Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.03.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 30. mars 1996 Hagvrðinqaþáttur Þættinum bárust fréttir af því að á þingflokksfundi framsóknarmanna á dögunum hafi menn verið að ræða sjávarútvegsstefnuna. Magnús Stefánsson þingmaður Vesturlands og fyrrum sveitarstjóri í Grundarfirði fór mikinn um að trillukarlar við Breiðafjörð væru í hlutverki leiguliða þegar þeir væru að fiska tonn á móti tonni. Sem kunnugt er er samvinna milli Skagfirðinga og heimamanna um rekstur Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Jón Krist- jánsson ritstjóri og þingmaður kastaði fram þessari vísu: Ýmsir gera það gott á þessu sviði oggeysilega harðir eru í sóknum. Á Breiðafirði stritar leiguliði á línu fyrir sœgreifana á Króknum. Og úr því vor ágæti ritstjóri er kominn í þáttinn er rétt að láta þessa vísu fljóta með sem varð til hjá honum í tilefni af vorveðrinu í höfuðstaðnum þessa dagana og nýjum framboðum til forseta: Vorið nálgast, vermir sólin jörð vetur þokar, slíkt er ekki skaði. Liggur hvíta logn um Skerjafjörð nú langar ýmsa heim í Bessastaði Og það eru fleiri þjóðmál sem menn hafa sýnt áhuga og m.a. sendi Búi þennan bálk í tilefni lausn- ar í Langholtsmálum: Þetta er að lagast Nú er alþjóð nœsta glöð, nú má efa trúna; fallið er í Ijúfa löð Langholtsmálið núna. Frá því segi sagnablöð svo að veröld heyri að nú er alþjóð nœsta glöð — nema séra Geiri. Kári Arnórsson yfirhestasérfræðingur Tímans hefur tekið þátt í stjórnmálum og var m.a. einn hinna „óháðu" sem gengu til liðs við Alþýðubandalagið fyrir síðustu kosningar. Kári er lítt hrifin af frum- varpi Páls Péturssonar og setti saman eftirfarandi: Þá stjórnin ber í bakkafullan lœk menn bregðast hart við þessum slœma kœk og þegar Páll minn P ípontu sína sté þargafað líta góða dátann Svœk. Og sinna verka góði dátinn galt enda gengi mannsins nokkuð valt. Og er hann vildi vel varð mönnum ekki um sel enda gerð'hann öfugt nœstum allt. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Þessi 20 ára gamla fermingarmynd úr Neskirkju sýnir m.a. oð þykkir skósólar hafa þá einnig verib í hátísku. Einn og einn síöur hvítur fermingarkjóll aftur farinn aö sjást framan viö altariö: Mjög gaman að allri þessari fjölbreytni Skiptar skobanir og ótal spurn- ingar koma í ljós á þeim þús- undum heimila sem ferming stendur nú fyrir dyrum, m.a. um klæbnabinn, fótabúnabinn, hár- greibsluna, snyrtinguna sem allt virbist orbib ótrúlega fjölbreytt. „Ég verö ab segja ab mér finnst mjög gaman ab þessari fjöl- breytni", sagöi Heiöar snyrtir sem þessa dagana er önnum kafinn í ráöleggingum varbandi ferming- arundirbúninginn, þó sérstaklega varbandi föröun fermingarstúlkn- anna. „Fjölmargar mömmur hafa spurt mig: Ef stelpan mín málar sig ekki er ég þá voöaleg frekja aö ætlast til þess að hún sé örlítiö föröuö fyrir myndatökuna? Ég ráölegg stúlkunni ab vera máluð, þannig að það sjáist ekki að hún sé máluð. Þab þýðir að útlína augu, til ab gera þau heldur stærri, svo- lítinn lit á augnhárin, lagfæra að- eins augnbrúnir, setja smá skygg- ingu á andlit og léttan farba sem jafnar hörundslitinn. En ekki þannig að neinn sjái málninguna. Sumar stúlkur eru reyndar farnar að mála sig og verða þá málaöar á fermingardaginn. En þær sem ekki eru farnar ab mála sig og hafa kannski ekki áhuga á því strax, þá finnst mér samt aö þær ættu að gera þetta á fermingardaginn, af því fermingarmyndin er gjarnan sá hlutur sem næstu árin og ára- tugina veröur mynd sem sýnd er." Hringur í nefinu einum um of á fermingarmyndinni Fermingarmyndirnar, eins og raunar brúðarmyndirnar, eru oft óskaplega skemmtilegar einmitt af því aö þær sýna tíbarandann á hverjum tíma. Áratugum síöar vakna kannski spurnignar: „Hvernig datt mér í hug að vera svona fáránlega greidd"? En þaö er einmitt svo gaman. Á hinn bóg- inn finndist mér voðalega sorglegt ef fermingarmyndin er af stúlku meb tvo hringi í nasavængjum og perlu í gati á nefinu. Slíkt finndist mér einum um of á fermingar- mynd og mundi í því tilfelli taka skrautiö úr götunum fyrir mynda- tökuna. í sambandi viö fermingarmynd- irnar er líka nokkuð um aö myndatakan fari fram í vikunni fyrir fermingu. Þá koma mæðg- urnar hingaö nokkrum dögum áöur meö fermingardressið, fá æf- ingagreiðslu á hárgreiðslustof- unni og föröun hjá mér og síðan beint í myndatökuna". En eru þaö einhverjar sérstakar hárgreiöslur sem nú eru öörum fremur vinsælar, eöa er allt „leyfi- legt" í því sambandi? Þessi unga stúlka fermdist fyrir hálfri öld, íhvítum síbum kjól eins og þá tíbkabist, og Heibar segir nú farib ab bera á aftur. Krossinn sem hún hefur um hálsinn hafa dætur hennar og dótturdœtur hafa síban notab á fermingardaginn. Heibar: „Sumar fermingarstúlk- ur vilja vera með sítt hár og fá greiöslu með lokkunum, uppsetn- ingu, blómi og öllu. Þetta er voða sætt og hefur tilheyrt ferming- unni. Margar eru búnar aö safna hári fyrir þetta tilefni og láta svo kannski klippa sig í vikunni á eft- ir. En ég sé heldur engan mínus viö það þegar stelpur vilja hafa stutt hár og einfalda greiöslu. Hvað strákana snertir finnst mér að þeir þurfi helst aö sam- þykkja herraklippingu. Aö sjá síð- hærða fermingardrengi finnst mér heldur leiöinlegt, því þegar þeir eru komnir í kyrtilinn heldur maöur aö þeir séu stelpur." Óttalega Ijótt aö sjá hermannaskó niöur undan kyrtlinum „Þetta minnir á þaö aö það er líka mikiö atriöi aö skórnir séu fal- Heibar jónsson, snyrtir svarar spurningum lesenda legir. Að vísu er skótískan núna fremur óheppileg aö þessu leyti, bæði fyrir stelpur og stráka. En ég vil benda þeim á aö vera frekar í nettari skóm heldur en þessum svakalegu klossum sem nú eru svo vinsælir. Þaö getur verið óttalega ljótt aö sjá ógurlega hermannaskó koma undan kyrtlunum. Ég vil líka segja stúlkunum sem nú eru aö fermast í síöbuxum og síökjólum aö mér finnst ekki fal- legt aö sjá síðar skálmar koma niö- ur undan kyrtlinum á stúlku og raunar ekki síökjól heldur. Þær ættu því aö setja eitthvert styttu- band á kjólinn eða lyfta buxun- um. Þetta á þó vitanlega ekki viö í þeim tilvikum þegar stúlka er í raunverulegum fermingarkjól, síöum hvítum fermingarkjóll eins og í gamla daga og engum kyrtli utanyfir. Þótt enn sé lítið um þaö veit ég þess dæmi aö stúlkur eru aö fá saumakonur til aö sauma sér síöa hvíta fermingarkjóla. Og ég þekki til dæmis stúlku sem fermd- ist í fermingarkjól ömmu sinnar og engum kyrtli. Persónulega finnst mér þetta voöa fallegt, kannski af því að ég man eftir fóst- ursystrum mínum fermast svona fyrir tilkomu kyrtlanna. Ég veit þó að prestar hafa ekki allir samþykkt þetta. En mér finnst aö ailir prest- ar ættu a.m.k. aö leyfa þetta í þeim tilfellum sem kjóllinn er ættar- gripur. -En á unglihgurinn almennt einn að ráða ef skoðanir hans og foreldr- anna eru mjög skiptar um útlit lians á ferttiingardagiiin? Heibar: „Unglingarnir þroskast alltaf meir og meir og fatnabur, hárgreibsla og snyrting breytist ár frá ári. Krakkarnir eru miklu full- orönari í hugsun heldur en þegar mín kynslóð var aö fermast. Þau hafa ákveðnari skoöanir og eru komin með tískuvitund, en fyrir þennan aldur er engin tíska til. Þetta eykst frá ári til árs. Þaö á aö hlusta á óskir krakkanna, um hverju þau vilja klæöast því þetta er þeirra dagur. Öllu hljóta þó að vera einhver takmörk sett. Fyrir þann stóra meirihluta sem ekki hefur allt of mikla peninga milli handanna skiptir töluveröu máli aö fermingarfatnaöurinn sé not- hæfur áfram sem sparifatnaöur. Þótt sumar stelpur vilji núna ferm- ast í kvöldkjólum velja aðrar pils og blússu, enn aðrar penan kjól eöa sumar buxnadress. Skokkar eru líka dálítib I tísku núna fyrir þennan aldur. Þeir finnst mér allt- af mjög klæöilegir og nýtast líka mjög vel eftir á með blússum og peysum. Þannig aö þaö eru allar útgáfur af fötum inni í mynd- inni". ■ Hvernig aeg að vera?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.