Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.05.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 4. maí 1996 Mannbætandi uppeldisrit Vaka Helgafell hefur undanfar- in ár staöið sig vel í að gefa út barnabækur eftir nýliða í rit- höfundastétt og hafa með því áreiðanlega stuðlað að endur- nýjun og glætt áhuga fólks fyr- ir því ab skrifa fyrir þennan ald- urshóp. Á sama tíma þarf for- lagið að sjálfsögðu að huga að arðsemi útgáfu sinna bóka og því getur þessi verðlaunasam- keppni stundum orkað tvímæl- is því ab við lestur sumra verð- launabókanna hefur stundum sá grunur læðst að manni að það sem vaki fyrir dómnefnd verðlaunasjóðsins sé ekki að verðlauna bækur fyrir bók- menntagildi þeirra heldur séu þær ekki síður valdar með tillti til þess hvort þær teljist væn- legar til sölu. Þannig hefur það einkennt sumar verðlaunabæk- ur Vöku-Helgafells að vera hressilegar, á iéttu en vönduðu máli, með smá skammti af heil- brigðri spennu og vænum slatta af mannbætandi uppeld- isþáttum án þess að geta bein- línis talist til skáldskapar. Þessu er eingöngu slegið hér fram til íhugunar því undirritaðri er að sjálfsögðu ókunnugt um það hverju dómnefndin hefur úr að velja hverju sinni. En þetta er einmitt vandi þeirrar bókar sem fyrir skömmu hlaut íslensku barna- bókaverðlaunin 1996. Bókin heitir Grillaðir bananar og er eftir mæðgurnar Fríðu Sigurð- ardóttur og Ingibjörgu Möller. Strax í fyrsta kafla bókarinnar er gefinn tónninn að drifkrafti skrifanna, sem er að leiðbeina unglingum frá villum drykkju, líkamlegrar leti tölvufíkla og öðru því sem háir íslenskum unglingum. Ekki í bölsýnum eða fyrirlitningartón, fjarri því, þetta er góðlátleg saga sem gef- ur unglingum fyllsta tækifæri til að koma fram á eigin verð- leikum — en bobskapurinn ber textann og söguþráðinn ofur- liði. Foreldrar Bjarna og vinar hans Tómasar véla þá til ab fara í 6 daga gönguferð á Strandir í sumarfríinu, m.a. vegna þess að þeir þurfi á hreyfingu og úti- veru að halda til að bægja þeim frá undirheimasollinum en í einhverri rælni höfðu þeir keypt landabrúsa af misyndis- legum náunga daginn sem þeir ætluðu að fagna próflokum. Þeir duttu í það, drápust brennivínsdauða og voru born- ir heim af lögreglu. Þetta hlið- BÆKURT LÓA ALDÍSARDÓTTIR arspor var þó alger undantekn- ing því þeir dauðsáu eftir uppá- tækinu, skömmuðust sín og lofuðu að gera þetta aldrei aft- ur, þeir eru sem sagt upplagt efni í fyrirmyndarmenni. Spennusagnaþráður hefur verib tekinn upp á ýmsum sviðum bókmennta og óleyst glæpamál í mildari kantinum hafa gjarnan verið notuð í sög- um fyrir börn og unglinga enda getur það verið prýðis þjálfun í rökhugsun og ágætasta skemmtun að freista þess að ná einhverjum botni í flóknu og dularfullu sakamáli. Til að svo geti oröið er það grundvallar- regla að spennusagan inni í sögunni sé nægilega falin til að lesandi átti sig ekki umsvifa- laust á því hver framvindan á að vera eins og hér gerist. At- burðarásin verður svo fyrirsjá- anleg hér ab hún drepur alveg þá spennu sem hún átti, vænti ég, að kveikja. Nú eru einhver ár síðan undirrituð las spennu- sögur eftir einn útbreiddasta barnarithöfund álfunnar, Enid Blyton, og Ármann Kr. Einars- Styrkir frá Reykjavík- urborg vegna sumar- starfaló, 17 og 18 ára skólanema Sú tilraun verbur gerb í sumar að Reykjavíkurborg styrkir fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík til að ráða til sín skóla- nema sem verba 16, 1 7 eba 18 ára á árinu 1996. Einnig gefst bændum kostur á að sækja um styrk. Markmiö meb þessari tilraun er ab gefa reykvískum skóla- nemum kost á meiri fjölbreytni í vali á sumarvinnu, efla tengsl þeirra vib atvinnulífib og fjölga starfstilboöum fyr- ir þennan aldurshóp. Gert er ráb fyrir ab styrkurinn verði 3/4 af heildarlauna- kostnabi, þó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku, og greiöist eftir á gegn framvísun launasebla. Um er að ræba allt ab 100 störf, miöaö er vib 7 klst. vinnudag og reiknab meb sex til sjö vikna ráðningartíma á tímabilinu 10. júní til 1. ágúst 1996. Skilyrði fyrir ofangreindum styrk er ab atvinnurekendur sýni fram á ab án tilkomu hans hefbi ekki veriö rábib í starfib. Væntanlegur starfsmaður skal vera á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks, sem hefur milligöngu um rábn- ingarnar. Styrkumsóknir sendist til Vinnumiblunar skólafólks, Engjateigi 11, 105 Reykjavík, sími 588 2599, fyrir 15. maí nk., á eybublöbum sem þar fást. Atvinnu- oa ferbamálastofa Reykjavíkurborgar Vinnukmiðlun Reykjavíkurborgar son og fleiri sem hafa nýtt sér þetta form til að vekja athygli unglinga og hef því samanburð ekki tiltækan. Hins vegar verð- ur að minnast þess að væntan- legur lesendahópur Grillaðra banana hefur alist upp við gíf- urlegan fjölda spennumynda með flóknum söguþræði og hörku af öllum gerðum og mér þykir mjög líklegt að hann þyrfti ekki að gera sér upp geispa yfir landasölumannin- um í þessari. Kosturinn við þessa bók er hins vegar að hún er notaleg. Unglingarnir eru eins og við viljum hafa þá, misjafnir en þó velviljaðir og góðir innst inni. Það sem þokar henni kannski upp úr tæknilega vandaðri bók, með brotalömum í spennusög- unni, er málfarið sem er víða lipurt og skemmtilegt og gefur henni dálítið lifandi yfirbragð. Þannig er textinn ekki leiðin- legur aflestrar þó að hvorki söguþráður né persónur veki með manni sérstakan áhuga. í lok ferðalagsins er lærdóm- ur strákanna af þessum dögum dreginn saman í samtali sem þeir Bjarni og Tómas eiga þar sem þeir sitja saman úti í móa síðasta kvöldið og vakta kjötið á grillinu. Þeir lýsa yfir ánægju sinni með ferðina og lesendum er ljóst að þeir hafa nú kynnst nýrri hlið mannlífsins og aukið víðsýni sína. Því miður hristist þessi góði boðskapur ekki sam- an við söguna og því er hver einstakur þáttur ágætur út af fyrir sig en tæknileg kunnátta dugir ekki til þegar skrifa á góða sögu. Grillaðir bananar ber því meiri einkenni sviðsetts upp- eldisrits heldur en bókmennta- verks og þykir mér sannast sagna heldur leitt fyrir höfunda barnabókmennta í landinu ef þeir fá þau skilaboð að allt önn- ur lögmál skeri úr um bók- menntagildi barna- og ung- lingasagna heldur en þeirra sem skrifaðar eru fyrir eldri karla og konur. ■ Grundartangakórinn söng á 7. maí hátíbahöldum Verkalýösfélags Borgarness. Skemmtidagskrá hjá Verkalýbsfélagi Borgarness: Húsfyllir Verkalýbsfélag Borgarness hélt stórhátíð 1. maí að vanda. Dagskráin samanstóð af fjölbreyttu efni: ræðum, söng og gamanmálum. Hátíðarræðu dagsins flutti Guðmundur Þ. Jónsson formað- ur Landssambands iðnverka- fólks og skammaði hann ríkis- stjórnina fyrir þær aðferðir sem hún hefur viðhaft við tilraunir til breytinga á vinnulöggjöf og aðför að réttindum opinberra starfsmanna. Áherslur Guð- mundar virtust vera svipaðar og annarra ræðumanna dagsins. En skemmtidagskráin var fjöl- breytt, enda var húsfyllir í Hótel Borgarnesi þar sem hátíbin var haldin. Nemendur úr Tónlistar- skóla Borgarfjarðar léku undir stjórn Gunnars Ringsted, Barna- kór Borgarness söng undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur, Grundartangakórinn söng und- ir stjórn Lisbeth Dahlin og við undirleik Flosa Einarssonar. Dagný Sigurðardóttir sópran og Snorri Hjálmarsson tenór sungu einsöng og dúett við undirleik Jerzy Tosik Warszawiak. Félagar úr Leikdeild Umf. Skallagríms fluttu atriði úr leik- ritinu Ævintýri á gönguför, en leikdeildin er með sýningar á því um þessar mundir. En það atriði sem vakti einna mesta kátínu voru gamanmál bræðr- anna Halla og Ladda við undir- leik Hjartar Howser, en þeir komu fram á þessari hátíð í fyrsta sinn í 15 ár. Auk þessa bauð Verkalýðsfélagið börnum í kvikmyndasýningu. -TÞ, Borgamesi. Snorri Hjálmarsson tenór og Dagný Siguröardóttir sópran sungu bœöi ein- söng og dúett viö undirleik jerzy Tosik-Warszawiak. Tímamyndir: Tt>, Borgarnesi. Leiðrétting I Tímanum í gær birtist grein eftir Helga Jóhannesson, for- mann Samtaka psoriasis- og ex- emsjúklinga undir yfirskriftinni „Hnefahöggib". í lok greinar- innar koma fram rangar fullyrö- ingar sem hér eru leiðréttar. Það er rangt hjá greinarhöf- undi að ég hafi lýst því yfir úr ræbustóli á Alþingi ab ég væri sammála þeirri ákvörðun Trygg- ingaráðs að leggja með öllu nið- ur meðferð fyrir psoriasis- og ex- emsjúklinga erlendis. Þvert á móti benti ég sérstaklega á ab gagnvart þessum sjúklingum, sem öðrum, væri í gildi heimild fyrir Tryggingastofnun til ab ákveða að senda sjúklinga í mebferb erlendis, þegar um sér- staklega erfið tilvik er að ræða og einsýnt er að meðferð hér- lendis gagnast ekki. Þarna er um að ræða læknisfræðilegt mat á ástandi og meðferðarmöguleik- um í samræmi við 35. gr. al- mannatryggingalaga. Ég benti einnig á að við slíkar slíkar ab- stæbur verði Tryggingastofnun að taka til athugunar með hvaða hætti staðið verði að því að senda sjúklinga til meöferðar er- lendis. Það er staðreynd að hér á landi hefur meðferðarúrræðum Ingibjörg Pálmadóttir. fyrir psoriasis- og exemsjúklinga fjölgað á undanförnum árum og rannsóknir á árangri meðferðar í Bláa lóninu hafa sýnt góðan ár- angur. Hins vegar verður Trygg- ingastofnun að bregðast við vanda þeirra sjúklinga sem ekki geta nýtt sér þjónustuna þar og tryggja að sjúklingar af lands- byggbinni eigi möguleika á aö fá þjónustu þar og einnig skoða kostnað sjúklinga við að nýta sér þá þjónustu. Það er rangt hjá greinarhöf- undi að ég hafi kosið að standa á bak við ólöglega og órökstudda ákvörðun Tryggingaráðs. Þaö er ótvírætt að Tryggingaráð hefur heimild til ab ákveða að með- ferð þessi fari ekki fram erlendis í því formi sem verið hefur, til þess hefur hún fulla heimild samkvæmt lögum nr. 87/1989, sem breyttu 11. gr. laga um al- mannatryggingar. Ég vil í lokin ítreka að óhjá- kvæmilegt er ab Tryggingastofn- un fari vandlega yfir meðferðar- möguleika fyrir psoriasis- og ex- emsjúklinga og með hvaba hætti sjúklingum verði tryggb full- nægjandi meðferð hér heima. Þá er heimild til að senda sjúklinga til meðferðar erlendis, á grund- velli læknisfræbilegs mats á ástandi og meöferðarmöguleik- um hvers sjúklings, skv. 35. gr. almannatryggingalaga. Það er því ótvírætt að heil- brigbisrábuneytið og Trygginga- stofnun munu kappkosta að tryggja þessum sjúklingum sem öbrum fullnægjandi meðferð vib sjúkdómi sínum. Reykjavík, 3. maí 1996 Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.