Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1996, Blaðsíða 1
+ EINARJ. SKÚLAS0N HF Nj||| Þaö tekur aðeins eitm m ¦virkan dag tió koma pósliuuni ^^^v PÓSTUR þlnum til sklla ^^^ OGSÍMI STOFNAÐUR1917 80. árgangur Miðvikudagur 3. júlí 123. tölublað 1996 Mebal muna á sýningu um sögu Landhelgisgœslunnar: Ensk fall- byssa og leyni- vopniö Sögu Landhelgisgæslunnar eru gerb skil á sögusýningu sem opnuö hefur verib í Hafnarhús- inu viö Tryggvagötu í tilefni af 70 ára afmæli stofnunarinnar. Helgi Hallvarbsson, yfirmabur Gæsluframkvæmda hjá Land- helgisgæslunni, segir ab þorska- stríbin þrjú fái óneitanlega meira rými á sýningunni en abrir at- burbir á þeim 70 árum sem Land- helgisgæslan hefur verib starf- rækt. M.a. eru á sýningunni klipp- urnar frægu, sem Helgi kallar „leynivopn Landhelgisgæslunn- ar" og ein af þeim gömlu fallbyss- um sem Landhelgisgæslan hafbi yfir ab rába allt frá stofnun henn- ar árib 1926. „Þetta er ensk fall- byssa frá 1891 sem kom oft ab góbum þörfum vib ab stöbva landhelgisbrjóta. Enda má segja ab hún hafi dugab svona lengi vegna þess ab hún var byggb úr alveg ekta stáli," segir Helgi. „Vib þurfum ab sjá um ab þeirri fiskveibistefnu sem er í gangi hverju sinni, sé framfylgt. Núna er t.d. lobniflotinn ab störfum, bæbi íslenskur og norskur. Vib þurfum ab fylgjast meb því ab allt fari ftam samkvæmt gildandi reglugerb, hvab varbar möskva- stærb og annab." í tengslum vib sýninguna verba ýmsar uppákomur um helgar í júlímánubi. Sú fyrsta verbur nk. sunnudag, 7. júlí, þegar eitt varb- skipa Gæslunnar verbur til sýnis vib mibbakkann. Auk þess verba Tf-Líf og TF-Sýn almenningi til sýnis á bakkanum. Sögusýningin verbur opin út júlímánub, frá klukkan 14-19 á virkum dögum og 10-19 um helg- ar. Starfsmenn Gæslunnar verba til taks allan tímann og svara spurningum gesta. -GBK Viö ensku kanónuna eru þeir Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgœslunnar og Helgi Hallvarbsson skipherra. -Tímamynd ÞÖK Islendingar fara illo útúr síldarútflutningi á markaö í Kína og telja ab ástœöuna megi rek\a til Sölumiöstöbvar Hraöfrystihúsanna. Þorbjörn Fribriksson: Þetta er ægileg staöa „Síldin setti okkur náttúru- lega í ægilega stöou sem vib erum ekkl búnir ab brjótast út úr ennþá," segir Þorbjörn Friöriksson mebal annars í ítarlegu vibtali í Timanum í dag, en Þor- björn og sonur hans áttu sóknarfæri á stóran mark- ab í Kina vegna fjölskyldu- tengsla. Eftir nokkurra ára undirbúningsvinnu keyptu þeir sextíu tonn af síld af Sölumibstöb Hrabfrysti- húsanna (SH) og fluttu út. Þegar til átti ab taka reynd- ist síldin full af átu og óhæf til sölu á þá markabi sem tíl stób upphaflega, segir Þor- björn. Hann segir mun minna hafa fengist fyrir síldina og þar ab auki reyn- ist örbugt ab innheimta hjá kaupendum þar sem þeir telja vöruna ekki hafa ver- ib fullnægjandi. Húsfélagiö í Efstaleiti fœr ekki aö setja upp ölstofu í sameign fjölbýlishússins: Bent þarf ekki ab ganga í gegn um barinn Bent Scheving Thorsteinsson þarf ekki að sætta sig við að húsfélagið í fjölbýlishúsinu sem hann á íbúð í setji upp bar í innganginum að íbúð hans. Þetta er niðurstaða héraðsdóms í máli sem húsfélagið Efstaleiti 10, 12 og 14 höfðaði á hendur umhverfisráðherra og Bent Scheving Thorsteinsson. Forsaga málsins er sú ab meiri- hluti íbúa fjölbýlishússins sam- þykkti ab setja upp milliveggi í sameign skammt frá íbúb Bents. Tilgangurinn var ab setja þar upp setustofu eba ölstofu. Bent var ekki sártur vib umræddar breyt- ingar á sameigninni og sömu- leibis ósáttur vib ab hann, fjöl- skylda hans og gestir, þyrftu ab ganga í gegn um sameiginlega öl- stofu til ab komast í og úr íbúb- inni. Umhverfisrábuneytib hefur í tvígang úrskurbab Bent í vil og V nú hefur úrskurbur þess verib stabfestur fyrir Hérabsdómi Reykjavíkur. Húsfélagib Efstaleiti 10, 12 og 14 var dæmt ril ab greiba um- hverfisrábherra 200.000 krónur í málskostnab og ab greiba Bent Scheving Thorsteinsson 500.000 krónur í málskostnab. Málib dæmdi Sigujrbur Hallur Stefáns- son hérabsdómari. -ohr \ • „Einhverjir vissu ósköp vel hvab þeir voru ab senda. Vib áttum ákaflega erfitt um vik vegna þess ab vib febgamir vorum úti í Kína þegar þab var ákvebib ab senda þetta út." „Sko, ég verb nú ab segja þab ab ef þetta er lýsing Þorjörns á málinu þá verbur hann bara ab fá ab hafa sína lýsingu í fribi," sagbi Fribrik Pálsson forstjóri Sölumibstöbvar Hrab- frystihúsanna þegar málavext- ir voru bornir undir hann, og hélt áfram. „Þetta er svo fjarri öllum sanni. Ég held ab þab eigi vib í þessu máli, því mibur, mál- tækib ab vanþakklætib sé nú stundum laun heimsins. Ef þetta er hans málflutningur þá held ég ab sé best ab segja ekki neirt um málib." -Hvernig er lýsing þín á mál- inu? „Lýsing okkar á málinu er allt önnur. Lýsing okkar er sú ab vib sköffum þessum manni góba vöru eins og vib sköffum öbrum. Vib erum búnir ab fara vandlega yfir þab hvernig sú vara var sem var verib ab vinna í þessum sömu húsum og fóru á abra markabi á þess- um sama tíma. Hann hefur reynt ab gefa þab í skyn að vib höfum verib vísvitandi ab reyna ab vanda lítt til þessarar vöru af því ab þetta sé ab fara inná einhvern óæbri markab eba eitthvab þvíumlíkt, sem er fjarri öllum sanni og ég ætla ekki ab ræba málib frekar í fjölmiblum." -Var ekkert ab þessari vöru sem hann keypti? „Nei, ekki svo vib vitum til." -Þessi síld sem hann keypti var sem sagt ekki full af átu? „Ekki svo vib vissum til. Þetta er löngu libib og þab er búib ab reyna ab fara í gegn um skobunarskýrslur frá þeim húsum sem voru ab vinna þessa vöru á þessum tíma og þab finnst ekkert sem gefur til- efni til slíkra ásakana, fjarri því. Vib fórum af stab í þetta með þessum mönnum til ab reyna ab hjálpa þeim ab kom- ast inn á þennan markab og því mibur hafa þau mál gengib meb ýmsum öbrum hætti heldur en til var stofnab." -En hvernig hafa samskipti ykkar verib vib þá ab öbru leyti? „Eins og ég segi, ég vil ekkert ræða þetta frekar. Það þjónar engum tilgangi ab vera ab gera þab í fjölmiblum úr því hann velur þann kostinn ab fara svona í málib." -ohr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.