Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 24
Stuðningsmenn Péturs Kr. Hafstein og Ingu Ástu: Pétur Kr. Hafstein er ekki þekktasti frambjóðandinn í forseta- kosningunum og því er eðlilegt að hugmyndir fólks um hann byggist enn að einhverju leyti á tilfinningu og getgátum. Við sem viljum að Pétur Kr. Hafstein verði næsti forseti íslands vitum hvaða mann hann hefur að geyma. Einmitt þess vegna hvetjum við landsmenn til að vega og meta mannkosti hans og hæfni í samanburði við aðra frambjóðendur. JaJht stuðningsmenn sem aðrir hafa sagt álit sitt á Pétri „Hann vinnur af festu og öryggi án gassagangs og hávaða.“ Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Alþýðublaðið 18. apríl sl. „Ég þekki hann að öllu góðu og engu öðru. Hann er með einhverjum mestu úrvalsmönnum sem ég hef fyrir hitt.“ Örn Clausen, hœstaréttarlögmaður. Alþýðublaðíð 18. apríl sl. „Þau eru afskaplega skemmtileg hjón ... og bæta hvort annað upp. “ Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarðar. DV 20. apríl sl. „Pétur er heiðarlegur og grandvar...við sem þekktum hann kynntumst kímniglampa í auga og ágætum manni með góða nærveru.“ Ögmundur Jónasson, alþingismaður ogformaður BSRB. DV20. aprílsl. „Ég varð aldrei var við að hann færi í manngreinarálit. Hann svaraði öllum sem leituðu til hans - sama hvert erindið var, merkilegt eða ómerkilegt.'1 Björn Jóhannesson, héraðsdómslögmaðui; fyrrv. aðalfulltrúi d ísafirði. DV 20. apríl sl. Skrifstofa stuðningsmanna að Ármúla 8 er opin frá kl. 13-22. Sími 588 6688. Fax 553 3208. Stuðningsmenn Netfang: petur. kr. hafstein@centrum.is

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.