Tíminn - 23.03.1996, Side 5

Tíminn - 23.03.1996, Side 5
Laugardagur 23. mars 1996 uHÍiiHÍÍiiiié Jón Kristjánsson: Hitnar í kolunum á þingi Þegar þessar línur eru ritaðar standa yfir umræbur um „frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur", sem er nafnið á hinu um- deilda frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem félagsmálarábherra flytur. Það felur í sér breytingu á lögum frá 1938 um þetta efni. Um það geta vart verið skiptar skoban- ir að lagasetning frá 1938 hæfir ekki nú- tíma aðstæöum. Þar með er því ekki haldiö fram að þau lög þurfi að vera að öllu leyti úrelt og ekkert standist tímans tönn. Hins vegar hefur það einnig kom- ið fram að forustumenn verkalýðshreyf- ingarinnar voru síður en svo ánægðir með þessa löggjöf á sínum tíma og köll- uðu þau þrælalög. Forsagan Það frumvarp, sem félagsmálarábherra lagöi fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, á sér forsögu. í október 1994 skipaöi þá- verandi félagsmálaráðherra, Guðmund- ur Árni Stefánsson, vinnuhóp til þess að fjalla um samskiptareglur á vinnumark- aði. í nefndinni áttu sæti fulltrúar stærstu launþegasamtakanna ásamt embættismönnum. Þegar stjórnarskipti urðu vorið 1995, fól núverandi félags- málaráðherra vinnuhópnum að starfa áfram og hélt hann 48 fundi og skilaði áfangaskýrslu í nóvember síðastliðnum. í skýrslunni er gerð grein fyrir nýjum hugmyndum í sambandi vib gerð kjara- samninga, sem nauðsyn væri ab fengju umræður í viðkomandi samtökum. Sam- komulag hefur hins vegar ekki orðið hjá aðilum vinnumarkaðarins um þessi mál og nú hafa skilið leiðir og félagsmálaráð- herra lauk með sínum embættismönn- um samningu lagafrumvarps þess sem nú er til meðferðar á Alþingi. Efni frumvarpsins í frumvarpinu er að finna nokkrar veigamiklar breytingar á fyrri löggjöf og skal hér getið um hvaða svið þær snerta. í fyrsta lagi er heimilt að stofna vinnu- staðafélög í fyrirtækjum sem hafa 250 starfsmenn og þar yfir, enda séu 3/4 hlutar starfsmanna í félaginu. í öðru lagi er fjallað um samningsumbob og sam- þykkt kjarasamninga. Þar eru tekin af öll tvímæli um að heimilt er ab fela sameiginlegri samninganefnd fleiri samningsaðila samn- ingsumboð. Samn- inganefnd er heimilt að ákveba sameigin- lega atkvæðagreiðslu. Undirritaðir kjara- samningar öblast gildi frá undirskriftardegi, nema þeir séu felldir með meirihluta at- kvæða og minnst fimmtungi atkvæða alls. Einfaldur meiri- hluti greiddra atkvæba ræður, fari póst- atkvæðagreiðsla fram. í þriðja lagi er lögð skylda á samningsabila að stuðla að því að félagsmenn þeirra virði gerða samninga. í fjórða lagi eru ný ákvæði um boðun vinnustöðvana og skal ákvörðun tekin með almennri leynilegri atkvæða- greiðslu af a.m.k. 20% félagsmanna. í fimmta lagi er gert ráð fyrir vibræöuáætl- un, sem er nýmæli að danskri fyrirmynd, og í sjötta lagi eru heimildir sáttasemjara til þess að leggja fram sameiginlega miðl- unartillögu gerðar skýrari. Hér er aðeins drepið lauslega á nokkur atriði. Um hvað er deilt? Framlagning frumvarpsins hefur mætt hörðum viðbrögbum forustumanna launþegasamtakanna og sömuleiðis frumvarp um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. í umræbum um hið síðarnefnda hafa fallið mestu stóryrði sem ég man eftir upp á síðkastiö á Al- þingi, þar sem Friðrik Sophusson var kallaöur böðull og frumvarpið talið bera vott um mannfyrirlitningu. Ég ætla ekki að fjölyrða um ummæli af þessu tagi, en dvelja fremur við það sem mestum ágreiningi veldur varðandi frumvörpin. í fyrsta lagi er því haldið fram að semja eigi um þessi mál og Alþingi eigi ekki að koma nálægt þeim fyrr en að þeim samningum loknum. Spurningin, sem vaknar í þessu sambandi, er um hlutverk Alþingis og þeirra sem þangað eru kosn- ir. Ég kýs að koma að því síðar. í öbru lagi er ljóst ab ákvæðin um vinnustaðafélög eru umdeild. Hér mun vera um 50 fyrirtæki að ræða þar sem möguleiki er á slíku. Hugmyndin að baki er sú ab hægt sé ab semja í einu lagi við ólíka starfshópa á sama vinnustaönum. Margbrotinn og sérhæfbur rekstur krefst þess ab ólíkar starfsstéttir vinni hjá sama fyrirtækinu og þetta er ein af veigamikl- um breytingum sem hafa orðið á síöari árum og áratugum. Ljóst er einnig að ný ákvæði um boð- un vinnustöðvana og atkvæðagreiðslur um samninga og miðlunartillögur valda deilum, og halda forustumenn launa- fólks því fram að þessi ákvæði og önnur viðlíka séu íhlutun um innri málefni hreyfingar þess. Ég er þeirrar skoðunar ab vinnustöðv- anir og samningar á vinnumarkaði og hvernig aö þeim málum er staðið séu svo afdrifamikil mál fyrir allt þjóðfélagið að þau geti tæpast talist til innri málefna fé- laga launþega og löggjöf um þaö efni brotið í bága við stjórnarskrána. Hins vegar hlýtur að verða leitað álits um þessi atriði í meðförum Alþingis. Hlutverk Alþingis Hlutverk Alþingis varbandi þessa lög- gjöf er að hún fái þar vandaða meðferð. Ahersla félagsmálaráðherra á að mæla fyrir málinu nú fyrir páska er af þessum rótum runnin. Nauðsynlegt er að senda frumvarpið ásamt frumvarpinu um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna til umsagnar og þab gefist tími til þess að vinna úr þeim umsögnum. Mér finnst lítið gert úr hlutverki Alþingis í þessari umræðu allri. Samskipti Alþingis og samtaka aðila vinnumarkaðarins eiga langa sögu og eru mjög þróub. Mikill fjöldi af málum eru send til umsagnar þessara aðila og ríkt tillit hefur verið tek- ið til þeirra athugasemda. Þann áratug, sem ég hef setið á þingi, hefur þetta ver- ið svo. Athugasemdir um þessi mikil- vægu frumvörp, sem ég hef gert hér ab umtalsefni, eiga greiða leið til þing- manna og félagsmálaráðherra tók það sérstaklega fram í ræðu sinni að hann vildi að þessi mál fengju vandaða þing- lega meðferð og útilokaði að sjálfsögbu ekki breytingar. Sannast sagna er það þannig að það eru miklu færri frumvörp sem fara óbreytt í gegnum Alþingi heldur en hin sem taka breytingum. Því finnst mér ákaflega lítið gert úr þinglegri meðferð í allri umræðunni og það er vissulega hlutverk Alþingis að setja löggjöf á þessu sviði. Vissulega er sem best samráð við undirbúningu löggjafar og frumvarps- smíð æskilegt. Hins vegar getur slíkt samráb fariö fram innan veggja Alþingis og það er mögulegt í þessum tilfellum. Að sjálfsögbu mun ríkisstjórnin, sem leggur frumvarpið fram og félagsmála- ráðherra fyrir hennar hönd, vilja standa á vissum grundvallaratriöum, en það breytir því ekki að Alþingi á ab vanda til málefnalegrar vinnu og skoðunar á þeim ágreiningsatribum sem komið hafa fram við fyrstu umræðu málanna. Sterkarl hreyfíng Ég er einn af þeim sem telja að vib þurfum að hafa sterka hreyfingu launa- fólks í landinu. Hins vegar tel ég að þau ákvæbi, sem varba boðanir og samþykkt- ir samninga og kveba á um aukna þátt- töku félagsmanna í þeim, muni styrkja verkalýðsfélögin en ekki veikja þau, þeg- ar til lengdar lætur. Hverjir þröskuldarn- ir eiga að vera í þessum efnum á að sjálf- sögðu að skoða vandlega í mebförum Al- þingis, en verkalýðsfélögin þurfa á því að halda að virkja fleiri félagsmenn í sínu starfi. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.