Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. mars 1996 BMtrwEimlMiM. 9 KVIKMYNDIR. . . KVIKMYNDIR . . . KVIKMYNDIR . . . KVIKMYNDIR . . . KVIKMYNDIR . . . KVIKMYNDIR . . Ekkert dregið undan Susan Sarandon leikur nunnuna Helen Prejean sem gerist sálusorgari hins dauöadœmda Matthews Poncelet (Sean Penn). Dau&ama&ur nálgast (Dead Man Walk- ing) ★★★★ Handrit: Tim Robbins. Byggt á sam- nefndri bók Helenar Prejean Leikstjóri: Tim Robbins Abalhlutverk: Susan Sarandon, Sean Penn, Robert Prosky, Raymond j. Barry, R. Lee Ermey, Lois Smith og Celia West- on. Háskólabíó Bönnub Innan 16 ára Dauðarefsingar í bandarísku samfélagi hafa verib eitt af vin- sælli þrætueplum þar í landi allt frá því ab hæstiréttur heimilaði þær að nýju í byrjun 8. áratug- arins. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa fáar kvikmyndir frá Banda- ríkjunum tekið á þessu efni. í Dauðamaður nálgast er mörg- um hliðum á dauðarefsingum gerð skil þótt áherslan sé mest- megnis á fangann annars vegar og foreldra fórnarlambanna hins vegar. Andstæður í skoð- unum kristallast í þessum per- sónum. Engin bein afstaða er tekin en óbeint má glöggt merkja að aðstandendur mynd- arinnar eru á móti dauðarefs- ingum. Susan Sarandon, sem á dög- unum fékk Óskarinn fyrir frammistöðu sína hér, leikur nunnuna Helen Prejean. Henni berst bréf frá dauðadæmdum fanga, Matthew Poncelet (Penn), sem biður hana að heimsækja sig. Það verbur úr að hún verður sálusorgari hans á meðan mál hans eru tekin fyrir og hann bíöur dauðans. Ponce- let, sem er dæmdur morðingi og nauðgari, er bitur og hræddur en Prejean nær að komast inn fyrir skelina. Það er hins vegar spurning hvort hann hleypi henni svo nálægt sér ab viður- kenna þátt sinn í málinu og iðr- ast gjörða sinna áður en eitrinu er sprautað í hann. Nunnan á einnig í erfiðleikum með að öðl- ast frið því foreldrar fórnar- lambanna eiga bágt með að skilja ab hún vilji umgangast slíkt skrýmsli. Það garnan til þess að vita að í Bandaríkjunum séu enn til kvikmyndagerðarmenn sem þora að taka á umdeildum þjóð- félagsmálum á hispurslausan og vandaban hátt. Tim Robbins, sem leikstýrir hér sinni annari mynd, hefur hér gert eina af betri myndum síðari ára. Hann dregur ekkert undan, hvort sem um er ab ræða hræðilegan glæp, reiði abstandenda, ótta hins dauðadæmda eða síðustu refs- inguna. Ólíkar skoðanir fá svig- rúm í heilsteyptum og trúverð- ugum persónum sem virka oft efins þrátt fyrir einarða afstöðu út á við. Frábært handrit Tims Robbins styrkist enn meir meb góðri kvikmyndatöku og ekki skaðar að tónlistin fellur mjög vel ab efninu. Susan Sarandon er líklega fremsta leikkona Bandaríkjanna í dag burtséð frá öllum verð- launum. Enn einu sinni sýnir hún magnaöan leik í erfiðu hlutverki og Sean Penn er litlu síðri. Hann hefur aldrei verið betri og samleikur þeirra er stór- kostlegur allt frá því þau hittast fyrst og þar til endirinn nálgast. Dauðamaður nálgast er mjög sterkt og áhrifamikið verk sem kemur Tim Robbins tvímæla- laust í flokk betri leikstjóra Bandaríkjanna. ■ Eftirminnileg mynd Nicolas Cage og Elisabeth Shue sem drykkjurúturinn og vœndiskonan. Á förum frá Vegas (Leaving Las Vegas) ★★★ 1/2 Handrit: Mike Figgis. Byggt á sam- nefndri bók Johns O'Brien Leikstjóri: Mike Figgis Aöalhlutverk: Nicolas Cage, Elisabeth Shue, Julian Sands, Laurie Metcalf, R. Lee Ermey, Shawnee Smith, Valeria Colino og Julian Lennon Regnboginn Bönnub innan 16 ára Ástarsamband vændiskonu og manns sem ákveðið hefur að drekka sig í hel hlýtur að telj- ast einkennilegt efni í kvik- mynd. Það er a.m.k. mjög frumlegt. Mike Figgis tekst hið ótrúlega og samband þeirra verður á köflum heillandi en dökku hliðarnar í tilveru þeirra beggja eru margar og það er aldrei spurning hver endalok- in verða. Útkoman er verulega eftirminnileg mynd og er það ekki síst aðalleikurunum tveimur, þeim Nicolas Cage og Elisabeth Shue, að þakka. Sögusviðið er Las Vegas með öllum ljósaskiltunum frægu og þar stundar vændiskonan Sera (Shue) atvinnu sína. Hún er á mála hjá melludólgi nokkrum (Sands) sem stendur fyllilega undir nafni og misþyrmir henni reglulega. Það er ást vib fyrstu sýn þegar hún hittir Ben (Cage) sem er nýkominn í bæ- inn eftir að hafa verið rekinn úr vinnunni. Hann hefur ein- faldlega gefist upp og ákveðið að enda líf sitt í Las Vegas með því að drekka sig í hel. Það verður úr að hann flyst heim til hennar og þau rækta ein- kennilegt samband sitt á milli sopanna hjá Ben. Það er þó ljóst að sjálfseyðingarhvöt hans er öllu öðru yfirsterkara í sambandinu þannig að það er dæmt til að enda með ósköp- um. Það kann að hljóma furðu- lega en áfengissýki kemur Á förum frá Las Vegas í raun lítib við. Ben drekkur eins og svampur en það er umfram allt uppgjöf sem einkennir persón- una. Meira að segja ást þess kvenmanns sem er hvað lægst í þjóöfélagsstiganum, vændis- konunnar, virðist koma hon- um í opna skjöldu. Sera er aft- ur á móti ástfangin af þeim Ben sem kemur fram við hana eins og manneskju, ólíkt öðr- um karlmönnum, elskar hana án takmarkanna og sýnir varla áhuga á kynlífi. Hún má ekki biðja hann um að hætta að drekka en það er líka það eina sem hann krefst af henni. Samband þessara óhrjálegu persóna er uppistaðan í mynd- inni og aukapersónur eru fáar og skipa litlar rullur. Það gefur auga leið að aðalleikararnir verða að standa sig mjög vel til að hlutirnir gangi upp. Það er skemmst frá því ab segja ab þau gera gott betur og vinna bæði frækinn leiksigur. Nico- las Cage sannar í eitt skipti fyr- ir öll að hann er frábær leikari og Elisabeth Shue, sem hingað til hefur aðallega verið þekkt fyrir leik í misgáfulegum ung- lingamyndum, nýtir tækifærib til hins ýtrasta. Á förum frá Vegas er virki- lega vönduð og eftirminnileg mynd. Þótt efniviðurinn sé niðurdrepandi er stutt í húm- orinn þegar við á og það ætti engin að verba svikin af kynn- um við þau Ben og Seru. Umsjón: Örn Markússon Mel Gibson í hlutverki Williams Wallace í Braveheart. Á hápunkti ferils síns Þab er vib hæfi ab gera ferli Mels Gibson, nýkrýnds Ósk- arsverblaunahafa, nokkur skil enda er þab ekki á hverjum degi sem leikari fær verblaun- in fyrir störf sín bakvib myndavélina. Hann var út- nefndur besti leikstjórinn fyr- ir mynd sína Braveheart sem auk þess hlaut verblaunin sem besta myndin. Braveheart er þó ekki fyrsta myndin sem Gibson leikstýrir því ab hann fór ágætlega af stað meb myndinni Man Without a Face þar sem hann lék sjálfur aðalhlutverkið líkt og í þeirri fyrrnefndu. Þar lék hann mann sem var hálfgert úrhrak í samfé- laginu vegna andlitslýtis en það var einmitt túlkun hans á per- sónu af svipuðum toga í Tim ár- ið 1979 sem vakti fyrst athygli á þessum ástralska leikara. Þótt ávallt sé talab um Gibson sem Ástrala þá er hann engu að síður fæddur í New York árib 1956, en hann fluttist til Ástral- íu 1968. Hann lærði leiklist í National Institute of Dramatic Art í Sydney og eftir að hafa reynt fyrir sér meb misjöfnum árangri á sviði varð hann þekkt- ur fyrir leik sinn í áburnefndri Tim og ekki síst fyrir hlutverk sitt í framtíðartryllinum Mad Max. Myndirnar um hann urðu alls þrjár og gerðu hann aö þekktum leikara en stórstjarna varö hann ekki fyrr en Lethal Weapon var frumsýnd 1987. Hún varb geysivinsæl og tvær framhaldsmyndir fylgdu i kjöl- farið þar líkt og í tilfelli Mad Max. Þessar myndir gerðu Mel Gib- son að einhverjum eftirsóttasta kvikmyndaleikara samtímans en þær reyndu þó ekki mikib á hann sem slíkan. Hann sýndi eftirminnilega hvab í sér býr í mynd Peters Weir, The Year of Living Dangerously, en hann átti þó eftir ab koma meira á óvart. Það hefur nefnilega ávallt fylgt Gibson að vera abeins tal- inn hjartaknúsari og útlitib eitt þegar kemur ab leiklist. Þab kom því flestum á óvart þegar Franco Zeffirelli réb hann árib 1990 í draumahlutverk allra karlleikara, til að leika sjálfan Hamlet í samnefndri kvikmynd. Gibson kom öllum á óvart og kom persónu Danaprinsins ráð- villta til skila með miklum sóma. Eftir að hafa leikið í mörgum metaðsóknarmyndum, sér í lagi Lethal Weapon myndunum, þá gat Gibson staðib á kröfu sinni um að láta gamlan draum ræt- ast, ab fá að leikstýra. Hann valdi að gera myndina Man Without a Face, mjög frambæri- legt byrjendaverk, og þótt hon- um langaöi ekki til að leika sjálf- um varð það úr aö hann tók að- alhlutverkið að sér. Hún var ágætlega sótt og í raun er það nokkuð kaldhæðnislegt að fyrsta mynd leikstjóra, sem af mörgum var talinn andlitið eitt sem leikari, skyldi vera um mann sem er svo ófríður að fólk forðast hann. Gibson þótti taka mikla áhættu þegar hann hóf undir- búning fyrir Braveheart, dýra mynd og langa um William Wallace, helstu frelsishetju Skota. Hann stób undir vænt- ingunum og Braveheart var sannköllub stórmynd meb dýr- um sviðsetningum og fjöldaat- riðum og síbast en ekki síst var hún vel sótt sem í augum fjár- málamannanna í Hollywood er oftar en ekki markmið númer eitt. Við afhendingu Óskarsverö- launanna um daginn grínaðist Gibson með það að núna lang- aði honum eins og öllum öör- um leikstjórum til að leika. Hann er svo sannarlega á há- punkti ferils síns þessa stundina og getur valið úr verkefnum án þess að hlusta á ráðleggingar frá nokkrum manni. Mel Gibson virðist auk þess hingað til hafa farib eigin leibir og enginn get- ur sakab hann um aö þora ekki að taka áhættu í verkefnavali.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.