Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.05.1996, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. maí 1996 11 Samkeppnin er ekki einhlít Samkeppnin er lofuð mjög í vestrænum lýðræðisríkjum. Hún hefir vissulega kosti, en leysir hvergi nærri allan vanda. Sannleikurinn er sá, að hún er óvíða fyrir hendi, og hún getur snúist upp í andhverfu sína. Gjarnan er vitnað í Adam Smith (1723-90), sem lagði fræðilegan grunn að hugtak- inu. Kenningu hans má í stuttu máli orða svona: „Enda þótt einstaklingar séu knúðir af eig- in hag, vinna þeir hver um sig í þágu heildarinnar, leiddir af „duldri hendi", sem hinn frjálsi leikur samkeppninnar gerir kleift." Samkeppnin er sem sagt ómissandi þáttur hins virka hagkerfis. Hins er síður getið, að Smith var ekki aðeins fræðimaður, heldur raunsæismaður. Hann gerði sér grein fyrir öflum, sem unnu að því að takmarka samkeppni. Þannig segir hann í aðalriti sínu („Auðlegð þjóða" 1776): „Fólk í sömu atvinnugrein hitt- ist sjaldan svo, jafnvel sér til skemmtunar eða dægrastytt- ingar, að umræðan endi ekki í samsæri gegn almenningi eða einhvers konar hugkvæmni til að hækka verð." Smith og fyrri tíðar hagfræð- ingar litu á samkeppnina frá LESENDUR Abalfundur forstöbu- manna sundstaba: Þorsteinn Einarsson gerður aö heiöursfélaga Á fyrsta aðalfundi Samtaka forstöðumanna sundstaða á íslandi var samþykkt sam- hljóða að gera Þorstein Einars- son, fyrrverandi íþróttafull- trúa ríkisins, að heiðursfélaga samtakanna. Þorsteinn hefur ávallt sýnt sundíþróttinni mikinn áhuga, svo og byggingu og viðhaldi sundlauga. Hann var í áratugi einn fárra sérfræðinga um hreinsun og meðhöndlun sund- laugarvatns og hannaði og skipulagði gerð fjölda lauga. Svokallaðar „pokalaugar" eru meðal verka Þorsteins. í tilefni heiðursnafnbótarinn- ar verður Þorsteini haldið kaffi- samsæti í Félagsheimli Kópa- vogs klukkan 16.00 í dag. Samtök forstöðumanna sund- staða voru stofnuð í mars 1995. Félagar í samtökunum eru 45 talsins og er markmið samtak- anna að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félaganna. Guðmundur Þ. Harðarson, Sundlaug Kópavogs, er formað- ur. -BÞ Þorsteinn Einarsson. s j ónarhóli hegðunar selj- enda og kaup- enda. Nútím- inn horfir meira til ytri skil- yrða. Samkeppni er talin ríkja í atvinnugrein, ef fyrirtæki eru mörg og hlutdeild hvers og eins lítil, þannig að eitt þeirra geti ekki haft áhrif á verðið með því að breyta vörumagninu. Verðið ræðst þá einfaldlega af mark- aðsöflum frambobs og eftir- spurnar. Oftar en ekki er markaðurinn of smár fyrir mörg fyrirtæki, ef nýta á kosti fjöldaframleiðslu. Rekstur þeirra verður þá óhag- kvæmur, þannig að hækka þarf verð vörunnar eða þjónustunn- ar. Þetta er algengt í smáum ríkjum sem okkar. Við höfum dæmi fyrir okkur í bankakerf- inu. Aðeins þrír bankar eru hér. Þó þurfa þeir háan vaxtamun og óhóflega gjaldtöku til þess að geta borið sig. Hver og einn hinna þriggja banka vill kaupa annan eða báða til að bæta reksturinn. Samkeppnin getur verið dýr! í stærri löndum, sem keppa á erlendum mörkuðum, grípa fyrirtæki til hringamyndana. Við fáum fregnir af slíkum úr- ræðum nálega í viku hverri. Slíkar hringamyndanir og stöð- ug hagræðing fyrirtækja til að bjarga sér fyrir horn hafa leitt til uppsagna á starfsfólki í stór- um stíl. Æ fleiri fylla flokk at- vinnulausra, sem nú télja allt að 50 milljónir manna og kvenna í OECD-ríkjum. Þetta er ekki aðeins vandamál, held- ur voði, sem ekki verður séð fyrir, hvaða afleiðingar kann að hafa. . Önnur skilyrði frjálsrar sam- keppni eru ekki heldur fyrir hendi að öllum jafnaði. Neyt- andinn velur t.d. ekki alltaf þá vöru, sem er ódýrust. Hann er oft fáfróður eða kærulaus um verðlag, lætur auk þess stjórn- ast af auglýsingum og áróðri fjölmiðla. Loks eru það hinir efnameiri, sem ráða að mestu eftirspurninni, ekki hinir tekju- lágu, sem eru í meirihluta og eiga flestir aðeins fyrir nauð- synjum. Samkeppnin er því lítið meira en áróðurstæki fárra, sem vilja græða á kostnað fjöldans. Slagorð þeirra er: „Sérhver þegn á að njóta frelsis til að nýta hæfileika sína sem best." Þetta eru innantóm orð, meðan at- vinna og efnahagsleg tækifæri bjóðast ekki, nema sumum. Viðskiptafrœoingur VIÐSKIPTI ESB setur upp lyfjastofnun ESB (Evrópusambandið, Europe- an Union, eins og það nú heitir) setti 1994 upp lyfjamatsstofnun (European Medicines Evaluation Agency), er saman fellir að nokkru eftirlitsstofnanir aðildar- landanna tólf. Á síðustu árum munu vestur- evrópskar lyfjagerðir árlega hafa varið um $ 350 milljónum til að afla lyfjum sínum samþykkis í öðrum aðildarlandanna. Þess hef- ur þeim ósjaldan verið synjað af ótta við, að þau yrðu keppinautar innlendra lyfja. Þá er vænst sam- starfs á milli stofnunarinnar og hliðstæðra stofnana í Bandaríkj- unum og Japan. Forstöðumaður stofnunarinnar var skipaður Fern- and Sauer. Vænst er líka, að stofnunin stytti bið á samþykki við nýjum lyf jum (en um þau mun hún að- eins fjalla í fyrstu). Starfsmenn stofnunarinnar verða þó aðeins 300 (en 3000 starfsmenn eru við Food and Drug Administration í Bandaríkjunum). Þegar fram- kvæmdastjórn EB hefur staðfest samþykki stofnunarinnar við lyfi, fá aðildarlönd 90 daga til að setja fram athugasemdir eða mótmæli. — Lyfjaeftirlits-stofnanir í aðild- arlöndum munu starfa áfram. ¦ Sameinast Crédit Suisse og Union Bank? Tveir stærstu bankarnir í Sviss, Crédit Suisse og Union Bank of Switzerland, greindu frá því 9. apríl 1996, að þeir ættu í viðræðum um sameiningu sín á milli. Sameinaðir mynduðu þeir næst stærsta banka í heimi — á eftir Tokyo-Mitsu- bishi-bankanum í Tókíó — með eignir upp á $ 667 millj- arða. Þessari tyrirhuguðu sam- einingu er misjafnlega tekið í Sviss. Sameinaðir fækkuðu bankarnir við sig 10.000 starfsmönnum, ekki þó öllum í Sviss. Umsvif þeirra utan- lands eru mikil. í London hef- ur UBS þannig 2.500 starfs- menn og CS 4.000. Hluthafa- fundur var í UBS 16. apríl. Iran eykur olíuvinnslu í Persaflóa íran vinnur um 10% olíu sinnar undan strönd sinni, við Persaflóa, og á eyjum í hon- um, en olía nemur um 90% af útflutningi lands- ins. Nýir olíubor- pallar hafa verið settir upp við Sal- man og Nasr (en þá gömlu sprengdi bandaríski sjóherinn upp seint á níunda áratugnum). Stefna írönsk stjórnvöld nú að samvinnu við Vesturlönd um nýtingu vinnslutækni og markaðssetn- ingu olíu. VIÐSKIPTI Harönandi samkeppni AT & T, MCI og Sprint í USA Stóru bandarísku síma- og fjarskiptafyrirtækin þrjú, sem bjóða „samband" um langar vegalengdir, hafa síðustu ár, einkum eftir upptöku far- síma, verið að þröngva sér inn á markað til- tölulega lítilla símafyrirtækja í bæjum. Afrakstur þessa mark- aðar alls í Bandaríkjunum mun 1995 hafa verið kringum $ 35 milljarðar, en hefur ár- lega vaxið kringum 5% að undanförnu. Aftur á móti munu „langleiða"-fjarskipti verða heimiluð „staðbundn- um" fyrirtækjum innan tíðar, ef tilvill 1. janúar 1997. Fyrst stóru fjarskiptafyrir- tækjanna þriggja kemur AT & T. Nemur hlutdeild þess í markaðnum um 60%, en á hana hefur saxast síðustu ár. Næst kemur MCI, sem frá 1991 hefur aukið hlutdeild sína úr 13% í 20%. Hið þriðja þeirra er Sprint með tæplega 10% hlutdeild (Önnur 10% skiptast á milli margra fyrir- tækja). Stóru fyrirtækin þrjú veita liðlega 75% bandarískra heimila símaþjónustu, og um 95% langleiða-símtala og fjar- skipta eru á þeirra vegum. ¦ Sigtryggur Pálsson Þriðjudaginn 7. maí var Sigtrygg- ur Pálsson, múrari og hestamað- ur, borinn til gTafar í Fossvogs- kirkjugarði við hlið konu sinnar Valgerðar Björnsdóttur, sem dó 27. des. 1978. Hún var frá Látr- um í N.-ísafjarðarsýslu. Sigtryggur og Valgerður eign- uðust 5 börn: Björn Ragnar, f. 23. des. 1949; Ástu Sigríði, f. 1. febr. 1952; Sigrúnu, f. 25. júlí 1953; Ólaf Kristján, f. 25. apríl 1955; Sigtrygg Pál, f. 18. júlí 1959. Fóst- urdóttir Sigtryggs og dóttir Val- gerðar er Ester Bergmann Hall- dórsdóttir, f. 14. apríl 1943. Þau byggðu húsið að Álfhóls- vegi 81, Kópavogi, 1949-52 og voru með fyrstu frumbyggjum í Kópavogi. Sigtryggur og Valla gengu í hjónaband 10. júní 1950. Þau ólu öll börn sín upp á Álfhólsveginum í Kópavogi. Foreldrar Sigtryggs voru Ásta Ólöf Magnúsdóttir, f. 14. jan. 1887 að Hamri í Stíflu í Fljótum, Skagafirði, d. 25. feb. 1962, og Páll Pálsson, f. 18. ágúst, d. 1. t MINNING apríl 1957. Sigtryggur á tvær syst- ur á lífi, Kristínu Margréti og Þór- unni. Sigtryggur var frá Ytri-Hofdöl- um í Skagafirði og ólst upp hjá móðurömmu sinni, Guðrúnu Bergsdóttur, og seinni manni hennar, SigtryggiJ. Guðjónssyni. Sigtryggur stundabi byggingar- vinnu og hóf nám í múraraiðn. Vann hann við ýmsar stórbygg- ingar, sem bera honum gott vitni, eins og Kópavogskirkju og Breiðholtsblokkir. Hann var dugnaðarforkur til vinnu og sló sjaldan af. Það var keppikefli hans að ljúka sínu verki helst fyrstur og óaðfinnanlega, og heyrði ég oftar en einu sinni ab það dygðu ekki tveir heldur stundum þrír handlangarar fyrir Sigtrygg. Enda var hann útslitinn langt um aldur fram. Sigtryggur var mikill hesta- maður og átti alla sína tíð all- nokkra hesta. Hvað marga vissi hann aldrei, að sögn, en sumir kepptu á landsmótum og unnu til verðlauna og viðurkenningar. Sigtryggur gekk undir nafninu Hestaafi hjá barnabörnum sín- um, því hestamennska og dýra- hald átti hug hans allan. Svo náði hann dýrum á sitt vald að hundur, sem er á þessu heimili, vældi ógurlega þegar Sigtryggur kom í heimsókn, þannig vissu allir alltaf hver var að koma. Sigtryggur var mikill útiveru- maður og langaði að eiga sumar- hús með börnunum sínum. Varð úr að þau reistu sér sumarhús í landi Múrarafélagsins í Öndverð- arnesi. Hann naut þess að fylgj- ast með framkvæmdum, smíði var hafin og skyldi reynt að reisa og flytja inn í júní næstkomandi. Allir hlökkuðu til að hafa Sig- trygg afa þar, því þetta var hans stóri draumur, en því miður veit enginn sinn næturstað; nú er það um seinan. Sigtryggur var mikill afakall, elsti sonur minn erfir nú hesta- mennsku hans, en þeir höfðu náð vel saman síðustu árin. Frá- fall afa varð honum þung raun. Yngri sonur minn, sem leitaði fróðleiks í leik og starfi, horfir með trega og lotningu eftir afa sínum. Dóttir mín og dótturdótt- ir eiga um sárt að binda, því eng- inn Hestaafi kemur lengur í heimsókn. Það er þó á engan hallað, þótt kona mín, Ásta Sigríður, fái þakk- ir fyrir þá ástúð og umhyggju sem hún sýndi föður sínum ávallt. Þau feðgin voru afskap- lega náin. Ég kem inná heimili Sigtryggs og Valgerðar haustið 1968. Þau eru í mínum huga einhver yndis- legustu hjón sem ég hefi kynnst um ævina. Sigtryggur dvaldi í Hveragerði á Hressingarhælinu og líkaði þar mjög vel, er hann snögglega veiktist og var sendur á Landspít- alann. Hann andaðist 30. apríl, eftir aðeins tveggja daga legu. Þetta gerðist svo snöggt að að- standendur eru enn að átta sig á orðnum hlut. Ég kveð þig, kæri tengdafaðir minn, þakka þér hjálpina gegn- um árin og allar gleðistundirnar sem við áttum saman. Nú lýt ég höfði og kveð þig í síðasta sinn. Ég vil einnig fyrir hönd barn- anna minna þakka þér allt það sem þú varst þeim. Hvort sem var í leik eða starfi, þau hafa misst sinn besta vin. Æðruleysi manns gagnvart sjálf- um sér hef ég aldrei kynnst, með fullri virðingu fyrir öllum mönn- um. Þinn tengdasonur, Magnús P. Sigurðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.