Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 5
Jón Kristjánsson: Efnahagsmálin og ársfundur Seölabankans Nú er sá tími ársins sem fyrirtækin í landinu halda aðalfundi og leggja fram ársreikninga sem sýna árangurinn á liðnu ári. Fréttir af þessum fundum eru yfirleitt þær að afkoman hafi verið góð á síöasta ári og fari batnandi. Ársuppgjör fyrirtækja í sjávarútvegi, sem eru ein- göngu í bolfiskvinnslu, sýna þó að af- koman í þeirri grein hefur verið erfið, einkum síðari hluta ársins. Ab undanförnu hafa bankarnir í land- inu birt afkomutölur sínar og haldið að- alfundi. Einnig þar hefur afkoman farið batnandi, og það er vegna þess að minna er lagt í afskriftarsjóði en áður, sem staf- ar af því að dregið hefur úr töpuðum lán- veitingum. Það er vísbending um tvennt: batnandi afkomu fyrirtækja, eða að hinu leytinu að varlegar sé farið í fjár- festingum en áður. í síðustu viku hélt svo Seölabankinn ársfund sinn, en þá hlýða viðstaddir á er- indi formanns bankarábs og banka- stjórnar og viðskiptaráðherra, sem fara yfir efnahagshorfur. Jákvæb teikn Það kom fram í þessum ræðum ab ým- is jákvæö teikn eru á lofti í efnahagsmál- um. Þjóðartekjur jukust um 3,3% á síð- asta ári, en landsframleiðsla um 2%. Viö- skiptajöfnuðurinn var jákvæður á síðasta ári, þrátt fyrir meiri innflutning einkum á síðari hluta ársins. Verðbólga var innan við 2% annað árið í röð. Það var tíundað í þessum ræðum að bandaríska matsfyrirtækið Standard Po- or's hefði hækkað mat sitt á lánshæfi ís- lands. Þetta er afar mikilvægt og hefur þegar áhrif í lækkun vaxta. Það kom fram í máli viðskiptaráðherra að ríkis- sjóður tók nýlega lán í þýskum mörkum og voru lánskjörin þau bestu sem fengist hafa í sambærilegum útboðum erlendis til þessa. Fyrir svo skulduga þjób eins og íslend- inga skipta vaxtakjörin á lánum, sem rík- issjóður tekur erlendis, afar miklu máli. Það er því áríðandi að halda þeim skil- yrðum, sem liggja að baki þessu mati bandaríska fyrirtækisins. Staba iðnaðarins Fleiri jákvæðar fréttir berast, þegar farið er yf- ir tölur um afkomu og framleiðslu á síðasta ári. Mikil framleibslu- aukning er í nýjum iðngreinum sem byggja á tækni og þekkingu. Þar má nefna rafeinda- iðnað, hugbúnaðar- gerð, lyfjaframleiðslu og veiöarfæragerð. Utflutningur iðnaðarvara án stóriöju jókst um 18,4% á árinu 1995, en ef litið er framhjá hinum heföbundnu iðngrein- um, sem tengdar eru landbúnaði og sjáv- arútvegi, jókst útflutningur í nýiönaði um 42% og nam verðmæti hans 6 millj- öröum króna á árinu. Ef framhald verður á þessari þróun, fara þessar stærðir að skipta miklu máli í útflutningi og at- vinnuþróun. Það skiptir því afar miklu máli aö varð- veita þau skilyrði, sem hafa skapað þennan vöxt, og hinu má ekki gleyma að undirstaöa þessarar framleiöslu er tækni- þekking og hugvit. Skólakerfiö og menntunin í landinu er því nátengd þessari framvindu. Hib neikvæba Það er því miöur ekki svo að allt sé já- kvætt um framvindu efnahagsmála, og það er ekki ástæða til þess að stinga höfb- inu í sandinn og líta ekki á dökku hliö- arnar. Þar er fyrst til að taka að atvinnu- leysi var verulegt á síbasta ári, en margt bendir nú til þess að það fari minnkandi. Atvinnuleysi sem nemur 5% er óviðun- andi og nauðsyn ber til þess að slaka ekki á klónni í baráttunni gegn því. Það verð- ur ekki dregin fjööur yfir það heldur, ab í mörgum atvinnugreinum á íslandi eru launin lág og fram- leiðni minni en í ná- grannalöndunum. Um þessi mál hafa orðið umræður að undanförnu, vegna þess að margir hafa brugðið á það ráð að rába sig í vinnu í Danmörku og láta þar af því að laun séu hærri og vinnutími annar en hér er. Minni framleibni, hvers vegna? Ég get ekki neitað því að þessar stað- reyndir hafa valdið mér heilabrotum. Hvað veldur lítilli framleiðni í íslensku atvinnulífi. Ég á bágt með að trúa að ræt- ur þess séu í því að íslenskt launafólk af- kasti minna en launafólk í nágranna- löndunum. Ég hef þá trú að meirihluti íslensks launafólks vinni vel sín störf. Ég hef komið á fjölmarga vinnustaði hér- lendis, til dæmis vib sjávarsíðuna, og ég sé ekki betur en fólk vinni baki brotnu við sínar flæðilínur og færibönd. Ég hef því þá sannfæringu ab orsakanna sé ann- ars staöar að leita en í slökum afköstum fólksins. Nú í vikunni lýsti framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins því yfir í viötali við fjölmiðla, að hagkvæmni stærðarinnar ætti hér einhvern hlut að máli. Það má vel vera að svo sé. Hitt er jafnljóst ab þab er afar brýnt ab hugað sé vel að þessu vandamáli, hvort vinnu- tími, stjórnun, yfirbygging eða annar kostnaður veldur þessu. Vaxtastigib í ræðu sinni á aðalfundi Seölabankans kom Birgir ísleifur Gunnarsson, formað- ur bankastjórnar, inn á vaxtamál og vaxtastig hér á landi og í nágrannalönd- unum. Hann var þeirrar skoöunar að fyrst um sinn yrðum við að sætta okkur við hærri vexti heldur en ríki með gróin og stór hagkerfi á borð við Þýskaland, sem hann tók sem dæmi, og vitnaði til vaxta í Danmörku til samanburðar. Þetta kann að vera rétt, en því meiri ástæða eru til þess að fara með gát og efna ekki til vaxtahækkana sem byggja á svartsýnustu spám, eins og nú nýverið gerðist. Hitt er stabreynd að raunvaxta- stigib er ekki ákveðið með handafli og al- mennar aðstæöur á peningamarkaði rába því. Brýnustu verkefnin Það er brýnasta verkefnib í efnahags- málum núna að halda hinum hagstæðu skilyröum, sem eru fyrir atvinnulífið í landinu, ekki síst fyrir nýsköpun. Það verður ekki gert með öðrum hætti en að halda verðlagi og gengi stööugu og sporna gegn hækkun vaxta. Ríkisfjármál- in eru mikilvægur þáttur í þessari við- leitni, og ef ekki tekst að sporna við skuldasöfnun, þegar ytri skilyrði eru já- kvæð, hvað verður þá þegar kreppir ab? Þetta þurfa þeir, sem um þau mál fjalla, aö hafa sterklega í huga og þab er brýn nauðsyn að hafa framtíöarsýn í þessum efnum. í öðru lagi er ljóst ab launafólk mun krefjast hlutdeildar í efnahagsbatanum. Lægstu laun á íslandi eru afar bágborin og það ber brýna nauðsyn til þess að bæta þar úr. Bætt afkoma og aukin fram- leiðni fyrirtækja eru lykilatriði til þess ab skapa þau skilyrði. ■ Menn °9 málefni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.