Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 6
6 wmít íui iimnru Laugardagur 4. maí 1996 Sendinefnd fer til aö velja flóttamennina 25 sem geta fengiö hœli á ísafiröi: 5 fjölskyldur í forgangshópi Á fundi Flóttamannarábs ís- lands var fjallaö um lista Flóttamannastofnunar Sam- einuóu þjóbanna í Belgrad yf- ir 42 flóttamenn sem hugsan- lega gætu komib hingab til lands. Á Iistanum eru 10 fjöl- skyldur af blöndubum upp- runa, þar sem annab hjóna er Serbi og hitt Króati, þar af 19 börn 16 ára og yngri. Nítján einstaklingar, fimm fjölskyldur, eru taldir í for- gangshóp, og var samþykkt á fundinum ab hefja undirbúning ab því aö sendinefnd fari héban til Belgrad til að ræða við þenn- an hóp og gera tillögur um hverjir koma hingað. í október sl. samþykkti ríkisstjórnin að veita 25 flóttamönnum frá Bosníu hæli á íslandi og hafa verið viðræður milli Flótta- mannaráðsins og ísafjarðar- kaupstaðar um dvalarstað fyrir flóttamennina. -LÓA Frá Krísuvík. Annríki á Alþingi. Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista: Varla séö það svartara „Mibaö vib mína reynslu þá hef ég varla séb þaö svart- ara," segir Kristín Ástgeirs- dóttir þingkona Kvenna- lista um stöbu mála á Al- þingi um þessar mundir, en þetta er annab kjörtímabil Kristínar. Hún segir ab þab sé óvenjumikiö af stórum og umdeildum málum sem bíba afgreibslu á þingi, en stefnt er ab því ab þinglok verbi í seinnihluta maímán- abar. Meöal þessara stóru mála sem Alþingi á eftir að taka af- stöðu til eru m.a. frumvarp til laga um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeil- ur, fmmvarp um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, um framhaldsskól- ann, upplýsingalög, staðfesta samvist homma og lesbía, fjármagnstekjuskattinn og Kristín Astgeirsdóttir. se vörugjöldin svo nokkuð nefnt af þeim málum sem rík- isstjórnin hyggst lögfesta fyrir þinglok. -grh Hafnarfjöröur og Reykjavík taka upp samstarf á svibi orkuiönaöar: Gufuveita í Krísuvík talin hagkvæmur kostur Hafnarfjörbur og Reykjavík hyggjast beita sér sameiginlega fyrir sérstöku átaki til rann- sókna og öflunar jarögufu frá Krísuvíkursvæbum, m.a. til ibn- abarnota. Gufuveita frá háhita- svæbinu í Krísuvík er talin geta orbib mjög hagkvæmur kostur. Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjóri Hafnarfjarðar hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf bæjarfélaganna til að flýta fyrir uppbyggingu orku- iðnaðar og þróun iðnaðarsvæða á höfuðborgarsvæðinu. Áhugi bæjarfélaganna á auknu samstarfi á þessu sviði er tilkomin vegna fyrirspurnar erlendra aðila, sem óskuðu atbeina borgaryfir- valda við stofnun pappírsverk- smiðju á höfuðborgarsvæðinu. Slík verksmiðja þyrfti mikla gufu og raforku til framleiðslunnar. í greinargerð með viljayfirlýs- ingunni segir að þegar litið sé heildstætt á háhitasvæði í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins sjá- ist að þau myndi eins konar kraga. Er þá litið til Krísuvíkur- svæðisins, Brennisteinsfjalla og Hengilssvæðisins. Á öllum þess- um svæðum virðist vera gnótt orkulinda í formi jarðgufu. Samstarfi Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar er ætlað að nýta þau tækifæri sem felast í nærliggjandi auðlindum, stuðla að öflun orku- frekra iðnaðarkosta og stilla sam- an strengi við uppbyggingu nauð- synlegra mannvirkja á sviði orku- nýtingar, hafnarmála o.sv.frv. Samstarfið felst í m.a. í því að bæjarfélögin beiti sér fyrir sér- stöku átaki til rannsókna og öfl- unar jarðgufu frá Krísuvíkursvæö- um, m.a. til iðnaðarnota. Virkjun í Krísuvík og við Trölladyngju er talin geta orðið mjög hagkvæmur kostur bæði til iðnaðarnota og upphitunar. Virkjun þar liggur mun nær þjónustusvæði Hita- veitu Reykjavíkur en t.d. Nesja- vellir auk þess sem orkugjafi frá gagnstæðri átt er talinn munu Breytingar á reglugeröum um endurgreiöslu lyfjakostnaöar og um frekari uppbœtur til lífeyrisþega: Eymabólgulyfin geta nú komið til endurgreiðslu „Ég býst vib ab þessar auknu endurgreibslur lyfjakostnabar sé þab sem koma mun tekju- lágu fólki allra best og sérstak- lega aö endurgreiöslurnar komi svona fljótt", sagbi Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigbisráb- herra, þegar hún kynnti breyt- ingar á reglugerb um rýmri endurgreibslu á umtalsverbum kostnabi vegna lyfjakaupa handa ungum börnum og læknishjálpar. Og sömuleiöis breytingar á reglugerb um frek- ari uppbót á lífeyri. Meb breyt- ingunni er m.a. opnab fyrir endurgreibslur kostnabar vegna sýklalyfja handa bömum meb eyrnabólgur, en sýklalyf hefur fólk almennt þurft ab greiba ab fullu. Áætlað er að þessar breytingar geti kostað ríkissjóð um 20 millj- ónir króna, eöa meginhluta þeirra 24 milljóna sem áttu að sparast við reglugerðarbreytingu fyrr á ár- inu. Meiningin er hins vegar að þeir allra verst settu fái nú meira í sinn hlut heldur en þeir fengu miðað við gömlu reglugerðina, en þeir betur settu minna. Að sögn ráðherra voru t.d. dæmi þess að einstaklingar með yfir 100.000 kr. tekjur á mánuði og tuga milljóna eignir í bönkum og verðbréfum nytu uppbóta á lífeyri vegna þess að þeir gætu ekki framfleitt sér án sérstakrar uppbótar. Þarna eru sett „þök" í nýju reglugerðinni. Meginbreytingar á reglugerð um auknar endurgreiðslur vegna lyfja og læknishjálpar eru: I fyrsta lagi að lyfjakostnaður vegna barna undir 6 ára aldri telst framvegis allur með þegar kemur að útreikningi vikamarka fyrir endurgreiðslu læknis og lyfja- kostnaðar fjölskyldna. í öðru lagi miðast endurgreiðsl- ur nú við hvert 3ja mánaða tíma- bil, í staö 6 mánaða áður, þannig aö bið eftir endurgreiðslum stytt- ist um allt að 3 mánuði. Og í þriðja lagi bætist við nýtt tekjuþrep, þannig að einstakling- ur eða fjölskylda með innan við 750.000 kr. árstekjur fær framveg- is endurgreidd 90% af því sem kostnaður fer umfram 7.000 kr. á ársfjórðungi. En áður var miðað við 18.000 kr. á hálfs árs tímabili. Svo dæmi sé tekið fá þeir sem falla undir undir þennan hóp nú endurgreiddar 2.700 af 10.000 kr. lyfja/lækniskostnaði á 3ja mán- aða tímabil (eða 5.400 kr. á 6 mánuðum) en hefðu áður fengið 1.800 krónur endurgreiddar af 20.000 kr. á 6 mánaða tímabili (þ.e. 90% af kostnaði umfram 18.000 kr. á 6 mánuðum). Áætlaö er að breyting á reglu- gerð um „frekari uppbót á lífeyri" leiði til þess að um 950 illa settra bótaþega fái hækkun á bilinu 8- er 32 þús.kr. á ári. Hins vegar lauslega áætlað að 500 til 1.000 betur settir bótaþegar fái lækkun á frekari uppbót. Til að einstak- lingur geti notið „frekari upp- bóta" mega tekjur hans framvegis ekki fara yfir 75.000 kr. á mánuði og eignir í peningum/verðbréfum ekki yfir 2,5 milljónir samkvæmt skattframtali. Heilbrigðisráðuneytið upplýsti að þess séu mörg dæmi að stór- eignafólk í hópi lífeyrisþega hafi stótt um frekari uppbætur, jafn- vel einstaklingar sem teljast vel stæðir í þjóðfélaginu. Á síðustu mánuðum hafi umsóknum um frekari uppbætur frá einstakling- um með verulegar eignir í banka- innistæðum, verðbréfum eða selj- anlegum fasteignum veriö hafn- ab. En dæmi séu um einstaklinga með tuga milljóna eignir sem njóti slíkra bóta frá fyrri tíb. falla vel að núverandi dreifikerfi. T\LAYOUT\ORKA.BK! Einnig er stefnt að formlegu samstarfi um uppbyggingu og rekstur hafnarmannvirkja á fyrir- hugubum athafnasvæðum við Straumsvík og Eiðsvík. Á grundvelli viljayfirlýsingar- innar munu bæjarfélögin leita eftir samstarfi við iðnaöar- og vib- skiptaráöuneytið um sameigin- legt átak í rannsóknum á jarbgufu sem gæti skapað nýtt tækifæri á svibi orkuiðnaðar. -GBK Úrslit í Hugvísi '96: MS-ingar höföu sigur Verkefnib „Náttúruham- farir og mannlíf", eftir hóp nemenda úr Mennta- skólanum vib Sund í Reykjavík, hreppti fyrstu verblaun í hugmyndasam- keppninni Hugvísi. Önn- ur verblaun hlaut „Les- poki" nemenda úr Fjöl- brautaskólanum í Breiö- holti og „Lífvél" MR-inga hlaut þribja sætib. Sér- staka viburkenningu fyrir þátttöku fengu nemendur úr Foldaskóla í Reykjavík. Fyrirtækið ÍSAGA er fjár- hagslegur bakhjarl keppn- innar, en að henni standa einnig menntamálaráðu- neytið og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Formaður dómnefndar, dr. Sigmund- ur Guðbjarnason prófessor, afhenti verðlaunin vib há- tíðlega athöfn í Hinu hús- inu nýverið, en verk nem- endanna verða til sýnis þar næstu daga. Dómnefnd miðaði við það ab í tillög- unum fælust nýjungar eða uppfinningar á sviði vís- inda eða tækni, endurbætur eða lausnir á sviðum eins og líftækni og tjáningarmiðl- un, efnafræði eba frágangs- abferðum, orku- og um- hverfismálum, sem og iðn- hönnun. Sigurvegarar í Hugvísi munu taka þátt í Evrópukeppni vísinda- manna í haust, svo og al- þjóðlegri vísindakeppni í Arizona í Bandaríkjunum á næsta ári. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.