Tíminn - 10.05.1996, Side 2

Tíminn - 10.05.1996, Side 2
2 Föstudagur 10. maí 1996 Tíminn spyr... Á aö leyfa erlendum aðilum a& fjárfesta í innlendum orkuiön- aði? Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar: Ég er hlynntur hóflegri fjárfest- ingu erlendra aöila í raforkuiðnaði hér á landi. Áhugi þeirra vaknar þó varla nema samkeppni komi til með auknu frelsi í verðlagningu raforkunnar. Erlent áhættufjár- magn í raforkuiðnabinum drægi úr þörf hans fyrir lánsfé og mundi stuðla að því að eðlileg arðsemi yrði höfð að leiðarljósi í rekstri. Það myndi aftur leiða til lægri fjár- magnskostnaðar og lægra raf- magnsverðs án þeirrar verðjöfnun- ar sem við búum við í dag. Hjörleifur Guttormsson, aiþingismabur: Ég hef verið og er andvígur því að hleypa útlendingum inn í fjárfest- ingar í orkuiðnaði hérlendis. Þab á jafnt við um byggingu orkuvera sem og dreifiveitur. Ég varaði sterk- lega við hættunni á þessu þegar EES- samningurinn var til umræðu hér og ég undrast mjög ummæli ibnabarráðherra síðustu daga sem virðist telja þá tilskipun sem er í fæðingu hjá ESB um þessi efni, vera af hinu góða. Pétur H. Blöndai alþingismabur: Já, ég er á því að það eigi að leyfa útlendingum að fjárfesta í orkuiðn- aði en þá með þeim hætti að þeir borgi fyrir auðlindina. Leitaö verði tilboöa í auðlindina og síöan geti menn fjárfest. Norömenn hafa far- ið þessa leið meb olíuna sína og arðurinn af auðlindinni liggur áfram hjá þjóðinni. Ég sé ekkert á móti því að útlendingar fjárfesti með áhættufé í virkjunum. Slík fjárfesting myndi auka samkeppni í þessum geira sem nú er nánast eng- in. Formaöur lœknarábs Heilsuverndarstöbvarinnar gagnrýnir harblega tillögur um ab leggja stöbina nibur: Heilsugæslustöðvar geta ekki sinnt fleira fólki Þaö er öfugþróun aö leggja niöur berklavarnamiöstöö nú þegar berklar eru í sókn. Jafnframt er þaö skref aftur á bak aö sameina heilsuvernd og sjúkraþjónustu. Þetta er meöal þess sem fram kemur í gagnrýni formanns lækna- ráös Heilsuverndarstöövar- innar á tillögur stjórnar stöövarinnar. Hann bendir jafnframt á aö 20 þúsund manns njóti nú almennrar heilsuverndar á stööinni og vegna hægrar uppbyggingar heilsugæslustööva í Reykja- vík sé tómt mál aö tala um aö vísa þeim þangaö. Helgi Guöbergsson, formað- ur læknaráðs Heilsuverndar- stöövarinnar, segir að lækna- ráöiö sé ekki á móti breyting- um á starfsemi Heilsuverndar- stöövarinnar. Þvert á móti hafi það óskað eftir því árum sam- an aö starfsemi stöðvarinnar verði endurskoðuö. í stað þess hafi líf hennar veriö framlengt ár frá ári, ár í senn, án nokk- urra breytinga. Tillögur stjórnarinnar nú eru á hinn bóginn ekki til bóta að mati Helga. Hann segir þær hráar og illa unnar, í þeim sé ekki gætt faglegra sjónarmiöa enda hafi þær verið unnar án samráös við fagaðila. Helgi minnir t.d. á að Heilsuverndarstöðin er að hluta til eins og stór heilsu- gæslustöð. Þaðan er sinnt heilsuvernd, þar með talið mæðravernd og ungbarnaeft- irliti, fyrir alla þá sem hafa heimilislækni sem starfa ekki á heilsugæslustöð, sem eru um 20 þúsund manns í Reykjavík. í tillögum stjórnarinnar er gert ráð fyrir að þessir þættir, þ.e. mæðravernd og ung- barnaeftirlit, verði sameinaðir svipaðri starfsemi á Kvenna- deild Ríkisspítala annars vegar og göngudeild Barnaspítala Hringsins hins vegar. Helgi tel- ur þetta vera skref aftur á bak. „í fyrsta lagi er ekki rétt aö það sé svipuð starfsemi á Helgi Gubbergsson. göngudeild Barnaspítala Hringsins. Það er engin skipu- lögð heilsuverndarþjónusta þar. Þótt svo væri teljum að það sé hætta fólgin í því að láta sama fólkið vinna við sjúkrahússtörf og heilsuvernd. Reynslan sýnir að heilsu- verndin verður undir í slíku samfélagi og ekki síst nú á tím- um sparnaðar og aðhalds." Auk þess að starfa sem heilsugæslustöð hefur Heilsu- verndarstöðin umsjón með ýmsum heilsuverndarþáttum sem ekki eða lítt er sinnt inn- an heilsugæslustöðvanna. Dæmi um þá eru berklavarnir sem fara fram á Lungna- og beklavarnadeild stöðvarinnar. í tillögum stjórnarinnar segir að berklavarnir eigi að fara fram innan heilsugæslustöðv- anna. „Dæmi frá öðrum löndum sanna að það er varhugavert að dreifa berklavörnum út til heilsugæslustöðva eingöngu. Það verður að vera miðstöð sem heldur utan um berkla- varnir. Það á ekki síst viö núna þegar berklar eru í sókn og þess gætir æ meira að berkla- stofnar séu ónæmir eða illa næmir fyrir lyfjum. Þegar þetta fer saman við aukinn fjölda innflytjenda frá lönd- um þar sem berklar eru al- gengir, teljum við að það sé öf- ugþróun að leggja niður berklavarnarstöð sem þjónar öllu landinu." Annar þáttur í starfi Lungna- og berklavarnadeildarinnar eru tóbaksvarnir. í tillögum stjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær færist inn í nýja for- varnarmiðstöð sem verði sett á laggirnar. Helgi hefur einnig athugasemdir við þessa ráð- stöfun. „Þetta stenst ekki. Við sjáum ekki um almennar tóbaksvarn- ir. Við erum fyrst og fremst að veita fólki þjónustu sem vill hætta að reykja." í skýrslu stjórnarinnar segir að hún hafi sett sér það mark- mið að setja fram tillögur sem væru líklegar til veita almenn- ingi a.m.k. jafn góða þjónustu og nú er veitt, kostnaður verði minni og hugmyndir væru til þess fallnar að efla umræðu um heilsuverndarstarfið og þróun þess. Helgi hefur þetta að segja um hversu vel tillög- urnar ná markmiðum sínum. „Varðandi þetta síðasttalda atriði er auðvitað ekkert eins vel fallið til að efla umræðu um heilsuverndarstarfið og að kasta fram einhverri bombu. Varðandi kostnaðinn er það hlálegt að byrja á að leggja til að eitthvað sé lagt niður áður en það er athugað hvað það kostar og hvort það sé dýrara að koma því fyrir á annan hátt. Og hvað þjónustuna varðar veit ég ekki hvert á að vísa þeim 20 þúsund manns sem sækja hingað heilsuvernd á meðan enn er ekki búið að reisa heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfi, heilsugæslu- stöðin í Grafarvogi er allt of lítil, sama á við um stöðvarnar í Fossvogi og Hlíðahverfi og flest allar hinar stöðvarnar eru líka of litlar. Þannig að þótt við vildum vísa þessu fólki á heilsugæslustöðvarnar er ekki pláss fyrir það þar." -GBK Sagt var... Örlagarík nafnbreytíng „Mér dauöbrá en maöur tekur þessu meö jafnaöageöi — reynir þaö aö minnsta kosti. Þaö kom í Ijós aö ein hjartalokan í mér er gölluö og hefur veriö þaö frá fæöingu. Gárungarnir hér á spítalanum spuröu mig hvort nafnbreytingin heföi lagst svona þungt í mig." Rúnar Júl. í DV, galvaskur ab vanda, þrátt fyrlr ab vera á leib í hjartaupp- skurb. Funk og stub á Vestfjörbum „Meö yfirlýsingu sýslumanns töldu menn brennivínsmáliö úr sögunni. Svo var þó ekki. Funkararnir komu tvíefldir fram á sjónarsviðiö eftir að Bæjarins besta sýndi þá inni meö tvo menn ... Hiti er því hlaupinn í menn vib Skutulsfjörð samfara auknu funki og stuðgildi." Dagfari gærdagsins. Verkamenn blekktir „Ég vil lýsa furbu minni á því aö enn skuli menn láta plata sig til ab taka þátt í kröfugöngu og útisamkomum hinn 1. maí. Hér er um aö ræöa blekkingu af mannavöldum til aö geta áfram haldið launafólki í greip- um launþegaforystunnar." Hjálmar í DV. Menntamálarábherra sósíaliskur „Mál þetta sýnir sósíaliskan rábherra og Alþingi, sem sameiginlega eru ófær um aö hugsa mál á grundvelli alþjóða viburkenndra markabslög- mála." Jónas Kristjánsson í DV. Ekki hjól á Laugavegi „Ég er hættur aö hjóla Laugaveginn. Mér hefur alltaf veriö lítið um ab hafa vit fyrir ööru fólki en vil þó gera undantekningu í þessu einfalda máli og hvetja abra hjólreiðamenn til ab fara ab mínu dæmi. Hættum aö hjóla innan um allt fólkið sem er á ferli upp og nibur Laugaveginn." Hjörleifur Sveinbjörnsson í Mogga. Nietzsche í molum „Hann er ekki mjög kerfisbundinn, hugsun hans er svolítib slitrótt, jafn- vel í molum aö því er virðist og mjög mótsagnakennd." Kristján Árnason heimspekingur um kollega sinn, Nietzsche. Alþýbublabib. í heita pottínum í gær var stadd- ur háskólaborgari nokkur, ný- kominn úr höfuöstöbvum Há- skólans og lagbi hann gátu nokkra fyrir pottgesti: „Hvab eiga Guörún Þorbergsdóttir og Ól- afur Ragnar Grímsson sameig- inlegt?" Gestir heita pottsins hugsuðu sig vandlega um, en ekki gátu þeir séb hvab Ólafur Ragnar og kona hans ættu sam- eiginlegt svo háskólaborgarinn varb ab segja svarib. „Jú, þau elska bæbi sama manninn." Þetta og annab sem gerst hefur undanfarna daga, vilja menn meina ab sé merki um ab harbar sé sótt ab Ólafi Ragnari og sé kannski abeins smjörþefurinn af því sem koma skuli, enda hefur hann mikib forskot í skobana- könnunum fyrir forsetakosning- arnar. • Gosdrykkjaframleibendur grípa til ýmissa rába til ab selja vöru sína. í Ameríku er ab koma á markab nýr drykkur frá Pepsí, eldraubur, framleiddur úr berjum frá Brasilíu. Drykkurinn er sagbur ástardrykkur og og sérlega upp- örvandi fyrir náttúru manna. 'í Evrópu selur Schweppes drykk sem á ab vibhalda æskufegurb fram á gamals aldur. Benedikt Hreinsson markabsstjóri hjá Öl- gerb Egils segir ab engin þörf sé fyrir svona drykki á íslandi. Menn fái þetta allt meb Egils maltinu ...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.