfjöllunar og DNA-rannsókna og ákveðið ör- yggistæki. Ástæða er til að leirskáld leggi þar orð í belg. Nú skal fylla blað í blokk blýantskroti, svœsnu nokk, láta drýldinn drullusokk drýgja andlegt heilsuskokk. Efþið berið Ijósan lokk, Ijúfa sál og ungan skrokk, augu blá og eggjastokk, œsið margan karlmannsrokk. Hlaupa þeir og fylla flokk fríðra meyja; iðka brokk, þeysa fram til „three o'clock", þá ergott að eiga ...!?" Ekkillinn - ekkjan Allt er lífið auðnarsvið, ofið húmsins tjöldum, engin(n) til að tala við, tómleikinn að völdum.. Auðunn Bragi Sveinsson Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA fmitm Samkvæmisklæðnaður af öllum gerð- um gengur á flestum árshátíðum Nú er tími árshátíða og allir þeir mörgu sem þær sækja eru svaka fínir í tauinu, enda er yfirleitt vel til hátíðanna vandað. Hjá sumu fólki er það í eina skiptið á árinu sem það fer út að borða og skemmta sér, þegar haldin er árshátíð hjá fyrirtækinu eða fé- laginu sem viðkomandi starfar hjá eða er í. Nokkuð er misjafnt hvernig fólk klæðist á árshátíðum eða álíka skemmtunum. Fyrir ein- hverjum áratugum klæddust karlar kjól eða smóking og kon- ur síðum kjólum eða jafnvel upphlut. Nú er öldin önnur og fólk klæöir sig á ýmsa vegu, þeg- ar farið er út að borða og tralla. Sumum þykir þetta verra og frú, sem senn fer af sínu léttasta skeiði, spyr hvort ekki sé við- kunnanlegra að allir séu í svip- uðum samkvæmisklæðnaði og jafnframt hvort þeir, sem standa fyrir hátíðum, eigi ekki að auglýsa hvort fólk á að mæta í síðum kjólum og smóking eöa í venjulegum kvöldfötum. Heiðar: Þetta er nokkuð sem hefur ekki aðeins breyst hér á landi, heldur út um allan heim. Ég þekki til dæmis íslenska konu, sem var að fara í mjög mikilvægt boð erlendis og fékk boðskortið sent á símrita frá út- löndum. Hún þurfti að senda þá spurningu á símrita til baka hvernig ætlast væri til að fólk klæddist og fékk mjög loðin svör. En áður var oft tekið fram á boöskortum hvernig fólk ætti að vera klætt. Máliö er það að Kaninn, Eng- lendingurinn og margir fleiri eru að klikka á þessu eins og við, af því að fólk er orðið svo mikið einstaklingshyggjufólk, al- mennt, að flestir vilja einfald- lega ekki láta stjórna sér og klæða sig að eigin smekk. Svo eru aörir, sem vilja láta stjórna sér og láta segja sér hvemig á að klæðast við hin ýmsu tækifæri. Ég held að tíminn veröi að leiða í ljós hver þróunin veröur. Hvaða druslur eru þetta? En þaö, sem ég vildi segja við þessa konu sem vill vita hvort hún á áð vera í síðu eða stuttu, er að þótt hún sé eina konan í veislunni eða á árshátíðinni í síðum kjól, má hún bara vera stolt af því og að eiga eina karl- inn í smóking. Hún getur litið í kringum sig og hugsað: Hvaða bölvaðar druslur eru þetta? Það vantar alla sjálfsvirðingu í þetta lið. Hvort sem okkur líkar betur eöa verr, verðum við að búa við þetta í dag, hvort sem þab kall- Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig á égaö vera? ast stílleysi eða eitthvað annað. Þegar ég er spurður hvernig fólk eigi að vera klætt við ýmis tæki- færi, svara ég yfirleitt: Klæddu þig eins og þig langar til að vera klædd(ur). Vertu ekkert að hujjsa um hina(r). Síbir kjólar á gala- böllum Hins vegar eru líka fínni böll, svo sem nýársböll, Flugleiða- ballið, Fegurðarsamkeppni ís- lands og fleira af fínni sortinni, þar sem fólk fer svona 90% eftir siðareglum. Ég var til dæmis í fyrra veislust|óri í 500 manna samkvæmi hjá Eimskip, og þar sá ég mjög fáa sem brutu reglur um síðan kjól og smóking. Ef boðiö er á árshátíð, er rétt að herrahn klæðist mjög dökk- um fötum, hvítri skyrtu og beri dökkt hálstau. Stuttur kokkteil- kjóll eða síður kjóll getur hvor- tveggja gengiö. Eg vil meina að fólk sé nokkuð öruggt innan þess ramma, en þá verður kokkteilkjóllinn að vera mjög fínn. En á stórum árshátíðum, eins og hjá Eimskip eða Flug- leiöum, ættu allar dömur að vera í síðum kjólum. Þetta eru nefnilega galaböll. Hjá minni félögum og fyrir- tækjum er í rauninni sjálfsagt að fólk tali sig saman um klæðnað og setji einhverjar regl- ur þar um. Ef fólk vill fín gala- böll, þá á það að veita sér það. En á öllum venjulegum árshá- tíðum og svipuðum skemmtun- um þarf fólk ekki að hafa sér- stakar áhyggjur af klæðaburði, nema að eðlilega á fólk að klæða sig upp á og vera smekklegt. Annað er dónalegt gagnvart öbrum gestum. Því það eru tak- mörk. Samræmi verður að vera Að einu verður samt að gæta vel. Ef frúin er í síðum .kjól, verður eiginmaðurinn eða unn- ustinn að vera í smóking eða í mjög dökkum fötum. Hann get- ur ekki verið í sportjakka og mislitri skyrtu, ef daman er samkvæmisklædd. Eins ef herr- ann er í kjólfötum, veröur dam- an að vera í síðum kjól. En smóking og stuttur, glitrandi kokkteilkjóll geta farið mjög vel saman. Parið verður að gæta þess að samræmi sé í klæðaburöinum, þótt aðrir í samkvæminu séu allt öðruvísi klæddir. í útlöndum er mikið af glæsi- legum síðum kjólum, sem fremstu tískuhönnuðir sýna núna. Þótt síðir kjólar séu lítið notaðir almennt, verður þotu- liðið, ríka fólkið og'utanríkis- þjónustur og embættisfólk af hærra standi að sýna sig og sjá aðra í samkvæmum þar sem hefðbundinn klæönaður er nauðsynlegur og er langt því frá að síðir kjólar og smóking séu að hverfa úr samkvæmislífinu. Hér að ofan eru nokkrar myndir af hátískuklæðnaði til samkvæmisnota. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.