Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 15. júní 1996 Þjóövaki vill framboö aö hœtti R-listans í nœstu þingkosningum. Jóhanna Siguröardóttir uggandi yfir aukinni löggjaf- arvinnu frá framkvœmdavaldinu: Embættismenn semja lögin, þingmenn koma lítið nærri Umræban um sameiningu jafnabarmanna hefur verib sögb hefbbundin, margtuggin klisja, en nú gæti slík samein- ing orbib ab veruleika. Þab er í þab minnsta bjargföst skobun Jóhönnu Sigurbardóttur, for- manns Þjóbvaka. Hún hefur trú á ab jafnabarmenn samein- ist, en segist hafa efasemdir um ab sameining fari fram á þann veg ab stofnab verbi til kosningabandalags meb sam- eiginlega stefnuskrá, en ab öbru leyti bjóbi flokkarnir fram hver í sínu lagi. Um sam- einingu jafnabarmanna var eblilega talsvert rætt á lands- fundi Þjóbvaka í Vibey um helgina. Ljóst er ab menn vilja ab skrefib verbi stigib til fulls. Stofnabur verbi í framtíbinni sterkur, fullburba jafnabar- mannaflokkur á íslandi. En fyrst í stab muni flokkarnir bjóba fram sameiginlegan lista ab hætti R-listans. Rætt um stærsta stjórnmálaaflið „Vib teljum þab ekki nægi- lega breytingu ab koma fram meb sameiginlega stefnuskrá, hætta er á ab þab yrbi aldrei trúverbugur valkostur. Vib telj- um ab ef mál þróast í rétta átt, þá geti samfylking íslenskra jafnabarmanna orbib næst- stærsta, jafnvel stærsta stjórn- málaaflib á Alþingi strax eftir næstu kosningar. Slík þróun gæti hæglega orbib til þess ab í framtíbinni yrbi til stór og um- bótasinnabur jafnaðarmanna- flokkur meb meirihluta á Al- þingi, sem tefldi fram nýjum lausnum gegn úrræðum núver- andi stjórnarflokka," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir í samtali vib Tímann í gær. Jóhanna sér Framsóknar- flokkinn fyrir sér sem lítinn miðjuflokk í þessu pólitíska umhverfi. Hugsanlega gæti einnig setib eftir lítill flokkur sósíalista. „Með þessu móti yrði ab öll- um líkindum komið í veg fyrir samsteypustjórnir flokka sem hlaupa sífellt frá stefnu sinni. Flokkar yrðu að axla ábyrgð á loforðum sínum. Það yrði tveggja flokka kerfi við lýði á íslandi." Ekki dýpri ágrein- ingur en í Sjálfstæð- isflokknum „Ég held að því fyrr sem menn fara að setjast yfir þessu, þeim mun betra. Allir þekkja hver hefur verib fyrirstaðan. Það eru fortíðardeilur A-flokk- anna. Menn verba að setja til hliðar það sem sundrar og skoða frekar þab sem sameinar. Það er ekkert dýpri málefna- ágreiningur á milli þessara flokka en er bara í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta er einfaldlega leiðin, ef einhverjar breytingar og nýsköpun eiga ab koma til í stjórnmálum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna sagbi ljóst að jafnaðarmenn almennt jóhanna Sigurbardóttir, alþingismabur og formabur Þjóbvaka: Embœttismenn eru farnir ab taka ab sér lagasmíb- ina. væru því afar hlynntir ab koma saman í einum flokki. Jóhanna er eins og kunnugt er óánægð með stjórnarmynstr- ið í dag. Hún og aðrir jafnaðar- menn hafa barist af alefli gegn ýmsum þeim málum, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir í vetur. Gróðann berum vib — ríkib tapið „Þegar þessir flokkar ríkis- stjórnarinnar koma saman, koma gallar beggja svo berlega í ljós. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst flokkur miðstýr- ingar og hafta, ekki síst í at- vinnu- og neytendamálum. Það hefur komið fram á þinginu ab þetta er flokkur sem leynt og ljóst berst fyrir samþjöppun valds og flutningi fjármuna á fárra hendur. Og þótt hann telji sig flokk einstaklings- hyggju, þá birtist hún bara í því að færa völd, fjármagn eða af- rakstur auðlindarinnar yfir til fárra á kostnað heildarinnar. Þetta þykir okkur nú ab sam- sami sig afar vel Framsóknar- flokknum, sem aðhyllist þegar á reynir miðstýringu í atvinnu- uppbyggingu og pilsfaldakapít- alisma. Það er hægt að lýsa Sjálfstæðisflokknum þannig í mjög stuttu máli: Gróðann ber- um við, en ríkið tapið. Þetta er svo einfalt. Framsóknarflokkur- inn er hins vegar miðjuflokkur, opinn í allar áttir, tækifæris- sinnaður hentistefnuflokkur sem fer í allar áttir," sagði Jó- hanna. Sjálf starfaði Jóhanna sem rábherra með Sjálfstæðisflokkn- um, þá var hún innan Alþýðu- flokksins. Það samstarf var harðlega gagnrýnt innan Al- þýðuflokksins, enda þótt þær raddir væru lágværar. Sumum flokksmanna þótti það ekki á dagskrá að starfa með „íhald- inu". „Þetta samstarf kenndi mér einmitt mína lexíu og varð til þess að Þjóðvaki var stofnað- ur," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Þjóðvaki hefur hins veg- ar mælst illa í skoðanakönnun- um að undanförnu. Jóhanna segir að það þýbi ekki að í Þjóð- vaka sé ekki fólgið mikiö afl, mikill neisti sem verði tendrað- ur þegar á þarf að halda. Þjóð- vaki er ekki á förum. Embættismenn að verba löggjafar Jóhanna segir að í störfum þingsins í vetur hafi komið fram alvarlegir veikieikar lög- gjafarvaldsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu. „Ég get ekki séb annað en að þrígreining valdsins sé í hættu. Embættismenn setja orðið 90% löggjafarinnar. Þeir fylgja mál- inu síðan eftir inn í þingnefnd- ir. Engu má breyta nema ráð- herrann samþykki. Ráðherrann lýtur síðan ráðgjöf þessara sömu embættismanna, sem semja löggjöfina. Þingmenn, sem eru kosnir til að setja land- inu lög, koma kannski sáralítið að málum. Þetta nýta stjórnar- flokkarnir í krafti mikils meiri- hluta. Alþingi er því orðin eins- konar stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið, en málin hafa verið keyrð í gegn af of- forsi í vetur. Alþingi er að missa sjálfstæða tilveru sína gagnvart lagasetningu og auðvitað er það mikið áhyggjuefni," sagði Jó- hanna Sigurðardóttir að lokum. -JBP Kristín Ástgeirsdóttir um sameiningarmál: Lítill þrýstingur frá hinum almenna flokksmanni „Það hefur ekkert gerst í þessu síban í fyrra. Þessi umræða kemur upp aftur og aftur, en ekkert gerist þess á milli," segir Kristín Astgeirsdóttir, Kvennalista, um möguleika á sameiningu vinstri manna. Kristín segir að það skipti höfuömáli hvað fólkið vilji, sem standi að vinstri hreyfing- unum, og hún telji lítinn þrýst- ing vera á bak við sameiningar- mál hjá hinum almenna flokks- manni. „Ég hef alltaf sagt að umræðan verði ab snúast um málefni en ekki innantóma frasa." Kristín segist jafnvel telja meiri líkur á að vinstri flokk- arnir næðu þjóðarmeirihluta í samstarfi, en það sé engan veg- inn tímabært að velta upp slík- um spurningum eins og staða mála sé í dag. -BÞ Kristín Ástgeirsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.